Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EKKI FJÁRDRÁTTUR
Fyrsta ákæruliðnum í endur-
ákæru í Baugsmálinu var í gær vísað
frá Héraðsdómi Reykjavíkur þar
sem Arngrími Ísberg héraðsdómara
þótti ekki koma nægjanlega skýrt
fram hvernig sú atburðarás sem þar
er lýst brjóti gegn lögum. Í þeim
ákærulið er Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs Group, sakaður
um fjárdrátt.
Hækka vexti í 4,95%
Íbúðalánasjóður ákvað í kjölfar
útboðs á íbúðabréfum að útláns-
vextir sjóðsins hækki um 0,10 pró-
sent og verði 4,95%. Hækkunin kem-
ur í kjölfar tilkynningar ríkisstjórn-
arinnar fyrr í vikunni þess efnis að
frá og með deginum í dag muni há-
markslán sjóðsins lækka úr 18 millj-
ónum króna í 17 milljónir, auk þess
sem lánshlutfall lækki úr 90% í 80%.
Slapp naumlega úr átökum
Bashir Ali, 21 árs gamall hermað-
ur sem er hálfur Íslendingur og hálf-
ur Breti, slapp naumlega þegar hann
og félagar hans lentu í átökum við
liðsmenn talíbana í Afganistan.
Tveir breskir hermenn létust í átök-
unum.
Ný upptaka frá bin Laden
Osama bin Laden, leiðtogi al-
Qaeda, varaði við því í nýrri hljóð-
upptöku, sem birt var í gær, að sam-
tökin myndu halda áfram árásum í
Írak þrátt fyrir dauða hryðjuverka-
foringjans Abu Musab al-Zarqawi.
Segir Ísraela undirbúa stríð
Leiðtogi Hamas-samtakanna sak-
aði í gær Ísraela um að undirbúa
allsherjarstríð á hendur Palestínu-
mönnum til að koma Hamas frá
völdum en sagði að Ísraelsstjórn
yrði ekki kápan úr því klæðinu.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 34
Fréttaskýring 8 Minningar 36/38
Viðskipti 19 Kirkjustarf 42
Erlent 20/22 Hestar 43
Minn staður 23 Myndasögur 44
Akureyri 24 Dagbók 44/47
Árborg 24 Víkverji 44
Suðurnes 25 Velvakandi 47
Daglegt líf 26/31 Staður og stund 48
Forystugrein 28 Bíó 50/53
Menning 32, 48/53 Ljósvakamiðlar 54
Umræðan 33/34 Staksteinar 55
Íslenskt mál 34 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
ÞAÐ VAR ekki bjart yfir hópi 17
starfsmanna hjá Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra í Reykjavík sem skil-
uðu inn uppsagnarbréfum í gær. Allt
voru þetta félagar í Bandalagi há-
skólamanna (BHM) og fyrr um dag-
inn hafði jafnstór hópur sagt upp
störfum á svæðisskrifstofu Reykja-
ness. Að sögn Sigríðar Kristjánsdótt-
ur, framkvæmdastjóra svæðisskrif-
stofu Reykjaness, voru uppsagnir þar
mest frá forstöðumönnum og deild-
arstjórum.
„Við höfum glímt við manneklu í
allan vetur og höfum þegar spáð
slæmu ástandi í haust miðað við
hvernig vinnumarkaðurinn hefur ver-
ið. Þetta er ekki til að auka á bjartsýni
okkar með haustið,“ segir Sigríður.
„Menntunarstigið á starfsstöðunum
okkar er lágt og það væri afdrifaríkt
að missa út þetta fáa fagfólk sem er
innan málefna fatlaðra.“
Fékk áfall þegar hún sá
hver launin raunverulega eru
Guðný Jónsdóttir þroskaþjálfi er
ein þeirra sem sögðu upp störfum í
Reykjavík en hún segir félagsmenn í
BHM hafa staðið vel saman og vera
ákveðna í kröfum sínum. „Eins og
þetta er okkur erfitt þá getum við
ekki látið þetta ganga yfir okkur leng-
ur.“
Guðný lauk þriggja ára háskóla-
námi fyrir ári og segir sér líka mjög
vel í vinnunni. „Ég hef verið með
þennan draum lengi og gerði eigin-
lega ráð fyrir að þroskaþjálfar væru
með laun eins og annað háskóla-
menntað fólk. Ég fékk síðan hálfgert
sjokk þegar ég útskrifaðist og sá hver
launin raunverulega eru.“
Guðný segir vel koma til greina að
sækja um starf hjá sveitarfélögum í
staðinn og það sama virtist upp á ten-
ingnum hjá öðrum sem skiluðu inn
uppsagnarbréfi í gær. Hópnum var
mikið niðri fyrir. Voru allir sammála
um að þetta væri örþrifaráð og von-
uðust til að lausn yrði komin áður en
uppsagnartími er liðinn.
Neyðarástand getur skapast
Guðný Anna Arnþórsdóttir, starfs-
mannastjóri svæðisskrifstofunnar í
Reykjavík, segir afhendingu upp-
sagnarbréfa starfsfólksins hafa verið
harmastund. „Það er mjög slæmt að
okkar háskólamenntaða fólk skuli
segja upp störfum. Starfið hér hvílir
mikið á herðum þroskaþjálfa og þetta
eru eingöngu þroskaþjálfar sem af-
hentu hér uppsagnarbréf.“
Guðný sagðist vona að það fyndist
flötur til að semja en lítið hefur þokast
á samningafundum upp á síðkastið.
„Komi til þess að þessir aðilar hætti
störfum, sem ég vona að gerist ekki,
skapast neyðarástand á okkar heim-
ilum,“ sagði Guðný og bætti við að
hún vildi ekki hugsa þá hugsun til
enda að missa þroskaþjálfa úr þeim
störfum sem þeir sinna.
34 afhentu uppsagnarbréf
á höfuðborgarsvæðinu
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Þroskaþjálfar gengu í röð inn á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og afhentu uppsagnarbréf sín. Jón
Heiðar Ríkharðsson framkvæmdastjóri veitti þeim móttöku og sagðist hryggur yfir þessari ákvörðun.
SÖNGELSK fjallafinka hvíldi lúna
vængi á birkitré í Hallormsstað-
arskógi á dögunum.
Fjallafinkan er eins og nafnið
gefur til kynna af finkuætt og er
m.a. skyld auðnutittlingi og kan-
arífugli. Fuglinn er útbreiddur í
birkiskógum Skandinavíu og er
reglulegur vorgestur hér á landi,
þótt Ísland sé utan farleiðar hans.
Talið er að óhagstæðir loft-
straumar hreki fjallafinkuna af leið
sinni á varpstaði til Íslands. Hingað
komin reynir finkan að finna sér
birkiskógarrjóður til að dveljast í
og stundum grípur hún til þess ráðs
að gera sér hreiður og verpa. Þeg-
ar kólna fer í veðri hugsar finkan
sér til hreyfings og heldur aftur
heim á suðrænar slóðir. Algengast
er að fuglinn geri vart við sig á Suð-
austurlandi, en hann hefur þó látið
sjá sig á fjarlægari slóðum, svo sem
við Mývatn og Þingvelli.
Ljósmynd/Ellert Grétarsson
Fjallafinkusöngur í
Hallormsstaðarskógi
STURLA Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra og 1. þingmaður norðvest-
urkjördæmis, hefur fallist á beiðni
Jóns Bjarnasonar, þingmanns VG,
um að þingmenn kjördæmisins verði
kallaðir saman til fundar. Tilefnið er
að ríkisstjórnin hefur samþykkt að
fresta nýjum framkvæmdum á veg-
um ríkisins tímabundið.
Jón telur að með þessari ákvörðun
hafi hinn lögformlegi ferill um
ákvörðun vegaframkvæmda verið
rofinn. Alþingi hafi samþykkt tíma-
setningar varðandi þau verkefni sem
eigi að vera í gangi á þessu ári og rík-
isstjórnin geti ekki breytt þeim ein-
hliða. Eðlilegt sé því að kalla saman
þingmannafund í kjördæminu en
slíkir fundir eru hluti af ákvörðunar-
ferli vegamála í landinu. „Ég mun
krefjast svara um hvernig þær tíma-
setningar standist sem Alþingi sam-
þykkti á sl. vetri. Ef þær hafa breyst
verulega mun ég að sjálfsögðu mót-
mæla því.“
Mótmæla aðgerðunum
Einn liður í aðgerðum ríkisstjórn-
arinnar til að draga úr þenslu er að
fresta vegaframkvæmdum fyrir 2–3
milljarða króna það sem eftir er árs
og er um að ræða u.þ.b. fimmtung af
framkvæmdum ríkisins en borist
hafa margar ályktanir frá norðan-
verðu landinu þar sem frestun vega-
framkvæmda er mótmælt. Meðal
þeirra sem gagnrýna ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar eru starfsmenn Vega-
gerðarinnar á Ísafirði sem létu þess
getið í mótmælum sínum að vegir á
Vestfjörðum væru ekki boðlegir og
að Vestfirðingum væri sýnt virðing-
arleysi með niðurskurði ríkisstjórn-
arinnar. Byggðaráð Langanes-
byggðar sendi einnig frá sér
yfirlýsingu þar sem því er mótmælt
harðlega að áform ríkisstjórnarinnar
taki til framkvæmda á svæðum þar
sem þensluáhrifa gætir ekki og hef-
ur ekki gætt á undanförnum miss-
erum. Fjárveitingar hafi verið til
staðar undanfarin ár svo færa mætti
vegamál á norðausturhluta landsins
til því sem næst nútímahorfs án þess
að til framkvæmda hafi komið.
Vegaframkvæmdum
stöðugt frestað
Jón telur að aðgerðirnar hafi eng-
in teljandi áhrif á þensluna í landinu
en hin stóru mistök ríkisstjórnarinn-
ar í efnahagsmálum liggi í uppbygg-
ingu stóriðju sem þurfi að stöðva.
Hann bendir á að vegaframkvæmd-
um á Vestfjörðum, Norðvestur- og
Norðausturlandi sé stöðugt frestað
og spyr: „Af hverju eiga þessi mál og
þessir landshlutar stöðugt að bera
stóriðjuna og þensluna?“ Sátt hafi
verið á Alþingi um að þessir lands-
hlutar fengju forgang í vegagerð af
því að ástandið væri þar verst en síð-
an sé umbótum frestað og án þess að
Alþingi sé spurt álits.
Andstaða við
frestun vega-
framkvæmda
Þingmenn í norðvesturkjördæmi funda