Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMRUNI ÓGILDUR Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna Senu og Dagsbrúnar. Rök ógildingarinnar eru þau að eftir kaupin geta félögin, í krafti mark- aðsráðandi stöðu sinnar, takmarkað samkeppni og hagað verðlagningu, viðskiptakjörum og þjónustu án þess að taka tillit til keppinauta og neyt- enda. Forsvarsmenn félaganna harma niðurstöðuna og hyggjast skjóta ákvörðuninni til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála. Afgreiddi ranga vöru Komið hefur í ljós að starfsmaður OLÍS á Reyðarfirði afgreiddi ranga vöru og lét edikssýru renna í klór- tanka sundlaugar Eskifjarðar. Alls dvöldu 18 manns á spítala nóttina eftir slysið. Einn liggur enn á gjör- gæslu FSA þótt ekki sé í lífshættu. Óttast langvinnan hernað Ísraelsher reyndi í gærkvöldi allt sem í valdi hans stendur til að fá ísraelskan hermann leystan úr haldi herskárra Palestínumanna. Árásir voru gerðar úr lofti auk þess sem hermenn voru sendir inn á suður- hluta Gaza-svæðisins. Götur á sunn- anverðu Gaza-svæðinu voru tómar og á norðanverðu svæðinu bjuggu íbúar sig undir að yfirgefa heimili sín. Óveður í Bandaríkjunum Tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ellefu hafa farist af völdum óveðurs og flóða sem orðið hafa í norðaust- urríkjum Bandaríkjanna. Bónus lægstir Í verðkönnun, sem ASÍ gerði á dögunum, kemur fram að Bónus er oftast með lægsta verð á matar- og drykkjarvöru. Ellefu-ellefu er aftur á móti oftast með hæsta verðið sam- kvæmt könnuninni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hestar 39 Fréttaskýring 8 Minningar 40/50 Úr verinu 14 Skák 50 Erlent 14/16 Myndasögur 54 Minn staður 18 Dagbók 54/57 Höfuðborgin 19 Víkverji 54 Akureyri 22 Velvakandi 55 Austurland 22 Staður og stund 56 Suðurnes 23 Menning 58/65 Landið 23 Leikhús 58 Daglegt líf 26/31 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 36/38 Veður 67 Bréf 37 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %           &         '() * +,,,                          BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) mun aldrei láta það gerast aftur að samtökunum sé hald- ið fyrir utan endurskoðun kjara- samninga og samkomulag Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í þeim efnum var beinlínis klæðskerasaumað til þess að undanskilja opinbera starfsmenn, segir Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB. Samkomulag ASÍ og SA var tví- þætt og tók annars vegar til samn- insgbundinnar endurskoðunar vegna verðlagsákvæða samninganna og hins vegar til samnings um sér- stakan taxtaviðauka, sem sagður er tilkominn vegna kjaraþróunar hjá opinberum aðilum. BSRB fundaði með stjórnvöldum um endurskoðun sinna samninga í gær og sagði Ögmundur að fram hefði komið á fundinum að stjórn- völd litu svo á að endurskoðunin tæki einvörðungu til ákvörðunar í endur- skoðunarnefnd ASÍ og SA en litu ekki á samkomulagið heildstætt og undanskildu samningana um taxta- viðauka. Klæðskerasaumað „Þetta er beinlínis klæðskera- saumað til þess að undanskilja op- inbera starfsmenn. Það er augljóst,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að þarna væri fráleit- ur hlutur á ferðinni. „Allt þetta mál hefur orðið þess valdandi að það er ásetningur okkar að láta það aldrei gerast aftur að BSRB sé haldið fyrir utan endurskoðun kjarasamninga,“ sagði Ögmundur einnig. Hann sagði að forsenda þess að hægt væri að tala um þjóðarsátt varðandi þessa endurskoðun og að- gerðir væri að þjóðin kæmi öll að þessum málum og það hefði ekki gerst í þessu tilviki. „Þessum stóru samtökum hefur verið haldið algjörlega fyrir utan þetta ferli, enda ber endurskoðunin þess glögg merki þegar farið er í saumana á henni,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að þótt markmiðin með þessum aðgerðum væru að mörgu leyti ágæt, þ.e.a.s. að lyfta hinum lægst launuðu og færa taxta nær greiddum launum, þá sýndist sér að það væri miklu minna kjöt á beininu en menn létu í veðri vaka. Hann sagði að það sem næst myndi gerast í þessum efnum væri að einstök félög innan BSRB myndu fara í viðræður varðandi þau mál sem sneru beint að þeim. Þau mundu kanna útfærslu og framkvæmd á endurskoðun samninganna eftir því sem við ætti í hverju tilviki fyrir sig, en heildarsamtökin mundu eiga frekari viðræður um það sem sneri að félagsmönnum almennt og þar væri hann meðal annars að vísa til framlags til endur- og símenntunar. Einungis ákvörðun endurskoðunarnefndarinnar á við um opinbera starfsmenn BSRB ekki aftur haldið fyrir utan endurskoðun samninga Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is GRILLVEISLA Ljóssins, end- urhæfingar- og stuðnings- miðstöðvar fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur, fór fram við Neskirkju í blíðskap- arveðri í gær. Að sögn Ernu Magnúsdóttur, umsjónarmanns starfsins, ríkti mikil gleði og sam- hugur meðal þeirra fjölmörgu sem sáu sér fært að mæta. Ljósið hóf starfsemi sína í safnaðarheimili Neskirkju síðastliðið haust. Mark- mið félagsskaparins er að draga úr hliðarverkunum krabbameins með því að efla tengsl, traust og hjálpsemi meðal þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn og aðstandenda þeirra. Samheldinn hópur blés til grillveislu Morgunblaðið/Ásdís HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt rúmlega sextugan karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur sex og átta ára telpum í fyrra og hitteðfyrra. Maðurinn var heim- ilisvinur á heimili barnanna og naut trúnaðartrausts foreldra. Dómurinn taldi brotin alvarleg og að þau hefðu beinst að mikilsverðum hagsmunum barnanna. Ákærði játaði skýlaust brotin og með tilliti til þess, auk lof- orðs um að leita sér hjálpar, fékk hann skilorð á refsingunni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða telpunum 400 þúsund kr. í miska- bætur. Gunnar Aðalsteinsson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Sjö mánaða fang- elsi fyrir kynferð- isbrot gegn telpum LOFTLEIÐIR Icelandic, leiguflug- félag innan Icelandair Group, hefur keypt 55% hlutafjár í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Air- lines og skuldbundið sig til að kaupa það að fullu. Kaupin eru gerð í fram- haldi af nánu samstarfi félaganna í sölu- og markaðsmálum og styrkja sókn félagsins inn á A-Evrópumark- að og auka vöruframboð félagsins með tilkomu Airbus 320-véla. „LatCharter Airlines hafa fest sig í sessi sem traust félag á heima- markaði sínum. Félagið býr yfir öfl- ugu tengslaneti við þarlendar ferða- skrifstofur og ferðaheildsala og mikilvægri markaðsþekkingu á A-Evrópu sem við munum njóta góðs af í náinni framtíð,“ sagði Sig- þór Einarsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic. Loftleiðir kaupa 55% í Latcharter SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti í gær að skipa starfshóp um skipulag, uppbygg- ingu og umbætur við Laugaveg. Tekið skal mið af núgildandi deili- skipulagi og þróunaráætlun mið- borgar og hlutdeild borgaryfirvalda í umbótum sem styrkt geta Lauga- veginn sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur skoð- uð. Hópurinn skal hafa samráð við íbúa og verslunarrekendur við Laugaveg auk þess sem allir Reyk- víkingar fá kost á að koma með hug- myndir og tillögur að öflugri Lauga- vegi. Í hópnum eiga sex fulltrúar sæti: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson voru skipuð í hópinn sem fulltrúar skipulagsráðs. Þá voru Ásgeir Bolli Kristinsson athafna- maður, Pétur Ármannsson arkitekt og Eva María Jónsdóttir dagskrár- gerðarkona skipuð sem fulltrúar rýnihóps um Laugaveg sem starf- ræktur hefur verið undanfarin ár. Búist er við tillögum fyrir næstu áramót. „Vonandi verður samstaða um tillögurnar svo við getum farið að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs. Málefni Laugavegar til skoðunar ÞJÓRSÁRVER eru ekki á dagskrá hjá Landsvirkjun um þessar mundir, að sögn Jóhannesar Geirs Sigur- geirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Eins og Morg- unblaðið greindi frá í gær hefur héraðsdómur í Reykjavík fellt úr gildi hluta af úr- skurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfis- ráðherra, varðandi Þjórsárver. Taldi dómurinn að ráðherra hefði ekki ver- ið heimilt að fallast á gerð set- og miðlunarlóns norðan og vestan Þjórsárvera og veituskurðar í Þjórs- árlón, án umhverfismats. „Það er ekkert í gangi hjá Lands- virkjun hvað Þjórsárverin varðar,“ segir Jóhannes Geir en tekur fram að hann eigi eftir að kynna sér nið- urstöðu héraðsdóms til hlítar og að viðbrögð hans tengist ekki dómnum sérstaklega. Hann segir Þjórsárverin hafa ver- ið til skoðunar, enda þurfi Lands- virkjun sem orkusölufyrirtæki að geta farið í slíkar framkvæmdir með tiltölulega stuttum fyrirvara. Hins vegar standi slíkar framkvæmdir ekki til núna. Þjórsárver ekki á dagskrá Jóhannes Geir Sigurgeirsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness fram- lengdi í gær gæsluvarðhald þriggja manna vegna skotárásarinnar á Burknavöllum á dögunum um tæpa viku eða til 4. júlí næstkomandi. Gæsluvarðhald framlengt ♦♦♦ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem sætir rannsókn vegna hnífstunguárásar hinn 17. júní. Í úrskurði héraðsdóms eru rakin málsatvik sem eru á þann veg að sonur hafði stungið föður sinn í síð- una og sært hann alvarlega. Var árásin gerð í kjölfar deilna feðg- anna. Sakborningurinn hefur játað árásina fyrir lögreglu og sætir hann gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til 4. ágúst. Í gæslu vegna hnífaárásar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.