Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Útsala 20-80% afsláttur Lagersala • Barnaföt Súðarvogur 7 Mikið úrval Gott verð Opið: Laugardag 1. júlí frá kl. 13-18. Sunnudag 2. júlí frá kl. 12-16. Seiðmagn sjónvarpsins á morgun MEIRIHLUTI borgarráðs sam- þykkti á fundi ráðsins á fimmtudag aðildarbreytingu á úthlutun bygg- ingarréttar á lóð í Stekkjarbrekkum við Vesturlandsveg. Felur breyting- in í sér að lóðaréttindi fyrirtækjanna BYKO, Rúmfatalagersins og Mata, sem áður höfðu fengið úthlutað byggingarrétti á lóðinni, verði fram- seld til sameiginlegs einkahluta- félags í eigu fyrirtækjanna þriggja. Í kjölfarið lögðu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu þess efnis að borgarstjóra yrði falið að leita eftir samvinnu við samkeppn- iseftirlitið og/eða önnur yfirvöld samkeppnismála um hvernig staðinn verði vörður um samkeppnissjónar- mið við skipulag og úthlutanir lóða. Í því efni yrði horft til erlendra for- dæma, en einnig hugað að þeim skil- málum í skipulagi og við lóðaúthlut- anir sem þurfi til að tryggja að úthlutanir sem hafa samkeppni að leiðarljósi nái markmiðum sínum. Þegar afgreiðslu tillögunnar var frestað lögðu borgarfulltrúar Sam- fylkingar fram bókun þar sem lýst var áhyggjum af því að þetta end- urspeglaði ákveðið kæruleysi eða jafnvel metnaðarleysi gagnvart því verkefni að tryggja aukna sam- keppni með úthlutun lóða og skilmál- um í skipulagi. Hefur ekki áhrif á skilmála um samkeppnisforsendur Í samtali við Morgunblaðið bendir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á að reynt geti á skilmála af þessu tagi, því lóð Mata við Stekkjar- brekku hafi verið úthlutað með það að markmiði að auka samkeppni á matvörumarkaði. Bendir hann á að skýrt hafi verið kveðið á um þetta í skilmálum deiliskipulags og við út- hlutun lóðarinnar á sínum tíma. Seg- ir hann gagnrýnivert að meirihluti borgarráðs hafi samþykkt beiðni um að viðkomandi lóðaréttindi væru framseld til uppbyggingarfélags á vegum Smáragarðs án þess að tryggt væri að fyrri skilmálar myndu halda gagnvart hinu nýja félagi. Bendir hann á að með þessu sé opnað fyrir þann möguleika að lóðaréttindi Mata verði framseld til stórra sam- keppnisaðila á matvörumarkaði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, bendir á að samkvæmt umsögn lögmanns Reykjavíkurborg- ar sé beiðni fyrirtækjanna þriggja um aðildarbreytingu afar eðlileg og ekki annað hægt en að verða við henni. Segir hann breytinguna ekki eiga að hafa nein áhrif á þá skilmála um samkeppnisforsendur sem settir voru í upphafi. Bendir hann einnig á að borgin hafi engin tök á að tryggja til framtíðar að ekki verði neinar breytingar á eignarhaldi þeirra lóða sem hún úthluti. Hafa áhyggjur af samkeppni í borginni SLÁTTUR er víða hafinn samkvæmt upplýsingum Gunnars Guðmundssonar, sviðsstjóra hjá Bændasamtök- unum, en samtökin sendu frá sér tilkynningu hinn 19. júní síðastliðinn þar sem kom fram að óðum styttist í að vallarfoxgras byrjaði að skríða og bændur hvattir til að hefja sláttur. Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að samtökin hefðu staðið fyrir fóðurgildismælingum og mikilvægt að hefja sláttur áður en grasið byrjaði að skríða, eða áður en mælanleiki fer undir 74–75%. Hann benti á að of mikill þroski á grasi hefði slæm áhrif á gæði og nauðsynlegt væri að hugsa um gæði fremur en magn. Sláttur er hafinn víða á Suður- og Vesturlandi og er ljóst að bændur hafa nýtt sér þurrkdagana sem voru um og fyrir liðna helgi. Gunnar sagði að einnig væri sláttur hafinn að einhverju leyti í innsveitum Eyjafjarðar en í Skagafirði hafi t.d. grasmagn ekki verið nægilegt. Sláttur hjá bændum víða hafinn EKKI kemur til greina að endur- skoða ákvörðun stjórnarnefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) frá árinu 2002 um svokallaða helgun yfirmanna, sem m.a. felur í sér að yfirlæknar sjúkrahússins séu í 100% starfi og reki ekki læknastofu utan hans. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH. Undanfarið hafa fallið tveir dómar, annar í héraðsdómi og hinn í Hæsta- rétti, í málum yfirlækna sem ekki hafa unað þessari ákvörðun. „Af hálfu spítalans kemur ekki til greina að breyta ákvörðun um helgun yfir- manna,“ segir Jóhannes, enda hafi ákvörðunin verið tekin með hag spít- alans og sjúklinga að leiðarljósi. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í vikunni, um að LSH hefði ekki haft lögmæta ástæðu til að veita Stef- áni E. Matthíassyni, yfirlækni æða- skurðlækningadeildar, áminningu fyrir að óhlýðnast tilmælum spítalans um að láta af rekstri læknastofu, breytir engu þar um. Málið snerist um hvort Stefáni hefðu verið skap- aðar aðstæður til að sinna sjúkling- um sínum á sjúkrahúsinu en viljayfirlýsing og minnisblað þar um var undirritað í tengslum við ráðn- ingarsamning Stefáns 2002. Taldi hann að spít- alinn hefði ekki staðið við sitt varð- andi fullnægjandi starfsaðstöðu og hélt stofurekstri sínum utan spítalans áfram og var honum veitt áminning af hálfu spítalans í október sl. Jóhannes segir spítalann líta svo á að aðstaðan sé til staðar. Því hafi fyllilega verið staðið við það samkomulag sem gert var við Stefán af hálfu spítalans. Jóhannes segir það alls ekki mein- inguna með helgun yfirmanna að ein- angra yfirlækna frá sjúklingum sín- um. Þeir þurfi að hafa starfsaðstöðu á göngudeild til að taka á móti sjúkling- um, og til staðar þurfi að vera rann- sóknaraðstaða og aðstaða til skurð- aðgerða þegar það eigi við. Jóhannes segir allt þetta vera til staðar inni á spítalanum í tilviki Stefáns og því sé niðurstaða héraðsdóms óskiljanleg. Starf yfirlæknis fullt starf „Starf yfirlækna er fullt starf,“ minnir Jóhannes á. „Þegar þessi ákvörðun var tekin [að yfirlæknar væru í 100% starfi inni á sjúkrahúsinu og ekki með stofurekstur] var það gert til að styrkja starf yfirlækna og til að gera þjónustu spítalans örugg- ari og betri. Til grundvallar því var sú staðreynd að deildir stækkuðu með sameiningu sjúkrahúsanna og starf yfirlækna varð umfangsmeira. Þann- ig að ef eitthvað er þá höfum við styrkst enn meira í þeirri skoðun að starf yfirlæknis sé fullt starf.“ Jóhannes segir að til greina komi að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæsta- réttar, en að engin ákvörðun hafi ver- ið tekið um það enn. „Þá kemur einnig til greina að una dómnum en þá kem- ur til álita með hvaða hætti það yrði útfært,“ segir Jóhannes. Það myndi þó ekki þýða að Stefáni yrði heimilt að halda áfram stofurekstri utan spítal- ans. „Það er ekki í spilunum hjá okkur núna að mínu mati, en þetta verður skoðað nákvæmlega á næstunni.“ Ekki kemur til greina að afnema helgun yfirmanna Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Jóhannes Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.