Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sveinkarnir eru bara farnir að vera í uniforminu allt árið og stunda hrekki á saklausu fólki
sem aldrei fyrr.
Hvern hefði grunaðað alvarlegt eitur-efnaslys á Eski-
firði ætti eftir koma upp
níu mánuðum eftir að Jón
Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri í Reykja-
vík, mælti þau orð í viðtali
við Morgunblaðið í sept-
ember 2005, að mikilvægt
væri að geta gripið fyrr en
ella inn í atburðarás stórá-
falla ef oddvitar sveitarfé-
laga og ríkis væru vel upp-
lýstir því þannig mætti
„draga úr afleiðingum sem
annars hefðu orðið“, sagði JónVið-
ar þá.
Tilefnið var skýrsla starfshóps
um áfallaþol á höfuðborgarsvæð-
inu en í skýrslunni voru búin til
allnákvæm dæmi um stóráföll og
viðbrögð við þeim. Eitt slíkt dæmi
hlýtur að vekja athygli í ljósi þess
sem síðar átti eftir að gerast,
nefnilega ímyndað klórgasslys í
miðri Reykjavík þar sem bíll með
tólf klórgashylki átti að lenda í um-
ferðarslysi á Kringlumýrarbraut
með þeim afleiðingum að fimm
hylki fara að leka og lífshætta
skapast á stóru svæði. Þegar við-
bragðsaðilar koma á vettvang er
almannavarnaástandi lýst yfir og
viðbragðsáætlun virkjuð.
Níu mánuðum eftir að greint
var frá efni þessarar skýrslu varð
raunverulegt klórgasslys að veru-
leika og þjóðinni var brugðið.
Hættuástandið var ekki lengur
ímyndað dæmi úr skýrslu heldur
áþreifanleg hætta sem nálega
hvert mannsbarn á landinu skynj-
aði, að ógleymdum þeim tugum
manna sem urðu fyrir menguninni
sjálfri. Samhæfingarstöð al-
mannavarna var virkjuð og sam-
hæfingarstöðin í Skógarhlíð tók til
óspilltra málanna.
Hættan greind snemma
Jón Viðar segir að mjög
snemma eftir slysið hafi verið ver-
ið ljóst hvers konar efnaslys var
um að ræða í sundlauginni á Eski-
firði og þar fyrir utan hefði efna-
verkfræðingur frá Olís mætt í
Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð
til að veita upplýsingar um áhrif
blöndunar þeirra efna sem um
ræddi. Þannig hefði innflutnings-
aðili efnisins lagt sitt af mörkum í
málinu. Raunar segir Jón Viðar að
lykillinn að góðu viðbragði hafi
einmitt falist í því hve allir lögðust
á eitt um að hjálpa, bæði sérhæfðir
viðbragðsaðilar og síðan almenn-
ingur.
„Það ræður enginn einn við
svona atburð og menn verða að sjá
að þetta er verkefni fyrir heild-
ina,“ bendir hann á. Þannig hefðu
t.d. björgunarsveitabílar verið til
taks á Egilsstaðaflugvelli til að
flytja aðkomna hjálparaðila á vett-
vang, svo lítið dæmi sé tekið sem
þó var afar mikilvægt í öllu starf-
inu. „Þetta er allt búið að skipu-
leggja og virkar eins og smurð vél.
Ef maður ætlaði að lýsa viðbragð-
inu, þá er það eins og þéttriðið net.
Maður finnur að menn átta sig á að
svona atburðir eru ekki bundnir
við svæði, þar sem einn aðili leysir
vandann, heldur heildin. Flæðið á
mannskap milli svæða í dag, hvort
heldur er lögregluumdæmi eða
sveitarfélagsmörk, er alveg til fyr-
irmyndar. Fyrir 10–15 árum síðan
var stífni í þessum efnum en það
gersamlega horfið í dag. Menn
hugsa um þá aðstoð sem þeir geta
fengið til að verkefnið leysist far-
sællega og þetta hugarfar eitt og
sér skiptir gífurlega miklu máli.“
Jón Viðar segir það ennfremur
hafa skipt miklu máli að samhæf-
ingarstöðin í Skógarhlíð hefði tek-
ið til starfa en málum er þannig
háttað með samhæfingarstöðina
að hvaða viðbragðsaðili sem vera
skal á landinu getur óskað eftir að
hún taki til starfa. „Austfirðing-
arnir hefðu getað leyst málið án
samhæfingarstöðvarinnar en ég
held að hún hafi styrkt þá í að
leysa málið. Á meðan samhæfing-
arstöðin er til staðar er verið að
senda rétta hjálp á staðinn. Flug-
vélar frá Akureyri, Fokkerar og
þyrla Gæslunnar fóru á staðinn.
Hefði samhæfingarstöðin ekki
verið til staðar hefði enginn sam-
hljómur verið í aðgerðum.“
Stjórnandi samhæfingarstöðv-
arinnar á þriðjudag var starfsmað-
ur almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra en sjálf stjórn á
vettvangi var í höndum lögregl-
unnar á Eskifirði.
„Stjórnandi samhæfingarstöðv-
ar gegnir því hlutverki að gæta
þess að menn vinni í takt, svipað
og í sinfóníuhljómsveit þar sem
stjórnandinn sér um að hljóðfæra-
leikararnir komi inn á réttum tíma
en spilar ekki sjálfur á öll hljóð-
færin.“
Jón Viðar telur tvo stóratburði á
síðari árum, Hringrásarbrunann í
nóvember 2004, og nú Eskifjarð-
arslysið vera meðal þeirra sem
standa upp úr varðandi allsherj-
arviðbragð margra aðila þótt ólíkir
hafi verið. Hann bendir á að við-
bragðsaðilar verði líka að vera til-
búnir til að gagnrýna sjálfa sig eft-
ir hvern atburð. „Ég tel t.d. að ef
samhæfingarstöðin hefði í Hring-
rásarbrunanum verið jafn vel sam-
hæfð og hún var núna hefði gengið
betur. Það hefur nefnilega mikið
átt sér stað frá Hringrás sem var
að vissu leyti atburður sem tók
tappann úr. Maður sér mun á
vinnubrögðunum.“
Eiturefnavá | Raunveruleg borgaraleg hætta
Viðbragð sem
þéttriðið net
Framlag ólíkra aðila var lykillinn að
góðu viðbragði vegna mengunarslyssins
Fólki var gefið súrefni og steralyf eftir slysið.
Var hægt að búast við
fjöldaslysi vegna eiturs?
Eiturefnaslys verður á Eski-
firði og tugir almennra borgara
verða fyrir eitrun. Virkja þarf
ólíka viðbragðsaðila og mik-
ilvægt er að allt gangi vel. Var
hægt að búast við svona nokkru?
Að vissu leyti – því fram að slys-
inu var þetta möguleiki í skýrslu
um áfallaþol. Auk þess hefur
samhæfingarstöðin í Skógarhlíð
tekið breytingum og slípast vel
eftir Hringrásarbrunann þar
sem verulega reyndi á hina ólík-
ustu viðbragðsaðila
Eftir Örlyg Stein
Sigurjónsson
orsi@mbl.is