Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Grill Kebab E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 3 7 600 g fituhreinsa› lambakjöt, t.d. bógur e›a lærisnei›ar, skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita. 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli› í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati. Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst. 1 msk. salvía, smátt söxu› 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa› Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa, fæst í flestum bú›um 3 msk. sesamfræ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands tók við sér í gær eftir lækkanir undanfarna daga. Hækkaði vísitalan um 0,3% og stóð í 5.652 stigum í lok dags. Viðskipti í Kauphöllinni námu um 6 milljörðum króna en mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Straums-Burðaráss fyrir um 385 milljónir. Bréf Actavis Group og Kaupþings banka hækkuðu mest í gær, eða um 0,9%, og þá hækkuðu bréf Glitnis um 0,6%. Bréf Alfesca lækkuðu um 1,5% og bréf Straums- Burðaráss um 1,1%. Þá veiktist krónan um 0,4% og var geng- isvísitala krónunnar 129,7 stig við lokun markaða í gær. Hlutabréf hækka á ný ● HLUTAFÉLÖGIN Avion Group og Atlantic Petroleum, sem er fær- eyskt félag, koma ný inn í Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands um næstu mánaðamót samkvæmt til- kynningu í Kauphöllinni. Bréf félag- anna koma í stað Kögunar og Flögu Group en bréf Kögunar voru afskráð á árinu. Úrvalsvísitalan er endur- skoðuð á hálfs árs fresti. Greining Glitnis hafði spáð því að Avion Group og HB Grandi kæmu ný inn í vísitöl- una. Greiningardeild Landsbankans taldi Icelandic Group, HB Granda eða Atlantic Petroleum koma til greina en mestar líkur á því að HB Grandi kæmist inn. Greiningardeild KB banka hafði rétt fyrir sér í sinni spá. Avion og Atlantic Petroleum ný í Úrvalsvísitölu ● AVION Group hefur ekki áhuga á að kaupa breska leiguflugfélagið Astraeus að því er segir í frétt Air Transport Intelligence News en bæði Avion Group og FL Group hafa verið nefnd í breskum fjöl- miðlum varðandi hugsanlega yf- irtöku á flugfélaginu. Astraeus greindi fyrir skömmu frá því að tvö ónefnd fjárfestingarfélög hefðu nálgast flugfélagið með yfirtöku í huga. Hefur Astraeus fengið til liðs við sig ráðgjafarfyrirtæki til að meta hvort sala muni fara fram. Astraeus sinnti áætlanaflugi fyrir Iceland Express þar til í mars á síðasta ári er samið var við annað leiguflugfélag. Avion afhuga kaupum á Astraeus ● OPNUÐ hefur verið sænsk út- gáfa af íslensku flugferðaleitarvél- inni dohop.com og er það skref í útrás vefsins. Samkvæmt frétt á sænska vefnum isa.se eru nú til fimm útgáfur af dohop; á ensku, þýsku, spænsku, íslensku og sænsku. Eins og greint hefur verið frá á síðum Morgunblaðsins leitar vef- urinn að flugferðum hjá rúmlega 650 flugfélögum og er markmiðið að finna eins ódýr og þægileg flug og hægt er. Fyrsta útgáfa vefsins var opnuð á síðasta ári. Dohop í Svíþjóð ● GLITNIR hefur opnað skrifstofu sína í Halifax í Kanada. Mun Hjálmur Nordal stjórna skrifstof- unni og starfseminni í Halifax. Meginhlutverk skrifstofunnar verð- ur að styrkja tengsl við við- skiptavini bankans í Kanada með áherslu á matvælaiðnað, sér í lagi sjávarafurðir, sjálfbæra orkufram- leiðslu og skipaiðnað. Auk þess mun bankinn aðstoða við- skiptavini sína á heimamörk- uðunum Íslandi og Noregi við að ná fótfestu á markaði í Kanada. Glitnir í Kanada VEXTIR af útlánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir, 4,85% af lánum sem eru án uppgreiðsluþóknunar en 4,60% af lánum með uppgreiðslu- þóknun. Þetta eru niðurstöður stjórnar sjóðsins í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem lauk í fyrradag og eru sömu vextir og tóku gildi þann 1. apríl síðastliðinn í kjölfar útboðs á íbúðabréfum þá. Alls bárust tilboð að nafnvirði 25 milljarðar króna í útboði Íbúðalána- sjóðs á íbúðabréfum í fyrradag. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 6,4 milljarðar króna. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna til- boða í útboðinu með þóknun er 4,30%. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur heimild til að ákvarða vexti af íbúða- lánum með hliðsjón af fjármögnun- arkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjár- magnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi.Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og upp- greiddra íbúðalána eru 4,24%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,15%, varasjóðs, 0,20%, og uppgreiðslu- áhættu, 0,25%, samtals 0,60%. Þess vegna ákvað stjórnin að vextir af út- lánum sjóðsins án uppgreiðsluþókn- unar verði 4,85% en 0,25 prósentu- stigum lægri af lánum með uppgreiðsluþóknun, þ.e. 4,60%. Viðskiptabankarnir og sparisjóð- irnir hækkuðu vexti af íbúðalánum sínum í lok síðasta mánaðar í kjölfar 0,75 prósentustiga stýrivaxtahækk- unar Seðlabanka. Vextir af íbúða- lánum þeirra eru lægstir hjá Kaup- þingi banka, 4,75%, en 4,90% hjá hinum. Óbreyttir vextir af útlánum Íbúðalánasjóðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.