Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.landsmot.is 26. JÚNÍ – 2. JÚLÍ 2006 VINDHEIMAMELUM Fjölskylduhátíð hestamanna Sjáðu bestu hesta og knapa landsins fara á kostum. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Todmobile og Papar halda uppi dúndrandi stemningu fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld. FARÞEGAR og áhöfn hvalaskoð- unarbáts á vegum fyrirtækisins Eldingar, sem var á siglingu á Faxaflóanum, urðu heldur betur hrifnir í fyrradag þegar fyrir sjónum þeirra blasti stærðarinnar langreyður. Langreyðurin er næststærsta skepna jarðarinnar á eftir steypireyðinni og getur orð- ið allt að 20–25 metra löng og 45 tonn að þyngd. Að sögn Eddu Elísabetar Magn- úsdóttur, leiðsögumanns hjá Eld- ingu, er ekki algengt að sjá hvali af þessari stærðargráðu inni á Faxaflóanum. Faxaflóinn er grunnsævi sem er að meðaltali um 38 metrar að dýpt og því ekki ákjósanlegt svæði stórhvela á borð við lang- reyði. Ljósmynd/Matti Lepistö Langreyðurin er sjaldgæf sjón á Faxaflóanum. Stórhveli í Faxaflóanum OLÍS hefur hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar edikssýru á vegum fyrirtækisins var blandað við klór í sundlaug Eskifjarðar í fyrra- dag með þeim afleiðingum að um 30 manns voru fluttir á sjúkrahús. Þor- steinn Ólafsson, efnafræðingur og forstöðumaður heildsöludeildar Olís, segir ljóst að slysið hafi orðið vegna mistaka starfsmanns fyrirtækisins. „Það hefur komið í ljós að starfs- maður hjá okkur í útibúinu á Reyð- arfirði varð fyrir því óláni að af- greiða ranga vöru,“ segir Þorsteinn. Viðkomandi hafi farið með vöruna í bíl frá Reyðarfirði, tengt tankinn við forðatank í sundlauginni og látið edikssýru renna í klórtanka. „Þá losnar klórgas sem veldur síðan skaða,“ segir Þorsteinn. Hann segir að um leið og fregnast hafi af slys- inu hafi fyrirtækið sett vinnu í gang. „Okkar fyrstu áhyggjur voru tengd- ar fólkinu sem lenti í slysinu og eru enn reyndar. En síðustu fréttir benda til þess að þetta virðist ekki hafa verið eins alvarlegt og maður óttaðist í fyrstu,“ segir Þorsteinn. Farið yfir allt ferlið allt frá móttöku til afhendingar Spurður hvað Olís geti gert til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig segir Þorsteinn að þegar full- nægjandi upplýsingum hafi verið safnað verði farið yfir „allt okkar ferli, alveg frá því að við tökum á móti vöru og þar til við afhendum hana til okkar viðskiptavina. Við munum staldra við öll skref í því ferli og velta upp öllu því sem við teljum að hægt sé að gera til þess að auka öryggið“, segir Þorsteinn. Umbúðir edikssýru og klórs svipaðar Hann segir aðspurður að umbúðir edikssýrunnar og klórsins séu svip- aðar. „Það er eitt af því sem við munum skoða. Það er staðreynd að miðarnir á þessum umbúðum eru keimlíkir að sjá. Þannig að ef við- komandi les ekki textann gætu þær ruglast eins og þarna hefur orðið raunin,“ segir Þorsteinn. Hann seg- ist vita til þess að svipað hafi áður gerst, en þá í minna mæli. „Hættan er alltaf fyrir hendi þegar fram- kvæmdin er þessi, þegar manns- höndin er annars vegar,“ segir hann. Mikilvægast að finna leiðir til að fyrirbyggja svona lagað Um atvikið í fyrradag segir Þor- steinn að megnið af tankinum sem fluttur var frá Reyðarfirði til Eski- fjarðar hafi átt að fara í sundlaugina þar. Til hafi staðið að flytja afgang- inn til baka til Reyðarfjarðar. Þor- steinn segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það taki Olís að fara yfir málið. „Við munum leggja mjög mikla áherslu á að þetta fari hratt og vel í gegn. En mikilvægast er þó að við finnum allar þær leiðir sem hægt er að finna til þess að fyr- irbyggja svona lagað,“ segir Þor- steinn Ólafsson. Olís rannsakar hvað fór úrskeiðis þegar edikssýru var blandað við klór í Eskifjarðarlaug Afgreiddi ranga vöru Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Einn á gjörgæslu eftir slysið ANNAR tveggja manna sem fluttir voru á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri (FSA) eftir eiturefnaslysið á Eskifirði í fyrradag, lá á gjörgæslu- deild sjúkrahússins í gærdag og til stóð að hann yrði þar í nótt, að sögn Magnúsar Stefánssonar, starfandi framkvæmdastjóra lækninga á FSA. Hinn maðurinn var fluttur af gjör- gæsludeild yfir á almenna deild í gær. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að líðan mannanna tveggja væri þokkalega góð. Mað- urinn sem lægi á gjörgæsludeild væri ekki í lífshættu en öruggara hefði þótt að hann dveldist þar áfram. Alls dvöldust 18 manns á FSA, Fjórðungssjúkrahúsinu á Norðfirði og á Landspítala – háskólasjúkrahúsi nóttina eftir slysið. Af Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Norðfirði var búið að útskrifa alla sem þar dvöldust, tólf manns, um miðjan dag í gær. Fjórir voru fluttir á Landspítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík, einn fullorðinn einstaklingur og þrjár stúlkur á aldrinum 11–13 ára. Um miðjan dag í gær hafði fólkið allt ver- ið útskrifað. Guðmundur Jónmunds- son, barnalæknir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi, sagði að ein stúlkn- anna þriggja hefði verið lögð inn á barnadeild nóttina eftir slysið, en hún hefði verið með astma og því viðkvæmari fyrir. Hinar hefðu dvalist á bráðamóttöku sjúkrahússins. Sundlaugin opnuð að nýju á föstudag TIL stendur að opna sundlaugina á Eskifirði að nýju á föstudag, en þá á hreinsun laugarinnar og sundlaugar- hússins að verða lokið að fullu. Há- kon Sófusson, starfsmaður sund- laugarinnar á Eskifirði sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að búið væri að hreinsa sundlaugina sjálfa. „Við hleyptum úr lauginni og þrifum alla laugina, vatnsrenni- brautir og annað,“ segir hann. Þá mun þurfa að þrífa húsið en að sögn Hákons unnu sex starfsmenn sund- laugarinnar að því í gær. Þá taki tíma að hita laugina upp aftur en „við reiknum með að opna á föstudaginn aftur,“ sagði Hákon Sófusson. DAVÍÐ Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði og Reyðarfirði, fór eins fljótt og hann gat og ræddi við fólk sem lent hafði í efnaslysinu á Eski- firði á miðvikudag og aðstandendur þess. Davíð fór á sjúkrahúsið á Norð- firði og ræddi „við flesta ef ekki alla aðstandendur og þá sem lentu í þessu og voru þar og einnig við starfsmenn sundlaugarinnar á Eski- firði og starfsmenn OLÍS“. Davíð segir fólk hafa verið í nokkru uppnámi eftir slysið. „Fólk eignast ekkert dýrmætara en börnin sín og það rekur í rogastans þegar svona gerist,“ segir Davíð. Hann segir börn oft fljótari að jafna sig eft- ir atburði sem þessa en fullorðna. Fullorðna fólkið finni til ábyrgðar sinnar og hugsi til þess sem hefði getað gerst. Davíð segir að hann hafi einnig rætt við fólk í gærmorgun vegna slyssins, en þá hafi verið orðið ró- legra yfir mönnum. „Það sem situr eftir hjá fólki er hvað þetta gekk vel og það er ástæða til þess að ítreka þakkirnar fyrir það hversu vel var við brugðist. Allt var þetta samhæft og vel úr garði gert. Sú ánægja lyfti líka grettistaki,“ segir hann. Hann segir að rætt verði frekar við fólk vegna slyssins, leiti það eftir því. Þá muni hann verða í sambandi við aðra aðila sem málinu tengjast, þar á meðal af hálfu OLÍS. Davíð Baldursson sóknarprestur ræddi við fólk sem lenti í slysinu á Eskifirði og aðstandendur þess Börn oft fljótari að ná sér en fullorðnir Stjórnendur í Fjarðabyggð Þakklátir þeim sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir eitrun STJÓRNENDUR í Fjarða- byggð eru afar þakklátir þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í fyrradag og komu í veg fyrir frekari skaða með því að tryggja vettvang við sundlaug- ina á Eskifirði, að því er segir í tilkynningu, sem Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, ritar undir. Þar segir að ljóst sé að hátt á annað hundrað manns hafi komið til aðstoðar á heilbrigðisstofnun- um og sjúkrahúsum í Fjarða- byggð, á Akureyri og í Reykja- vík. „Slökkvilið og björgunarsveitarmenn, flug- menn, lögregla, félagsmenn í Rauða krossinum, starfsmenn Fjarðabyggðar og þeir sem stóðu vaktina í samhæfingar- miðstöð almannavarna í Skóg- arhlíð. Þessum aðilum og öðr- um sem réttu hjálparhönd eru sendar bestu þakkir frá íbúum Fjarðabyggðar,“ segir í til- kynningunni. Það sé samdóma álit þeirra sem hlut áttu að máli að allt hjálparstarf hafi gengið ein- staklega vel og fagmannlega fyrir sig og allir hafi verið boðnir og búnir til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til þess að aðstoða. Þessa stundina vinni starfs- menn Fjarðabyggðar að því að hafa samband við þá sem urðu fyrir slysinu og ættingja þeirra og athuga með líðan þeirra. „Á næstu dögum verð- ur farið yfir málin með það fyrir augum að tryggja að svona atburður eigi sér ekki stað aftur og hvaða lærdóm hægt er að draga af þessu slysi varðandi tækjabúnað og skipulagningu almannavarna. Einnig verður réttarstaða Fjarðabyggðar í þessu máli könnuð ítarlega,“ segir í til- kynningu Fjarðabyggðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.