Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 18
Mývatnssveit | Það er líkt með erlendum ferðamönnum og farfuglum að hvorir tveggju fara um langan veg til að njóta Mývatnssveitar. Hér eru nokkrir ferðamenn langt að komnir hjá Krosshóli við Nes- landavík og dást að önd og óð- inshana í kvöldsólinni. Að- staðan sem ferðamönnunum býðst til fuglaskoðunar hér er ekki merkileg en þeir una þó glaðir við sitt því fuglinn er ró- legur og heldur sig mjög nærri þeim. Morgunblaðið/BFH Hvorir tveggju um langan veg Mývatnssveitin Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vogar | Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins Voga fékk á dögunum Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðing, til að ræða við íbúa álfhóls sem stendur á bygg- ingarreit við Vogagerði. Vitað hefur verið af álfum í hólnum í kynslóðaraðir og óskrif- aðar reglur hafa gilt í bænum um að há- reysti og önnur læti séu bönnuð á hólnum. Á reitnum stendur til að byggja heimili fyrir eldri borgara og höfðu nokkrir íbúa sveitarfélagsins lýst yfir áhyggjum vegna röskunar álfhólsins í tengslum við fyr- irhugaðar framkvæmdir. Gekk Erla úr skugga um það að álfarnir féllust á fram- kvæmdirnar og munu þeir færa sig um set.    Vestmannaeyjar | Herjólfur fór í nótt næt- urferð með vöruflutningabifreiðir og aðra bíla frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Herjólfur siglir jafnan tvisvar sinnum á dag, fram og til baka. Ferðin er liður í því að draga úr álagi í flutningum milli lands og Vestmannaeyja meðan á Shell-mótinu í knattspyrnu stendur. Eyjamenn fagna þessari viðleitni Herjólfs væntanlega en bættar samgöngur milli lands og Eyja hafa verið mikið í umræðunni og hefur starfs- hópur á vegum samgönguráðuneytisins skilað lokaskýrslu þar sem lagt er til að ferjuhöfn verði byggð í Bakkafjöru. Hefur samgönguráðherra enn fremur lagt fram tillögu þess efnis á ríkisstjórnarfundi.    Húsavík | Hvalasafnið á Húsavík heldur árlega hvalahátíð dagana 30. júní og 1. júlí. Fyrri daginn stendur til að móta 33 metra langa steypireyði, stærsta hval og dýr jarð- arinnar, úr svörtum sandi suðurfjöru Húsavíkur meðan flugkappinn Arngrímur mun sýna listir sínar á listflugvél. Um kvöldið verður Ómar Ragnarsson með myndasýningu og fyrirlestur í Hvalasafn- inu. Á laugardeginum verður farið í skrúð- göngu með uppblásinn hval að hafnarvog bæjarins þar sem hópurinn verður vigt- aður. Síðan verður sandkastalakeppni í fjörunni og Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, mun flytja fyrirlestur á Hvalasafninu.    Akranes | Írskir dagar verða haldnir há- tíðlegir í sjöunda sinn á Akranesi eftir rúma viku. Dagarnir 7.-9. júlí verða tileink- aðir írskum tengslum Akraness en það voru Írar sem fyrstir námu land á Skag- anum. Meðal fastra liða á hátíðinni má nefna sandkastalakeppni á Langasandi, dorgveiðikeppni á bryggjunni, keppni um rauðhærðasta Íslendinginn og Lopapeysu- ballið. Smá forskot verður tekið á sæluna á fimmtudeginum 6. júlí en þá verður svo- kölluð menningarvaka. Hátíðin var vel sótt í fyrra og er ein stærsta fjölskylduhátíð á landinu en talið er að um fimmtán þúsund manns hafi sótt hana á síðasta ári. Nánari upplýsingar á www.irskirdag- ar.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Ólafsvík | Færeysku dag- arnir í Ólafsvík verða haldnir í 9. sinn um helgina. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt Ólafsvík á Færeysku dög- unum undanfarinn ár og hefur íbúafjöldinn marg- faldast. Í fyrra voru um 7 þúsund gestir og áætla mótshaldarar að ekki færri gestir komi að þessu sinni. Þétt skemmti dagskrá verður að venju og marg- ir skemmtikraftar koma fram. Meðal þess sem boðið verður uppá á morgun föstudag, er opn- un markaðar, dorg- keppni, söngvakeppni barna og unglinga, kassa- bílarallý og bryggjuball. Dagskrá alla helgina. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Færeyskir dagar að hefjast Gamall bóndisendir vísu í til-efni af framboði Jóns Sigurðssonar og vitnar í mynd Sig- munds, þar sem tekið er til í framsóknarfjós- inu og friðardúfan Jón leiðir Halldór og Guðna: Óttalegt er ástand þar sem enginn mokar fjósið. En friðardúfa Framsóknar fær að lokum hrósið. Auðunn Bragi Sveinsson yrkir dýrt um refaveiðar: Upp til heiða ýmsir skeiða, og þar veiða dægrin löng, skotum eyða, skolla deyða, skjótt svo reiða heim sín föng. Af refaveiðum pebl@mbl.is ♦♦♦ Hólmavík | Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík sem kynnt hefur verið undir slagorðinu „Hamingjan sanna,“ hefst í dag. Hátíðin stendur fram á sunnudag. Bæjarhátíðin er einn stærsti viðburður í menningarlífinu á Ströndum enda koma flestir heimamenn að hátíðinni með ein- hverjum hætti. Á Hamingjudögum munu íbúar í Hólma- víkurhreppi og gestir þeirra skemmta sér saman yfir ýmsum viðburðum. Skemmti- dagskráin er fjölbreytt og metnaðarfull og gerð fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars er hægt að komast í siglingu um Stein- grímsfjörð en einnig er boðið upp á Ham- ingjusmiðjur, listsýningar, götuleikhús, tónlist í öllum regnbogans litum á útisviði og víðar, dansleiki fyrir alla aldurshópa, smiðjur, kassabílarall, leiktæki frá Hopp og skopp, hestaleigu, spurningakeppni milli héraða, almennan hamingjusöng, Léttmessu, golfmót o.fl. Skipulag og framkvæmd hátíðarinnar er í höndum menningarmálanefndar Hólma- víkurhrepps í samvinnu við fyrirtæki, þjónustaðila og íbúa á Hólmavík. Síðasti dagskrárliðurinn fer fram á sunnudag milli kl 14-18 en um þar er um að ræða Furðuleika Sauðfjársetursins á Ströndum. Á þeim er keppt í íþróttagrein- um sem þykja mikil skemmtun en hefur ekki hlotnast viðurkenning Alþjóða Ól- ympíu-nefndarinnar. Má þar nefna keppni í öskri, ruslatínslu og girðingarstaurakasti, kvennahlaupi og flækjufæti. Sérstakar sýningargreinar í ár eru trjónufótbolti og skítkast með lifandi skotmarki. Sönn hamingja á Hólmavík? Reykjavík | Vefur Reykjavíkurborgar hef- ur batnað til muna á síðastliðnum þremur árum og er hann ekki lengur lakasti vefur borga á Norðurlöndum heldur sá besti. Vefur Reykjavíkur var í 27. sæti árið 2003 en er í 12. sæti nú. Einungis þrjár borga Evrópu, þær Zurich í Sviss, Riga í Lett- landi og Varsjá í Póllandi, eru taldar reka betri vef en Reykjavíkurborg. Er þetta niðurstaða alþjóðlegrar könn- unar tveggja háskóla í Bandaríkjunum og Kóreu sem framkvæmd var í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og fleiri stofnanir. Í könnuninni eru vefir borga í hundrað löndum metnir samkvæmt ákveðnum mælikvarða um gæði vefja þar sem tekið er tillit til fjölda þátta sem einkenna góða og notendavæna vefi. Þessum þáttum er skipt í fimma flokka; öryggi og persónuvernd, notendaviðmót, þáttöku borgarbúa, efnis- innihald og þjónustu. Vefur Reykjavíkur stóð sig best í tveimur síðastnefndu flokk- unum, var í 7. sæti. Vefur Seúl í Suður-Kóreu er í efsta sæt- inu, síðan vefur New York-borgar og í þriðja sæti situr vefur Hong Kong. Besti vefur norrænna borga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.