Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mb.is
ALLS bíða nú um 80 aldraðir ein-
staklingar, sem lokið hafa meðferð á
bráðadeildum Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, eftir að fá inni á hjúkr-
unarheimilum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Sigríði Guðmundsdóttur,
innlagnarstjóra LSH, hefur staðan
aðeins batnað á umliðnum vikum, þar
sem hjúkrunarheimili hafa veitt spít-
alanum forgang á þau pláss sem losn-
að hafa, en þó sé nokkuð í land að
staðan verði viðunandi að hennar
mati.
Segir hún æskilegt að útskrifa fólk
sem lokið hefur meðferð, ekki aðeins
af því að mikilvægt sé að geta nýtt
spítalarúmin betur, heldur ekki síður
vegna þess að sjúklingum líði ekki vel
liggjandi á bráðadeild eftir að með-
ferð er lokið. Segir hún sjúklinga eiga
rétt á að komast í mannúðlegra um-
hverfi á hjúkrunarheimilum, þar sem
fólk geti haft sitt eigið dót og þurfi
ekki að liggja frammi á gangi eða
skipta um herbergisfélaga nær dag-
lega.
Ráðuneytið að skoða hvernig
efla megi heimahjúkrun
Bendir Sigríður á að hluti þessa
hóps gæti útskrifast og farið heim til
sín ef í boði væri nægileg heimaþjón-
usta, þ.e. ef einstaklingarnir gætu
fengið allt að tólf klukkustunda
heimaþjónustu á sólarhring. Aðspurð
hvað felist í slíkri heimaþjónustu
nefnir Sigríður þætti á borð við þrif,
heimsendan mat, aðstoð við innkaup,
aðstoð við að fara á fætur, klæða sig,
bursta tennur og aðstoð við böðun og
lyfjagjöf, en slík þjónusta þyrfti að
vera í boði allan sólarhringinn.
Líkt og áður hefur komið fram er
um þessar mundir verið að skoða
hvernig efla megi heimaþjónustuna
og -hjúkrun til þess að hægt sé að út-
skrifa aldraða einstaklinga heim sem
lokið hafa meðferð á spítala, auk þess
sem verið er að skoða hvernig megi
færa spítalaþjónustuna heim og veita
þar nauðsynlega sérfræðiaðstoð. Er
hér um að ræða samvinnuverkefni
LSH og Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins. Samkvæmt upplýsingum
blaðamanns er málið til skoðunar í
heilbrigðisráðuneytinu þar sem verið
er að kanna fjárhagslegan grundvöll
samstarfsverkefnisins, en ekki er lík-
legt að þetta fari af stað fyrr en með
haustinu í fyrsta lagi, m.a. vegna
skorts á fagmenntuðu starfsfólki nú
yfir sumartímann.
Mönnun með fagfólki
ávallt erfið á sumrin
Samkvæmt upplýsingum frá Þór-
unni Ólafsdóttur, hjúkrunarforstjóra
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
er sumarið ávallt erfiður tími hvað
heimahjúkrunina varðar þar sem
skortur sé á fagmenntuðu starfsfólki
í afleysingar á sama tíma og meira sé
um útskriftir af spítölum. Tekur hún
fram að staðan þetta sumarið sé ekk-
ert verri en mörg undanfarin sumur.
Bendir hún á að í ár sé aðalfyrirstað-
an hins vegar ekki fjármagn, enda
hafi ríkið sett auknar fjárveitingar til
þess að bæta og auka þjónustuna í
heimahjúkrun, heldur skortur á fag-
menntuðu fagfólki.
Alls starfa um 130 fagaðilar hjá
heimahjúkruninni, bæði hjúkrunar-
fræðingar og sjúkraliðar, og sinna
þeir um tvö þúsund einstaklingum á
höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Þór-
unnar hefur aðeins verið hægt að
ráða í 4–5 stöðugildi af þeim 10–15
sem þyrfti að ráða í yfir sumartím-
ann. Þetta þýðir, að sögn Þórunnar,
að draga hefur þurft saman seglin yf-
ir sumartímann jafnframt því sem
dregið hefur úr þjónustunni hjá þeim
skjólstæðingum heimahjúkrunarinn-
ar sem þola það. „Það er hins vegar
sama hvernig við snúum okkur, hag-
ræðum og reynum að skipuleggja,
við náum aldrei að anna eftirspurn-
inni yfir sumartímann,“ segir Þór-
unn.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst er töluverður skortur á hvíld-
arinnlagnarplássum sem aldraðir
geti nýtt sér í þrjár til sex vikur í
senn, einu sinni til tvisvar á ári. Að
mati Sigríðar Guðmundsdóttur, inn-
lagnarstjóra LSH, þyrfti ekki nema
tuttugu slík pláss til viðbótar þeim
sem nú eru í boði t.d. á Landakoti og
hjúkrunarheimilinu Eir, til þess að
gera gæfumuninn í að minnka
umönnunarþreytu heima fyrir svo
ekki þurfi að koma til þess örþrifa-
ráðs að leggja sjúklinga inn á bráða-
deildir sjúkrahússins til hvíldar. Seg-
ir hún nokkuð hafa borið á því að þeir
aldraðir sem koma inn í hvíldarinn-
lögn hafi verið orðnir svo lélegir og
búnir að bíða of lengi heima þegar
loks kom til innlagnar að ekki hefur
verið hægt að senda þá aftur heim að
innlögn lokinni, sem hafi svo aftur
keðjuverkandi áhrif.
Að sögn Ingibjargar Hjaltadóttur,
sviðsstjóra öldrunarsviðs á Landa-
koti, eru þar nú á bilinu 10–14 hvíld-
arinnlagnarpláss og eru þau mikið
nýtt, en þess má geta að plássum þar
hefur fjölgað um helming milli ára.
Aðspurð segir hún yfir sextíu ein-
staklinga hafa fengið hvíldarinnlögn
á Landakoti það sem af er ári, en
meðalbiðtíminn eftir innlögn er innan
við tveir mánuðir. Alls eru nú 63 ein-
staklingar á biðlista eftir innlögn og
er meðalaldur þeirra 83 ár.
Spurð hvort mikið sé um að ekki
hafi verið hægt að útskrifa fólk sem
komið hefur inn í hvíldarinnlögn seg-
ir Ingibjörg alltaf eitthvað um það, en
tekur fram að það sé samt í undan-
tekningartilfellum. Segir hún að tek-
ið geti allt upp undir ár að þeir ein-
staklingar fái inni á hjúkrunarheimili
og á meðan liggi þeir á Landakoti.
Tekur hún fram að þetta hafi þó ekki
áhrif á fjölda þeirra hvíldarinnlagn-
arplássa sem í boði séu hverju sinni.
Bagalegt ef heimsóknir
falla niður vegna veikinda
Hjá Regínu Ásvaldsdóttur, sviðs-
stjóra þjónustu- og rekstrarsviðs
Reykjavíkurborgar, fengust þær
upplýsingar að ágætlega hefði gengið
að manna þjónustuna að undanförnu
og þakkaði hún það m.a. samningum
Reykjavíkurborgar við ófaglærða frá
því fyrr í vetur. Að sögn Regínu hef-
ur borgin nýverið aukið kvöld- og
helgarþjónustu sína og segist hún bú-
ast við því að þörfin á þeim tíma geti
aukist í takt við sumarlokanir spít-
alanna, sem enn eru ekki farnar að
skella á af miklum þunga. Hjá heima-
þjónustunni eru 180 stöðugildi og
sinnir hún um 2.800 heimilum í
Reykjavík.
Aðspurð segir Regína þörf á að
efla afleysingar heimaþjónustunnar,
því komið hafi fyrir að veikindi eða
forföll séu það mikil að ekki hafi verið
hægt að sinna umbeðinni þjónustu.
Bendir hún á að um viðkvæma þjón-
ustu sé að ræða þar sem einn aðili fari
inn á heimili og því geti þjónustan
farið úr skorðum ef upp komi t.d.
veikindi. „Þá er auðvitað alltaf reynt
að fá afleysingafólk til að hlaupa í
skarðið, en það er ekki alltaf sem það
tekst. Það er mín skoðun að við þurf-
um að efla þessa afleysingaþjónustu
þannig að það falli ekki úr heimsókn-
ir,“ segir Regína.
Dæmi um að ekki sé hægt að útskrifa aldraða eftir hvíldarinnlögn
Enn er nokkuð í land með
að staðan verði viðunandi
Morgunblaðið/Golli
Yfir sextíu einstaklingar hafa fengið hvíldarinnlögn á Landakoti það sem af er ári, en meðalbiðtíminn eftir inn-
lögn er innan við tveir mánuðir. Alls eru nú 63 einstaklingar á biðlista eftir innlögn og er meðalaldur þeirra 83 ár.
Hjúkrunarheimili
hafa veitt LSH
forgang á pláss
ALÞJÓÐLEGT tengslanet kvenna í
atvinnurekstri er mikilvægt, ekki
aðeins svo konur geti myndað við-
skiptatengsl, heldur vegna þess að
þar fá þær tækifæri til þess að hitt-
ast, deila reynslu sinni og fá nýja
sýn á heiminn. Þetta segir Etta Ca-
rignani, markgreifafrú frá Ítalíu,
en hún hefur lengi látið að sér
kveða á sviði viðskipta, menningar-
og góðgerðarmála. Etta er jafn-
framt formaður nefndar á vegum
FCEM, alþjóðlegs félags kvenna í
atvinnurekstri, sem nefnist Task
Force Europe. Nefndin fundar hér
á landi um helgina um konur í at-
vinnurekstri í Evrópu. Verður með-
al annars rætt um málefni kvenna í
Austur-Evrópu, sem eru í auknum
mæli að láta að sér kveða og um
aukna samkeppni milli Evrópu-
landa og Asíulanda, sem farin er að
segja til sín í fyrirtækjarekstri í
Evrópu. Jafnframt verður fjallað
um næsta heimsþing FCEM, sem
haldið verður í Slóveníu í október.
Tungumálakunnátta mikilvæg
Etta segir að FCEM hafi verið
stofnuð skömmu eftir lok seinni
heimsstyrjaldar. „Stofnandinn var
Yvonne Foinant, frönsk kona sem
varð ekkja í stríðinu. Hún tók þá við
rekstri stálverksmiðju og áttaði sig
á mikilvægi þess að mynda tengsl-
anet með öðrum konum. Hún byrj-
aði á að skapa slík tengsl við konur
á Englandi, en smám saman fjölg-
aði þeim ríkjum sem samtökin
störfuðu í,“ segir Etta.
Hún segir afar mikilvægt að kon-
ur í atvinnurekstri komi saman og
ræði sín mál. „Það er mjög mik-
ilvægt að konur deili reynslu sinni
og markmiðum með öðrum konum
sem fást við svipaða hluti,“ segir
Etta. Tungumálakunnátta sé mik-
ilvæg svo hægt sé að eiga tjáskipti
og skilja menningu ólíkra landa.
„Þær konur sem eru í samtök-
unum koma víðsvegar að úr heim-
inum,“ segir hún. Þær komi meðal
annars frá Suður- og Norður-
Ameríku, Afríku, Asíu og Evrópu.
„Nefna má að við erum með öfluga
starfsemi í Rússlandi,“ segir Etta,
en einnig eiga mörg Afríkuríki að-
ild að samtökunum. Félag kvenna í
atvinnurekstri á Íslandi fékk fulla
aðild að samtökunum í fyrra.
Etta segir tengslanet kvenna í at-
vinnurekstri mikilvægan stuðning
við konur í þessum geira og einkum
gagnast konum sem reka miðlungs-
stór eða lítil fyrirtæki. Hún segir
FCEM vinna að því um þessar
mundir að styðja konur í Austur-
Evrópu við að stofna eigin atvinnu-
rekstur. „Sjálf er ég á förum til Alb-
aníu í nóvember til þess að sinna
slíkum verkefnum,“ segir hún.
Etta segir það henta konum afar
vel að standa í eigin atvinnurekstri.
„Konur sinna ýmsum hlut-
verkum. Þær ganga menntaveginn,
eignast börn og heimili. Það er erf-
itt að samræma öll þessi störf, en
konum sem eru í sjálfstæðum
rekstri reynist það oft auðveldara
en öðrum, því þær eru þá óháðari
og hafa meira að segja um hvernig
tíma þeirra er ráðstafað,“ segir
Etta.
Konur í atvinnurekstri deili reynslu sinni
Morgunblaðið/ÞÖK
Etta Carignani: Mikilvægt að konur
í atvinnurekstri myndi tengslanet.
Rætt um evrópskar athafnakonur á fundi um helgina
STJÓRN Landverndar hefur fjallað
um dóm héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem set- og miðlunarlónum
norðan og vestan Þjórsárvera er
hafnað án undangengins mats á um-
hverfisáhrifum.
Í ályktun stjórnarinnar segir:
Verndargildi Þjórsárvera er óum-
deilt og skoðanakannanir hafa sýnt
að víðtæk samstaða er meðal þjóðar-
innar um stækkun friðlandsins. Með-
al annarra hafa Sigríður Anna Þórð-
ardóttir, fyrrverandi
umhverfisráðherra, Jónína Bjart-
marz umhverfisráðherra og Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
lýst yfir jákvæðu viðhorfi til stækk-
unarinnar.
Stjórn Landverndar hvetur ráða-
menn til þess að stíga skrefið til fulls
og stækka friðlandið í Þjórsárverum
að náttúrulegum mörkum veranna.
Landvernd vill að
friðlandið stækki
ÞINGFLOKKUR Samfylkingar-
innar fagnar þeim tíðindum að
Landsvirkjun hyggist una niður-
stöðu héraðsdóms Reykjavíkur í
Þjórsárveramálinu um að megin-
hluti úrskurðar Jóns Kristjánssonar,
setts umhverfisráðherra, verði að
fara í umhverfismat áður en til
framkvæmda geti komið. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
þingflokknum sem gefin var út í
gær. Einnig kemur þar fram að
þingflokkurinn fagni nýlegum yfir-
lýsingum landbúnaðarráðherra og
umhverfisráðherra um stækkun
friðlandsins í Þjórsárverum. Telur
þingflokkurinn að einboðið sé að
fella heimild til Norðlingaölduveitu
úr raforkuveralögum strax og þing
kemur saman á ný með því að sam-
þykkja lagafrumvarp sem fulltrúar
allra stjórnarandstöðuflokkanna
standa að og flutt var á síðasta þingi.
Fagnar afstöðu
Landsvirkjunar
ARNAR Þór
Sævarsson hdl.
hefur verið ráð-
inn aðstoðar-
maður iðnaðar-
og viðskiptaráð-
herra frá og með
1. júlí nk. Arnar
Þór er 34 ára og
starfaði áður hjá
Fjármálaeftirlitinu frá árinu 1999
til 2001 og hjá Símanum frá 1. jan-
úar 2002 til 30. júní 2006.
Arnar Þór útskrifaðist frá Há-
skóla Íslands árið 1999, öðlaðist
héraðsdómslögmannaréttindi árið
2000 og lauk prófi í verðbréfa-
viðskiptum árið 2001.
Arnar Þór á tvö börn og er í sam-
búð með Gerði Betu Jóhannsdóttur
hjúkrunarfræðingi.
Aðstoðarmaður
iðnaðar- og
viðskiptaráðherra