Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
einnig að landa Evrópumeistara-
titlinum. Í flokknum undir 14 ára
tekur Salaskóli þátt og að loknum
fimm viðureignum var sveit skól-
ans með 10½ vinning af 20 mögu-
legum og var í 5. sæti af níu mögu-
legum. Í flokknum undir 12 ára
tekur Barnaskóli Vestmannaeyja
þátt og hefur sveitin 9½ vinning af
20 mögulegum. Nánari upplýsing-
ar um mótið er að finna á
www.skak.is en þar er m.a. hægt
að nálgast bloggsíður meðlima í
sveit Salaskóla og Barnaskóla
Vestmannaeyja.
Um síðustu helgi hófst lokað al-
þjóðlegt mót í Færeyjum þar sem
hjónin Lenka Ptácníková (2.183)
og Omar Salama (2.214) taka þátt.
Keppendurnir eru aðallega frá
Færeyjum og Danmörku en þeir
eru tíu talsins og meðalstig þeirra
ÍSLENDINGAR eru af víking-
um komnir og þegar forfeður okk-
ar fóru í víking þá gátu skipverjar
á hafi úti átt von á sjóráni og íbúar
sjávarþorpa búist við hernaði og
gripdeildum. Hin illskeytta útrás
víkinga á sér vart samsvörun í nú-
tímanum þó að íslenskir viðskipta-
jöfrar fari um lendur Evrópu í leit
að nýjum viðskiptatækifærum. Ís-
lenskir skákmenn hafa hins vegar
um langt árabil nýtt sér orlofið sitt
til að herja á helstu alþjóðlegu mót
sem haldin eru í Evrópu á sumrin
og er sumarið í ár þar engin und-
antekning.
Um helgina lauk sterku alþjóð-
legu móti í Pula í Króatíu. Mót
þetta var haldið nú í tuttugasta
skipti á þessum fallega stað og í
fyrsta sinn tóku íslenskir skák-
menn þátt. Bragi Halldórsson
(2.211) var aldursforseti Íslending-
anna og án efa fengu þeir Smári
Rafn Teitsson (1.940), Guðmundur
Kjartansson (2.283) og Aron Ingi
Óskarsson (1.933) að njóta góðs af
reynslu hans. Braga gekk vel á
mótinu þar sem hann hann fékk 6
vinninga af 9 mögulegum og mun
hækka um 19 stig. Guðmundur
hækkar um 2 stig á mótinu en
hann fékk jafnmarga vinninga og
Bragi og urðu þeir félagar í 23.–
41. sæti en alls tóku 236 skákmenn
þátt í mótinu. Smári Rafn fékk 4½
vinning og varði í 95.–125. sæti en
Aron Ingi fékk 3 vinninga. Sjö
stórmeistarar tóku þátt í mótinu
og varð slóvenski stórmeistarinn
Dusko Pavasovic (2.534) hlut-
skarpastur á því með 7½ vinning.
Hægt er að nálgast nánari upplýs-
ingar um mótið á heimasíðu þess,
http://www.skpula.hr/en/.
Þessa dagana fer í Varna í Búlg-
aríu fram fyrsta Evrópumót
grunnskólasveita en í því taka
þrjár íslenskar sveitir þátt. Gengi
Laugalækjarskóla í flokknum und-
ir 16 ára hefur verið allgott en
þegar sveitin hafði teflt fjórar við-
ureignir af sex var hún í öðru sæti
með 13½ vinning af 16 en sveitin
Varpas Kaunas frá Litháen var í
efsta sæti með 14 vinninga. Alls
taka sjö sveitir þátt í þessum
flokki og verður spennandi að vita
hvort Norðurlandameistararnir ná
eru 2.282 stig. Til þess að ná
áfanga að alþjóðlegum meistara-
titli þarf að fá 6½ vinning af 9
mögulegum. Lenka og Omar gerðu
innbyrðis jafntefli í fyrstu umferð
og í annarri umferð gerði Lenka
jafntefli við danska alþjóðlega
meistarann Simon Bekker-Jensen
(2.393) en Omar tapaði gegn fær-
eyska alþjóðlega meistaranum
John Arni Nilssen (2.356).
Skáksumarið 2006 byrjar af
krafti og gera má ráð fyrir að ís-
lenskir skákmenn fari í víking víða
um lönd. Það er vonandi að sum-
arið verði þeim fengsælt og að
herfangið verði glæstar skákir og
góðir sigrar.
Íslensku liðin standa sig vel á EM grunnskólasveita.
Íslenskir skákvíkingar
SKÁK
Pula, Varna og Færeyjar
ÍSLENSKIR SKÁKMENN Á ERLENDRI
GRUNDU
Júní 2006
daggi@internet.is
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
Þegar Kristján Ólafsson smiður,
þá bóndi í Langholtsparti, missti
fyrri konu sína í spönsku veikinni
árið 1918 hafði hann fyrir þremur
ungum börnum að sjá, syni og dætr-
um. Þá réðst til hans ung og mynd-
arleg stúlka, Ragnheiður Þorkels-
dóttir. Þau urðu síðan hjón, gekk
hún börnunum í móðurstað og brátt
bættust við fjórar dætur þeirra
sjálfra. Ein þeirra var Sigríður. Árið
1923 fluttu þau að Bár og þar ólst
þessi barnahópur upp. Þetta var
fríður, mannvænlegur og samtaka
hópur sem átti eftir að setja svip á
umhverfi sitt. Þá varð til sérstakt
hugtak í Flóanum sem lifði fram eft-
ir 20. öldinni og heyrist jafnvel enn,
Bárarsystur. Í því fólst lýsing á upp-
vaxandi myndarfólki sem jafnan
vakti athygli fyrir fríðleik, dugnað
og myndarskap.
Ég ók einu sinni fram á öldung á
göngu í Flóanum, ellimóðan og
þungan til gangs. Ég tók hann upp í
og ók honum bæjarleið. Til þess að
útskýra sjálfan mig fannst mér
skýrast að vísa til mægðanna og
sagðist vera maður Ragnheiðar,
dóttur Sigríðar frá Bár. Viðstöðu-
laust og án umhugsunar hraut af
vörum hans: „Er dugleg, náttúr-
lega.“ Þarna spratt fram ímyndin af
Bárarsystrum.
Á uppvaxtarárum sínum tók Sig-
ríður þátt í bústörfunum og munaði
vel um lið hennar. Þó var hún hallari
undir smíðastörf föður síns en bú-
skapinn; það beygðist krókur. Þó
hafði hún glöggt auga fyrir bústörf-
unum og sem dæmi má nefna að 15
ára gömul fór hún fram á að hún
fengi að annast söltun kjötsins til
vetrarins. Henni var leyft það og
notaði hún uppskrift úr Kvenna-
fræðaranum. Þetta sýnir að hún
treysti sér til verkanna og að hinir
fullorðnu treystu henni, jafnvel fyrir
svo mikilvægu atriði eins og að sjá
fyrir vetrarforðanum.
Baðstofulífið í Bár var þétt, marg-
ir í heimili en hýbýli smá. Samkomu-
lag eldri og yngri systkinanna var
gott og entist ævilangt, þótt leiðir
dreifðust. Við þennan ungmennahóp
í Bár bættist kornungur sveinn,
Tryggvi Bjarnason, sem fylgdi móð-
ur sinni að Bár en hún kom þangað
vinnukona. Hann ólst upp á heim-
ilinu eins og hin börnin, nánast eins
og yngsta systkini, og tók síðan við
búskap á jörðinni og býr enn.
Sigríður kynntist mannsefni sínu
Kristjáni er hann kom kaupamaður
að Bár. Þau áttust og stofnuðu
heimili á Selfossi, byggðu sér hús á
Reynivöllum 6. Kristján lærði smíð-
ar og vann við þær framan af á Suð-
urlandi og gerðist síðan verkstjóri
hins ört vaxandi byggðarlags á Sel-
fossi. Á þessum tíma voru heimilis-
störf og uppeldi barnanna aðalstarf
Sigríðar en stundum stundaði hún
vinnu utan heimilis m.a. í þunga-
miðju byggðar á Suðurlandi, Mjólk-
urbúi Flóamanna. Kristján lést fyrir
aldur fram eftir erfið veikindi og var
það Sigríði þung raun. Eftir lát hans
réðst Sigríður í trésmíðavinnu á
verkstæði Kaupfélags Árnesinga og
alvörugerðist þá sá krókur er fyrr
beygðist heima með föður hennar.
Þegar Sigríður hóf sambúð með
síðari manni sínum, Bóasi, bættist
ung stúlka, Guðlaug dóttir hans, í
fjölskylduna og gekk Sigríður henni
í móðurstað. Þau Bóas hófu harð-
SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Langholtsparti í
Hraungerðishreppi
í Árnessýslu, 17.
september 1921.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 15. júní
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Selfosskirkju 24.
júní.
Vegna mistaka
birtist röng mynd
með minningar-
greinum í Morgun-
blaðinu á útfarardegi. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
fiskframleiðslu á Sel-
fossi og þar var aðal-
vinna hennar í mörg
ár. Þau framleiddu af-
ar góðan harðfisk. Það
var vinsælt hjá fjölda
fólks í höfuðborginni
að koma í Kolaportið
um helgar og kaupa
sér vikuskammt af
Selfossharðfiski. Bóas
lést árið 1997, eftir all-
langt heilsuleysi, og í
annað sinn mátti Sig-
ríður sjá með söknuði
á eftir förunaut sínum.
Eftir það stundaði Sigríður ekki
vinnu út af heimili sínu en sneri sér
að æskuáhugamáli sínu trésmíðum.
Þetta gerði hún með því að læra út-
skurð hjá Andrési Þórðarsyni, út-
skurðarmeistara frá Útverkum,
gömlum félaga þeirra Bóasar frá
Íþróttaskólanum í Haukadal og
heimilisvini, og stundaði síðan sér til
mikillar ánægju.
Sigríður var nokkuð föst fyrir,
ákveðin og hrein í hugsun. Röskleiki
og útsjónarsemi voru einkenni á at-
höfnum hennar. Hún hugsaði og
skipulagði störf sín stór og smá með
hliðsjón af því að vel ynnist og ent-
ist. Hún smíðaði sér ótal „vélar“,
einfaldan útbúnað til hagræðis við
hin ýmsu störf og athafnir, og gat
þetta verið hinn merkilegasti útbún-
aður. Áhugamál hennar fyrir utan
að hlynna að aðstandendum sínum,
sem hún gerði óspart, voru fyrst og
fremst smíðar og ræktun, enda átti
hún jafnan vel gróinn og fallegan
trjá- og blómagarð við hús sitt á
Reynivöllum. Sigríður unni heima-
högum sínum, bæ og sveit, aðstand-
endum sínum, frændfólki og fé-
lögum æskuáranna og húsinu sem
þau hjónin reistu og þar sem hún bjó
síðan alla tíð og var hlaðið persónu-
legum minningum og fjölskyldugrip-
um, enda heimakær manneskja í eðli
sínu.
Páll Imsland.
Hún Sigga Kristjáns var tengilið-
ur við fjórar kynslóðir í minni fjöl-
skyldu. Foreldrar mínir byrjuðu
sinn búskap hjá henni og Kristjáni í
nýbyggðu húsi þeirra að Reynivöll-
um 6 á Selfossi.
Ég var ekki nema 3 ára þegar ég
lagði land undir fót og fór úr vest-
urþorpinu á Selfossi í austurþorpið
„án þess að spyrja um leyfi“, til að
heimsækja Siggu á meðan mamma
lá á sæng.
Sigga yfirdekkti belti og tölur og
var ég stundum send þangað í þeim
erindagjörðum. En oftast þegar
kom að því að borga „var það ekki
inni í myndinni“. Einu sinni man ég
að hún tók við greiðslu, en bað mig
að koma með sér í Ólabúð á leiðinni
heim. Hún brá sér inn og keypti
appelsínur fyrir peninginn, þær átti
ég að hafa með mér.
Oft var skroppið í kvöldkaffi til
Siggu og Kristjáns og minnist ég
fjörugra samræðna við eldhúsborð-
ið, sérstaklega fyrir kosningar.
Þar var meira að segja bökuð sér-
stök framsóknarterta af því tilefni.
Kristján lést langt um aldur fram.
Heimilið tók aftur á sig fjörugan
brag þegar Bóas og Guðlaug fluttu
til hennar. Mörg voru matarboðin á
milli heimilanna.
Börnin mín sóttu mikið í að heim-
sækja þau þegar við komum austur.
Ekki síst til að skoða sjóræningja-
dót og myndir af ekta sjóræningj-
um.
Áður en var haldið heim voru þau
leyst út með stórum poka af nammi.
Sigga var sérstaklega sterkbyggð
og dugleg kona. Hún tók bílpróf
komin vel á sextugsaldur og var
ágætur bílstjóri.
Ég vil að leiðarlokum þakka henni
mikla tryggð og vináttu við mig og
mína fjölskyldu.
Aðstandendum öllum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigríðar
Kristjánsdóttur.
Kristín Gísladóttir.
Bátar/Skip
Til sölu
Til sölu er fiskiskipið Donna SU-055
Skipið er 25 brúttórúmlestir, smíðað úr eik árið
1971 af Trésmiðju Austurlands. Þarfnast ein-
hverra lagfæringa og er ekki með gilt haffærni-
skírteini. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð
í skipið skulu gera það fyrir 6. júlí nk. Tilboð
skulu berast undirrituðum sem jafnframt veitir
allar upplýsingar.
Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna þeim öllum.
Sigmundur Guðmundsson hdl.
Lögmannshlíð,
lögfræðiþjónusta ehf.,
Ráðhústorgi 3,
600 Akureyri.
Sími 466 2700.
Raðauglýsingar 569 1100