Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
33
20
4
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
„ÉG HUGSAÐI með mér að ég ætl-
aði að bjarga honum, því það eru
svo fáir ernir eftir í landinu,“ segir
Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, 12
ára Grundfirðingur, sem sýndi mik-
ið áræði nú í vikunni þegar hún
handsamaði haförn sem lent hafði í
vandræðum og var óflugfær. Að
sögn Sigurbjargar var hún ein í út-
reiðartúr nálægt Kirkjufellslóni,
sem er steinsnar fyrir utan bæinn,
þegar hún rak augun í haförn sem
virtist eiga í vandræðum með að
fljúga.
„Allt í einu hrapar hann ofan í
Kirkjufellslónið. Einhvern veginn
tókst honum að svamla upp að
landi,“ segir Sigurbjörg sem þá vatt
sér af hestbaki og batt hestinn við
staur og óð þvínæst út í lónið og dró
örninn upp úr. „Ég notaði reiðvestið
mitt til þess að taka utan um hann
og tók síðan í vænginn á honum og
dró hann upp á veg,“ segir Sig-
urbjörg og tekur fram að fuglinn
hafi barist um á hæl og hnakka til
að losna, m.a. reynt að berja frá sér
með vængjunum og klipið Sig-
urbjörgu svo fast í lærið með klón-
um að hún er enn stokkbólgin. Að-
spurð hvort hún hafi ekki verið
hrædd að handleika þennan stóra
og sterka fugl svarar Sigurbjörg
því neitandi og bætir við að í sínum
huga hafi hreinlega ekki komið
annað til greina en að bjarga fugl-
inum.
Að sögn Sigurbjargar beið hún
þess að einhverjir bílar færu
framhjá og að ökumenn tækju eftir
henni. Eftir um tveggja klukku-
stunda bið kom fyrsti vegfarandinn
framhjá og reyndist það vera Val-
geir Magnússon, verkstjóri í áhalda-
húsi Grundarfjarðarbæjar. „Hann
hringdi í dóttur sína og lét hana
koma með hundabúr sem við settum
örninn í,“ segir Sigurbjörg, sem
fékk síðar um nóttina að fylgja ern-
inum suður, en Valgeir hafði þá haft
samband við Kristin Hauk Skarp-
héðinsson hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands, þangað sem örninn var
færður aðfaranótt miðvikudags.
Örninn verður í umsjón Hús-
dýragarðsins næstu 1–2 árin
Eftir skoðun á Náttúru-
fræðistofnun var örninn sendur í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar
sem hann mun dvelja næstu mánuði
og jafnvel ár. Að sögn Tómasar
Óskars Guðjónssonar, forstöðu-
manns Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins, er um að ræða sex
ára karlfugl, sem kominn er í full-
orðinsbúning og er því u.þ.b. kyn-
þroska. Fuglinn er merktur og því
vitað að hann hafi alist upp í arn-
arhreiðri við Faxaflóa, sem er eitt
af þeim síðustu á landinu. Þess má
geta að villtir hafernir geta náð allt
að 28 ára aldri.
„Hann er mikið grútarblautur og
gæti hafa lent í selshræi eða illa í
fýl, því hann er gegnumblautur og
gat þess vegna ekki flogið. Hann er
einnig nánast stéllaus og því ófær
um að bjarga sér í náttúrunni,“ seg-
ir Tómas og bætir við að í samráði
við Náttúrufræðistofnun verði örn-
inn þveginn vel og vandlega.
Að sögn Tómasar á hann von á
því að erninum verði eftir um tvær
vikur komið fyrir í útibúri, sem upp-
haflega var reist undir storkinn
Styrmi á sínum tíma, þar sem hann
verði til sýnis fyrir almenning. Að-
spurður hversu lengi örninn verði í
Húsdýragarðinum segist Tómas
eiga von á því að hann þurfi að vera
þar í eitt til tvö ár, eða þann tíma
sem það taki fuglinn að öðlast stél-
fjaðrir að nýju, enda fuglinn ófær
um að fljúga án þeirra. Inntur eftir
því hvort búið sé að nefna örninn nú
þegar ljóst er hve lengi hann mun
þurfa að dvelja í garðinum svarar
Tómas: „Mér finnst nú réttast að
hrausta hestastelpan sem bjargaði
honum fái að nefna hann.“ Þegar
þetta var borið undir Sigurbjörgu
svaraði hún um hæl að sér fyndist
besta nafnið á haförninn vera Sig-
urörn.
Óð óhrædd út í lónið
og dró örninn upp úr
Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir var alls ósmeyk þegar hún bjargaði grút-
arblautum og stéllausum haferninum úr Kirkufellslóninu. Örninn dvelur
nú í góðu yfirlæti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is EVRÓPUNEFND forsætisráð-
herra hélt ráðstefnu um stöðu og
framtíð EES-samningsins á Hótel
Sögu í gær. Þar kom fram að
ákveðnar breytingar hafa orðið á
innra skipulagi Evrópusambandsins
sem hafi haft í för með sér aukin völd
Evrópuþingsins hvað varðar áhrif á
nýja löggjöf.
„Þetta hefur leitt til þess að það er
erfiðara fyrir Íslendinga og EFTA-
þjóðirnar að hafa áhrif á endanlega
löggjöf en áður, sérstaklega ef það
skapast deilur um hana innan Evr-
ópusambandsins. Þá hefur Evrópu-
þingið miklu meiri völd en það hafði
þegar samningurinn var gerður,“
segir Össur Skarphéðinsson en hann
var ráðstefnustjóri.
„Það var mjög athyglisvert að
heyra sendiherra Norðmanna hér á
landi, Guttorm Vik, lýsa því hvernig
Norðmenn hafa brugðist við þessu.
Þeir gera það með því að hafa lið
manna sem er í tengslum við þing-
menn á Evrópuþinginu og reynir
með óformlegum leiðum að hafa
áhrif á mál sem varða Norðmenn.
Þetta sagði sendiherrann að hefði
reynst auðveldara en menn áttu von
á. Þannig væri Evrópuþingið miklu
gagnsærra og auðveldara reyndist
að hafa áhrif í gegnum þingmenn
heldur en þeir áttu von á. Hann benti
okkur Íslendingum á að við ættum
að fara sömu leið.“
Össur segist hafa dregið þá álykt-
un af máli Guttorms að það væri
nauðsynlegt fyrir Íslendinga, á með-
an EES-samningurinn væri við lýði,
að reyna að efla okkar tengsl við
Evrópuþingið.
„Ég held til dæmis að Alþingi ætti
með einhverjum hætti að koma sér
upp formlegum tengslum. Til dæmis
með því að hafa starfsmenn í Brussel
sem beinlínis fylgdust með því sem
þar væri að gerast sem varðaði Ís-
land og EFTA. Það myndi auðvelda
þinginu mjög að fylgjast með því
sem þar væri að gerast.“
William Rossier, fráfarandi fram-
kvæmdastjóri EFTA, flutti erindi
um stöðu EES-samningsins þar sem
hann dró saman reynslu sína af
margra ára starfi í framkvæmda-
stjórastöðunni.
„Hann sagði að það sem EFTA
þyrfti að gera miklu betur væri að
koma á framfæri upplýsingum um
EES innan Evrópusambandsins.
Þar væri þekking á því að dvína og
áhuginn snöggtum. [...] Hann setti
fram þá hugmynd að EFTA ætti að
setja af stað sérstaka uppbygging-
aráætlun sem beinlínis miðaði að því
að efla þekkingu Evrópusambands-
ins á EES,“ segir Össur og bendir á
að þetta sé í samræmi við reynslu ís-
lenskra þingmanna, sem verði átak-
anlega varir við dvínandi áhuga á
EES.
Össur sagði ráðstefnuna hafa
heppnast afar vel en hún væri hluti
af því markmiði Evrópunefndarinn-
ar að skýra óljósa þætti sem tengjast
bæði EES-samningnum og hugsan-
legri umsókn að ESB.
Þurfum að efla
tengslin við
Evrópuþingið
EFNAHAGSBROTA-
DEILD ríkislögreglustjóra
fékk á þriðjudag þrjá
grunaða einstaklinga úr-
skurðaða í gæsluvarðhald
vegna rannsóknar á fjár-
svikamálinu innan Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Féð,
sem talið er að hafi verið
svikið út, nemur um 75 millj-
ónum króna. Alls sitja því
fjórir grunaðir aðilar í
gæsluvarðhaldi vegna máls-
ins, þar af kona sem sett var
í varðhald á mánudag en hún
gegndi stöðu þjónustufulltrúa á
sjúkratryggingasviði TR og var því í
lykilstöðu í tengslum við hin meintu
fjársvik.
„Fólk er í áfalli út af þessu,“ segir
Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR,
um málið. Tekið skal fram að fólkið
sem úrskurðað var í gæsluvarðhaldið
er ótengt TR og enginn innan stofn-
unarinnar að undanskildum þjón-
ustufulltrúanum liggur undir grun.
Allt fólkið situr í gæslu til 7. júlí.
Grunur er um að fjöldi fólks hafi
komið við sögu svikanna með þeim
hætti að lána þjónustu-
fulltrúanum nöfn sín og
bankareikninga sem fé var
lagt inn á að tilhæfulausu.
Talið er að brotastarfsemin
hafi staðið yfir í um fjögur
ár. Þeir þrír sem settir voru
í gæsluvarðhaldið á þriðju-
dag eru undir rökstuddum
grun um að hafa veitt þjón-
ustufulltrúanum liðveislu
við fjársvikin og er nú til
rannsóknar hversu mikil
þessi aðstoð var og enn
fremur hvort fólkið hafi
fengið eitthvað í sinn hlut og þá
hversu mikið.
Talið er að hinar tilhæfulausu
greiðslur hafi farið til einstaklinga í
formi endurgreiðslna vegna útlagðs
læknis- eða lyfjakostnaðar svo og
þjálfunar.
Efnahagsbrotadeild rannsakar 75 milljóna króna fjársvik
Fjórir í gæsluvarðhaldi
vegna fjársvikanna hjá TR
Morgunblaðið/Árni Torfason
MAGNÚS Stefánsson, félags-
málaráðherra, hefur tekið ákvörð-
un um að færa meginstarfsemi
Fæðingarorlofssjóðs og umsýslu
atvinnuleysistrygginga alfarið til
Vinnumálastofnunar og finna
stofnununum stað á landsbyggð-
inni. Gert er ráð fyrir að 10 stöðu-
gildi verði til við flutning starf-
semi Fæðingarorlofssjóðs til
Hvammstanga og um 6 stöðugildi
við flutning umsýslu atvinnuleys-
istrygginga til Skagastrandar.
Fæðingarorlofssjóður hefur
hingað til verið starfræktur af
Tryggingastofnun skv. sérstökum
þjónustusamningi en frá og með
næstu áramótum mun Vinnu-
málastofnun taka við stjórn hans.
Umsýsla atvinnuleysis-
trygginga á Skagaströnd
Umsýsla atvinnuleysistrygg-
inga hefur hingað til verið í hönd-
um verkstöðva Vinnumálastofn-
unar á landsbyggðinni, en
stéttarfélög hafa annast um-
sýsluna í Reykjavík. Eftir gildis-
töku nýrra laga um atvinnuleys-
istryggingar þann 1. júlí n.k. sér
Vinnumálastofnun alfarið um
starfsemi reiknistofu atvinnuleys-
istrygginga og verður starfsemin
á Skagaströnd.
Tvær stofnanir félags-
málaráðuneytis flytja