Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ AuðbjörgBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut eftir skamma legu hinn 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Pálsdótt- ir húsmóðir, f. 17. september 1888, d. 6. desember 1961, og Björn Jónsson skipstjóri, f. 6. júlí 1880, d. 9. ágúst 1946. Heimili þeirra var í Ánanaustum í Reykja- vík og síðar á Sólvallagötu. Systk- ini Auðbjargar voru: Ásta Laufey, f. 24. nóvember 1908, d. 17. júní 2002, Jón, f. 28. júlí 1910, d. 3. ágúst 1996, Sigurbjörg, f. 5. nóv- ember 1911, d. 29. maí 1946, Unn- ur, f. 3. nóvember 1913, d. 15. sept- ember 1937, Björgvin Halldór, f. 24. ágúst 1915, d. 11. janúar 1944, Hildur, f. 27. nóvember 1916, d. 31. janúar 2005, Viggó Páll, f. 27. febrúar 1918, d. 15. apríl 1986, gerðarmann, f. 1976, kvæntan Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikara og á hann eina dóttur, Unu Mar- gréti, f. 2002, með Kristínu Gunn- arsdóttur b) Anton lagerstjóra, f. 1983, og c) Kristínu Ýri nema, f. 1988. Auðbjörg giftist 1966 Guðmundi Benediktssyni trésmið, ættuðum frá Miðengi í Grímsnesi, f. 24. júlí 1918. Guðmundur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, þau: Guðmund, látinn, Bjarna, Önnu og fósturdótt- ur, Báru. Auðbjörg og Guðmundur bjuggu til margra ára á Flókagötu 61. Síðustu ár hafa þau dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Auðbjörg gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og Húsmæðraskólann í Reykjavík. Hún vann við af- greiðslustörf hjá Hirti mági sínum og einnig í bakaríi Sveins Hjart- arsonar, áður en hún gifti sig. Um 34 aldur hóf hún störf hjá Morg- unblaðinu og starfaði þar til sjö- tugs. Hún var virk í félagsstarfi og tók meðal annars þátt í starfi KR- kvenna, Kvenfélags Háteigssókn- ar og Sjálfstæðisfélagsins Hvatar. Auðbjörg og Guðmundur komu sér upp sumarbústað í landi Mið- engis í Grímsnesi og fékk hann nafnið Gráhella. Auðbjörg verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sigríður, f. 1. nóvem- ber 1919, d. 10. júlí 1970, Anton Björn, f. 6. júní 1921, d. 26. nóvember 1943, Har- aldur, f. 2. okt. 1924, og Valdimar, f. 16. ágúst 1927. Auðbjörg giftist 1947 Antoni Erlends- syni, f. 25. júní 1921. Þau skildu árið 1956. Börn þeirra eru: 1) Björn, flugvirki, f. 8. nóv. 1947, kvæntur Helgu Jakobs skrif- stofustjóra og eiga þau tvær dæt- ur: a) Ásthildi, hjúkrunarfræðing, f. 1974, í sambúð með Birgi Gunn- arssyni sjávarútvegsfræðingi og eiga þau tvær dætur, Árnýju Björk, f. 1996, og Ástu Rakel, f. 2001. b) Auðbjörgu, félagsfræðing og kennara, f. 2. júní 1977, gift Gísla Kort Kristóferssyni hjúkrun- arfræðingi. Þau eiga einn son, Björn Kort, f. 2003. 2) Magnea kennari, f. 13. des. 1951, gift Sig- urði Lyngdal kennara. Þau eiga þrjú börn: a) Reyni kvikmynda- Ég bið þig, Guð, að gæta mín og gefa mér þitt brauð, svo elska megi ég orðin þín og aldrei líða nauð. Ég bið þig, Guð, að gæta mín og gefa mér þinn frið, svo öðlast megi ég ást til þín og öðrum veita lið. Ég bið þig, Guð, að gæta mín og gefa mér þitt ljós, svo lýsa megi ég leið til þín lífsins smæstu rós. Ég veit þú, Guð, mín gætir hér í gleði sorg og þraut, og glaður mun ég gefast þér þá gengin er mín braut. (Þýð. Ingibjörg R. Magnús) Ég þakka samfylgdina og bið góð- an Guð að blessa þig. Þín tengdadóttir, Helga Jakobs. Amma Auja er farin. Þegar við hugsum um ömmu Auju þá er svo margt sem kemur í hugann, um- hyggja, lífsgleði, kærleikur, reglu- semi og kraftur eru meðal orða sem vel lýsa ömmu okkar sem í daglegu tali var kölluð amma Auja. Einnig var hún stundum nefnd Auja með hattinn, því fáar konur vitum við um sem höfðu jafngaman af höttum og hún amma okkar. Umhyggjan kom svo vel fram hjá ömmu þegar hún nostraði við okkur sem litlar stelpur. Hvernig hún þvoði okkur í framan og bar á okkur Nivea krem fyrir svefninn. Sérstaklega minnisstætt er þegar við gistum hjá ömmu og haldið var af stað í messu í Háteigskirkju á hverjum sunnu- dagsmorgni, þó stundum við mis- jafnar undirtektir okkar systra. Eft- ir á að hyggja var þetta ekta amma Auja – enda kenndi hún okkur barnabörnunum flestar þær bænir sem við kunnum í dag. Lífsgleðin hjá ömmu kom fram í því hversu gaman hún hafði af lífinu og þá sérstaklega fólki, hún var mik- ill mannvinur og fylgdist vel með öllu. Enda bar hún oft upp spurn- inguna, hverra manna fólk væri, í samræðum. Amma spilaði stórt hlut- verk í lífi allra barnabarna sinna og hún fylgdist vel með hvernig gekk hjá hverjum og einum. Minnisstætt er að í heilan vetur þegar lífið gekk illa hjá nöfnu hennar þá hringdi amma á hverjum degi eftir skóla, til þess að spjalla við unglinginn. Ekki til þess að reyna að siða til heldur að- eins til að láta vita að hún væri til staðar. Þannig var amma, svo kær- leiksrík og svo annt um hag annarra. Um leið og eitthvað gerðist, slæmt eða gott, þá var hún fyrst til að hringja, annaðhvort að óska manni til hamingju eða til að bjóða fram að- stoð. Amma var reglusöm og hún vildi hafa hlutina í röð og reglu enda bar heimili hennar því ætíð skýr merki. Reglusemin kom m.a. fram í því að hver dagur var vel skipulagður hjá henni, þá sérstaklega þegar kom að eldamennskunni. Amma vaknaði alltaf kl. 6 og lét renna í bað á meðan hún undirbjó morgunmat fyrir afa og barnabörnin ef þau voru. Kraft- urinn og vinnusemin var mikil hjá ömmu en hún hélt fallegt og snyrti- legt heimili ásamt því að vinna fulla vinnu á Mogganum en þó svo að hún væri að vinna þá var bakað í hverri viku og eldaður matur á hverju kvöldi. Fyrir ömmu Auju var það lít- ið mál að slá upp fjölmennum veislum, og það sem hún hafði gam- an af því að fá gesti til sín á Flóka- götuna og eins upp í Grímsnes í sum- arbústaðinn Gráhellu! Frá Gráhellu eigum við margar ljúfar minningar sem okkur eru mjög kærar. Af mörgu er að taka en þær sem koma fyrst í hugann eru t.d. bílferðin í sumarbústaðinn. Þá gaf amma okk- ur alltaf Siríuslengjubita og lakkrís ef við gátum tilgreint ákveðna staði á leiðinni, t.d. Rauðavatn og Ingólfs- fjall. Í sumarbústaðnum var alltaf dúkað borð og yfirleitt var þríréttað á hverju kvöldi eins og ömmu var einni lagið. Fyrir svefninn sagði afi Guðmundur okkur sögur um tófuna og hrafninn og á morgnana voru allt- af gerðar morgunæfingar og helst úti á verönd ef veður leyfði. Hvað við gátum hlegið mikið þegar við systur og Reynir frændi vorum í því að gera þessa konuleikfimi með ömmu Auju. Amma var flott kona fram í fing- urgóma, hún var alltaf góð við okkur og bar hag okkar fyrir brjósti. Amma Auja kenndi okkur afskap- lega mikið með umhyggju sinni og kærleika sem við munum alltaf búa að og verðum henni ævinlega þakk- látar fyrir. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta hennar svo lengi og fyrir að hafa fengið að njóta alls þess sem hún gaf okkur. Við systur viljum kveðja hana ömmu okkar með þessari bæn sem hún kenndi okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ásthildur og Auðbjörg. Elsku amma, þetta er einhvern veginn allt svo óraunverulegt. Ég held hreinlega að ég trúi þessu bara ekki ennþá, mér finnst alveg eins og ég geti bara komið til þín á Hrafnistu og séð þig sitja í gamla stólnum, brosa til mín, kyssa mig á kinnina og segja: „Sæl Kristín mín.“ Ég held að innst inni langi mig bara ekkert til þess að sætta mig við þetta, þú sem áttir að vera lifandi og viðstödd skírnina á fyrstu dóttur minni, hve- nær sem hún kemur, sem á að fá að bera nafnið þitt. En ætli maður verði ekki að kyngja þessu enda veit ég að þú ert komin á betri stað núna, þar sem þér líður vel og horfir niður til okkar og passar okkur öll. Viltu passa sérstaklega vel upp á mömmu, ég veit að hún á eftir að sakna þín sárt þar sem þið voruð svo háðar hvor annarri. Núna sit ég hér inni í herbergi sem er uppfullt af alls kyns dóti frá þér, allir þessir stórkostlegu hattar, sem ég elskaði að fá að máta og skartgripaskrínið sem mér þótti svo gaman að taka til í. Ég lofa, amma mín, að taka til í því fyrir þig og halda því alltaf fínu. Í nótt ætla ég að sofa með KR-konuna sem ég prjónaði handa þér. Svo ætla ég að leyfa þér að hafa hana hjá þér. Ég er að hugsa um allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Allar ferðirnar upp á Grá- hellu þegar þú klæddir þig upp í hinn sígilda bláa galla, með hvítu sólgler- augun og í hvítu skónum. Steinninn okkar á leiðinni. Nivea-kremið í bláu dollunni sem þú barst á mig áður en ég fór að sofa, passaðir alltaf að hafa filmuna yfir. Þegar maður fylgdist með þér bera alls kyns krem og efni á súkkulaðifæturna þína, eins og ég kallaði þá. Hænsnakássan og brún- kakan verða alltaf mínir uppáhalds- réttir og ég ætla sko að leggja mig alla fram við að ná þeim réttum. Þeg- ar þú kenndir mér að lita fleti alltaf í sömu átt. Allar bænirnar sem þú kenndir mér og fórst með á hverju kvöldi. Morgnana þegar ég fékk að gera leikfimisæfingarnar með þér, þú náðir betur en ég niður í gólf með hendurnar, þú sjötug en ég fimm ára. Hláturinn, tákn Ánanaustaætt- arinnar, sem ég mun aldrei gleyma. Alltaf þegar fólk segir: „Þú hlærð svo hátt, Kristín,“ þá svara ég um hæl: „Hah, þetta er ekki neitt, þú ættir að heyra í henni ömmu minni.“ Umhyggjusemin og væntumþykj- an var alltaf númer eitt, tvö og þrjú hjá þér. Líðan þinna nánustu skipti þig öllu máli og þú hugsaðir vel um allt og alla í kringum þig. Takk fyrir allt, elsku amma mín, þín verður sárt saknað hér en við vitum að núna líð- ur þér vel og þú hugsar um okkur. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þitt yngsta barnabarn, Kristín Ýr. Þegar mér bárust fréttir af því að Auja kona afa míns væri dáin þá komu upp í hugann góðar æsku- minningar. Auðbjörg var sannkölluð hefðarfrú og hafði gott lag á því að fá unga drengi til að draga fram sinn betri mann. Það má segja að Auja hafi verið langt á undan sinni samtíð því að hún „pulsaði mig niður“ eins og sagt er í auglýsingu gærdagsins. Það voru engar venjulegar pylsur sem Auja bar á borð fyrir mig í veiði- kofa afa míns. Það var eins og ég AUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Prestshólum.) Takk, langamma Auja. Árný Björk, Ásta Rakel, Una Margrét og Björn Kort. HINSTA KVEÐJA Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. ELFA GUÐRÚN REYNISDÓTTIR ✝ Elfa GuðrúnReynisdóttir fæddist á Akureyri 19. júní 2006. Hún lést á vöku- deild Barnaspítala Hringsins hinn 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóna Björk Gunnarsdóttir, f. 30. júní 1978, og Reynir Hilmarsson, f. 6. október 1972. Hálfsystir Elfu Guðrúnar er Anna Mekkín Reynisdóttir, f. 7. ágúst 1994. Útför Elfu Guðrúnar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikir ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörð- um nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifs- son) Okkar elsku Elfa Guðrún. Engin orð fá því lýst hversu mikið við elskum þig og söknum þín. Þú verður alltaf hjá okkur. Mamma og pabbi. Elsku litla Elfa Guðrún. Þú komst til okkar eins og lítill engill, en stans- aðir svo stutt hjá okkur. Eftir aðeins tæpan sólarhring varstu farin frá okkur aftur. Það var eins og þú vildir sýna okk- ur hversu falleg þú varst og fullkom- in lítil stúlka og gefa okkur fallega minningu um þig. Eftir sitjum við með allar spurn- ingarnar Hvers vegna? Hvers vegna fengum við aldrei að heyra þig gráta? Hvers vegna fengum við aldrei að sjá augun þín, sjá brosið þitt, heyra hlátur þinn eða fótatak þitt? Hvers vegna fengum við aldrei að gæta þín og dekra við þig eins og afar og ömmur eiga að gera? En það er víst að þú munt alltaf eiga stórt rúm í hjörtum okkar og við munum aldrei, aldrei gleyma þér. Einhvern tíma í fyllingu tímans munum við hittast og kynnast og gera saman alla skemmtilegu hlutina sem við ætluðum að gera með þér. Elsku Anna Mekkín. Við erum sannfærð um að litla systir þín mun alltaf halda verndarhendi sinni yfir þér. Elsku Jóna og Reynir. Nú eigið þið sannarlega lítinn verndarengil á himnum. Við biðjum góðan guð að styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu stundum og hjálpa ykkur til að finna ljósið á ný. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Elfa amma, Hannes afi Reynir, Sigþór og Erna Sigga. Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL EINARSSON, Sunnuhlíð, áður Álfhólsvegi 8, Kópavogi, lést aðfaranótt miðvikudagsins 28. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Jón Karlsson, Petra Jónsdóttir, Dröfn H. Farestveit, Arthur Farestveit, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, HULDA LONG INGIBERGSDÓTTIR, lést sunnudaginn 18. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðmundur Magnússon, Hulda Björk Ingibergsdóttir, Kristín Sigríður Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Jón Kristinsson, Ragnar Heiðar Kristinsson, Katrín Thorarensen, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.