Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 25
MINNSTAÐUR
VARNARLIÐSSALA
Herinn er að fara og nú þarf að selja allt sem eftir verður.
Opnum sölu á eigum Varnarliðsins í gamla Blómavali að Sigtúni 40 í Reykjavík.
Verslunin verður opin alla daga vikunnar fram á haust
- eða þar til allt hefur selst.
GEYMSLUSVÆÐISINS
Úrvalið er ótrúlegt:
sófar - varahlutir - skrifstofustólar - rúm - ljósmyndir
tölvur - borðstofuboð - flugvélapartar - leikskólastólar
skrifborð - eldhúsborð - lazyboy stólar - bílar - landslagsmyndir
húsgögn fyrir veitingastaði - skápar - náttborð - eldhússtólar
stólar fyrir samkomusali - stálskápar - leðursófar - verkfæri
sjónvarpsskápar - húsbúnaður - varahlutir - prentarar - skannar
hermannaskór - eldhúsborð - geymsluskápar - dekk - tússtöflur
hermannaaxlabönd - skjávarpar - töskur - kommóður - dýnur
rúmgaflar - speglar - verkfærakassar - staflanlegir stólar
og fleira og fleira...
Opið: Laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudga: 12:00 - 18:00Virka daga: 10:00 - 18:00
OPNAR Í DAG
laugardaginn 1. júlí
Í Blómavalshúsinu að Sigtúni 40
Komið og gerið góð kaup
Reykjanesbær | Í tilefni sjó-
mannadagsins var haldin uppá-
koma í bátasafni Gríms Karlssonar
í Duushúsum. Við sama tækifæri
var því fagnað að ný líkön hafa bor-
ist safninu að gjöf og eru nú tæp-
lega 90 bátar í breyttri sýningu.
Andrés Magnús Eggertsson notaði
tækifærið og gaf safninu líkan af
skútunni Sigurfara sem hann hafði
sjálfur smíðað.
Sögðu sögur af sjónum
Gestir gerðu góðan róm að pall-
borðsumræðum sem þeir hlýddu á,
en fimm reynslumiklir skipstjórar,
þeir Ólafur Björnsson, Arnbjörn
Ólafsson, Gunnlaugur Karlsson,
Grímur Karlsson, og Hafsteinn
Guðnason tóku þátt í umræðunum
undir stjórn Valgerðar Guðmunds-
dóttur menningarfulltrúa.
Sögðu þeir sögur af sjónum og
veltu meðal annars fyrir sér spurn-
ingunni af hverju sumir veiddu allt-
af meira en aðrir. Einnig sögðu þeir
skemmtilegar sögur af litríkum
persónum.
Glæsilegur skipakostur Bátasafni Gríms Karlssonar barst viðbót í lík-
anasafn sitt á dögunum og í safninu eru nú tæplega 90 líkön.
Bátum fjölgar í flota
bátasafnsins í Duushúsum
SUÐURNES
Reykjanesbær | Suðurnesjamara-
þonið verður þreytt í dag og verða
fjórar vegalengdir í boði. Meira en
áratugarlöng hefð er fyrir hlaupinu.
Til stóð að leggja það niður fyrir um
sex árum síðan en þá tók líkams-
ræktarstöðin Lífstíll við því og hefur
staðið að því síðan.
„Hlaupið er fyrir alla fjölskylduna,
við erum að reyna að fá fólk til að
hreyfa sig og vekja það jafnframt til
umhugsunar um hreyfingu og bætta
heilsu,“ segir Vikar Sigurjónsson,
sem rekur Lífstíl. „Á næsta ári
stendur svo til að bæta við einni
vegalengd, heilu maraþoni.“
Öll hlaupin hefjast og enda við lík-
amsræktarstöðina Lífstíl við Hótel
Keflavík og þar er boðið upp á bún-
ingsaðstöðu.
Fjölbreyttar vegalengdir
á boðstólum
Lengsta vegalengdin er 25 km
fjallahjólakeppni, Sandgerðishring-
urinn, sem stendur til boða fyrir
hjólreiðamenn. Frá Keflavík verður
hjólað í Garð, þaðan til Sandgerðis
og aftur til Keflavíkur. Leggja hjól-
reiðakappar af stað kl. 11.20. Hálft
maraþon, rúmur 21 km, verður
hlaupið frá Keflavík, í Garð og til
baka sömu leið. Ræst er kl. 10.30.
Næsta vegalengd er 10 km hlaup og
liggur sá hringur í kringum Kefla-
vík, alveg út að Fitjum þar sem
verslun Bónuss er. Verður það hlaup
ræst kl. 11.15. Loks stendur til boða
3,5 km langt skemmtiskokk, hringur
inni í Keflavík, þar sem fólki er vel-
komið að skokka eða ganga auk þess
sem leyfilegt er að taka börn með í
kerrum. Yngstu þátttakendum er til
dæmis velkomið að hjóla eða skauta
þessa vegalengd á línuskautum.
Gert er ráð fyrir því að þátttak-
endur í hinum ýmsu vegalengdum
komi í mark á svipuðum tíma.
Skráning fer fram í dag og lýkur
henni rétt fyrir upphaf hlaups. Þátt-
tökugjald er 1.000 krónur fyrir
fimmtán ára og eldri og 500 krónur
fyrir þá sem yngri eru. Tilboð verða
á líkamsræktarkortum í Lífstíl og
allir þátttakendur frá frítt í sund.
Fjöldi útdráttarvinninga er í boði
þar sem nöfn allra þátttakenda eru í
pottinum. Meðal annarra vinninga er
utanlandsferð fyrir tvo með Flug-
leiðum.
Suðurnesja-
maraþonið
fer fram
í dag
Sandgerði | Byggingarfulltrúa hef-
ur verið falið af bæjarráði Sandgerð-
is að bjóða stækkun leikskólans Sól-
borgar út að nýju. Tilboðin sem
berast verða tekin til afgreiðslu á
fyrri fundi bæjarstjórnar í ágúst nk.
og er gert ráð fyrir því að húsnæðið
verði tekið í notkun í ágúst 2007.
Að mati S-listans væri réttara að
hefjast handa við byggingu nýs leik-
skóla, en framboðið gerir ekki at-
hugasemdir við fyrirhugað útboð.
K-listi og D-listi taka fram að ekki
verði ráðist í aðrar framkvæmdir í
leikskólamálum fyrr en lokið verði
við umrædda framkvæmd, enda hafi
verið gert ráð fyrir umræddri
stækkun frá upphafi.
Meðan útboðsmál hafa verið í
ólestri hafa færri komist að í Sólborg
en vilja og var kennsla elstu nem-
enda leikskólans því flutt í Skóla-
stræti 1. Úttekt hefur verið gerð á
því húsnæði og stendur til að starf-
rækja þar leikskóladeild með eldhúsi
fyrir börn á aldrinum fimm til sex
ára þar til 10. ágúst 2007.
Stækkun leik-
skólans Sól-
borgar boðin
út að nýju
♦♦♦