Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Himintunglin gefa í skyn að hrúturinn sé
gerður fyrir göfuglyndi. Það kostar samt
sem áður fyrirhöfn. Ef þú gerir eitthvað
sem þig langar ekki til að gera á hverj-
um degi, sættistu við það sem fellur und-
ir skilgreininguna um skyldur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vöggugjöf nautsins frá stjörnukerfinu
er getan til þess að þekkja gullið tæki-
færi þegar það skýtur upp kollinum. Og
hvenær er það ekki? Þú tekur ekki bara
eftir dýrð hversdagslegrar tilveru, þú
fagnar henni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburanum fylgir einstök byrj-
endaheppni, þess vegna á hann að byrja
upp á nýtt í stað þess að eyða tímanum í
miðju og endi. Það sem þú gerir í dag
hefur áhrif á starfsframann á komandi
árum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Rómantískt samband þarfnast smávegis
innspýtingar – vertu hvatvís og djarfur.
Ekki eyða einustu mínútu í áhyggjur af
hvort einhver elskar þig eða ekki, nema
sá hinn sami sért þú sjálfur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Himintunglin hjálpa ljóninu til þess að
vera sér betur meðvitandi um áhrifin
sem það hefur á aðra. Það fer best á því
að beita ekki sömu aðferðum í einkalíf-
inu og í vinnunni (nema þú sért heltek-
in/n af dramatík).
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ræður ferðinni í eigin lífi, auktu hrað-
ann. Það er allt í lagi að gera mistök ann-
að veifið, svo fremi að maður læri af
þeim. Seinnipartinn kemur þinn víðtæki
sjarmi og dýrslegt aðdráttarafl vel í ljós.
Þú logar hreinlega.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Smámunir geta af sér viðameiri verk-
efni, ekki vera hrædd við að skemmta
þér við eitthvað sem virðist ómerkilegt
til þess að byrja með. Ef þú fæst ekki við
það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo
sannarlega verið letjandi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú veltir vöngum yfir sömu spurning-
unni aftur og aftur? Verður allt í lagi eft-
ir breytingar? Styrktu þig í trúnni.
Töfrar verða ekki til nema maður nái
sambandi við sinn skapandi mátt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hversu mikið sem þú reynir að miðla
málum virðist sem sumu fólki takist æv-
inlega að ýta þér út á ystu nöf. Það virð-
ist vera því eiginlegt. Ef einhver fer yfir
strikið eða særir þig, áttu að spyrna við
fótum og segja nei, takk!
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er full af rausnarskap, hvat-
vísi og hreinskilni þessa dagana. Afleið-
ingarnar gætu falist í bræðiskasti áður
en dagurinn er á enda. Skrifaðu það á
reikning skapgerðarlistamannsins í þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ástin er það síðasta sem vatnsberinn er
að velta fyrir sér þessa dagana. Spáðu í
það að rómantíkin þarfnast bæði svig-
rúms og umönnunar. Of mikið af öðru
hvoru raskar jafnvæginu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Í dag væri gaman að leika lausum hala
einhvers staðar þar sem reglurnar eru
dálítið frjálsar, jafnvel algerlega óskil-
greindar. Þú hefur auðugt ímyndunarafl
og sterka siðferðisvitund og getur hæg-
lega búið til þínar eigin viðmið-
unarreglur.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tunglið er sem stendur í
hinu mikilfenglega ljóni og
hið sama gildir um tjá-
skiptaplánetuna Merkúr. Þetta þýðir að
nú er rétti tíminn til þess að tjá sig, ekki
bara með orðum, heldur gerðum líka.
Stórbrotnar athafnir eru vel liðnar og að
gera hefur meiri áhrif en að segja. Fólk
getur kannski þrasað um merking-
arfræði, en enginn getur mótmælt for-
dæmi af holdi og blóði.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 draum-
óramaður, 8 smá, 9 geta,
10 muldur, 11 dauf ljós,
13 hermdi eftir,
15 grön, 18 hengilmæna,
21 gyðja, 22 vöggu, 23
fiskar, 24 rétta.
Lóðrétt | 2 gáfaður, 3
reiður, 4 koma í veg fyr-
ir, 5 koma að notum, 6
tólg, 7 skott, 12 ótta, 14
skaut, 15 klippa lítið eitt
af, 16 ráfa, 17 grasflöt, 18
uglu, 19 ryskingar, 20 sjá
eftir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 mygla, 4 rúmar, 7 tólin, 8 gætin, 9 sál, 11 róar,
13 lama, 14 ostra, 15 fork, 17 gras, 20 enn, 22 andóf, 23
ístra, 24 neita, 25 arnar.
Lóðrétt: 1 mætur, 2 gelta, 3 agns, 4 rugl, 5 motta, 6
renna, 10 áttan, 12 rok, 13 lag, 15 fóarn, 16 ruddi, 18
rætin, 19 staur, 20 efna, 21 nípa.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða Trommuskóla Gunnars Waage. Allir eruvelkomnir og er ókeypis aðgangur.
Myndlist
101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir
til 22. júlí.
Aurum | Petra og Hanna Lind leitast við
að skapa heim innan ákveðins rýmis með
eins litlu efni og mögulegt er. Til 7. júlí.
Byggðasafnið á Garðskaga | Vaddý (Val-
gerður Ingólfsdóttir) er með málverkasýn-
ingu til 30. júní. Á sýningunni verða akrýl-,
vatnslita-, olíu- og pastelmyndir málaðar
eingöngu eftir íslenskum fyrirmyndum.
Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir.
Myndirnar eru af blómum og eru allar unn-
ar með bleki á pappír. Til 30. júní.
Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey-
nomatic myndir, nærmyndir af náttúrunni,
einstakar ljósmyndir unnar á striga.
DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson
myndlistarmaður sýnir í nýju galleríi á Ak-
ureyri, DaLí galleríi, Brekkugötu 9, Ak-
ureyri. Sýningin stendur yfir til 9. júlí.
Deiglan | Sýning á frummyndum Rúnu K.
Tetzschner við ævintýri hennar um Óféta-
börnin. Sérlega fíngerðar og litríkar
penna- og vatnstússlitamyndir af ófét-
unum örsmáu. Listakonan verður á staðn-
um kl. 16–17 og áritar bók sína með skraut-
skrift.
Energia | Sandra María Sigurðardóttir –
málverkasýningin moments stendur yfir.
Til 30. júní.
Tónlist
Anima gallerí | Léttir hádegistónleikar.
Kvintettinn Atlas mun leika fjölbreytta
tónlist í dag kl. 12.15, m.a. eftir Jónas Tóm-
asson og Egil Guðmundsson. Léttar veit-
ingar í boði.
Café Kulture | Fjölþjóðasveitin Narodna
Musika leikur kl. 21–23 tónlist frá Búlgaríu,
Tyrklandi og Grikklandi.
Café Paris | DJ Lucky spilar gæða funk,
soul og reggí alla fimmtudaga í sumar.
Hallgrímskirkja | Björn Steinar Sólbergs-
son, organisti Akureyrarkirkju, leikur á há-
degistónleikum Fantasíu og fúgu í g-moll
og þrjá Leipzig-forleiki eftir J.S. Bach og
Tokkötu eftir Jón Nordal.
Norræna húsið | Kl. 12. Hádegisdjass í
Norræna húsinu. „Tepokinn“ er djass-
kvartett sem samanstendur af fjórum
ungum og efnilegum djassnemum. Á efnis-
skránni eru m.a. verk eftir Miles Davis,
Wayne Shorter, Charlie Parker og Béla
Bartók.
Salurinn, Kópavogi | Útskriftartónleikar
Brynjars Konráðssonar trommuleikara
verða haldnir í kvöld kl. 20. Tónleikarnir
eru liður í einleikaraprófi Brynjars frá
Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20
myndverk sem hann hefur málað undir
hughrifum frá Íslandsferð fyrir einu og
hálfu ári. Til 5. júlí.
Gallerí Úlfur | Nú stendur yfir sýning
Fjölnis Bragasonar, „Úlfur Úlfur“, og
stendur hún út júní.
Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson –
Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að
finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr
grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá
öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg
landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn-
dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með ak-
rýllitum. Sjá www.gerduberg.is. Til 30. júní.
Grafíksafn Íslands | Bretinn Paul Hackett,
myndlistarmaður og umhverfissálfræð-
ingur, sýnir verk sem hann hefur að mestu
unnið hérlendis. Sýningin stendur aðeins
dagana 29. júní – 2. júlí, frá kl. 14–18.
Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og
málverkum norska listmálarans og ljós-
myndarans Patrik Huse til 3. júlí.
Sólveig Baldursdóttir sýnir í anddyri eitt
skúlptúrverk unnið í Marmara Rosso Ve-
rona.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir
sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýningin
er í samvinnu við Listasafn Háskóla Ís-
lands. Til 26. ágúst.
Sýning á íkonum frá Balkanskaga er í Hall-
grímskirkju á vegum Mótettukórs Hall-
grímskirkju. Verkin eru gerð á síðustu 7
árum og sýna þróun í gerð íkona innan
Austurkirkjunnar. Sýningin, sem er sölu-
sýning, er opin kl. 9–20 alla daga. Til 9. júlí.
Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds-
dóttir sýnir handverk og málun í Menning-
arsal til 15. ágúst.
Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í
borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýning-
unni eru einstakt úrval næfistaverka í eigu
hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og
Jóns Hákonar Magnússonar. Til 31. júlí.
Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir
teikningar frá tveimur námskeiðum árin
1953 og 1998.
Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson (iló), Berja-
landi í Kjós, er með málverkasýningu. Opið
í sumar alla daga kl. 12–20.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk, Mjúkar línur/Smooth lines.
Til 6. okt.
Kirkjuhvoll Akranesi | Sossa Björnsdóttir
sýnir olíumálverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli,
Akranesi. Til 2. júlí.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag-
lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg-
myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf
opinn.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits-
sýning á verkum Guðmundar Einarssonar
frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffi-
stofa. Til 3. júlí.
Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn
tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill
sýnir verk sem spanna sviðið frá tvívíðum
hlutum í skúlptúra og innsetningar. Til 31.
júlí.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund-
arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista-
maðurinn notaði mismunandi efni – tré,
leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og
hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum
efnum. Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á listaverkum sem voru valin vegna út-
hlutunar listaverkaverðlaunanna Carnegie
Art Award árið 2006. Sýningin end-
urspeglar brot af því helsta í norrænni
samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir
íslenskir listamenn, þar á meðal listmál-
arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur
verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst.
Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum
tímabilum í list Errós, þær nýjustu frá síð-
astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna
gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir
og límir saman myndir sem hann hefur
sankað að sér úr prentmiðlum samtímans.
Til 31. des.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er
upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar
Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar
sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns
Reykjavíkur. Til 3. des.
Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem
fagurfærði er höfð að leiðarljósi við val
verkanna og hefðbundin listasöguleg við-
mið látin víkja fyrir samhljómi þeirra.
Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga
verk á sýningunni sem spannar tímabilið
frá aldamótunum 1900 til upphafs 21. ald-
arinnar. Til 17. sept.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á
völdum skúlptúrum og portrettum Sig-
urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema
mánudaga 14–17. Kaffistofan opin á sama
tíma.