Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 26
Daglegtlíf júlí „VIÐ fórum í frábæra ferð til Par- ísar í fyrra en mig langaði til að toppa hana og stakk upp á ferð til frönskumælandi Afríku og Túnis varð fyrir valinu,“ segir Sif Jóhanns- dóttir sem fór í vor ásamt félögum sínum við frönskudeild Háskóla Ís- lands og einum kennara til Túnis. „Við vorum tuttugu og fjögur sem fórum út. Ég og Jóna Harpa Gylfa- dóttir skipulögðum ferðina í sam- starfi við kennara okkar, Gérard Lemarquis, en hann var líka leið- sögumaður í ferðinni.“ Nokkuð dýrt er að fljúga beint frá Íslandi til Túnis svo hópurinn tók á sig smákrók. „Við flugum til London og tókum lestina þaðan til Parísar, stoppuðum eina nótt, og flugum svo til Túnis.“ Hópurinn dvaldi á Hotel Dahlia Marmara á eyjunni Djerbu sem er föst við meginlandið. „Við vorum búin að skipuleggja hvern einasta dag af þeim sjö sem við dvöldum í Túnis en þegar á hólminn var komið fengum við hitabylgju með 40°C hita svo það var ákveðið að draga töluvert úr dagskránni því það er erfitt að gera mikið í svona veðri.“ Frönskunemarnir gerðu þó ým- islegt skemmtilegt og segir Sif eyði- merkurferð vera eitt af því sem stendur upp úr. „Við fórum yfir til Sahara og þar fórum við m.a. á úlf- aldabak og skoðuðum staðinn þar sem ein Star Wars-myndin var tekin upp. Það var mikil lífsreynsla að vera í Sahara-eyðimörkinni í 45°C hita; sólin lemur mann, sandurinn fýkur í augun í þér og þú ert á úlfaldabaki,“ segir Sif og er greinilega uppnumin af þessu ferðalagi. Ævintýralegar ferðir Ýmis ævintýri urðu á vegi ferða- langanna og segir Sif eina gönguferð vera eftirminnilega. „Áður en við fór- um út ákváðum við að fara í 12 km göngu á eyðiströnd en við vorum ekki búin að taka veðurfarið inn í myndina. Þegar leigubílstjórarnir keyrðu okkur á ströndina hlógu þeir bara að bjartsýninni í okkur að ætla að fara í gönguferð í þessum hita, heimamenn myndu ekki einu sinni reyna það. Við þrjóskuðumst samt við og eftir hálftímagöngu þurfti hluti af hópnum að hringja á leigu- bíla og láta ná í sig vegna hita. Hjólaferð sem við fórum í er mér líka ofarlega í minni. Við leigðum hjól fyrir hópinn í gegnum frænda þjóns á hótelinu. Þegar við komum á hjólaleiguna biðu okkar algjörir skrjóðar sem færu beint í ruslið hérna heima. Við hjóluðum samt af stað og þegar við vorum búin að hjóla í tíu mínútur datt petali af hjá einum, sá fékk nýtt hjól en var ekki kominn út af hjólaleigunni þegar keðjan datt af því. Hann fékk þá þriðja hjólið og eftir smástund datt petalinn af því líka. Hjá einum var hjólið fast í bremsu, það sprungu dekk hjá nokkrum og sumir þurftu að bera hjólin heim, en eins og með göngu- ferðina þá voru einhverjir sem náðu að ljúka hjólatúrnum,“ segir Sif og hlær. „Við fórum líka í eina skipu- lagða bátsferð með sjóræningjaskipi. Þá sigldum við á litla sandeyju þar sem var grillað og sjóræningjar skemmtu okkur. Einn daginn heimsóttum við fólk sem býr í eyðimörkinni í nið- urgröfnum hellum. Heimilið sam- anstendur af mörgum litlum sam- tengdum hellum sem þjóna allir sínum tilgangi og svo er einn stór í miðjunni sem tengir þá saman. Þetta var mjög snyrtilegt og það besta var að niðri í þessum hellum var kalt.“ Múslimsk Benidorm Sif segir að allir Túnisbúar reyni að græða á ferðamönnum, enda lifi um 80% íbúa þar á ferðamannaiðn- aðinum. „Þetta er mikið ferðamanna- land, svolítið eins og að ganga inn í múslimska Benidorm. Maður þarf alltaf að vera á varðbergi gagnvart því að ekki sé verið að snuða mann, t.d. lentum við í því í úlfaldaferðinni að sumum var réttur drykkur í stoppi og sagt að hann væri innifal- inn í ferðinni en svo komu þeir fimm mínútum seinna og rukkuðu fyrir hann.“ Sif segir móðurmál Túnisbúa vera arabísku en það tali allir frönsku líka. „Það var skrítið að ganga inn í svona framandi menningarheim en skilja samt allt og geta tjáð sig full- komlega.“ Á heimleiðinni stoppaði hópurinn í tvo daga í París og þar hittu þau ís- lenskunema við Sorbonne-háskóla. „Þetta eru Frakkar að læra íslensku og það var mjög fróðlegt að hitta fólk sem er að læra tungumálið okkar einhvers staðar úti í heimi.“ Sif segir þau vera byrjuð að hugsa fyrir næstu ferð. „Við stofnuðum ferðahópinn Galíu innan frönsku- deildarinnar og ætlum að fara saman út árlega héðan í frá. Annað hvert ár ferðumst við innanlands í Frakklandi en hitt árið verður farið til frönsku- mælandi lands utan Evrópu,“ segir ferðalangurinn Sif að lokum.  FERÐALÖG | Frönskunemar við Háskóla Íslands fóru til Túnis Erfitt að vera ferðamaður í 40°C hita Túnisfararnir kátir eftir að hafa lent í hinum ýmsu ævintýrum. Sif Jó- hannsdóttir er hægra megin við Gérard Lemarquis sem er fyrir miðju. Tuttugu og fjórir íslenskir frönskunemar lögðu leið sína til Túnis og hér er hópurinn á úlfaldabaki í Sahara-eyðimörkinni.   &       ' (  # )    ' *   + ,                             Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FIMM systur á Tálknafirði tóku sig til og opnuðu nýtt gistiheimili í bænum núna í júní, í húsi sem heitir því fagra nafni Bjarmaland. Þær Særún, Kristín, Freyja, Mar- grét og Sædís Magnúsdætur segja að Bjarmaland hafi til margra ára verið verbúð og þar býr því mikil saga. Allt var tekið í gegn og gert upp og mikil vinna var lögð í standsetningu á gistiheimilinu. Meðal annars var skipt um alla glugga, allar hurðir og íbúð- irnar tvær sem voru í húsinu voru sameinaðar. Í Bjarmalandi eru 11 herbergi og eru rúm fyrir 21 mann.  TÁLKNAFJÖRÐUR Verbúð verður að gistiheimili Bjarmaland er heimilislegt og fallegt hús. Særún, Kristín, Freyja, Margrét og Sædís Magnúsdætur. Eþíópía | 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.