Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 31
DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ
Krónan
Gildir 29. júní – 1. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Krónu grísahnakkasn., kryddaðar 1.319 1.649 1.319 kr. kg
Krónu svínakótilettur, kryddaðar .. 1.358 1.698 1.358 kr. kg
Krónu 4 grillborgarar m/brauði ... 299 498 299 kr. pk.
Krónu pylsur, 513 gr. ................. 199 398 388 kr. kg
Goða svið soðin......................... 469 670 469 kr. kg
Kr.salöt rækju/túnfisk, 200 gr. .... 135 225 135 kr. pk.
Kr.brauð, stórt og gróft, 770 gr. ... 99 149 99 kr. stk.
Pik-Nik kartöflustrá, 397 gr. ........ 299 368 299 kr. pk.
Emmess toppar hn./daim, 4 stk. 369 390 369 kr. pk.
Bónus
Gildir 28. júní – 1. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Kf. kofar. hangiframp. m. beini .... 679 799 679 kr. kg
Freschetta pizzur, 760 gr. ........... 399 599 525 kr. kg
Egils gull léttbjór, 500 ml............ 49 69 98 kr. ltr
KF villikryddaðar lambakótilettur . 1.485 2.429 1.485 kr. kg
KF lambalæri í sneiðum .............. 1.079 1.199 1.079 kr. kg
KF lambahryggur í sneiðum ........ 1.279 1.399 1.279 kr. kg
Túnfiskur 2*125 gr. steikur ......... 99 199 396 kr. kg
Svínalundir, írskar ...................... 1.599 0 1.599 kr. kg
Danskar kjúklingabringur 900 gr . 1.398 0 1.553 kr. kg
NF grillspjót 5*200 gr. ............... 1.198 0 1.198 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 29. júní – 1. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Matfugl grillaður kjúklingur ......... 598 789 598 kr. stk.
Kjöth. 4 hamb.m/br. + 2 l kók .... 595 683 595 kr. pk.
Ali hunangs grísakótilettur, úrb.... 1.626 2.168 1.626 kr. kg
Borg. lambalærissn., kryddaðar .. 1.539 2.198 1.539 kr. kg
Borg. lambakótilettur, kryddaðar . 1.521 2.173 1.521 kr. kg
Borganes grill-ostapylsur ............ 769 1.099 769 kr. kg
Gular melónur ........................... 119 159 119 kr. kg
FK hrásalat 320 gr. .................... 98 147 306 kr. kg
FK kartöflusalat 320 gr............... 118 168 369 kr. kg
Þeyttur jurtarjómi 250 gr............. 98 179 392 kr. kg
Hagkaup
Gildir 29. júní – 2. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Jói Fel. marin. svínakótilettur ...... 1.439 1.799 1.439 kr. kg
Humar í öskju, 1kg..................... 2.798 3.245 2.798 kr. kg
Holta kjúklingalundir í westernkr.. 1.607 2.295 1.607 kr. kg
Myllan skúffukaka m/súkkulaði .. 199 277 199 kr. stk.
Nautalundir úr kjötborði ............. 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Lambafille m/fitu úr kjötborði ..... 3.098 3.398 3.098 kr. kg
Hamborgarar, 140 g, úr kjötborði 149 199 149 kr. stk.
Holta kjúklingapylsur, 10 stk....... 599 855 599 kr. pk.
Nóatún
Gildir 29. júní – 1. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnautahamborgarar, 120 gr.... 149 198 149 kr. stk.
Nóatúns framp.sneiðar, þurrkr..... 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Nóatúns lærissn., þurrkryddaðar . 1.609 2.298 1.609 kr. kg
Sumarpylsa Nóatúns ................. 798 998 798 kr. kg
Grafinn/reyktur Lax eðalfiskur ..... 1.578 2.430 1.578 kr. kg
Engjaþykkni, 6 tegundir.............. 77 91 77 kr. stk.
Myllu skúffukaka m/súkkulaðikr.. 199 299 199 kr. stk.
Merrild kaffi 103, 500 gr. ........... 399 479 399 kr. pk.
Coke/Coke light í dós, 10x33 cl .. 849 949 849 kr. pk.
Nóa Maltabitar/Hrísbitar ............ 199 265 199 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 29. júní – 2. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
Goða ofnsteik, villikrydduð.......... 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Goða rauðvíns grísakótilettur ...... 1.244 1.776 1.244 kr. kg
Goða bratwurst grillpylsur ........... 724 1.034 724 kr. kg
Borg Grísahn. úrb.m/indv. marin. 1.111 1.587 1.111 kr. kg
Borg grillpyslur .......................... 727 1.038 727 kr. kg
Humar, 500 gr. poki................... 499 699 998 kr. kg
Egils appelsín, 2 ltr .................... 149 213 74 kr. ltr
Emmess ís Djæf, 4.teg ............... 99 179 99 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 29. júní - 5. júlí verð nú verð
áður
mælie. verð
BK Lambagrillkótilettur, þurrkr. .... 1.738 2.173 1.738 kr. kg
BK Jalapeno pylsur .................... 879 1099 879 kr. kg
BK Helgargrís með indv. hætti ..... 1.439 1.799 1.439 kr. kg
Hunts tómatsósa flaska, 680 gr. . 119 139 175 kr. kg
Gevalia cappuccino, 125 gr. ....... 289 319 2.312 kr. kg
Mills kavíar, 190 gr. ................... 199 249 1.047 kr. kg
Mills kavíar og osta, 170 gr......... 199 262 1.171 kr. kg
Kótilettur og kaka
HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is
Í Fornalundi Reykjavík 585 5050 Suðurhrauni 6 Hafnarfirði 585 5080
V/Súluveg Akureyri 460 2200 Ægisgötu 6 Reyðarfirði 477 2050
Höfðaseli 4 Akranes 433 5600
www.bmvalla.is
Gæðavörur
fyrir garðinn þinn.
Söludeildir:
Hallarsteinn
Það þykir sérlega dýrt fyrir ferðalanga að borgameð kredit- eða debetkortum í Danmörku segirá vefútgáfu Aftenposten í Noregi. Kaupmennleggja á milli 3 og 5,5 prósenta gjald ofan á kaup-
verð hjá þeim sem borga með erlendum greiðslukortum
og þetta gildir um öll debet- eða kreditkort sem eru ekki
dönsk.
Ef borgaðar eru eitt þúsund danskar krónur með
geiðslukorti má eiga von á því að þurfa að borga upp undir
55 krónur aukalega í gjald fyrir það. Þess vegna er góð
hugmynd að borga með reiðufé þegar farið er í frí til Dan-
merkur í sumar.
„Það eru lög í Danmörku sem heimila kaupmönnum að
leggja á það þjónustugjald, sem er innheimt af þeim, ofan
á verðið ef greiðslumiðillinn er einhver annar en pen-
ingar,“ segir Þórður Jónsson, sviðsstjóri korthafasviðs
Visa á Íslandi. „Þetta er gjald sem kaupmenn eru rukkaðir
um vegna mótttöku á mismunandi greiðslumiðlum. Í Dan-
mörku mega þeir leggja á vöruna það sem þeir þurfa að
borga fyrir að innleysa þessar greiðslukortanótur.“
Þórður segir þessi lög ekki mikið notuð í Danmörku en
það sé algengara hjá minni stöðum en stærri.
„Hótel og stærri verslanir og veitingastaðir beita þessu
yfirleitt ekki en maður verður var við þetta á minni veit-
ingastöðum og hjá leigubílum. Sum veitingahús ganga t.d.
svo langt í þessu að þegar beðið er um reikninginn eru
nokkrar upphæðir á honum. Þá er nákvæmlega tilgreint
hvað það sem þú keyptir kostar eftir því með hvaða
greiðslumiðli þú ætlar að borga. Ein upphæð gildir ef
borgað er með peningum og svo koma fjórar til fimm mis-
munandi upphæðir eftir því hvort borgað er með dönsku
bankakorti, dönsku kreditkorti eða erlendum debet- eða
kreditkortum. Þetta eru allt saman mismunandi tölur og
byggjast allar á þessum lögum um að kaupmönnum sé
heimilt að velta þessum kostnaði yfir á viðskiptavininn.
Það er oftast tilgreint á matseðlum að það leggist auka-
gjald á heildarverðið ef greitt er með greiðslukortum.“
Er ekki heimilt á Íslandi
Þórður segir að þetta sé ekki algengt í öðrum löndum en
hann hafi heyrt að Svíþjóð og Holland séu með samsvar-
andi lög og Danmörk en kaupmenn þar notfæri sér þau yf-
irleitt ekki. Á Íslandi gilda þau lög að ekki megi gera
greinarmun á greiðslumiðlum. „Það er óheimilt að hækka
verð ef viðskiptavinir greiða með korti hér á landi, lögin
hér eru rétthærri neytendum en í Danmörku.“
Að sögn Þórðar er nokkuð hringt til þeirra hjá Visa til
að spyrja út í þetta aukakortagjald í Danmörku. „Við fáum
af og til hringingar út af þessu en við getum ekkert gert.
Ef lög í viðkomandi landi heimila þetta þá er ekkert hægt
að gera. Við látum þá í Danmörku þó vita af því að okkur
finnst þetta fáránlegt.“
NEYTENDUR | Best að borga með reiðufé
Dýrt fyrir ferðamenn að nota
greiðslukort í Danmörku
Reuters
Betra er að taka út úr hraðbanka en að borga beint
með greiðslukorti.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is