Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 61

Morgunblaðið - 29.06.2006, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 61 MENNING RÚM vika er í að raunveruleikaþátturinn Rock Star: Supernova hefjist en eins og hverju einasta mannsbarni er kunnugt um komst Magni í Á móti sól í 15 manna hópinn sem keppir um hylli hljómsveitarinnar Supernova. Sveitin er, eins og áður hefur komið fram, skipuð þeim Tommy Lee úr Mötley Crüe, bassaleikaranum Jason Newstead sem var í Metallica og Gilby Clarke, fyrrverandi gít- arleikara Guns N’ Roses. Samkvæmt heima- síðu þáttarins verður fyrirkomulagið hið sama og í fyrstu þáttaröðinni þar sem kanadíski söngvarinn J.D. Fortune var valinn til að fylla í skarð Michael Hutchence, fyrrum söngvara INXS. Kynnir þáttarins er sem fyrr Brooke Burke og gítarleikarinn Dave Navarro verður Super- nova innan handar á sama hátt og hann aðstoð- aði INXS en Navarro mun einnig fá til sín þekkta tónlistarmenn sem eiga að hjálpa Su- pernova að meta keppendur. Má þar nefna Slash, Macy Gray, Moby og Rob Zombie. Á heimasíðunni kemur einnig fram að upp- tökustjóri breiðskífunnar, sem sigurvegari þáttanna kemur til með að hljóðrita með Su- pernova, verði Butch Walker. Hann hefur stjórnað upptökum og samið fyrir bæði Avril Lavigne, Pink og Tommy Lee. Mun sú plata koma út í haust en heimstónleikaferðin hefst snemma árs 2007. Tónlist | Styttist í að Rock Star: Supernova hefjist Frægir gestadómarar Supernova: Tommy Lee, Jason Newsted og Gilby Clarke á Hollywood-breiðstræti í Los Angeles. Í október má búast við því að þeir verði einum fleiri í sveitinni. www.rockstar.msn.com/ FRAMLEIÐENDUR Rock Star: Supernova ferðuðust um allan heim í leit að söngvurum og í þættinum sem hefst í næstu viku verður að finna keppendur frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Suður-Afríku, Púertó Ríkó og Íslandi. Af því má sjá að Magni verður hvorki meira né minna en eini fulltrúi Evrópu sem keppir í þáttunum og ætti það eitt að vera nægileg upphefð fyrir sveitastrákinn að austan. En hverjir eru þeir nákvæmlega sem Magni þarf að slá út til að hreppa sæti í hljómsveitinni Supernova? Hér fyrir neðan er að finna stuttar kynningar á kepp- endunum fimmtán. Þau keppa við Magna VIÐ fyrstu sýn virðist manni sem Alvarez ætti betur heima í raunveru- leikaþættinum America’s Next Top Model en þegar nánar er að gáð má finna einbeittan tónlistarmann sem á álíka jafn mikið sam- eiginlegt með Tyru Banks og Halldór Ásgrímsson. Fædd og uppalin í Púertó Ríkó, byrjaði Zayra ferilinn í hæfileikakeppnum, söngleikjum og ýmsum unglingaböndum. Hún setti tónlistina á ís á meðan hún kláraði háskólann en hófst aftur handa þegar hún flutti til Dallas, Texas þar sem hún gerði samning við Brando Re- cords. Plata hennar Ruleta var á rómönskum nótum og í kjölfarið fór hún í tónleika- ferðalag um Vesturströndina og Púertó Ríkó. Zayra Alvarez CHRIS kvað vera persónu- legur tónlistarmaður sem á auðvelt með að nýta sér erf- iðleika lífsins í laga- og textagerð. Á því byrjaði hann þegar vinur hans stakk upp á því að hann byrjaði að syngja um per- sónuleg vandamál sín í stað þess að byrgja þau inni. Áð- ur en langt um leið var hann byrjaður að troða upp á „opnum hljóðnema“-kvöldum í heimabæ sínum og árið 2003 gaf hann út sína fyrstu plötu. Því næst flutti hann til Atlanta þar sem hann hefur unnið sem tónlistarmaður. Chris Pierson DANA er borin og barn- fædd í bænum Augusta í Georgíu-ríki. Hún lýsir sjálfri sér sem Suðurríkj- arós en engin sé rósin án þyrnanna og þrátt fyrir að hún beri af sér rólegan og þægilegan þokka, stjórnar hún sviðinu eins og herfor- ingi. Dana, sem er 22 ára gömul, hóf að feta tónlistarbrautina í barna- skóla þar sem hún tók þátt í söngleikjum, hæfileikakeppnum og nánast öllu öðru sem gaf henni tilefni til að syngja. Eins og er starfar Dana sem gengilbeina meðfram því að syngja í hljómsveit um helgar vítt og breitt um Suður-Karolínu-ríki. Dana Andrews ÁTRÚNAÐARGOÐ Dilönu er Tina Turner og þegar Dilana stígur á svið er auð- séð hvers vegna. Eins og Tina hefur hún meiri kraft og áræði en flestir – og þá gildir kynið einu. Dilana steig fyrst á svið þegar hún var sjö ára gömul í Jóhann- esarborg í Suður-Afríku. Hún hætti í skóla 16 ára og hóf að ferðast um landið með ýmsum hljómsveitum og tónlistar- atriðum. Eins og svo margir frá Suður-Afríku flutti Dilana til Hollands þegar hún náði aldri og það leið ekki á löngu þar til hljómsveit hennar var orðin ein sú vinsælasta þar í landi. Þar gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Won- derfool, sem gaf af sér fimm smáskífur, fjög- ur tónlistarmyndbönd og í kjölfarið túraði hún um Evrópu við góðan orðstír. Dilana er búsett í Bandaríkjunum þar sem hún freistar þess að vinna að tónlist sinni. Dilana JILL Gioia sigraði í keppn- inni Rock n’ Sole Band Se- arch Contest sem hönn- uðurinn Steve Madden stóð fyrir og í kjölfarið voru stígvél skírð í höfuðið á henni (Jill Joy Boot)!?Gioia kemur frá New York og líkt og borgin er hún há- vær og falleg. Hún hefur komið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi og unnið fyrir stórstjörnur á borð við Dee Sni- der, B-52́s og 98 Degrees. Þá hefur hún einn- ig komið fram í kvöldþætti Dave Letterman og í Manhattan Center með INXS og Gloria Gaynor. Lagið „Dońt Make Me Wait“ sem Gioia samdi fór í gullsölu á Spáni. Jill Gioia EINS og nafnið gefur til kynna er Storm ekki smá- vaxin. Þessi rúmlega 180 sentímetra háa stúlka kem- ur frá Portland í Oregon en þar hefur hljómsveit henn- ar The Balls safnað í kring- um sig hollum aðdáenda- hópi sem flykkist á tónleika sveitarinnar til að verða vitni að hávaxinni kynbombu sem kallar ekki allt ömmu sína þegar tónleikaframkoma er annars vegar. Storm var einnig eins og nafnið gefur til kynna, uppreisnargjörn ung stúlka en fann sig þegar hún byrjaði að syngja. Hún er útskrifuð frá The American Academy of Dramatic Arts í New York-borg. Storm Large ÞAÐ er ekki annað hægt en að taka ofan fyrir manni sem segir það blákalt út að karaoke sé ástæðan fyrir því hann lagði fyrir sig tón- listina. Það skýrir þó nokk- uð að móðir Logans var ka- raoke-plötusnúður og það var á vinnustað móður hans sem hann lærði að túlka mismunandi blæbrigði laga – allt frá ballöðum til þungra rokklaga. Fimmtán ára gamall söng hann með hljómsveitinni Gunshy en þegar sveitin lagði upp laupana sneri hann sér að sólóferli sínum sem söngvara. Hann hefur hægt og bítandi getið sér orð fyrir að vera sí- vinnandi tónlistarmaður og afskaplega fær lagasmiður. Josh Logan MATT er fæddur í Denver en alinn upp í uppsveitum New York-ríkis og í út- hverfi Chicagoborgar. Matt er 29 ára gamall og byrjaði að spila á gítar 13 ára. Undrafljótt var hann orðinn sérfræðingur í „speed-metal“-riffum og var í kjölfarið kunnur í sín- um heimabæ fyrir að vera virtúós, bæði á gít- arinn sem ísknattleikskylfuna. Það var knatt- leikurinn sem ruddi honum braut inn í háskóla en þar útskrifaðist hann með próf í fjármálum um leið og hann sinnti tónlistinni í frístundum. Það var svo þegar hann vann sem fasteignasali að tónlistarferillinn fór að ganga. Hann hefur síðan sent frá sér sóló- plötu, komið fram á ýmsum safnplötum og hitað upp fyrir Metallica og The Police. Matt Hoffer ÞESSI Texas-stúlka hefur unnið til verðlauna fyrir tónlist sína sem þykir pönk- skotin þrátt fyrir að lund- arfari hennar sjálfrar sé best lýst sem rólegu. Pike kemur frá höfuðborg Tex- as-ríkis, Austin, en sú borg er mörgum íslenskum tón- listarmanninum vel kunn þar sem tónlistarráðstefnu-hátíðin SXSW er haldin þar árlega. Pike hefur sent frá sér fjöl- margar skífur með hljómsveitunum Sister Se- ven and Patrice Pike og Blackbox Rebellion; ferðast um Bandaríkin endilöng og spilað auk þess sem stúlkan hefur látið til sín taka á mörgum sviðum mannúðarmála. Billboard- tónlistartímaritið valdi hana sem eina áhuga- verðustu tónlistarkonuna á uppleið. Patrice Pike JENNY Galt er 24 ára kanadísk söngkona sem hóf að syngja einungis sex ára gömul og tíu ár- um síðar var hún byrjuð að leika á gítarinn. Hún ólst upp í Montreal en flutti svo til Ottawa og síðar til Ástralíu þar sem hún hélt áfram að sinna tónlistinni. Hljómsveitin hennar Cherry- bomb hefur sent frá sér fjórar plötur, samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Þá hefur hún túrað umtalsvert um Kanada og komið bæði fram í sjónvarpi og útvarpi. Galt er búsett í Vancouver í Kanada þar sem hún hefur aflað sér umtalsverðrar hylli sem mjög fjölbreyttur og hæfileikaríkur tónlistarmaður. Jenny Galt ÞÁ er komið að Ástralanum Toby Rand. Toby fæddist í Melbourne árið 1977 og er yngstur af systkinum sín- um. Hann gaf háskólanám- ið upp á bátinn þegar hann komst að því að söngurinn var hans ástríða og hefur ekki séð eftir þeirri ákvörð- un sinni síðan. Hann var söngvari rokksveitarinnar Juke Kartel í Melbourne og hefur samið lög fyrir brim- brettamyndbönd og geisladiska. Hann hefur hitað upp fyrir hljómsveitirnar Nickelback og Taste of Chaos. Eins og er spilar hann í óraf- mögnuðu tríói en vinnur sér inn aur með því að starfa hjá teppafyrirtæki á kvöldin. Toby Rand HANN ber það ef til vill ekki með sér, þegar húð- flúrin eru skoðuð, en Phil Ritchie var fyrirmynd- arnemandi og í lúðrasveit þegar hann var yngri. Hann er fæddur í smábæn- um Shadyside í Maryland- ríki árið 1978 en fluttist mikið með fjölskyldu sinni þar til hún fann sér samastað í Ocean City í sama ríki. Þar fann Ritcie sína réttu hillu þegar hann var beðinn um að mæta í prufu fyrir rokkhljómsveitina Lennex. Hann skaut öðrum kandídötum ref fyrir rass og með Len- nex naut hann talsverðrar hylli sem varð síð- ar til þess að sveitin lék á hljómleika- ferðalögum með sveitum á borð við Cake, Fuel, Bon Jovi og The Goo Goo Dolls. Hann er kraftmikill söngvari og listamaður undir áhrifum frá Tom Petty, Tool, Soundgarden og Jeff Buckley. Phil Ritchie RYNNU tónlistarmenn- irnir Jeff Buckley og Freddie Mercury saman, fengjum við að öllum lík- indum Lukas Rossi út úr þeim samruna. Rossi hefur unnið á flestum sviðum tónlistarinnar undanfarin 15 ár. Hann hefur unnið sem upptökumaður, upp- tökustjóri auk þess sem hann hefur samið, leikið og sungið með hljómsveit sinni Clea- vage. Þá hefur hann samið lög með nokkrum frægum kanadískum hljómsveitum á borð við Papa Roach, I Mother og Big Wreck. Einnig má í dag heyra rödd Rossi í ýmsum sjón- varps-, og útvarpsauglýsingum auk teikni- mynda. Hæfileikum Rossi eru lítil takmörk sett og ljóst að Supernova væri mikill fengur í honum. Lukas Rossi MAGNI er fæddur árið 1978 á Borgarfirði eystri. Hann hóf að fikta við tónlist í heima- vistarskólanum á Eiðum þar sem hann nýtti sér til fullnustu tónlistardeild skólans og áður en hann náði fimmtán ára aldri hafði hann leikið með ýmsum hljómsveitum opinberlega. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1997 með hljómsveitinni Shape en tveimur árum síðar byrjaði hann í Á móti sól sem varð fljót- lega ein af vinsælli popphljómsveitum Ís- lands. Magni á að baki sex breiðskífur með Á móti sól og tvær þeirra hafa náð gullsölu. Þá hefur hann sungið inn á ófá vinsældalögin, bæði einn og með öðrum tónlistarmönnum. Magni RYAN er rokkarinn sem allir strákar vilja vera en allar stelpur vilja fyrir kærasta. Hann hefur gott tóneyra, sterka rödd og er samkvæmur sjálfum sér. Þessi 28 ára gamli strákur frá Long Island í New York, lærði á gítar bróður síns með því að pikka upp klassísk rokklög sem hann hlustaði á án af- láts. Hljómsveit hans, Stage, var á mála hjá plötufyrirtæki Madonnu, Maverick Records en Star sagði skilið við sveitina fyrir stuttu. Ryan Star

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.