Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LEIÐTOGI Hamas-samtakanna sagði í gær að
Ísraelum myndi ekki takast að bola samtökunum
frá völdum með hernaði sínum eftir um það bil 30
loftárásir Ísraelshers á Gaza-svæðið, meðal ann-
ars á byggingu palestínska innanríkisráðuneytis-
ins.
Ismail Haniya, forsætisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar, sagði að hún væri að reyna að
fá herskáa Palestínumenn til að sleppa ísraelskum
hermanni sem hefur verið í haldi þeirra frá því á
sunnudag. Hann bætti við að Ísraelar yrðu að
hætta „villimannslegum árásum“ sínum á Gaza-
svæðið.
„Tylliástæða“ til að fella stjórnina
Forsætisráðherrann gaf til kynna að Palestínu-
menn myndu ekki framselja ísraelska hermanninn
í skiptum fyrir átta ráðherra og 56 aðra embætt-
ismenn Hamas sem Ísraelar handtóku í fyrradag.
Haniya sakaði stjórn Ísraels um að undirbúa
allsherjarstríð á hendur Palestínumönnum og
nota mál ísraelska hermannsins sem „tylliástæðu“
til að fella heimastjórn Hamas-samtakanna.
Forsætisráðherrann kvaðst hafa rætt við ráða-
menn í arabalöndum og Evrópu til að reyna að
finna lausn á vandanum en hernaður Ísraela hefði
torveldað þá viðleitni.
Stjórn Egyptalands hefur reynt að miðla mál-
um og sagði í gær að Hamas hefði fallist á að
tryggja að hermaðurinn yrði leystir úr haldi, en
gegn skilyrðum sem Ísraelar hefðu ekki sam-
þykkt.
Ísraelskar herþotur skutu flugskeytum á bygg-
ingu innanríkisráðuneytisins í Gaza-borg í fyrri-
nótt. Eldur kviknaði í byggingunni sem var mann-
laus þegar árásin var gerð.
Loftárásir Ísraelshers beindust meðal annars
að skrifstofu Fatah, hreyfingar Mahmouds Abbas,
forseta Palestínumanna, þjálfunarbúðum her-
skárra Palestínumanna, vopnabúrum þeirra og
stöðum sem þeir hafa notað til að skjóta flugskeyt-
um á Ísrael.
Ísraelsher hefur einnig skotið flugskeytum og
sprengjum á vegi, brýr og eina orkuver Gaza-
svæðisins. Árásirnar hafa valdið rafmagnsleysi
víða á svæðinu og einnig vatnsleysi vegna þess að
rafmagn hefur verið notað til að knýja vatnsdælur.
Segir að Ísraelar geti
ekki fellt heimastjórnina
AP
Hernaði Ísraela mótmælt fyrir utan skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í Beirút í Líbanon.
SERBNESK yfirvöld skiluðu í gær líkamsleifum síð-
ustu Kosovo-Albananna sem vitað var að hefðu verið
drepnir í aðgerðum serbneskra öryggissveita í Kosovo
1998–1999 og grafnir í fjöldagröfum í Serbíu. Um var
að ræða 110 lík en aðeins var búið að bera kennsl á 22
þeirra. Um þrjú hundruð Kosovo-Albanar voru því
komnir til Merdare, við landamæri Kosovo og Serbíu,
þar sem líkin voru afhent. Vonaðist fólkið, þ.á m. mað-
urinn á myndinni, eftir því að finna lík ástvina sinna
sem saknað hefur verið þessi sjö ár sem liðin eru.
AP
Skila líkum Kosovo-Albana
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna þykir hafa
sett verulega ofan í við George W. Bush
Bandaríkjaforseta með þeim úrskurði sínum í
fyrradag að hann hafi farið út fyrir valdsvið
sitt með því að stofna sérstakan herdómstól
fyrir fanga í Guantanamo-herstöðinni banda-
rísku á Kúbu. Þykir úrskurðurinn í reynd
vekja spurningar um alla framgöngu forsetans
í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum, en
Bush hefur tekið sér víðtækt forsetavald, m.a.
með því að heimila leynilegar hleranir.
Bush og Dick Cheney varaforseti hafa ítrek-
að og eindregið varið þær aðferðir, sem
Bandaríkjastjórn hefur beitt í baráttu sinni
gegn hryðjuverkum. Hafa þeir haldið því fram
að aukið eftirlit með bandarískum ríkisborg-
urum og fangelsun manna um ótilgreindan
tíma án þess að þeim sé birt ákæra, svo dæmi
séu tekin, séu réttlætanleg útfærsla á forseta-
valdi á stríðstímum.
Fimm dómarar hæstaréttar komust hins
vegar í fyrradag að þeirri niðurstöðu að rétt-
arhöld í málum fanganna í Guantanamo
gengju í berhögg við Genfar-sáttmálann um
meðferð á stríðsföngum og bandarísk lög. Var
um leið snúið við niðurstöðu áfrýjunardóm-
stóls í máli Salims Ahmeds Hamdan frá Jem-
en, en hann er sagður fyrrverandi bílstjóri
Osama bin Laden.
Um 460 föngum er haldið um þessar mundir
í Guantanamo og hafa flestir verið þar allt frá
2002. Aðeins tíu hafa hins vegar sætt ákæru,
en Hamdan er einn þeirra; hann er sakaður
um aðild að samsæri um að fremja hryðjuverk.
Þykir hæstiréttur í reynd kastað á dyr þeim
útgangspunkti að forseti Bandaríkjanna einn
og sér geti ákveðið hvað þurfi að gera til að
verja Bandaríkin og hversu langt megi ganga í
þeim tilgangi. Þýðir úrskurðurinn að jafnvel
við þær aðstæður, sem nú eru uppi, verði for-
setinn að halda sig innan tiltekins ramma, sem
markist af stjórnarskránni.
„Hæstiréttur er ekki vanur að setja ofan í
við forsetann á stríðstímum,“ sagði Stephen J.
Wayne, prófessor við Georgetown-háskóla í
Washington. „En þessi forseti hefur tekið sér
vald, með þeim rökum að við eigum nú í stríði
við hryðjuverkamenn. Og ég held að hæstirétt-
ur sé með úrskurðinum að senda honum þau
skilaboð, að hann hafi gengið of langt.“
Skýrir stöðu fanga í Guantanamo lítið
Bush var hins vegar fljótur að lýsa því yfir
að úrskurðurinn myndi alls ekki hafa þær af-
leiðingar „að morðingjum yrði sleppt úr haldi“.
Kvaðst hann ætla að vinna með þinginu að
lagabreytingum til að hægt yrði að færa fang-
ana fyrir herrétt.
Athygli vekur að meirihluti hæstaréttar
bregst við gagnrýni í þá veru að ákvörðun
hans muni þýða að grafið verði undan viðleitni
stjórnvalda til að fyrirbyggja hryðjuverk.
Bendir rétturinn á að í raun grundvallist nið-
urstaðan á því einu, að þingið hafi aldrei gefið
framkvæmdavaldinu sjálfdæmi í þessum efn-
um. Ekkert útiloki aftur á móti að forsetinn
leiti á náðir Bandaríkjaþings með þeim hætti,
sem George W. Bush hefur þegar lýst yfir að
hann muni gera.
Þó að úrskurður hæstaréttar sé óumdeil-
anlega áfall fyrir Bush forseta skýrir hann
ekki heldur stöðu fanganna 460 í Guantanamo
svo nokkru nemi, enda hafa fæstir þeirra sætt
ákæru, sem fyrr segir, og hafa því ekki komið
fyrir umræddan herdómstól. Fyrir vikið hefur
hann ekki sjálfkrafa í för með sér að búðunum
verði lokað.
Öruggt má hins vegar telja að bandarísk
stjórnvöld sæti jafnvel enn harðari gagnrýni
framvegis vegna aðstæðna í Guantanamo en
hingað til. Og Marty Lederman, kennari við
Georgetown-lagaháskólann, segir jafnframt
líklegt að ýmis önnur prófmál komi nú fyrir
bandaríska dómstóla er tengjast stríðinu gegn
hryðjuverkum, s.s. meintar misþyrmingar á
föngum í Guantanamo og í Abu Ghraib í Írak.
Mestu máli skipti að beinlínis sé sagt í úr-
skurðinum að Genfar-sáttmálinn nái til fang-
anna í Guantanamo, sem er nokkuð sem
Bandaríkjastjórn hefur ávallt hafnað með öllu.
Það hljóti að hafa einhverja þýðingu.
Fréttaskýring | Úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna í fyrradag er áfall fyrir George W. Bush
Hefur tekið sér of víðtækt forsetavald
Reuters
Margir fanganna í Guantanamo á Kúbu hafa
verið þar í fjögur ár án þess að sæta ákæru.
VÍSINDAMENN frá Þýska-
landi og Sviss telja sig hafa
fundið út að maurategund í
Afríku noti eins konar „inn-
byggðan skrefamæli“ til að
mæla fjarlægðir með nákvæm-
um hætti, að því er fram kemur
á vef breska útvarpsins, BBC.
Greint var frá niðurstöðun-
um í tímaritinu Science, en þar
kemur fram að maurategundin
Cataglyphis fortis, sem einkum
er að finna í Sahara-eyðimörk-
inni, getur rakið leið sína heim
úr leiðöngrum aftur að maura-
þúfum með því að fara sama
skrefafjölda til baka.
Vísindamennirnir, sem
starfa við háskólana í Ulm og
Zürich, vissu að maurar gætu
notað sólarljós til að rata. Með
því að hafa áhrif á fótalengd til-
raunamaura uppgötvuðu þeir
hins vegar að maurarnir telja
skrefin sín til að áætla leiðina
til baka úr leiðöngrum með
þessum árangursríka hætti.
Maurar
telja
skrefin Peking. AP. | Kínversk stjórnvöld til-
kynntu í gær að þau hygðust herða
eftirlit með netumferð í landinu,
einkum bloggsíðum og leitarvélum,
til að koma í veg fyrir dreifingu efnis
sem er talið ósiðlegt eða grafa undan
stjórn kommúnista. Tilkynningin
kom ekki á óvart en hún kemur í
kjölfar herferðar ríkisstjórnar Hu
Jintao forseta gegn óæskilegum vef-
síðum og blaðamönnum.
„Eftir því sem sífellt meira magni
af ólöglegum og óæskilegum upplýs-
ingum er dreift á bloggsíðum og leit-
arvélum munum við leitast við að
grípa til árangursríkra aðgerða til að
koma böndum á slíka dreifingu,“
sagði Cai Wu, formaður upplýsinga-
skrifstofu stjórnarinnar, í viðtali við
Xinhua-fréttastofuna í gær.
Kínversk stjórnvöld hvetja til net-
notkunar í viðskiptalífinu og í skól-
um en reyna að draga úr aðgengi að
„óæskilegu“ efni. Að sögn Xinhua
tengist þessi viðleitni herferð stjórn-
arinnar sem hófst í febrúar og hefur
það að markmiði að „hreinsa um-
hverfi“ net- og farsímanotkunar.
Aðeins í Bandaríkjunum er að
finna fleiri netnotendur en í Kína,
þar sem talið er að 111 milljónir
manna noti netið reglulega. Þá er
áætlað að 37 milljónir bloggsíðna sé
að finna í Kína og að í ár muni þeim
fjölga í tæplega 60 milljónir síðna.
Hert eftirlit
með netinu
í Kína
Genf. AFP. | Hnattvæðingin hefur
ekki orðið til þess að jafna bilið milli
ríkra og fátækra ríkja í heiminum, að
því er segir í nýrri skýrslu Samein-
uðu þjóðanna. Hvatt er til þess í
skýrslunni, sem unnin var af efna-
hags- og félagsmáladeild SÞ, að þró-
unarríkin fái aukið svigrúm til að
þróa og byggja upp sinn efnahag.
Í skýrslunni segir að sú staðreynd
að ójafnræðið hafi vaxið milli ríkra
ríkja og fátækra sé í mótsögn við þá
almennu trú manna að munur á
tekjum ríkja myndi jafnast eftir því
sem veröldin yrði smærri, þ.e. á
þessum tímum svokallaðrar hnatt-
væðingar í efnahagsmálum.
Lögð er áhersla á að fátæku ríkin
fái meira svigrúm til umbyltingar á
hagkerfum sínum, en mörg eru þau
háð útflutningi á vörum sem eru þess
eðlis að sveiflur á heimsmarkaðs-
verði þeirra geta leikið ríkin grátt.
Fátæk ríki fái
meira svigrúm
♦♦♦