Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 23

Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 23 MINNSTAÐUR Stykkishólmur | Ný Breiðafjarðar- ferja hóf siglingar yfir Breiðafjörð um miðjan apríl. Hún hlaut nafnið Baldur eins og fyrirrennarar henn- ar. Er þetta áttunda skipið sem ber nafnið Baldur og þjónar því hlut- verki að sigla um Breiðafjörð með varning og farþega. Nýr Baldur hef- ur alltaf verið mikil samgöngubót og eins er það með nýju ferjuna. Fyrir stuttu buðu eigendur Bald- urs starfsmönnum og gestum til formlegrar vígslu, þar sem ferjan var boðin velkomin. Sæferðir í Stykkishólmi eru eigendur Baldurs og er hún eina ferjan hér á landi sem er í eigu einkaaðila. Það kom fram í máli Páls Kr. Páls- sonar, stjórnarformanns Sæferða, og Péturs Ágústssonar að á þessum stutta tíma er Baldur hefur ferjað yf- ir fjörðinn hefði það sýnt sig og sann- að að full þörf væri á stærra skipi. Samkvæmt tölum var mikil aukning í maí bæði í flutningi á bílum og far- þegum. Öll aðstaða fyrir farþega hef- ur breyst til hins betra og hefur mikil aukning orðið í rekstri veitingasölu. Þarf að bæta bryggjuaðstöðu Pétur Ágústsson segir að heima- menn norðan fjarðar noti skipið miklu meira og eru skipverjar sífellt að sjá ný andlit frá þessum stöðum. Hann segir að reiknað hafi verið með að Baldur gæti ekki sinnt öllum bíla- flutningum yfir háannatímann, en það hafi komið honum á óvart að í maímánuði hafi komið dagar þar sem ekki var hægt að flytja alla bíla sem vildu komast með. Nýi Baldur tekur um 45 bíla á móti 20 hjá gamla Baldri. Þrátt fyrir stærra skip er nauðsynlegt að panta pláss fyrir bíl- inn með fyrirvara til að vera öruggur um að komast með á réttum tíma. Að sögn Péturs er ganghraði Baldurs eins og gert var ráð fyrir og tekur ferðin yfir Breiðafjörð rúma tvo tíma í stað þriggja tíma áður. Þá hefur gengið vel að leggjast að bryggju á öllum stöðum. „En það er alveg ljóst að gera þarf endurbætur á bryggjuaðstöðu, sérstaklega á Brjánslæk og í Flatey,“ segir Pétur og bætir við að unnið sé að því að finna lausn þessara mála í samráði við sveitarfélögin og Siglingastofn- un. Pétur var spurður hvernig sjóskip nýi Baldur væri. Hann svaraði því til að Baldur léti vel í sjó. „Einstaka far- þegi talar um það að skipið ruggi í vestanátt og er það rétt, en samt er veltan öðruvísi en á gamla skipinu. Hingað til hefur aldrei þurft að festa fólksbíla niður á þilfarið,“ segir Pét- ur og bætir við að skipið hafi mikinn stöðugleika. „Það er belgmikið og tekur fljótt við áhrifum öldunnar, en veltur aldrei meira en 5–10 gráður.“ Baldur fer yfir sumartímann tvær ferðir á dag og er brottför frá Stykk- ishólmi kl. 9 og 16. Baldur mikil samgöngubót Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hefur reynst vel Ferjan Baldur tekur 45 bíla á þilfar og 300 farþega í sæti. Eftir Gunnlaug Árnason LANDIÐ SUÐURNES Mývatnssveit | Guðmundur Jóns- son á Hofsstöð lítur upp frá verki um stund og fær sér í nefið. Ekki þýðir að bjóða öðrum viðstöddum. Það er af sem áður var þegar dósin var rétt næsta manni og boðið í nös. Þeir eru nú fáir eftir sem taka í nefið með gamla laginu. Nú tíðkast þau hin breiðu spjótin. Ungu mennirnir taka í vörina og nota til þess venjulegt neftóbak. Segjast gjarnan vilja fá sænskt en innflutningur þess er bannaður. Því láta þeir sig hafa það að moka neftóbaki í vörina. Sam- kvæmt upplýsingum frá ÁTVR hef- ur verið stöðug aukning í innflutn- ingi neftóbaks frá aldamótum. Árið 2001 voru flutt inn 10,2 tonn en á síð- asta ári 13,8 tonn. Verði ykkur að góðu. Viltu í nefið, kunningi? Guðmundur Jónsson á Hofsstöð. Siglufjörður | Vinna við nýjan endurvarpa fyrir STK (Tilkynn- ingaskylduna) hófst á dögunum. Vakti þessi þyrla nokkra forvitni og í ljós kom að endurvarpi mun rísa á Illviðrishnjúk. Hann mun ganga fyrir sólarorku með rafgeyma sem varaafl. Þyrla kom til Siglufjarðar til að flytja á hnjúkinn en flutningur var talsverður og aðstoðuðu félagar í Björgunarsveitinni Strákum við hann. Ekki sást í hnjúkinn sjálfan fyrir skýjum og því þurfti að fara með búnaðinn fyrst eins nærri hnjúknum og komist varð en flytja svo búnaðinn þaðan. Endurvarpi á Illviðrishnjúk Þoka Alskýjað var á sjálfum hnjúknum. Keflavík | Árlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað og fengu eftirtaldir námsmenn styrki að upphæð kr. 150.000 í ár. Berglind Aðalsteinsdóttir sem út- skrifast sem kandídat í læknisfræði frá Háskóla Íslands, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir en hún útskrifast með M.A. í umhverfisheimspeki frá Lancaster University í Englandi og Jana María Guðmundsdóttir sem lauk burtfararprófi í söng frá Söng- skólanum í Reykjavík. Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum var skipuð Oddnýju Harðardóttur, bæj- arstjóra í Garði, Árna Hinrik Hjart- arsyni, fjármálastjóra Reykjanes- bæjar og Eysteini Jónssyni, aðstoðarmanni landbúnaðarráð- herra. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur stutt við bakið á námsfólki frá Suð- urnesjum með ýmsum hætti í gegn- um tíðina og eru styrkveitingarnar hluti af Námsmannaþjónustu Spari- sjóðsins. Þá er bókastyrkjum úthlut- að til 25 námsmanna í byrjun hverr- ar skólaannar. Námsstyrkir hafa nú verið veittir sextán ár í röð og hafa samtals 60 námsmenn fengið styrki. Sparisjóðurinn í Keflavík styrkir útskriftarnema Standa sig vel F.v.: Baldur Guðmundsson, markaðsstjóri SPKEF, Arnar f.h. Berglindar Aðalsteinsdóttur, Jana María Guðmundsdóttir, Marta f.h. Guð- bjargar R. Jóhannesdóttur og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri. TÍU áætlunarferðir verða farnar á dag í sumar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Bláa lónsins og Grinda- víkur með viðkomu í Reykjanesbæ. Um tilraunaverkefni er að ræða og gildir áætlunin til 31. september. „Það hefur verið til umræðu hér í mörg ár að skapa ferðamönnum færi á að komast á milli þessara staða. Það er ótrúlega mikið að ger- ast á Reykjanesi fyrir ferðamenn en hefur skort á að fólk komist á milli. Með því að búa til þessar reglulegu ferðir er kostnaður á hvern mann miklu minni og öryggið meira. Ég hef trú á að Reykjanesið verði einn stærsti ferðamannastaður landsins, ekki bara með tilliti til flugvallarins og Bláa lónsins, sem eru þó tveir langbest sóttu viðkomustaðir ferða- manna á Íslandi,“ segir Steinþór Jónsson, formaður samgöngunefnd- ar sveitarfélaga á Suðurnesjum. Með nýju ferðunum kemst á teng- ing við til dæmis hvalaskoðun í Reykjanesbæ, Saltfisksetrið í Grindavík og ýmsa fallega staði. Fjölbreytnin í upplifun ferðamanna getur þannig orðið mun meiri. Að vonum bara byrjunin Ferðirnar hafa fram að þessu að- eins verið kynntar íbúum Reykja- nesbæjar. „Við leggjum áherslu á að ferðirnar eru ekki síður fyrir þá,“ segir Steinþór sem upplýsir að við- tökurnar fram að þessu hafi verið afar góðar og til dæmis þurft að panta þrjá aukabíla einn daginn. Eftir helgina kemur svo út áætlun ætluð erlendum ferðamönnum. „Þetta lítur mjög vel út. Eins og stendur erum við með reynslutíma- bil þar sem við finnum út hver er hagkvæmasta tíðni og tímar ferð- anna.“ Þá segist hann hafa trú á að þetta sé aðeins byrjunin á öflugu sam- gönguneti á Suðurnesjum. „Þessar ferðir kallast Bláa línan en í framtíð- inni verður vonandi komið á teng- ingum í aðrar áttir, svo sem út á Reykjanesið og til Reykjavíkur- borgar.“ Reglubundnar ferðir milli stærstu ferða- mannastaða landsins Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is TENGLAR .............................................. www.rnb.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.