Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 39

Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 39 HESTAR Rjómablíða er á Landsmótihestamanna á Vind-heimamelum og um fjög-ur þúsund manns eru mætt á svæðið og að sögn Huldu G. Geirsdóttur, fjölmiðlafulltrúa móts- ins, hefur annar eins fjöldi ekki fyrr verið saman kominn svo snemma á landsmóti. Hún segir allt hafa gengið eins og í sögu hingað til en búist er við að mikill fjöldi streymi á mótið í dag. Sérstök staða er komin upp eftir forkeppni í A- og B-flokkum gæð- inga því sigurvegarar frá lands- mótinu á Hellu eru efstir enn á ný. Þar eru á ferð Geisli frá Sælukoti og Steingrímur Sigurðsson í A- flokknum og Rökkvi frá Hárlaugs- stöðum og Þorvaldur Árni Þorvalds- son í B-flokknum. Rökkvi sýndi meistaratakta Titilvörn Rökkva frá Hárlaugs- stöðum og Þorvalds, sem keppa fyrir Fák, er hafin með látum. Eftir for- keppni í B-flokki er Rökkvi efstur eftir að hafa sýnt meistaratakta í brautinni og fékk hann einkunnina 8,76. Hvinur fór um brekkuna þegar hann byrjaði yfirferðina á tölti. Hon- um var svo ákaft fagnað þegar hann reið fram hjá brekkunni og var alveg ljóst að gestir sem dómarar kunnu vel að meta það sem hann hafði fram að færa. Þrátt fyrir yfirburðasýn- ingu eru næstu hestar ekki langt undan. Hlýr frá Vatnsleysu og knapi hans Snorri Dal, Sörla, skutu sér upp í annað sætið með einkunnina 8,73 eftir mjög góða sýningu og eiga eflaust eftir að veita Rökkva og knapa hans Þorvaldi Árna Þorvalds- syni mikla samkeppni. Næstir koma svo Röðull frá Kálfholti og Ísleifur Jónasson, Geysi, með 8,64 en þeir komu inn á mótið með hæstu ein- kunnina úr forkeppnum hesta- mannafélaganna, 8,78, og eru til alls líklegir. Spennan í þessum flokki er mikil og verður gaman að sjá hvort Rökkvi og Þorvaldur ná að verja titil sinn og vinna B-flokkinn í annað sinn. Forkeppni í barnaflokki er einnig búin. Ótrúlega gaman var að fylgjast með þessum ungu og efnilegu knöp- um ríða hverjum gæðingnum á fætur öðrum. Magnað er hversu léttilega krakkarnir ná að stjórna þessum miklu og flottu hestum. Efst í þess- um flokki standa Ragnheiður Hall- grímsdóttir og Svalur frá Álftárósi með 8,55 en þau keppa fyrir hesta- mannafélagið Geysi. Næst koma svo Jóhanna Margrét Snorradóttir og Djákni frá Feti, Mána, með 8,51. Eftir forsýningu hryssna í 6 vetra flokki er það Dögg frá Breiðholti sem stendur efst með 8,56 í aðal- einkunn en hún fékk 8,59 fyrir hæfi- leika. Dögg er undan Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi. Sýnandi Daggar er Jón Páll Sveinsson. Í flokki 4 vetra hryssna eru það tvær gæðingshryssur sem leiða flokkinn. Leista frá Lynghól og Þjóð frá Skagaströnd hafa báðar fengið 8,34 í aðaleinkunn. Leista fékk 8,57 fyrir hæfileika en hún er undan Hróði frá Refsstöðum og Rispu frá Eystri-Hól. Þjóð fékk 8,55 fyrir hæfileika og er hún undan hinum fræga Orra frá Þúfu og Sunnu frá Akranesi. Margir bíða spenntir eftir yfirlitssýningunni sem fram fer í dag þar sem hryss- urnar fá annað tækifæri til að gera aðeins betur og hækka sinn dóm. Vilmundur frá Feti leiðir sem stendur eftir forsýningu í flokki 5 vetra stóðhesta með einkunnina 8,56. Vilmundur sem er undan Orra frá Þúfu og er sýndur af Þórði Þorgeirs- syni fékk hvorki meira né minna en 8,95 fyrir hæfileika sem verður að teljast mjög gott þar sem ekki nema sjö aðrir stóðhestar hafa fengið hærri einkunn en það. Samt sem áð- ur er ekki mikið sem skilur að fyrsta og annan hest en Þeyr frá Akranesi fékk 8,55 í aðaleinkunn og munar því ekki nema einni kommu á þeim. Mjög spennandi verður að fylgjast með þessum efstu hestum í yfirlits- sýningunni sem fram fer á föstudag og sjá hvort þeir ná að hækka sig eitthvað. Krákur frá Blesastöðum, Töfra- sonur, plantaði sér í efsta sæti fjög- urra vetra stóðhesta með einkunnina 8,34 eftir forsýningu en Kraftur frá Efri-Þverá er annar með 8,32 en hann er undan Kolfinni frá Kjarn- holtum. Geisli frá Sælukoti er efstur eftir forkeppnina í A-flokknum og eru þeir Steingrímur Sigurðsson því í sömu sporum og á Hellu. Keppnin var geysiskemmtileg og einungis munar einni kommu á tveimur efstu hestum en Kraftur frá Bringu og Þórarinn Eymundsson, Stíganda, áttu einnig stórgóða sýningu. Geisla og Steingrími sem keppa fyrir Gust var vel fagnað af áhorfendum og hlutu einkunnina 8,94 en Kraftur 8,93. Spennan verður gríðarleg á morgun en þá verður riðinn millirið- ill. Nokkuð er í næstu hesta en Þór- oddur frá Þóroddsstöðum og Daníel Jónsson, Fáki, eru þriðju eftir for- keppnina, Ormur frá Dallandi, landsmótssigurvegarinn 2000, og Atli Guðmundsson eru í fjórða sæti með 8,80 en þeir keppa fyrir Fák, eins og Gári frá Auðsholtshjáleigu og Gunnar Arnarson sem eru í fimmta sæti með 8,63. Sara og Kári – Freyja og Krummi Sara Sigurbjörnsdóttir og Kári frá Búlandi í Fáki hafa góða stöðu eftir milliriðil í unglingaflokki, eru með 8,57, en nokkuð er í næsta par, Rúnu Helgadóttur og Leikara-Brún frá Kolbeinsá sem keppa líka fyrir Fák, en þau stimpluðu sig vel inn með ein- kunnina 8,45. Edda Hrund Hinriks- dóttir og Glæsir frá Ytri-Hofdölum, Fáki, eru þriðju með 8,44, Rakel Nathalie Kristinsdóttir er fjórða á Vígari frá Skarði, Geysi, með 8,42 og Valdimar Bergstað og Leiknir frá Vakursstöðum, Fáki, í fimmta sæti með 8,39. Eftir milliriðil í ungmennaflokki eru efst eftir góða sýningu Freyja Amble Gísladóttir og Krummi frá Geldingalæk, Sleipni, með ein- kunnina 8,52, Fanney Dögg Indr- iðadóttir og Dögg frá Múla önnur með 8,49, keppa fyrir Þyt, Camilla Petra Sigurðardóttir og Sporður frá Höskuldsstöðum, Mána, eru með 8,45, Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Bylur frá Kleifum, Sörla, í fjórða sæti með einkunnina 8,43 og Viggó Sigurðsson og Akkur frá Braut- arholti sem keppa fyrir Andvara eru í fimmta sæti eftir riðilinn með 8,41. Skemmtun mikil er framundan í dag. T.a.m. hefst keppni í millriðli í barnaflokki kl. 10 í dag, forkeppni í tölti verður kl. 18 og mótið sett kl. 21 þar sem hópreið hestamannafélag- anna verður farin. ÞAÐ er gaman á landsmótinu í blíðviðrinu og sólin brosti við þessu fólki sem var komið að sunnan til að njóta lystisemdanna. Rakel Inga Guðmundsdóttir, sem hér er lengst til vinstri, hafði nýlokið keppni í milliriðli í unglingaflokki, sem stóð þessa stund sem hæst, og beið spennt eftir úrslitunum. Við hlið Rakelar Ingu eru Ragnheiður Bjarnadótt- ir, Heba Guðrún Guðmundsdóttir, Hafdís Guð- mundsdóttir, Sandra Lilja Björgvinsdóttir, Guð- mundur Ingi Sigurvinsson, Soffía Elsie Guðmundsdóttir, Linda Dögg Snæbjörnsdóttir og Björg Ingvarsdóttir. Brakandi blíða á landsmóti Rökkvi og Geisli skína enn Geisli frá Sælukoti og Steingrímur Sigurðsson eru efstir eftir forkeppnina í A-flokki, skammt er þó í Kraft frá Bringu og Þórarin Eymundsson. Morgunblaðið/Eyþór Edda Hrund Hinriksdóttir og Glæsir frá Ytri-Hofdölum eru þriðju í ung- lingaflokki eftir keppni gærdagsins með einkunnina 8,44. Rökkva frá Hárlaugsstöðum og Þorvaldi Árna Þorvaldssyni var vel fagnað í B-flokki gæðinga, enda efstir. Þeir hófu titilvörnina með látum. Keppni á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum er komin á fullt flug. Þuríður Magnúsína Björns- dóttir og Eyþór Árna- son fylgjast með gangi mála í Skagafirðinum. Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.