Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 18
Mývatnssveit | Það er líkt
með erlendum ferðamönnum
og farfuglum að hvorir tveggju
fara um langan veg til að njóta
Mývatnssveitar. Hér eru
nokkrir ferðamenn langt að
komnir hjá Krosshóli við Nes-
landavík og dást að önd og óð-
inshana í kvöldsólinni. Að-
staðan sem ferðamönnunum
býðst til fuglaskoðunar hér er
ekki merkileg en þeir una þó
glaðir við sitt því fuglinn er ró-
legur og heldur sig mjög nærri
þeim.
Morgunblaðið/BFH
Hvorir tveggju um langan veg
Mývatnssveitin
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Vogar | Skipulags- og byggingarnefnd
sveitarfélagsins Voga fékk á dögunum
Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðing, til að
ræða við íbúa álfhóls sem stendur á bygg-
ingarreit við Vogagerði. Vitað hefur verið
af álfum í hólnum í kynslóðaraðir og óskrif-
aðar reglur hafa gilt í bænum um að há-
reysti og önnur læti séu bönnuð á hólnum.
Á reitnum stendur til að byggja heimili
fyrir eldri borgara og höfðu nokkrir íbúa
sveitarfélagsins lýst yfir áhyggjum vegna
röskunar álfhólsins í tengslum við fyr-
irhugaðar framkvæmdir. Gekk Erla úr
skugga um það að álfarnir féllust á fram-
kvæmdirnar og munu þeir færa sig um set.
Vestmannaeyjar | Herjólfur fór í nótt næt-
urferð með vöruflutningabifreiðir og aðra
bíla frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja.
Herjólfur siglir jafnan tvisvar sinnum á
dag, fram og til baka. Ferðin er liður í því
að draga úr álagi í flutningum milli lands
og Vestmannaeyja meðan á Shell-mótinu í
knattspyrnu stendur. Eyjamenn fagna
þessari viðleitni Herjólfs væntanlega en
bættar samgöngur milli lands og Eyja hafa
verið mikið í umræðunni og hefur starfs-
hópur á vegum samgönguráðuneytisins
skilað lokaskýrslu þar sem lagt er til að
ferjuhöfn verði byggð í Bakkafjöru. Hefur
samgönguráðherra enn fremur lagt fram
tillögu þess efnis á ríkisstjórnarfundi.
Húsavík | Hvalasafnið á Húsavík heldur
árlega hvalahátíð dagana 30. júní og 1. júlí.
Fyrri daginn stendur til að móta 33 metra
langa steypireyði, stærsta hval og dýr jarð-
arinnar, úr svörtum sandi suðurfjöru
Húsavíkur meðan flugkappinn Arngrímur
mun sýna listir sínar á listflugvél. Um
kvöldið verður Ómar Ragnarsson með
myndasýningu og fyrirlestur í Hvalasafn-
inu. Á laugardeginum verður farið í skrúð-
göngu með uppblásinn hval að hafnarvog
bæjarins þar sem hópurinn verður vigt-
aður. Síðan verður sandkastalakeppni í
fjörunni og Árni Finnsson, formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands, mun flytja
fyrirlestur á Hvalasafninu.
Akranes | Írskir dagar verða haldnir há-
tíðlegir í sjöunda sinn á Akranesi eftir
rúma viku. Dagarnir 7.-9. júlí verða tileink-
aðir írskum tengslum Akraness en það
voru Írar sem fyrstir námu land á Skag-
anum. Meðal fastra liða á hátíðinni má
nefna sandkastalakeppni á Langasandi,
dorgveiðikeppni á bryggjunni, keppni um
rauðhærðasta Íslendinginn og Lopapeysu-
ballið. Smá forskot verður tekið á sæluna á
fimmtudeginum 6. júlí en þá verður svo-
kölluð menningarvaka. Hátíðin var vel sótt
í fyrra og er ein stærsta fjölskylduhátíð á
landinu en talið er að um fimmtán þúsund
manns hafi sótt hana á síðasta ári.
Nánari upplýsingar á www.irskirdag-
ar.is
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Ólafsvík | Færeysku dag-
arnir í Ólafsvík verða
haldnir í 9. sinn um
helgina. Mikill fjöldi
gesta hefur heimsótt
Ólafsvík á Færeysku dög-
unum undanfarinn ár og
hefur íbúafjöldinn marg-
faldast. Í fyrra voru um 7
þúsund gestir og áætla
mótshaldarar að ekki
færri gestir komi að
þessu sinni.
Þétt skemmti dagskrá
verður að venju og marg-
ir skemmtikraftar koma
fram. Meðal þess sem
boðið verður uppá á
morgun föstudag, er opn-
un markaðar, dorg-
keppni, söngvakeppni
barna og unglinga, kassa-
bílarallý og bryggjuball.
Dagskrá alla helgina.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Færeyskir dagar að hefjast
Gamall bóndisendir vísu í til-efni af framboði
Jóns Sigurðssonar og
vitnar í mynd Sig-
munds, þar sem tekið
er til í framsóknarfjós-
inu og friðardúfan Jón
leiðir Halldór og
Guðna:
Óttalegt er ástand þar
sem enginn mokar fjósið.
En friðardúfa Framsóknar
fær að lokum hrósið.
Auðunn Bragi
Sveinsson yrkir dýrt
um refaveiðar:
Upp til heiða ýmsir skeiða,
og þar veiða dægrin löng,
skotum eyða, skolla deyða,
skjótt svo reiða heim sín föng.
Af refaveiðum
pebl@mbl.is
♦♦♦
Hólmavík | Bæjarhátíðin Hamingjudagar
á Hólmavík sem kynnt hefur verið undir
slagorðinu „Hamingjan sanna,“ hefst í dag.
Hátíðin stendur fram á sunnudag.
Bæjarhátíðin er einn stærsti viðburður í
menningarlífinu á Ströndum enda koma
flestir heimamenn að hátíðinni með ein-
hverjum hætti.
Á Hamingjudögum munu íbúar í Hólma-
víkurhreppi og gestir þeirra skemmta sér
saman yfir ýmsum viðburðum. Skemmti-
dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull og
gerð fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars
er hægt að komast í siglingu um Stein-
grímsfjörð en einnig er boðið upp á Ham-
ingjusmiðjur, listsýningar, götuleikhús,
tónlist í öllum regnbogans litum á útisviði
og víðar, dansleiki fyrir alla aldurshópa,
smiðjur, kassabílarall, leiktæki frá Hopp
og skopp, hestaleigu, spurningakeppni
milli héraða, almennan hamingjusöng,
Léttmessu, golfmót o.fl.
Skipulag og framkvæmd hátíðarinnar er
í höndum menningarmálanefndar Hólma-
víkurhrepps í samvinnu við fyrirtæki,
þjónustaðila og íbúa á Hólmavík.
Síðasti dagskrárliðurinn fer fram á
sunnudag milli kl 14-18 en um þar er um að
ræða Furðuleika Sauðfjársetursins á
Ströndum. Á þeim er keppt í íþróttagrein-
um sem þykja mikil skemmtun en hefur
ekki hlotnast viðurkenning Alþjóða Ól-
ympíu-nefndarinnar. Má þar nefna keppni
í öskri, ruslatínslu og girðingarstaurakasti,
kvennahlaupi og flækjufæti. Sérstakar
sýningargreinar í ár eru trjónufótbolti og
skítkast með lifandi skotmarki.
Sönn
hamingja á
Hólmavík?
Reykjavík | Vefur Reykjavíkurborgar hef-
ur batnað til muna á síðastliðnum þremur
árum og er hann ekki lengur lakasti vefur
borga á Norðurlöndum heldur sá besti.
Vefur Reykjavíkur var í 27. sæti árið 2003
en er í 12. sæti nú. Einungis þrjár borga
Evrópu, þær Zurich í Sviss, Riga í Lett-
landi og Varsjá í Póllandi, eru taldar reka
betri vef en Reykjavíkurborg.
Er þetta niðurstaða alþjóðlegrar könn-
unar tveggja háskóla í Bandaríkjunum og
Kóreu sem framkvæmd var í samstarfi við
Sameinuðu þjóðirnar og fleiri stofnanir.
Í könnuninni eru vefir borga í hundrað
löndum metnir samkvæmt ákveðnum
mælikvarða um gæði vefja þar sem tekið er
tillit til fjölda þátta sem einkenna góða og
notendavæna vefi. Þessum þáttum er skipt
í fimma flokka; öryggi og persónuvernd,
notendaviðmót, þáttöku borgarbúa, efnis-
innihald og þjónustu. Vefur Reykjavíkur
stóð sig best í tveimur síðastnefndu flokk-
unum, var í 7. sæti.
Vefur Seúl í Suður-Kóreu er í efsta sæt-
inu, síðan vefur New York-borgar og í
þriðja sæti situr vefur Hong Kong.
Besti vefur
norrænna borga