Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 29.06.2006, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIKRITIÐ „Pabbastrákur“ eftir Hávar Sigurjónsson verður miðdepill leiklistarhátíðar í Motovun í Króatíu sem fram fer í byrjun júlí. Um árabil hefur króatíska leiklistarsambandið beint kastljósinu að einu landi hverju sinni og valið úr úrvali verka frá því landi eitt leikrit til að vinna sér- staklega fyrir leiklestur. Í ár var sjónum beint að Íslandi og nýlegum íslenskum leikritum og í kjölfarið var ákveðið að „Pabbastrákur“ yrði leik- lestrarverkefni ársins. Góður árangur Viðar Eggertsson leikstjóri og að- almaður Leiklistarsambands Íslands segir að valið á Íslandi komi í fram- haldi af góðum árangri íslenskra leik- skálda síðastliðin ár. „Hávari og Þjóð- leikhúsinu var einmitt boðið með „Pabbastrák“ á mjög merka leiklist- arhátíð í Visbaden fyrir tveimur ár- um síðan. Sú hátíð er sett upp til að kynna nýja leikritun í Evrópu en „Brimi“ eftir Jón Atla Jónasson var einnig boðið. Það er mjög sérstakt að tvö íslensk verk skuli hafa komist inn á þá hátíð. Króatarnir tóku eftir þessu á sínum tíma og leituðu eftir því við Leiklistarsambandið að fá til lesturs ný Íslensk leikrit og þetta varð svo niðurstaða þeirra.“ Val króatíska leiklistarsambands- ins var tilkynnt í mars. Í framhaldinu var Hávari boðið að koma og vera í viku við æfingar sem fram fara 1.–7. júlí. Verkið er svo „æft daginn út og daginn inn“ í smábænum Motovun, að sögn Viðars. Þegar æfingum lýkur er kallað til leikhúsfólk víðsvegar að úr Króatíu til að vera viðstatt leiklest- urinn og kynnast þannig verkinu. Í framhaldinu er svo leikskáldið og önnur verk eftir það kynnt sér- staklega. Leiklist | „Pabbastrákur“ eftir Hávar Sigurjónsson á leiklistarhátíð í Króatíu Íslensk leikritaskáld vekja athygli Morgunblaðið/Kristinn Úr uppsetningu Þjóðleikhússins á Pabbastrák. FAGURT er í Fjörðum er yf- irskrift tónleika og geisladisks þar sem íslensku þjóðlögin eru flutt með rödd og strengjum líkt og tíðkaðist á fyrri tíð. Flytj- endur eru Gerður Bolladóttir sópran, Hlín Erlendsdóttir fiðla og Sophie Schoonjans hörpuleik- ari. Lagavalið miðast bæði við veraldleg og trúarleg þjóðlög. Þau hin veraldlegu voru útsett af Ferdinand Rauter fyrir píanó en eru hér flutt við hörpu. Hin trúarlegu eru hins vegar útsett af Önnu Þorvaldsdóttur í tilefni þessara tónleika. Á næstu vikum kemur út disk- ur með þeim stöllum og ætla þær að halda fyrstu útgáfutónleikana í Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20.30. Næstu tónleikar verða síð- an haldnir á Hólum í Hjaltadal föstudagskvöldið 7. júlí kl. 20, en fleiri tónleikar eru ráðgerðir í sumar og verða auglýstir nánar síðar. Fagurt er í Fjörðum ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Brynj- ars Konráðssonar trommuleikara verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í einleikaraprófi Brynjars frá Trommuskóla Gunnars Waage. Á efnisskrá verður tónlist eftir Jeff Beck, Dave Weckl, Larry Carlton, Lee Ritenour og Vital Information. Allir eru velkomnir og er ókeypis aðgangur að tónleikunum. Útskriftartónleikar í Salnum KLUKKAN 12.15–14 í dag spilar kvintettinn Atlas í Anima galleríi í Ingólfsstræti 8. Kvintettinn er einn af skapandi sumarhópum Hins húss- ins og Reykjavíkurborgar en nokkr- ir slíkir hópar starfa að listsköpun í Reykjavík í sumar. Atlas er skipaður ungu tónlistarfólki úr Listaháskóla Íslands, þeim Eygló Dóru Davíðs- dóttur á fiðlu, Grími Helgasyni á klarínett, Herdísi Önnu Jónasdóttur sópran, Matthildi Gísladóttur á pí- anó og Þorbjörgu Daphne Hall á selló. Atlas leggur áherslu á íslenska tónlist og þjóðlega tónlist frá ólíkum löndum. Léttar veitingar verða í boði og er aðgangur að viðburðinum ókeypis. Tónlist | Hádegistónleikar í miðbænum Atlas í Anima Atlas stendur fyrir skemmtilegum tónlistaruppákomum víðsvegar um borgina í sumar. METSÖLUBÓKIN Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur kem- ur nú í senn út í kilju og sem net- hljóðbók. Netgerðin er í lestri höf- undar sjálfs og verður boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals á vefsíð- unni edda.is næstu vikurnar. Ku þetta vera í fyrsta sinn sem slík net- bók er gefin út óstytt hér á landi. Þessari tvöföldu útgáfu verður fagnað með svokölluðu Steinunn- arkvöldi í Iðusal í Lækjargötu í Reykjavík í kvöld kl. 20.00. Hall- grímur Thorsteinsson fjölmiðlamað- ur og Ásdís Kvaran lesa ljóð Stein- unnar og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur spjallar um verk hennar. Steinunn mun enn- fremur lesa úr Sólskinshesti auk þess sem hún flytur framhald af þjóðhátíðarljóðinu „Einu-sinni-var- landið“ sem fjallkonan Tinna Hrafnsdóttir flutti á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir. Bókmenntir | Sólskinshestur boðinn ókeypis til niðurhals Tvöfaldri útgáfu fagnað Útgefendur Steinunnar í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa þeg- ar tryggt sér útgáfuréttinn á Sól- skinshesti og standa þýðingar bók- arinnar yfir á þessi tungumál fyrir dyrum. HELGA Þórarinsdóttir og Anne Taffel leika á víólu og píanó í Lista- safni Sigurjóns í kvöld kl. 20. Efnis- skráin er sú sama og þær fluttu á tvennum tónleikum á Long Island í Bandaríkjunum í vor sem leið, en hún samanstendur af Arpeggione- sónötu Schuberts, ásamt verkum eftir Boccherini, Bloch, Rachm- aninoff og Mozart. Annað kvöld kl. 20 verður Anne Taffel svo ein á ferð með Wanderer- fantasíu Schuberts ásamt verkum eftir Beethoven, Chopin og Marga Richter. Víóla og píanó í Listasafni Sigurjóns Helga Þórarinsdóttir og Anne Taffel Í ANDDYRI Norræna hússins verð- ur gestum boðið upp á djass í há- deginu í dag. Flytjandi er Tepokinn en um er að ræða djasskvartett sem samanstendur af fjórum ungum og efnilegum djassnemum. Á efnisskrá Tepokans eru m.a. tónsmíðar eftir meistara djassins eins og Miles Davis, Wayne Shorter og Charlie Parker, auk Béla Bartók. Kvartettinn skipa Jóhannes Þor- leiksson trompetleikari, Kristján Tryggvi Martinsson sem spilar á pí- anó og þverflautu, Leifur Gunn- arsson kontrabassaleikari og Magnús Eliassen sem sér um slag- verksleik. Aðgangseyrir að uppá- komunni er enginn. Meðlimir Tepokans ætla að flytja djass á fjölförnum stöðum í Reykjavík. Tepokinn spilar djassperlur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 29. júní kl. 12.00: Björn Steinar Sólbergsson, orgel. 1. júlí kl. 12.00: Per Ahlman, orgel. 2. júlí kl. 20.00: Per Ahlman, organisti frá Svíþjóð, leikur verk m.a. eftir Bach, Mozart, Whitlock og Olsson.                                      !   " #   $$$     %                              !"#$ !% & '( )( * + , ( ) - . / +. . 0  + 1 ,*2+, 3 &4(5 ( * + , ( ) - . / Á ÞAKINU 29. júní – Frumsýning Uppselt 30. júní – Uppselt 1.júlí – Uppselt 6.júlí – laus sæti 7.júlí – laus sæti 8.júlí – laus sæti Miðasalan er í síma 568 8000 www.borgarleikhus.is www.minnsirkus.is/footloose
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.