Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 11
FRÉTTIR
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Laugavegi 40, s. 561 1690
Útsala
20-80%
afsláttur
Lagersala • Barnaföt
Súðarvogur 7
Mikið úrval
Gott verð
Opið: Laugardag 1. júlí frá kl. 13-18.
Sunnudag 2. júlí frá kl. 12-16.
Seiðmagn
sjónvarpsins
á morgun
MEIRIHLUTI borgarráðs sam-
þykkti á fundi ráðsins á fimmtudag
aðildarbreytingu á úthlutun bygg-
ingarréttar á lóð í Stekkjarbrekkum
við Vesturlandsveg. Felur breyting-
in í sér að lóðaréttindi fyrirtækjanna
BYKO, Rúmfatalagersins og Mata,
sem áður höfðu fengið úthlutað
byggingarrétti á lóðinni, verði fram-
seld til sameiginlegs einkahluta-
félags í eigu fyrirtækjanna þriggja.
Í kjölfarið lögðu borgarfulltrúar
Samfylkingarinnar fram tillögu þess
efnis að borgarstjóra yrði falið að
leita eftir samvinnu við samkeppn-
iseftirlitið og/eða önnur yfirvöld
samkeppnismála um hvernig staðinn
verði vörður um samkeppnissjónar-
mið við skipulag og úthlutanir lóða. Í
því efni yrði horft til erlendra for-
dæma, en einnig hugað að þeim skil-
málum í skipulagi og við lóðaúthlut-
anir sem þurfi til að tryggja að
úthlutanir sem hafa samkeppni að
leiðarljósi nái markmiðum sínum.
Þegar afgreiðslu tillögunnar var
frestað lögðu borgarfulltrúar Sam-
fylkingar fram bókun þar sem lýst
var áhyggjum af því að þetta end-
urspeglaði ákveðið kæruleysi eða
jafnvel metnaðarleysi gagnvart því
verkefni að tryggja aukna sam-
keppni með úthlutun lóða og skilmál-
um í skipulagi.
Hefur ekki áhrif á skilmála
um samkeppnisforsendur
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi
á að reynt geti á skilmála af þessu
tagi, því lóð Mata við Stekkjar-
brekku hafi verið úthlutað með það
að markmiði að auka samkeppni á
matvörumarkaði. Bendir hann á að
skýrt hafi verið kveðið á um þetta í
skilmálum deiliskipulags og við út-
hlutun lóðarinnar á sínum tíma. Seg-
ir hann gagnrýnivert að meirihluti
borgarráðs hafi samþykkt beiðni um
að viðkomandi lóðaréttindi væru
framseld til uppbyggingarfélags á
vegum Smáragarðs án þess að
tryggt væri að fyrri skilmálar myndu
halda gagnvart hinu nýja félagi.
Bendir hann á að með þessu sé opnað
fyrir þann möguleika að lóðaréttindi
Mata verði framseld til stórra sam-
keppnisaðila á matvörumarkaði.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
borgarráðs, bendir á að samkvæmt
umsögn lögmanns Reykjavíkurborg-
ar sé beiðni fyrirtækjanna þriggja
um aðildarbreytingu afar eðlileg og
ekki annað hægt en að verða við
henni. Segir hann breytinguna ekki
eiga að hafa nein áhrif á þá skilmála
um samkeppnisforsendur sem settir
voru í upphafi. Bendir hann einnig á
að borgin hafi engin tök á að tryggja
til framtíðar að ekki verði neinar
breytingar á eignarhaldi þeirra lóða
sem hún úthluti.
Hafa áhyggjur af
samkeppni í borginni
SLÁTTUR er víða hafinn samkvæmt upplýsingum
Gunnars Guðmundssonar, sviðsstjóra hjá Bændasamtök-
unum, en samtökin sendu frá sér tilkynningu hinn 19.
júní síðastliðinn þar sem kom fram að óðum styttist í að
vallarfoxgras byrjaði að skríða og bændur hvattir til að
hefja sláttur. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að
samtökin hefðu staðið fyrir fóðurgildismælingum og
mikilvægt að hefja sláttur áður en grasið byrjaði að
skríða, eða áður en mælanleiki fer undir 74–75%. Hann
benti á að of mikill þroski á grasi hefði slæm áhrif á gæði
og nauðsynlegt væri að hugsa um gæði fremur en magn.
Sláttur er hafinn víða á Suður- og Vesturlandi og er
ljóst að bændur hafa nýtt sér þurrkdagana sem voru um
og fyrir liðna helgi. Gunnar sagði að einnig væri sláttur
hafinn að einhverju leyti í innsveitum Eyjafjarðar en í
Skagafirði hafi t.d. grasmagn ekki verið nægilegt.
Sláttur hjá bændum víða hafinn
EKKI kemur til greina að endur-
skoða ákvörðun stjórnarnefndar
Landspítala – háskólasjúkrahúss
(LSH) frá árinu 2002 um svokallaða
helgun yfirmanna, sem m.a. felur í sér
að yfirlæknar sjúkrahússins séu í
100% starfi og reki ekki læknastofu
utan hans. Þetta segir Jóhannes
Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH.
Undanfarið hafa fallið tveir dómar,
annar í héraðsdómi og hinn í Hæsta-
rétti, í málum yfirlækna sem ekki
hafa unað þessari ákvörðun. „Af hálfu
spítalans kemur ekki til greina að
breyta ákvörðun um helgun yfir-
manna,“ segir Jóhannes, enda hafi
ákvörðunin verið tekin með hag spít-
alans og sjúklinga að leiðarljósi.
Dómur héraðsdóms Reykjavíkur
fyrr í vikunni, um að LSH hefði ekki
haft lögmæta ástæðu til að veita Stef-
áni E. Matthíassyni, yfirlækni æða-
skurðlækningadeildar, áminningu
fyrir að óhlýðnast tilmælum spítalans
um að láta af rekstri læknastofu,
breytir engu þar um.
Málið snerist um hvort Stefáni
hefðu verið skap-
aðar aðstæður til
að sinna sjúkling-
um sínum á
sjúkrahúsinu en
viljayfirlýsing og
minnisblað þar um
var undirritað í
tengslum við ráðn-
ingarsamning
Stefáns 2002.
Taldi hann að spít-
alinn hefði ekki staðið við sitt varð-
andi fullnægjandi starfsaðstöðu og
hélt stofurekstri sínum utan spítalans
áfram og var honum veitt áminning af
hálfu spítalans í október sl. Jóhannes
segir spítalann líta svo á að aðstaðan
sé til staðar. Því hafi fyllilega verið
staðið við það samkomulag sem gert
var við Stefán af hálfu spítalans.
Jóhannes segir það alls ekki mein-
inguna með helgun yfirmanna að ein-
angra yfirlækna frá sjúklingum sín-
um. Þeir þurfi að hafa starfsaðstöðu á
göngudeild til að taka á móti sjúkling-
um, og til staðar þurfi að vera rann-
sóknaraðstaða og aðstaða til skurð-
aðgerða þegar það eigi við. Jóhannes
segir allt þetta vera til staðar inni á
spítalanum í tilviki Stefáns og því sé
niðurstaða héraðsdóms óskiljanleg.
Starf yfirlæknis fullt starf
„Starf yfirlækna er fullt starf,“
minnir Jóhannes á. „Þegar þessi
ákvörðun var tekin [að yfirlæknar
væru í 100% starfi inni á sjúkrahúsinu
og ekki með stofurekstur] var það
gert til að styrkja starf yfirlækna og
til að gera þjónustu spítalans örugg-
ari og betri. Til grundvallar því var sú
staðreynd að deildir stækkuðu með
sameiningu sjúkrahúsanna og starf
yfirlækna varð umfangsmeira. Þann-
ig að ef eitthvað er þá höfum við
styrkst enn meira í þeirri skoðun að
starf yfirlæknis sé fullt starf.“
Jóhannes segir að til greina komi
að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæsta-
réttar, en að engin ákvörðun hafi ver-
ið tekið um það enn. „Þá kemur einnig
til greina að una dómnum en þá kem-
ur til álita með hvaða hætti það yrði
útfært,“ segir Jóhannes. Það myndi
þó ekki þýða að Stefáni yrði heimilt að
halda áfram stofurekstri utan spítal-
ans. „Það er ekki í spilunum hjá okkur
núna að mínu mati, en þetta verður
skoðað nákvæmlega á næstunni.“
Ekki kemur til greina að
afnema helgun yfirmanna
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Jóhannes
Gunnarsson