Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorkell Nikulás-son fæddist hinn
8. ágúst 1922. Hann
lést á Landspítala í
Fossvogi 19. júní
síðastliðinn.
Foreldrar Þor-
kels voru Helga Júl-
ía Sveinsdóttir og
Nikulás Torfason
frá Söndu á Stokks-
eyri. Eftirlifandi
systir Þorkels er
Matthildur, en látin
eru Guðrún, Ingi-
björg, Torfi, Sigríð-
ur og Bjarni.
Þorkell kvæntist Hólmfríði V.
Kristjánsdóttur hinn 30. október
1943. Þau byggðu og bjuggu
lengst af í Vesturbrún 8 í Reykja-
vík. Þorkell og Hólmfríður eign-
uðust fimm börn. Þau eru 1)
Helga, f. 1941, maki
Andrés Þóðarsson.
2) Kristján, f. 1943,
maki Sigurdís Sig-
urðardóttir. 3) Guð-
mundur, f. 1946,
maki Kristjana Stef-
ánsdóttir. 4) Guðríð-
ur, f. 1954, maki
Guðmann M. Héð-
insson. 5) Viðar, f.
1963, maki Sigríður
S. Þorsteinsdóttir.
Afabörnin eru 13 og
langafabörnin 16.
Þorkell var fisk-
sali í Reykjavík í 56 ár. Fyrst á
Baldursgötunni og síðan í 36 ár á
Brekkulæk 3. Hann vann mikið að
félagsstörfum fyir Fisksalafélag
Reykjavíkur. Útför Þorkels verð-
ur gerð frá Laugarneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Nú ert þú horfinn á braut, afi
Keli, eins og við kölluðum þig alltaf
í fjölskyldunni í Haukalind 4. Okk-
ar fyrstu kynni voru 1981, en þá
kom ég inn í fjölskylduna á Vest-
urbrún 8. Ég man alltaf í fyrsta
skipti sem ég hitti þig, en það var á
sólbjörtum degi og þú varst að
„dytta að“ húsinu þínu að Vest-
urbrún. Þú komst á móti mér eitt
sólskinsbros og hlýlegri móttökur
hefði ekki verið hægt að fá, en þær
áttu eftir að marka öll okkar kynni.
Afi Keli var fisksali í húð og hár.
Það var mikill metnaður fyrir
verslunarrekstrinum, sem ég fékk
af góðu að kynnast þegar við Viðar
tókum að okkur fiskbúðina á sumr-
in, á námsárum okkar, og var það
mjög góð lífsreynsla fyrir okkur.
Þó fannst mér skemmtilegast af
öllu um jólin þegar við vorum í
skötusölunni upp fyrir haus. Mér
þótti alltaf svo gott að vinna með
þér og spjalla um allt milli himins
og jarðar þegar tími vannst til.
Alltaf var sama hvað við Viðar
vorum að bralla í lífinu, hvort það
tengdist námi eða „byggingar-
stússi“ alltaf varst þú boðinn og
búinn að leggja okkur lið í ein-
hverri mynd. Þú varst frábærlega
lífsglaður og mikill húmoristi og
alltaf tilbúinn að sjá broslegu hlið-
arnar á málunum.
Ég og fjölskylda mín söknum
þess sárt og innilega að hafa þig
ekki lengur hjá okkur, og Fríða
mín, vonandi getum við að ein-
hverju leyti bætt þér upp einsemd-
ina sem kemur yfir þig þegar svo
stór hluti af þér hverfur á braut,
því samrýmdari hjón hef ég varla
þekkt.
Takk fyrir samfylgdina.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Svava Þorsteinsdóttir.
Keli tengdafaðir minn er látinn
og það er mikil eftirsjá að þessum
góða og skemmtilega manni. Ég
var ungur að árum er ég kom inn í
fjölskylduna, allslaus strákur að
sunnan, en mér var vel tekið. Þeg-
ar ég útskrifaðist sem húsgagna-
smiður kom Keli með fulla verkfæ-
rakistu af verkfærum og sagði að
smiðir yrðu að eiga verkfæri. Það
voru fyrstu tólin sem ég eignaðist.
Svona gerðist þetta oft hjá Kela, ef
honum fannst einhvern í fjölskyld-
unni vanta eitthvað, þá var því
bara bjargað.
Keli var vel þekktur fisksali og
mikill kaupmaður. Hann var lítið
fyrir pappírsviðskipti, ávísanir og
víxlar voru ekki hans gjaldmiðill
heldur beinharðir peningar, alltaf
með úttroðið veski og greiddi allt
út í hönd. Hann var þess vegna
vinsæll kúnni hjá trillukörlunum
þegar misgóðar ávísanir voru al-
gengar. Afabörnin voru fljót að
taka eftir þessu – afi Keli átti alltaf
fullt af peningum og þær voru ófá-
ar krónurnar sem hann laumaði í
litlar lúkur. Hann vildi hafa fasta
reglu á lífinu, nýr fiskur í hádeg-
inu, Mogginn og klukkutíma lúr
eftir matinn en helgin var slæm ef
Framararnir töpuðu í boltanum.
Hann var mikið jólabarn, hafði un-
un af að skreyta og gerði fallegar
jólaskreytingar og gróðinn af Þor-
láksmessuskötunni fór í veglegar
gjafir handa fjölskyldunni um jólin.
Keli hafði mjög gaman af því að
dansa og að spila brids. Framan af
spiluðu þau Fríða við Diddu og
Rikka, en þegar þau fluttu vestur
um haf fórum við að spila við þau.
Það var oft mikið fjör, þú varst
alltaf svo léttur og mikill „djókari“.
Þegar minnið fór að bresta sein-
ustu árin hafðir þú lag á því að
gera grín að því þegar þú gerðir
einhver mistök og sagðir gjarnan:
Fríða, mikið rosalega geturðu spil-
að illa, við áttum þetta allt saman!
Þið Fríða höfðuð mikla ánægju
af því að ferðast og fóruð reglulega
til Spánar. London var einnig í
miklu uppáhaldi hjá ykkur.
Í London fórum við eitt sinn á
ítalskan veitingastað. Við höfðum
gaman af því, að þar sem þú talaðir
ekki ensku, sá ég um að panta mat-
inn. Þjónninn talaði samt eingöngu
til þín því að þú varst „doninn“ og
hafðir virðingu eftir því, „Mr. Don
Nikulasson“. Heima varst þú líka
doninn sem hélt fjölskyldunni sam-
an, mikill afi og langafi sem allir
elskuðu og báru mikla virðingu fyr-
ir.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Elsku Fríða, missir þinn er mik-
ill er þú kveður nú þinn besta vin
eftir meira en 65 ára hjónaband.
Ég bið góðan guð að styrkja þig í
sorg þinni.
Guðmann.
Kæra fjölskylda.
Þegar ég frétti að hann Keli
mágur minn væri dáinn, þaut
gegnum huga minn fullt af minn-
ingum.
Alltaf var hann tilbúinn að hlusta
á mig þegar ég þurfti að létta á
hjarta mínu. Alltaf þegar eitthvað
bilaði, bíll eða bátur, þá var hann
kominn til að rétta hjálparhönd.
En ég hlakkaði svo til í sumar
þegar þú og Lilja ætluðuð að koma
hingað vestur til að setja utan um
húsið og við Lilja að gera eitthvað
skemmtilegt.
En kæri vinur, takk kærlega fyr-
ir allar yndislegu stundirnar sem
við áttum saman.
Elsku systir mín, Haddi Biggi,
Kristján, Kolla og Davíð, megi góð-
ur guð styðja ykkur í sorginni.
Láttu guðs hönd þig leiða hér
lífsreglu halt þá bestu
blessað hans orð, sem boðast þér
í brjósti og hjarta festu.
Sjöfn Hálfdánsdóttir, (Sjöbba)
.Með söknuð í hjarta kveðjum við
hann afa okkar og langafa. Afi Keli
var ávallt svo glaður og léttur í
lundu. Heimili hans og ömmu
Fríðu var alltaf fullt af kærleika
sem umvafði okkur öll. Hvort sem
um var að ræða jólasveininn á
Vesturbrún, Fiskbúðina í Brekku-
læk eða töfrabrögð í fjölskylduboð-
um þá var ætíð stutt í glettnina og
gamanið hjá afa Kela. Við nutum
þess mjög að spjalla við hann um
heima og geima, eða fylgjast með
honum leika við krakkana í Olsen-
Olsen og veiðimanni. Barngæska
hans afa Kela var sannarlega upp-
lífgandi og líf okkar allra er ríkara
vegna þeirra ótal samverustunda
með honum í gegnum árin. Með
söknuð í hjarta varðveitum við all-
ar þær gleðistundir sem við upp-
lifðum með afa Kela og munu þær
veita okkur huggun í sorg okkar,
sem og hlýju í hjarta og bros á vör
um ókomna tíð er við minnumst
hans.
Elsku amma Fríða, við færum
þér okkar dýpstu samúðarkveðjur
og vonum að við getum veitt þér
stuðning okkar og vináttu. Þú og
fjölskyldan öll eruð í bænum okkar
þar sem við biðjum að Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Stefán, Anna Þóra Berg-
lind, Benni Vigdís, Trausti
og langafabörnin Alexand-
er, Guðmundur, Kristjana,
Saga og Logi.
ÞORKELL
NIKULÁSSON
Nú er komið að kveðjustund.
Við kveðjum með söknuði
yndislegan afa. Minning-
arnar um þig munu ávallt lifa
í huga okkar.
Ég kveð þig, hugann heillar minn-
ing blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hvíl þú í friði elsku afi.
Elín og Ari Þór.
HINSTA KVEÐJA
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og stjúp-
móðir,
GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Eikarlundi 26,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að
kvöldi mánudagsins 19. júní sl. verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. júní kl. 13.30.
Gunnar Ragnars,
Ragnar Friðrik Ragnars, Eiríkur Geir Ragnars,
Gunnar Sverrir Ragnars,
Ágústa Ragnars, Ólafur Friðrik Gunnarsson.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
vinkona,
ELÍN S. GUÐMUNDSDÓTTIR
bókavörður,
Grensásvegi 54,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
30. júní kl. 13.00.
Áslaug Inga Þórisdóttir, Björn Jónsson,
Katrín Klara Þorleifsdóttir, Grétar Örn Jóhannsson,
Sjöfn Ingólfsdóttir, Bjarni Ólafsson.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞRÁINN ARINBJARNARSON,
Hjallaseli 49,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 27. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ágústa H. Þráinsdóttir, Jónas Guðmundsson,
Sigríður K. Þráinsdóttir, Elías Bj. Jóhannsson,
Margrét J. Þráinsdóttir, Torfi K. Karlsson,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR WORMSDÓTTIR
frá Eiríksbúð,
Arnarstapa,
verður jarðsungin frá Hellnakirkju Snæfellsnesi
laugardaginn 1. júlí kl. 14.00.
Gullý Bára Kristbjörnsdóttir, Ágúst Geir Kornelíusson,
Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir,
Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir, Sveinn Sigurjónsson,
Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Ómar Árni Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
VALDIMAR GUÐMUNDUR JAKOBSSON,
Álfaborgum 27,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju-
daginn 27. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jakob Valdimarsson,
Sigurlaug Jakobsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR
sjúkraþjálfari,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum laugardaginn 24. júní
síðastliðinn.
Útförin hennar verður frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 3. júlí kl. 13.00.
Þórarinn Stefánsson, Ragnheiður Karlsdóttir,
Guðni Stefánsson, Ewa Sunneborn,
Tryggvi B. Stefánsson, Unnur Sigursveinsdóttir,
Valgerður Stefánsdóttir, Sigurður G. Valgeirsson,
Ástríður Stefánsdóttir, Jón Á. Kalmansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, dóttir og systir,
SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR,
er látin.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktar-
félag krabbameinssjúkra barna.
Ágúst I. Sigurðsson,
Óskar I. Ágústsson,
Arndís Ágústsdóttir, Sigurður Bragason,
Lína Sól Sigurðardóttir,
Áslaug Árnadóttir,
Valdimar Óskarsson.