Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 41

Morgunblaðið - 29.06.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 41 MINNINGAR væri kominn á besta og flottasta veitingahús. Það er notalegt að rifja upp góðar stundir og barst þetta stundum í tal hjá okkur Auju og höfðum við gaman af. Ævinlega kvaddi hún okkur afa með vinalegri kveðju og áminningu um að fara gætilega þegar við vorum að fara í okkar ævintýraferðir. Ég á margar góðar minningar um Auju. Ég tel að kynni mín af hefð- arkonunni á Flókagötu 61 hafi gert mig að betri manni. Auðbjörg kom með gagnlegar ábendingar um ým- islegt sem ungum mönnum er hollt að tileinka sér. Hún gerði það á skemmtilegan og ákveðinn hátt, þannig að eftir því var tekið. Auð- björg sagði mér eitt og annað af sín- um högum þegar henni þótti það við- eigandi. Seinustu árin á Flókagötunni voru talsvert frábrugðin þeim sem ég man eftir sem ungur drengur. Aldur sótti að og stundum dró fyrir sólu. Með dugnaði og harðfylgi tókst Auju að yfirstíga erfiðleika og allt virtist leika í lyndi þegar kallið kom. Eftir sem áður er ég ríkur af minningum um Auju þar sem ljúfar stundir og skemmtileg atvik eru í öndvegi. Sveinbjörn Guðmundsson. Á kveðjustund elskulegrar frænku og vinkonu streyma minn- ingarnar fram. Auðbjörg eða Auja eins og hún var ávallt kölluð, var yngsta dóttir Önnu Pálsdóttur og Björns Jónssonar, skipstjóra frá Ánanaustum. Þau eignuðust 13 börn, og var Auja 10. í röðinni, en móðir mín, Ásta, var elst af systkinunum. Ég var svo heppin að fá að fæðast inn í þessa yndislegu fjölskyldu og búa í nágrenni við þau, svo það var ekki langt að skreppa á milli, enda mikið gert. Ég man hvað það var gaman að koma í „Meyjarskemm- una“,en það var stórt herbergi, sem systurnar sváfu í. Það var málað bleikt og rúm og kommóður líka. Systurnar sváfu tvær og tvær í rúmi. Það voru ekki nema rúm átta ár á milli okkar Auju svo það var ekki skrýtið þó að okkur fyndist oft að við værum systur. Ég leit mjög upp til hennar, enda var hún kát og skemmtileg og var mér alltaf mjög góð. Auja var í leikfimi í KR og í frjáls- um íþróttum á Melavellinum. Hún sagðist hafa hlaupið út á Melavöll í síðbuxum til að æfa. Þá sagði hún að stundum hafi verið híað eða hrópað á hana: „Sjáið þið stelpuna í síðbux- unum.“ Það var ekki algengt á þess- um árum að stúlkur klæddust síð- buxum! Auja sagði að oft hefði verið farið á skauta á Tjörninni og á Aust- urvelli. Þá var spiluð músík frá hátöl- urum. Seinna var Auja í leikfimi í Úrvalsflokki KR og fór í sýningar- ferðir um landið og 1939 fór hún til Kaupmannahafnar í sambandi við 40 ára afmæli Íþróttasambands Norð- urlanda og sýndi þar leikfimi. Þá var hún komin í Kvennó og þurfti að fá frí í skólanum í einn mánuð. Hún sagði að skólastýran hefði bara gefið henni frí vegna íþróttanna. Um 1940 fór Auja meira að stunda handbolta og fór seinna með stórum hóp úr öllum íþróttagreinum innan KR norður og austur á firði að sýna. Hún talaði oft um þetta ferðalag og sagði að það hefði verið mjög skemmtilegt. Auja giftist Antoni Erlendssyni og átti með honum tvö börn, Björn og Magneu. Þau bjuggu fyrst í Tjarn- argötunni. Þar eignuðust þau Björn, sem ég var iðulega að passa eða kom í heimsókn, þegar ég kom úr vinnu. Seinna fluttu þau á Flókagötu 61 í nýja íbúð, sem þau komu sér upp. Þar eignuðust þau Magneu 1951. Eftir að ég giftist og eignaðist mín börn vorum við Auja mikið saman með krakkana. Auja og Anton skildu og þá tók við nýtt tímabil í lífi hennar. Hún fór að vinna úti og fékk ágætisstarf á Morgunblaðinu, þar sem hún vann í fjölda ára og var ánægð með vinnuna og átti góða starfsfélaga. Í nokkur ár bjó amma hjá Auju og áttu þær mæðgur ákaflega vel saman. Seinni maður Auju var Guðmund- ur Benediktsson frá Miðengi í Grímsnesi. Þau áttu 40 ár hjúskap- arafmæli sl. vor. Þau voru ákaflega samhent og gaman að heimsækja þau, hvort sem var á Flókagötuna eða í sumarbústaðinn þeirra í Gríms- nesinu. Við hjónin áttum margar ánægjulegar stundir með þeim hjón- um. Seinustu árin bjuggu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði og undu hag sínum mjög vel. Auja var afar falleg og glæsileg kona, hún var alltaf mjög glæsilega klædd og óhrædd að nota flotta hatta. Hún var líka sérlega mynd- arleg húsmóðir. Mér þótti afar vænt um hana og alla hennar fjölskyldu og finnst börnin hennar ganga næst mínum eigin börnum. Elsku Auja mín. Það er afar sárt að þurfa að kveðja þig, ég vonaði svo sannarlega að ég ætti eftir að njóta samveru þinnar miklu lengur. Það var alltaf gaman að hitta þig, þú varst góð, skemmtileg og glæsileg kona. Hafðu þökk fyrir allt. Guðmundur minn, við Alli sendum þér og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir ykkur öllum. Blessuð sé minning hennar. Anna Hjartardóttir. Elsku Auja frænka er dáin. Ótal margar minningar skjóta upp koll- inum í huganum. Ég man eftir skemmtilega hlátr- inum hennar í öllum veislum. Ég man eftir öllum flottu höttun- um hennar. Ég man hvað það var alltaf snyrti- legt og fínt hjá Auju og Guðmundi. Ég man eftir öllum ferðunum að Gráhellu þar sem ég spilaði krokket í fyrsta skipti. Ég man þegar við Reynir fengum alltaf súrmjólk með hrærðu eggi í morgunmat. Ég man þegar hestamennirnir komu að sumarbústaðnum og við trylltumst nánast úr hræðslu. Ég man eftir handsnúna þeytar- anum sem ég þeytti rjóma með út á pönnukökurnar. Ég man hvað það var alltaf gaman að tala við Auju. Ég hitti Auju síðast í maí þar sem hún var fín og flott og eldhress í af- mælinu hennar Auðar. Hún átti ekki orð yfir að Aðalsteinn litli fengi brjóst hvenær sem hann vildi og hló sínum dillandi hlátri lengi yfir því. Elsku Auja, ég finn hvað ég á eftir að sakna þín. Það er erfitt að hugsa til þess að þið systurnar séuð ekki lengur hérna hjá ykkur en ég er viss um að þú, amma, Hildur og öll hin systkinin eruð komin með sérrí í glös og farin að leiðrétta hvert annað í sögum um liðna tíð. Takk fyrir allt sem þú hefur gert til að gera mitt líf skemmtilegra. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir. Elskuleg frænka mín og vinkona, Auja, eins og hún var ævinlega köll- uð, er látin svo snöggt og óvænt. Mikið var ég lánsöm að fá leigt her- bergi hjá henni á Flókagötunni fyrir rúmum 40 árum, þegar ég byrjaði að vinna í Reykjavík. Maggý dóttir hennar hafði verið mörg sumur í sveit, sem kallað var, á Búrfelli hjá foreldrum mínum svo það var auð- sótt mál að fá leigt hjá Auju. Mér var ekki í kot vísað því það var meira en herbergið sem hlotnaðist, oft og iðu- lega var mér boðið í kvöldverð og ánægjulegt spjall á eftir. Ógleyman- leg eru og morgunverðarhlaðborðin sem ég varð einnig að taka toll af, smurt brauð, ávextir, ostar og fleira. Þetta var Auja allt búin að útbúa fyr- ir börnin sín áður en hún fór eld- snemma til vinnu. Auja var ætíð mik- il morgunmanneskja. Þetta voru góð ár á Flókagötunni. Ég kynntist mín- um manni, Sigvalda, og Auja sínum seinni manni, Guðmundi, á þessum tíma. Þannig að húsið á Flókagötu „nötraði“ af ást, eins og Ásta, systir Auju, komst svo skemmtilega að orði einhvern tímann. Mér hefur alltaf þótt vænt um að eiga þátt í þeirra fyrstu kynnum, Auju og Guðmund- ar. Ég bauð Auju með mér á þorra- blót í Grímsnesinu ’64 og þar hittust þau fyrst. Varð það ást við fyrstu sýn, enda stigu þau lífsdansinn sam- an eftir það. Þegar ég minnist Auju minnar kemur fyrst upp í hugann sérstakt fas og glæsileiki, glettni, snyrti- mennska og frábær matargerð. Þannig vil ég muna Auju. Við Sigvaldi og börnin okkar þökkum allar samverustundirnar á liðnum áratugum. Guðmundi, Maggý, Birni og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Ragnheiður Pálsdóttir. Auja föðursystir mín var tíunda barn ömmu og afa, en börn þeirra voru 13 talsins. Foreldrar mínir bjuggu fyrstu tvö hjúskaparárin hjá ömmu og afa á Sólvallagötunni. Það var á árunum 1940-42, um það bil. Mamma hefur oft sagt mér frá þessu fjölmenna heimili á Sólvallagötu, þar sem sífellt var mikið um að vera. Hún hefur oft talað um Auju frænku og dugnaðinn í henni að strauja alltaf allar skyrturnar af bræðrum sínum sem líklega hafa verið fimm eða sex til heimilis á þeim tíma. Við Auja unnum saman í Morgunblaðshúsinu í átta ár, hún hjá Mogganum en ég í Vesturveri. Ég var alla tíð mjög hreykin af því að hún væri frænka mín, þar sem hún var alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Og ekki má gleyma hversu flott hún var og alltaf allt í stíl! Þegar Auja og Anton slitu sam- vistum flutti amma til hennar á Flókagötuna. Mikið sem mér þótti það gaman að geta heimsótt þær svona báðar í einu. Elsku Guðmundur, Magnea, Björn og fjölskyldur ykkar, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Kveðja. Björg frænka. Fallin er frá okkar kæra vinkona og fyrrum samstarfskona, Auðbjörg Björnsdóttir, sem við störfuðum með í áratugi. Við vorum ungar að árum þegar við kynntumst henni og má segja að hún hafi alið okkur upp að mörgu leyti. Auðbjörg var stórbrotin persóna og skemmtileg og vildi hafa líflegt í kringum sig. Hún var forkur til vinnu og fyrst og fremst hafði hún hag Morgun- blaðsins í huga. Þeir voru ófáir blað- berarnir sem hún réð í vinnu og vit- um við að margir minnast hennar með hlýju. Við erum henni þakklátar fyrir mörg góð ráð og ábendingar sem hún miðlaði okkur af reynslu sinni. Auðbjörg var glaðvær og góð kona sem við söknum nú við leiðar- lok. Við áttum margar ánægjustund- ir með henni og Guðmundi manni hennar á þeirra fallega heimili á Flókagötunni. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Auðbjörg var mikil húsmóðir og gerði góðan mat. Voru boðin í „bláu stofunni“ oft glæsileg. Við kveðjum Auðbjörgu með sökn- uði og þökkum henni fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Kæri Guðmundur, Magnea, Björn og fjölskyldur, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Auðbjargar okkar. Erla, Brynja og Ragna. Auðbjörg Björnsdóttir er látin. Hún var ávallt kát og glöð og mikil vinkona mín, allt frá því er ég réðst til Morgunblaðsins fyrir nærri 50 ár- um, er ég var kynntur fyrir henni, þar sem hún starfaði í afgreiðslu blaðsins í Aðalstræti 6. Hún var í senn sönn Morgunblaðsmanneskja og góður vinur. Við Bryndís heimsóttum hana þar sem hún dvaldist síðustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði og það var eins og við manninn mælt, um leið og við hittumst varð fagnaðarfundur. Hún bjó þar með manni sínum, Guð- mundi Benediktssyni, og lét vel af dvölinni. Ég og kona mín, Bryndís, viljum færa Guðmundi svo og börn- um hennar tveimur hugheilar sam- úðarkveðjur og biðjum góðan guð að varðveita minningu góðrar og glað- værrar konu. Guð blessi minningu Auðbjargar Björnsdóttur. Magnús Finnsson. ✝ Helgi Sigurðs-son fæddist á Brautarhóli á Sval- barðsströnd 2. des- ember 1933. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri 18. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Vilhjálmsson frá Dálksstöðum á Sval- barðsströnd, f. 7. febrúar 1901, d. 12. október 1953, og Sigurlaug María Jónsdóttir, f. í Krosshúsum á Flat- ey á Skjálfanda 9. desember 1900, d. 15. apríl 1991. Systkini Helga eru: Vilhjálmur, f. 1926, d. 1993, Halldóra Jóhanna, f. 1927, d. 1997, og Jón Björn, f. 1934. Helgi kvæntist 29. desember 1955 Margréti Jóhannsdóttur frá Neðri Bæ á Flatey á Skjálfanda, f. 2. október 1937. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jóhann, f. 1956, synir hans og Elsu Valdi- marsdóttur eru Valdimar, f. 1978, og Helgi, f. 1979. Dætur hans og Lauf- eyjar Kristjánsdótt- ur eru Margrét, f. 1990, og Helga, f. 1992. 2) Sigríður, f. 1957, maki Hringur Hreinsson, synir þeirra Hreinn, f. 1974, og Haraldur Logi, f. 1980. 3) Sig- urlína, f. 1963, maki Baldvin Sveinsson, börn þeirra eru Grétar, f. 1980, Íris, f. 1984, og Ævar, f. 1992. 4) Hrefna María. 5) Reimar, f. 1968, sambýliskona A. Bryndís Jóhannesdóttir, dætur hans og Sigríðar Þórólfsdóttur eru Katrín, f. 1991, og Kristín Fanney, f. 1994. Langafabörn Helga eru fimm. Helgi stundaði alla tíð búskap á Brautarhóli á Svalbarðsströnd, auk þess sem hann vann ýmsa aðra vinnu með búskapnum. Útför Helga verður gerð frá Svalbarðsstrandarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég fór 14–15 ára í kartöfluupptekt á Brautarhóli, þá var Gréta systir eitthvað að skjóta sér í stráknum á bænum. Nei, það gengur aldrei, hugs- aði ég og fleiri voru á sömu skoðun, hann sveitastrákur, hún bæjarstelpa sem ekkert vissi um búskap. En ann- að kom á daginn og í fyrra áttu þau gullbrúðkaupsafmæli. Þau voru með blandaðan búskap og kartöflurækt til margra ára og stóðu saman og studdu hvort annað. Þau eignuðust fimm börn: Jóhann, Sigríði, Sigurlínu, Hrefnu og Reimar sem öll ólust upp á Brautarhóli við mikið ástríki og fóru snemma að taka til hendi og hjálpa foreldrum sínum. Þegar Helgi og Gréta voru orðin ein eftir heima fóru þau að ferðast til útlanda og höfðu bæði yndi af. Er okkur Einari mjög minnisstæð ferðin ykkar „óvænta“ til Portúgals, mikið var gaman þar. Hin síðari ár voru Helga mjög erfið. Langvarandi veikindi settu mark sitt á hann en alltaf hafði hann brenn- andi áhuga á öllu sem viðkom fjöl- skyldu sinni og lengi vel gat hann fylgst með fótboltanum í sjónvarpinu. Það má segja um Helga að hann fór hljóðlega í gegn um lífið, aldrei hávaði né læti í kring um hann nema þegar hópurinn hans kom saman, þá var nú líf og fjör. Síðustu árin dvaldi Helgi á Hjúkr- unarheimilinu Seli og var afskaplega vel hugsað um hann þar. Elsku Gréta mín, þú hefur staðið eins og klettur við hlið Helga og vak- að yfir velferð hans. Börnin ykkar, tengdabörn og barnabörn hafa líka stutt vel við bakið á ykkur. Það er stór hópur sem nú á um sárt að binda en minningin um góðan mann lifir í hjarta ykkar. Við megum gráta þegar einhver deyr, en sorgin er eins og þungur steinn, og ef allir á jörðinni bera alltaf svona þungan stein, verða allir daprir, en enginn glaður lengur. Þess vegna skulum við losa okkur við steininn, en bjarmann skulum við alltaf geyma í hjarta okkar, því í bjarmanum eru minningarnar um þann sem dó. (Alda Friðný Áskelsdóttir.) Helgi minn, Guð geymi þig. María og Einar. Mig langar með örfáum orðum að minnast afa míns, Helga Sigurðsson- ar. Afi minn var skemmtilegur og uppáfinningasamur maður. Ég var svo heppinn að fá að vera mikið með honum sem barn. Allt sem ég gerði með honum fannst mér ánægjulegt, hvort sem það var að taka upp kart- öflur, ná í kindur upp á tún eða gera við girðingar með öllum þeim mögu- legu og ómögulegu verkfærum sem tiltæk voru. Afi lét okkur strákunum líða eins og við værum jafningjar hans og treysti okkur til flestra verka. Sem jafningjar vorum við auðvitað ákaf- lega ábyrgir og eitt sinn þegar afi keyrði traktorinn upp á tún með okk- ur aftan á og leit út fyrir að vera sof- andi reyndum við allt hvað við gátum til að vekja hann. En ekki vaknaði afi, ekki nema ná- kvæmlega þegar hann þurfti að beygja eða keyra í gegnum hlið. Við vorum auðvitað ótrúlega hissa á hvað það var heppilegt að hann skyldi vakna akkúrat á réttu augnablikun- um. Okkur fannst hann snillingur að geta keyrt svona sofandi. En hann var ekki bara snillingur heldur líka ofurmenni. Ég furðaði mig oft á því hvernig hann gat tekið allavega hundrað sinn- um stærri heytuggur í garðana en við strákarnir. Mér var svo nýlega bent á að hann hefði verið meira en helmingi stærri en við. Það breytti hins vegar engu um trú mína á snillinginn og ofurmennið hann afa minn. Afi minn hafði mikil og jákvæð áhrif á líf mitt og ég hefði óskað þess að hann og dóttir mín, Elsa Sóllilja, hefðu getað kynnst betur. Ég er fullviss um að þau hefðu náð vel saman. Hvíldu í friði, afi minn, ég mun segja Elsu Sóllilju sögurnar okkar og þær sögur sem hún hefði upplifað með þér. Þinn Valdimar. HELGI SIGURÐSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.