Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 47
MINNINGAR
Hreppstjóri var hann skipaður
1973 og gegndi því starfi eins og ald-
ursregla leyfði.
Alllengi var hann forðagæslumað-
ur í vesturhluta sveitarinnar. Á
sama tíma einnig í stjórn Nautgripa-
ræktarfélags Ölfushrepps.
Hann var lengi fulltrúi Ölfusinga
á aðalfundum Búnaðarsambands
Suðurlands. Ennfremur lengi deild-
arstjóri í Ölfusdeild Mjólkurbús
Flóamanna og fulltrúi á aðalfundum
þess. Í framhaldi af þeim fundum
var hann einn af níu fulltrúum Sunn-
lendinga í fulltrúaráði Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík. Frá 1981 átti
hann sæti í varastjórn MBF og sat
þar fundi.
Upp úr 1970 fór Ölfushreppur al-
varlega að leita fyrir sér um mögu-
leika á borun eftir heitu vatni fyrir
Þorlákshöfn og nágrenni. Orku-
stofnun hafði þá byrjað viðnáms-
mælingar í Ölfusi.
Mest beindist athyglin að Litla-
landi, sex km ofan við Þorlákshöfn.
Fljótlega eignaðist sveitarfélagið öll
vatnsréttindi í landi jarðarinnar og
um svipað leyti kom borinn Jötunn
til landsins og réðust mál þannig, að
á Litlalandi var boruð fyrsta holan
hérlendis með Jötni og var það til-
raunahola (yfir 2.000 metra djúp)
sem reyndar misheppnaðist. Var því
ráðið frá því að næst yrði boruð önn-
ur hola þar.
Jarðhitadeild Orkustofnunar gat
bent á nýja möguleika í jarðhitaleit.
Á svæðinu frá Hrauni að Núpum gat
vel komið til greina að bora. Þetta
vissu bændur og sýndu áhuga á máli
þessu.
Ákvað hreppsnefnd Ölfushrepps
að gefa bændum kost á frumsamn-
ingi um borun.
Var sá frumsamningur búinn til
og á einni kvöldstund höfðu allir
bændur á þessu svæði skrifað undir.
Næsta skref var að Orkustofnun
segði til um hvar skyldi bora og var
bent á ákveðinn stað. Því næst var
að gera nánari samning við viðkom-
andi bónda byggðan á frumsamn-
ingi. Ekki náðist að gera hann.
Orkustofnun benti á annan stað,
eigi langt frá þeim fyrri, en í landi
Bakka II. Hreppsnefndin bauð Eng-
ilbert samning byggðan á frum-
samningi. Samþykkti hann það at-
hugasemdalaust. Var síðan borað í
landi Bakka með glæsilegum ár-
angri.
Lífsförunautur Engilberts var
Ragnheiður Jóhannsdóttir. Eitt af
aðalsmerkjum þeirra hjóna var
gestrisni og er þáttur eiginkonunnar
eigi undanskilinn. Þar gilti einu
hvort „háa eða lága“ bar að garði,
heimilið var jafnt öllum opið með
höfðinglegri gestrisni.
Þá tóku þau hjón oft til lengri eða
skemmri tíma börn eða unglinga
sem vantaði skjól og umhyggju í til-
veru sinni.
Engilbert og Ragnheiður eignuð-
ust þrjár dætur.
Lífsviðurværi heimilisins var
blandað bú. Eiginkonan gekk til bú-
starfa til jafns við eiginmanninn og
búnaðist þeim vel.
Ragnheiður lést árið 1998.
Sveitarhöfðingi hefur kvatt.
Engilbert var ætíð sannur sam-
vinnu- og félagsmálamaður. Hann
var áheyrilegur fundarmaður, sem
setti fram mál sitt á skýran og sann-
gjarnan hátt allt til loka.
Engilbert var sæmdur riddara-
krossi fyrir félagsmálastörf árið
1994.
Þeirri viðurkenningu hampaði
hann hvorki í orði né sjón.
Við Edda þökkum sæmdarhjón-
unum Engilbert og Ragnheiði sér-
lega góð kynni.
Samúðarkveðjur.
Svanur Kristjánsson.
Engilbert á Bakka í Ölfusi er
genginn á vit feðra sinna. Með hon-
um er genginn eftirminnilegur sam-
ferðamaður sem setti svipmót á
samtíð sína. Ég minnist þess hversu
mér þótti Engilbert áhugaverður
maður, þegar ég fór sem strákur úr
næstu sveit að veita honum athygli á
mannamótum.
Sem ungur maður mótaðist Eng-
ilbert og óx upp í þeim hugsjónaeldi
sem einkenndi svo marga bændur
og Íslendinga um og fyrir miðja síð-
ustu öld. Þeir sáu ný tækifæri í
menntun alþýðunnar og samtaka-
mætti fjöldans í gegnum samvinnu
og nýja vélaöld sem þá fór í hönd.
Ungur skipaðist hann í sveit þeirra
manna sem vildu rjúfa kyrrstöðu og
aldagamla búskaparhætti. Hann
valdist til forystustarfa í sinni sveit,
sat í hreppsnefnd og var hreppstjóri
lengi. Hann sat í sýslunefnd og lagði
alls staðar gott til málanna. Hann
var hrókur alls fagnaðar og vin-
margur hvar sem hann kom að mál-
um; var mikill félagshyggju- og sam-
vinnumaður, sem stóð fast að hinum
miklu félagshreyfingum Sunnlend-
inga, Kaupfélaginu og Mjólkur-
búinu. Ef til átaka kom á fundum
var hann fastur fyrir og lét til sín
taka.
Hann var vel máli farinn og talaði
kjarnyrta íslensku og sópaði oft að
honum í rökræðu, vel undirbúinn og
kunni vel að léttleiki og glettni
hjálpar oft málstaðnum. Það sópaði
því oft að karli í ræðustól og honum
fylgdi gustur geðs og gríðar þokki.
Sem bóndi var Engilbert ötull og
þau hjón samhent um öll framfara-
mál búsins að Bakka. Ég minnist
þess þegar hin mikla orka, jarðhit-
inn, var virkjaður á jörð hans, þá
sýndi hann best sitt hugarfar til
sveitunga sinna og vaxandi byggðar
í Þorlákshöfn. Þá var gerður milli
hans og sveitarfélagsins tímamóta-
samningur um nýtingu jarðhitans
fyrir íbúa Þorlákshafnar ekki síst og
sá samningur varð mörgum öðrum
fyrirmynd við svipaðar aðstæður.
Félagshyggja var þeim hjónum í
blóð borin og þau vildu að samfélag-
ið í Ölfusinu nyti góðs af þessari
nýju auðlind jarðarinnar. Það er
engin spurning að jarðhitinn á
Bakka breytti miklu fyrir íbúa Þor-
lákshafnar og Ölfusið í heild. Hann
horfði síðan til nýrra tækifæra á bú-
jörð sinni, svo sem fiskeldis sem þar
festi rætur og þar hefur Orkuveita
Reykjavíkur nú hafið risarækjueldi.
Engilbert var glaðvær maður og
stefnufastur í lífinu, trölltryggur
vinum sínum og það var hverjum
manni eftirminnilegt að sækja hann
heim á höfuðbólið og njóta gestrisni
þeirra hjóna. Þar skorti aldrei um-
ræðuefni um landsins gagn og gæði.
Ungu fólki var hann hlýr og talaði
við alla sem jafningja, kynslóðabil
var ekki til í hans orðabók. Ég átti
hann að sem samherja og vin. Hann
lá aldrei á skoðun sinni eða afstöðu,
var umhugað um framfarir alls
landsins og að allir þegnar þjóð-
félagsins byggju við gott og batn-
andi hlutskipti.
Hin síðari ár dvaldi Engilbert á
hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar-
vogi. Þar eignaðist hann góða vini,
en hugurinn var heima í Ölfusinu.
Fyrir nokkru heimsótti ég hann og
fór vel á með okkur. Við ræddum um
þjóðfélagið, flokkinn okkar og sveit-
ina kæru. Hann skenkti lífsins vatni
í glös og við ræddum rök tilverunnar
og áttum glaða stund saman eins og
svo oft áður en um leið okkar síðustu
samverustund.
Nú er sól hnigin til viðar og höfð-
inginn heldur á ný heim til að hvílast
í þeirri mold sem hann unni svo
heitt. Í svipinn finnst manni eins og
skuggi falli af fjallinu hans yfir
sveitina, slíkur er söknuður við frá-
fall samferðamanns. En það er birta
yfir lífi og starfi Engilberts og svo
margt sem hann skilur eftir í minn-
ingunni, sem mun gleðja okkur vini
hans.
Ungur má en gamall skal, segir
lögmálið, því er hann kvaddur með
virðingu og þökk. Fjölskyldu hans
og ástvinum sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Guðni Ágústsson.
Í dag kveðjum við höfðingjann
Engilbert Hannesson.
Engilbert var sannur sveitarhöfð-
ingi, ávallt hress, drífandi og fullur
lífsgleði. Stutt saga varpar vel ljósi á
hve skjótráður og fylginn sér Berti
var.
Fyrir hartnær þrjátíu árum er
undirritaður var nýtekinn við starfi
sveitarstjóra, kom upp sú staða að
skynsamlegt þætti að Ræktunar-
félagið í Ölfusi og hreppurinn legðu
saman krafta sína og stæðu sameig-
inlega að kaupum á vélgröfu. Það
kom í hlut okkar Berta að ganga í
málið. Við skelltum okkur í bæinn
og stormuðum upp í Véladeild SÍS,
en þegar til átti að taka var vélin
ekki klár og Berti sagði að vélar-
lausir færum við ekki heim. Nú var
úr vöndu að ráða, en við höfðum haft
spurnir af því að nýr aðili væri far-
inn að flytja inn gröfur og því var
brunað þangað. Vélin var til og við
gátum fengið hana afhenta strax, ef
við borguðum ákveðna fjárhæð.
Á þessum árum voru bankavið-
skipti með öðrum hætti en í dag og
þar sem við vorum ekki með nægj-
anlegt handbært fé á okkur, þurfti
að leita nýrra leiða, því vélarlausir
færum við ekki heim. En í þá daga
sem í dag vissum við að trygginga-
fyrirtækin ættu yfirleitt fé á lausu,
svo við stormuðum á fund forstjóra
hjá ákveðnu tryggingafélagi og bár-
um upp erindi okkar. Málið fékk já-
kvæða afgreiðslu og stuttu síðar
vorum við komnir með tékkann í
hendurnar. En okkur fannst af og
frá að framvísa tékkanum frá þessu
ágæta tryggingafyrirtæki, svo hon-
um var skipt í reiðufé og mér er enn
minnistæður sá svipur, er kom á
framkvæmdastjóra vélasölunnar, er
við opnuðum töskuna og við blasti
full taska af peningaseðlum. Og
heim fórum við með eina fyrstu
Case-gröfu landsins.
Berti var einn af þeim er gekk
fram fyrir skjöldu er leit að heitu
vatni fyrir Þorlákshöfn, stóð yfir. Og
svo fór að borað var í hans landi og
mikið vatn fékkst upp. Öll sú saga
og samvinna við heiðurshjónin á
Bakka, þau Ragnheiði og Engilbert,
var einkar ánægjuleg og verður
seint þakkað þeirra framlag og við-
horf til málsins.
Að sækja þau hjón heim var eins
og að sækja sanna sveitarhöfðingja
heim, mikill rausnarskapur og höfð-
ingsbragur yfir þeim hjónum.
Ég sé Berta enn fyrir mér, djarf-
an í bragði, sveifla hendinni og drífa
í hlutunum, því vélarlausir förum við
ekki heim.
Blessuð sé minning heiðurs-
hjónanna á Bakka.
Þorsteinn Garðarsson.
Fáein orð til að minnast, þakka og
kveðja langtíma góðvin, nágranna
og búhöld í Ölfusinu.
Hann var sannur, áreiðanlegur og
traustur í öllu eins og hann var sjálf-
ur þéttur og traustur að vallarsýn,
fastur fyrir og ákveðinn í skoðunum,
jafnframt þó opinn til umræðna,
fjöllesinn og fróður – allt skyldi rétt
fyrir honum.
Kynni okkar urðu þó nánari á því
sviði að systir hans, Jóna, sem í dag
kveður bróður sinn, söng mörg ár
undir stjórn okkar hjónanna í
Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsókna. Ekkert sameinar
fólk á slíkan hátt sem söngurinn, og
með honum kynntist ég allri fjöl-
skyldunni náið, kostum hennar og
manngöfgi.
Tíður gestur var ég á heimili
þeirra Eddu, jafnan við rausnarmót-
tökur. Og sætti ég lagi að sækja þau
heim um mjaltatímann til þess að fá
mér spenvolga nýmjólk, þennan
ljúfa drykk, sem ég ólst upp við.
Þetta þótti búhöldinum einstakt er-
indi, góð viðurkenning við heima-
framleiðsluna og gerðum við okkur
oft gaman af.
Síðustu árin var hann svo ná-
granni minn hér í Grafarvoginum,
og gafst þá tækifæri til að hittast.
Í samræðum okkar hneigði hann
talið oft að óþarfasóun verðmæta,
bar hag lands og þjóðar jafnan fyrir
brjósti og var þannig sannur Íslend-
ingur.
En nú er hann farinn og ég blessa
minningu hans.
Kæra Jóna og stórfjölskyldan öll.
Við Sólveig sendum ykkur hlýjar
samúðar- og vinarkveðju. Guð blessi
ykkur.
Jón Hjörleifur Jónsson.
Einna atkvæðamesti höfðingi Ölf-
usinga á síðastliðinni öld, Engilbert
Hannesson, er fallinn í valinn nærri
níutíu ára eftir starfsama ævi að
mikilvægum félagsmálum fyrir sveit
sína og aukna fjölbreytni í atvinnu-
háttum í sveitinni.
Ölfusið er sennilega sú sveit á
Suðurlandi sem bjargarskortur hef-
ur varla orðið, þó að harðindi, gras-
brestur og fjárfellir gerðu víða
næstum ólíft mönnum og skepnum.
Það var þetta einstaka starengi, Ölf-
usforirnar í skjóli fyrir norðan
áhlaupum og ábornar af flóðum úr
Ölfusá, sem skapað hafa þetta næst-
um óbrigðula starengi, sem varla
hefur átt sinn líka annars staðar á
landinu.
Þessi mikla gróska og sérstaka
starengi kölluðu á duglegt fólk til að
setjast að við þessi árvissu slægju-
lönd og tiltölulega örugga heyskap-
armöguleika, og því hafa allt frá
landnámsöld miklir höfðingjar og
valdsmenn flust í Ölfus og orðið þar
margir öflugir sveitarhöfðingjar.
Þannig var Skafti Þóroddsson á
Hjalla lögsögumaður lengur en
nokkur annar Íslendingur, eða í 26
ár á elleftu öldinni og á Sturlunga-
öldinni bjuggu um skeið í Ölfusinu
þeir Tumi Sighvatsson í Arnarbæli
og Gissur Þorvaldsson á Reykjum
og einnig Snorri Sturluson svo
nokkrir stórhöfðingjar séu nefndir.
Þegar ég hóf störf sem ráðunaut-
ur á Suðurlandi í ársbyrjun 1946 var
mér falið af stjórn Nautgriparækt-
arsambands Flóa og Ölfuss, að
ferðast um Ölfusið og athuga hvort
ekki væri hægt að fá almennari þátt-
töku í skýrsluhaldinu þar en tekist
hafði fram að því. Ég leitaði fyrst
aðstoðar hjá hinum merka stór-
bónda Guðjóni A. Sigurðssyni í
Gufudal, en hann taldi ráðlegast að
leita aðstoðar hjá ungum búfræðingi
sem hefði lokið prófi í búfræði á
Hvanneyri vorið áður, Engilbert
Hannessyni á Bakka, en hann hefði
hafið þar búskap eftir föður sinn
Hannes Guðmundsson og væri með
efnilegustu ungum bændum í sveit-
inni og kvæntur Ragnheiði Jóhanns-
dóttur frá Núpum.
Ég fór að ráðum Guðjóns og fór út
að Bakka og kom þar þegar ungu
hjónin voru að ljúka fjósaverkunum,
og eftir að ég hafði kynnt mig og er-
indi mitt til Engilberts, sem var eft-
irfarandi, að hann aðstoðaði mig við
að fá sem flesta þeirra bænda, sem
héldu ekki mjólkurskýrslur um kýr
sínar, til að hefja það um næstu ára-
mót í þeim tilgangi að fá meiri mjólk
fyrir sama tilkostnað, eða aukinn
arð af mjólkurframleiðslunni að frá-
dregnum tilkostnaði.
Ég fann það fljótt, að ég hafði
fengið góðan liðsmann mér til hjálp-
ar, þar sem Engilbert var, þar sem
hann hafði brennandi áhuga á þessu
málefni, og svo var hann mjög
áhuga- og traustvekjandi og ljúfur í
viðmóti og hið mesta prúðmenni.
Við eyddum nokkrum dögum í
þessar húsvitjanir í Ölfusi og alls
staðar sáum við eitthvað sem mátti
bæta til þess að auka arð búanna og
við hrifumst oft með þegar við fund-
um að við værum þarna orðnir þátt-
takendur í þeirri nýsköpun, sem leit-
ast var við að koma af stað í sveitum
landsins á þessum árum.
Ég var fyrstu 25 árin af starfs-
tíma mínum nautgriparæktarráðu-
nautur á Suðurlandi, en þá breyttist
minn verkahringur nokkuð, en alla
tíð meðan ég var ráðunautur hafði
ég nokkur afskipti af nautgripa-
ræktinni.
Ég gerði athugun á því, að þess-
um 25 árum loknum, hvaða breyt-
ingar hefðu orðið á kúastofninum á
þessu tímabili og mér varð hverft
við þegar í ljós kom að við lok þessa
tímabils mjólkaði meðalkýrin sem
næst tvöfalt á við það sem þær
mjólkuðu í upphafi tímabilsins.
Á góðri stund minntist ég ein-
hvern tíma á það við Engilbert hví-
líkur árangur hefði orðið af starfi
okkar við upphaf þessa tímabils.
„Heyrðu nú,“ mælti þá Engilbert.
„Mér fannst þetta verkefni vera
bara skemmtiferð og einhver
skemmtilegasta vinna sem ég hef
unnið við í búskapnum.“ Já, þessar
miklu framfarir voru árangur mark-
vissra vinnubragða samstiga
bændastéttar og ráðunauta sem á
þessum árum voru að breyta bú-
skaparlaginu með nýrri tækni og
nýjum vinnubrögðum og sú þróun er
óstöðvandi og síst of hröð, því enn
eru laun sveitafólksins of smátt
skorin og verða að batna sem fyrst.
Samstarf okkar Engilberts er nú
orðið langt og ekki tök á því að telja
það upp hér í smáatriðum. En smátt
og smátt færðust fleiri og fleiri for-
ystustörf á herðar Engilberts í bún-
aðarfélagsskapnum og félagsmálum
sveitarinnar. Ég man eftir því á
sýslufundunum, sem við Engilbert
sátum saman, hvað Engilbert barð-
ist alltaf ótæpilega fyrir hinu og
öðru framlagi til Þorlákshafnar og
fannst mér hann vera sverð þessa
nýja þéttbýlis og skjöldur og veit ég
að Engilberts verður lengi minnst
sem eins besta vinar Þorlákshafnar
og hann skildi betur en margir aðrir
hið mikla hlutverk sem bíður Þor-
lákshafnar sem aðalhafnar Suður-
lands.
Engilbert Hannesson var mörg-
um mjög góðum gáfum gæddur og
nú þegar hann hverfur okkur sjón-
um um stund verður hans mjög
saknað af hans mörgu samstarfs-
mönnum og stóru fjölskyldu.
Ég hef átt mjög langt og náið
samstarf við Engilbert í að minnsta
kosti 60 ár og fullyrði að hann hefur
öll þessi ár verið einn af mínum
bestu vinum, glaður og skemmtileg-
ur samstarfsmaður og eftirminnileg-
ur sveitarhöfðingi hér í Ölfusi og
verður lengi minnst sem slíks.
Ég votta vinum og vandamönnum
einlæga samúð við fráfall þessa góða
og skemmtilega drengs.
Hjalti Gestsson.
Silungsveiði í Varmánni, anda-
veiði á skurðum eða gæsaveiði á tún-
unum á Bakka sem þakkað var fyrir
með því að aðstoða við heyskap.
Líklega hefur upphafið verið ein-
hvern veginn svona. Upphafið að
margra ára vinskap okkar við heið-
ursbóndann og mannvininn Engil-
bert Hannesson á Bakka. Við mun-
um ekki alveg hvernig það byrjaði,
enda skiptir það ekki máli. Þétt
handabönd, rembingskossar og
skemmtilegar spjallstundir hafa
verið margar síðan; á mannamótum,
eftir messur að Hjalla, við eldhús-
borðið hjá okkur á Reykjabrautinni
en þó oftast í stofunni á Bakka.
Spjall um allt milli himins og jarðar
en gjarnan um landsmálin, málefni
sveitarfélagsins okkar, pólitík, en
síðast en ekki síst um fólk.
Engilbert hafði skoðanir á flest-
um hlutum, rökstuddi þær af festu
og var hvergi hvikað. Hann hafði
líka endalausan áhuga á fólki, þekkti
ótal marga og þótti ekki verra þegar
uppgötvuðust vináttu- eða ættar-
tengsl sem hann ekki hafði vitað um
áður.
Alla slíka hluti mundi hann vel.
Einnig margar skemmtilegar sögur
af Búnaðarþingum, úr smala-
mennskum, af stjórnmálafundum
eða öðrum þeim mannamótum sem
hann var kallaður til í gegnum tíðina
enda félagsmálamaður af bestu
gerð.
Það var Engilbert þungbært þeg-
ar hans góða kona, Ragnheiður Jó-
hannsdóttir, veiktist og lést árið
1998. Hún var hans stoð og stytta í
búskapnum, bakhjarl í félagsmála-
störfum hans og húsmóðir af Guðs
náð á heimili þeirra á Bakka. Heim-
ilið á Bakka var Engilbert griða-
staður, Edda og dæturnar voru hon-
um lífið sjálft. Af stolti og kærleika
talaði hann ávallt um þessar fjórar
konur og reyndar um afkomendur
sína alla, sem hafa reynst honum
sérlega vel, einkum á seinni árum
þegar heilsunni hrakaði.
Að leiðarlokum viljum við þakka
einlæga vináttu við okkur. Hlýjar
kveðjur á tímamótum, kaffibolla,
koníaksdreitil eða sérrítár (sem
aldrei var skorið við nögl!), sam-
verustundir sem gerðu okkur ríkari.
Við þökkum líka einstök elskuleg-
heit við börnin okkar frá fyrstu tíð,
umhyggju sem við vorum svo heppin
að njóta þótt við værum algjörlega
vandalaus og ekki einu sinni fram-
sóknarmenn eða innfæddir Ölfus-
ingar! En þannig var Engilbert
Hannesson. Gerði ekki mannamun
og veitti vel af manngæsku og
hjartahlýju.
Systrunum frá Bakka og fjöl-
skyldum þeirra sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur og kveðjum ald-
inn höfðingja með virðingu og þökk.
Sigþrúður og Sigurður Örn,
Þorlákshöfn.