Morgunblaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁRLEGA leita um 100.000
manns á bráðamóttökur Land-
spítala háskólasjúkrahúss (LSH).
Bráðaþjónusta sjúkrahússins er í
dag veitt á fimm stöðum, þ.e. á
barnaspítala, kvennasviði, geð-
sviði og bráðamóttöku við Hring-
braut, auk slysa- og bráðadeildar
í Fossvogi. Í nýjum
spítala við Hringbraut
er gert ráð fyrir einni
sameiginlegri bráða-
deild sem mun leiða
til mikils hagræðis
fyrir starfsemina.
Gera má ráð fyrir því
að við opnun hinnar
nýju deildar hafi ár-
legum komum fjölgað
í 125.000, um 340
manns daglega eða 14
manns á hverjum
klukkutíma. Það verð-
ur nóg að gera á
nýrri bráðadeild!
Þetta aukna umfang starfsem-
innar má að stórum hluta rekja til
breytinga á aldurssamsetningu
þjóðarinnar. Fjölmennar kyn-
slóðir eftirstríðsáranna eru að
eldast og auknum aldri fylgja
langvinnir sjúkdómar sem gera
miklar kröfur til bráðastarfsemi
sjúkrahúsa.
Þótt LSH sé svæðissjúkrahús
Reykjavíkur sinnum við einnig
öllu landinu og miðunum í kring.
Í reynd nær upptökusvæði nýs
spítala frá Grænlandi til Færeyja.
Ábyrgð LSH í þessu tilliti er mik-
il og tökum við starfsfólk bráða-
deildar hana alvarlega.
Þjónusta bráðadeilda einkenn-
ist af umfangsmiklum rann-
sóknum við sjúkdómsgreiningar
og mati á ástandi sjúklinga. Að
því loknu tekur við meðferð hvort
sem sjúklingur leggst inn á spít-
alann eða er útskrifaður til síns
heima. Þegar þar að kemur þarf
ný bráðadeild, eins og nú, á vel
þjálfuðu og samhentu starfsfólki
að halda. Einnig þarf deildin að
hafa greitt aðgengi að rannsókn-
ardeildum sjúkrahússins og þeirri
sérfræðingskunnáttu sem stofn-
unin býr yfir. Á nýrri bráðadeild
þurfa hlutirnir að gerast skjótt og
örugglega. Að setja bráða-
starfsemina undir
eitt þak mun gera
okkur kleift að mæta
kröfum framtíð-
arinnar.
Tilkoma bráða-
lækninga
Bráðalækningar
eru ný sérgrein inn-
an læknisfræðinnar
sem er byrjuð að
ryðja sér til rúms
innan LSH. Bráða-
lækningar eru svar
sjúkrahúsþjónust-
unnar við aukinni þörf á öflugri
og skilvirkri þjónustu nútíma
spítala.
Bráðalæknar hafa breiða og al-
menna menntun í klínískri lækn-
isfræði, ekki ósvipað heim-
ilislæknum. Þeir eru hins vegar
sérhæfðir í því að eiga við bráðar
uppákomur við greiningu og með-
ferð sjúklinga. Nokkrir læknar
eru við sérfræðinám í bráðalækn-
ingum, bæði hérlendis og erlend-
is. Hjúkrunarfræðingar eru einn-
ig byrjaðir að sérmennta sig á
sviði bráðahjúkrunar og mynda
ásamt bráðalæknum öflugt og
samhent teymi fagfólks í bráða-
þjónustu LSH.
Spennandi tímar framundan
Það eru spennandi tímar fram-
undan fyrir starfsfólk sem sinnir
bráðaþjónustu við LSH þegar
bráðamóttökur sameinast á einum
stað í nýjum spítala. Starfsfólk
núverandi bráðamóttökudeilda
hefur í vetur unnið að þarfagrein-
ingu fyrir nýja bráðadeild. Vissu-
lega verður gerbreyting á aðstöðu
til að sinna sjúklingum sem til
okkar leita. Það er hins vegar öll-
um ljóst, sem að þessu máli
koma, að það sem skiptir mestu
máli er að þjónustan sem við veit-
um taki mið af markmiðum nútíma
heilbrigðisþjónustu. Ný bráðadeild
verður fullkomlega sjúklinga-
miðuð, bæði í því að uppfylla ein-
staklingsbundnar óskir notenda
þjónustunnar um greitt aðgengi
og þægindi, svo og kröfur um
gæði og öryggi. Á nýrri bráða-
deild munum við standa enn betur
að vígi til að taka þessari áskorun.
Nýjungar og ný tækni í
bráðastarfsemi
Örar breytingar eiga sér stað
innan læknisfræðinnar. Við sem
höfum unnið að þarfagreiningu
fyrir nýja deild bráðalækninga
höfum stundum átt í erfiðleikum
með að sjá fyrir hvaða ný tækni
ryður sér til rúms á næstu árum.
Okkur er hins vegar ljóst að
tækninni á eftir að fleygja fram.
Þannig tekur tækni til rannsókna
við sjúklingabeð örugglega gíf-
urlegum framförum næstu árin.
Slíkt mun flýta og bæta greiningu
sjúkdóma og þar af leiðandi stuðla
að réttu vali á meðferð. Mynd-
greining með ómskoðun sem gerð
er á staðnum hefur rutt sér til
rúms á mörgum bráðadeildum er-
lendis. Slík tækni verður tekin
upp á bráðadeild LSH á næstu ár-
um og mun hafa gífurlega breyt-
ingu í för með sér í læknaþjónustu
við sjúklinga.
Ný deild fyrir notendur
bráðaþjónustu LSH
Ný bráðadeild verður fyrst og
fremst deild sem verður sniðin að
þörfum þeirra sem koma til með
að nota þjónustu bráðalækninga.
Hún verður vettvangur bættrar
þjónustu við sjúklinga þar sem
beitt verður nýjustu tækni ásamt
þverfaglegum og sjúklingamið-
uðum vinnubrögðum. Bráðalækn-
ingar hafa eflst til muna á LSH og
við opnun nýs spítala og nýrrar
bráðadeildar verða sjúklingar og
aðstandendur þeirra svo sann-
arlega varir við það.
Ný bráðadeild
á nýjum spítala
Ófeigur T. Þorgeirsson fjallar
um framtíð bráðaþjónustu við
Landspítala – háskólasjúkrahús ’Fjölmennar kynslóðireftirstríðsáranna eru að
eldast og auknum aldri
fylgja langvinnir sjúk-
dómar sem gera miklar
kröfur til bráðastarfsemi
sjúkrahúsa.‘
Ófeigur Tryggvi
Þorgeirsson
Höfundur er yfirlæknir
slysa- og bráðadeildar
Landspítala – háskólasjúkrahúss
ÞAÐ ER sumar og nú er ein-
mitt hættulegasti tími ársins – en
hvers vegna? Jú, unglingarnir eru
meira á ferðinni,
hættir í skóla, hafa
það frjálslegra. Það
hefir sýnt sig að þá
er hættan hvað mest
að áfengisneyzlan
hefjist. Þá eru
ákveðnir dagar meiri
hættudagar en aðrir
s.s. hvítasunnuhelgin,
sjómannadagshelgin,
17. júní og svo síðast
en ekki sízt verzl-
unarmannahelgin.
Enn einu sinni hefir
á þetta verið minnt og það með
ágætum í Morgunblaðinu 1. júní
sl. Hvers vegna skyldi þetta vera
svo? Vegna þess að yfirvöld við-
urkenna ekki vandann og láta
ekki fyrir alvöru til skarar skríða.
Í greininni 1. júní: „Vandinn má
ekki vera leyndarmál“, er vitnað í
tvær mæður sem misst hafa börn
sín í klær eiturlyfjafjandans.
Beint vitnað til orða þeirra:
„Maður hefur það stundum á til-
finningunni, að yfirvöld dragi úr
því að ástandið sé jafn slæmt og
raun ber vitni. Við höfum heyrt af
því að fólki sem upplifir þessa
hluti – dyravörðum veitingahúsa,
lögreglu og foreldrum sé hrein-
lega sagt, að það hafi ekki rétt
fyrir sér“.
Það eru einmitt slíkar fullyrð-
ingar sem áfengisauðvaldinu og
eiturlyfja-fjandanum
koma bezt. Þessar
tvær djarfhuga mæð-
ur eru mjög argar út
í vínveitingastaði í
sínum heimabæ, Ak-
ureyri – fyrir það hve
ungu fólki er hleypt
þar inn. Og maður
spyr sig að því hvort
þetta sé í raun nokk-
uð betra í höfuðborg-
inni. Eflaust myndu
hlutaðeigendur neita
slíku, þótt hitt væri
trúlega sannara. Mæðurnar segja:
„Dyraverðir þessara staða vita al-
veg hvernig ástandið er og hafa
sagt okkur það. En þeim er skip-
að að hleypa fólki inn því stað-
irnir græði ekki nóg ef fólkið
hangir fyrir utan.“ Og enn segja
þær: „Eiturlyfjasölumennirnir
svífast einskis og ástandið orðið
þannig að þeir eru farnir að nota
ungar stúlkur til þess að flytja
efnin inn á skemmtistaðina og
koma jafnvel með stúlkur með sér
í þessum tilgangi.“ Og enn bæta
þær við: „Þetta eru gjarnan stelp-
ur í yngri kantinum, 15–16 ára,
og dyraverðirnir mega ekki leita á
þeim. Engar konur vinna við dyra-
vörzlu hérna, nokkrar hafa farið á
námskeið en treysta sér ekki til
þess að vinna við þetta.“ Þetta er
vissulega grafalvarlegt og eg efast
ekki um að hér sé rétt frá sagt.
Að sjálfsögðu verður einfaldlega
að krefjast þess að fólk sýni skil-
ríki þegar það fer inn á veit-
ingastaði – og vonandi er þess
krafist hér eða hvað? Um þetta
segja þær ennfremur: „Það á ekki
að vera nóg að vera með stór
brjóst til þess að komast inn!
Dyraverðir hafa rætt þennan
möguleika (að sýna skilríki) en
segjast fá þau svör að það sé
tímafrekt að biðja fólk um að sýna
skilríki.“ Á þetta blása mæðurnar
og segja: „Fólk þarf oft að bíða í
röð við kassann í Bónus og það er
ekkert meira vandamál að bíða í
röð við skemmtistað.“ Og undir
þetta er hægt að taka. Allir for-
eldrar geta tekið undir lokaorðin í
tilvitnaðri grein frá 1. júní sl.:
„Þetta eru börnin okkar, það dýr-
mætasta sem við eigum og alls
ekki víst að við fáum þau aftur ef
þau lenda í neyslu – og enginn er
óhultur.“ Þessi orð eiga einnig við
um áfengið.
Skyldi frjálsræðispostulunum
hafa gleymst þetta – eða kannski
er þeim bara alveg sama, þeim
sem sleppa vilja öllu lausu í áfeng-
ismálum eða þá að þeir loka vilj-
andi augunum í værum blundi.
Varnaðarorð
vökulla mæðra
Björn G. Eiríksson skrifar
um vímuefni og vímuvarnir
Björn G. Eiríksson
’… eru ákveðnir dagarmeiri hættudagar en aðr-
ir s.s. hvítasunnuhelgin,
sjómannadagshelgin, 17.
júní og svo síðast
en ekki sízt verzlunar-
mannahelgin.‘
Höfundur er í fjölmiðlanefnd IOGT.
ÞAÐ ER mjög erfitt að átta sig
á áherslum lýðveldisins í varnar-
og öryggismálum þessar vik-
urnar. Forysta Sjálfstæðisflokks-
ins virðist allt í einu hafa komist
að þeirri niðurstöðu að varn-
arsamningurinn við Bandaríkin sé
möguleg skiptimynt í kaupum
sem fáir botna í. Varaformaður
flokksins hótaði meira að segja
uppsögn samningsins í ræðu á Al-
þingi, á hvaða forsendum eða í
hvaða tilgangi var aldeilis útilokað
að skilja. Það verður ekki fram hjá
því gengið að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur umfram aðra stjórn-
málaflokka verið eins konar fram-
vörður í öryggis- og varnarmálum
og hefur sem slíkur sýnt bæði
festu og ábyrgð. Samt sem áður
verður ekki séð að flokkurinn hafi
aflað sér umboðs frá einum eða
neinum til að braska með varn-
arsamning okkar við Bandaríkin.
Það getur ekki verið nokkrum
vafa undirorpið að sá samningur
er besti kosturinn sem stendur
okkur til boða. Einhvers konar
varnarsamstarf við Evrópusam-
bandið er alvarlegir draumórar,
að vísu dreymir fólk þar um sam-
starf af þessu tagi en það hefur
ekki orðið að veruleika og aðild að
því stendur okkur ekki til boða á
sömu forsendum og samstarfið við
Bandaríkin. Það er og vond gær-
dagssýn að lifa í þeirri trú að við
getum enn um sinn tutlað aura út
úr samstarfinu við Bandaríkin,
það er að sama skapi fásinna að
leggja allt undir áframhaldandi
útgerð úreltra flugvéla frá Kefla-
vík. Það sæmir heldur ekki sjálf-
stæðri þjóð að treysta á tíma-
bundna gesti í öryggis- og
björgunarmálum. Til þess að vera
sjálfum okkur samkvæm og til að
syngja í samræmi við stjórn-
arskrána ættum við að fagna því
að þörfin fyrir her í landinu er að
mati þeirra sem hagsmuna eiga að
gæta með okkur engin.
Ég trúi því að varnarsamning-
urinn sé mikilvægasti hornsteinn
varna okkar og öryggis ásamt að-
ildinni að NATO. Það er deginum
ljósara að Bandaríkin hafa engum
skyldum við okkur að gegna um-
fram aðrar NATO-þjóðir að
slepptum varnarsamningnum.
Hvaðan Sjálfstæðisflokknum
kemur sú hugmynd að samning-
urinn sé í uppnámi eða jafnvel
ónýtur veit ég ekki, enn síður skil
ég hvers vegna við ættum að vilja
segja samningnum einhliða upp.
Bandaríkjamenn hafa ekki breytt
samningnum, þeir hafa breytt
bókunum og útfærslum að því er
virðist á skynsamlegum for-
sendum. Fyrir gamlan herstöðva-
andstæðing hlýtur það að vera
þyngra en tárum taki ef Sjálf-
stæðisflokkurinn ætlar að ráfa út
á braut hentistefnu og óskilj-
anlegra hagsmuna í öryggis- og
varnarmálum. Samfélag okkar
byggist m.a. á þeirri grundvall-
arreglu að við erum vopnlaus þjóð
og við viljum vera vopnlaus. Þess
vegna er samstarf við þjóð sem
ræður yfir stærsta vopnabúri ver-
aldar, bestu þekkingu sem völ er á
á sviði varna og hernaðar bæði
ákjósanleg og skynsamleg. Slík
afstaða hlýtur að vera við hæfi á
meðan veröldin er jafn við-
sjárverð og raun ber vitni. Hug-
myndafræðin á bak við Bandarík-
in er slík að þeir verða aldrei sem
þjóð flokkaðir með vondu köll-
unum.
Kristófer Már Kristinsson
Varnir Íslands
Höfundur er nemi í HÍ.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins boðar til
aukaársfundar á Grand Hóteli í Reykjavík
föstudaginn 30. júní kl. 12 á hádegi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétt.
Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins
Aukaársfundur
Samvinnulífeyrissjóðsins
og stofnfundur nýs lífeyrissjóðs
Kynntar verða, og bornar undir atkvæði, tillögur að
breytingum á samþykktum sjóðsins vegna sameiningar
Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar og einnig viðauki
við samrunasamning sjóðanna. Hægt er að skoða
tillögurnar á heimasíðu sjóðsins: www.sls.is.
Strax að loknum aukaársfundinum verður stofnfundur
nýs sameinaðs lífeyrissjóðs Samvinnulífeyrissjóðsins
og Lífiðnar.