Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com 24.200 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Eþíópía þarf virkilega á ferða-mönnum að halda en efna-hagur landsins er bágborinn og verðlag eftir því sem þýðir aftur á móti að þar er hagstætt fyrir okkur að ferðast,“ segir Þóroddur F. Þór- oddsson. Þátttakendur í gönguferðinni ásamt honum voru þau Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Höskuldur Jóns- son, Inga Jónsdóttir, Páll Gunn- laugsson, Sif Konráðsdóttir og Vigdís Erlendsdóttir. Sumir höfðu ferðast saman áður, aðrir ekki, en hópurinn hristist vel saman. Ferðin hófst 3. nóvember sl. og stóð til 13. sama mánaðar. Göngu- ferðin tók átta daga og gengið var um Simen-þjóðgarðinn, m.a. á hæsta tind Eþíópíu og fjórða hæsta fjall Afríku, Ras Dajen (4.620 m). Hentugast er að ferðast á þessar slóðir í október og nóvember en regntíminn stendur frá júní og fram undir lok september. Eftir það er gróður í blóma, náttúran skartar sínu fegursta og hitinn er ekki óbærilegur, að sögn Þórodds. Hópurinn flaug til London og þaðan til höfuðborgar Eþíópíu, Addis Ababa, með British Airways. Þar tók ferðaskrifstofan Red Jackal við hópnum og sá um ferðina innan- lands. Þóroddur mælir með þessu fyrirkomulagi þar sem þannig skilja ferðamennirnir mest verðmæti eftir í landinu í staðinn fyrir að greiða er- lendum milliliðum þjónustugjöld. Ferðin innan Eþíópíu kostaði um þúsund dollara á mann sem sam- svarar um 73.000 íslenskum krónum og eru þá innifaldar flugferðir til og frá Gonder, allur akstur, fullt fæði allan tímann, fjórar nætur á hóteli og 9 dagar í gönguferð með tjöldum, dýnum, borðum og stólum. Að auki koma ferðir frá Íslandi til Eþíópíu. Vopnaðir skátar stóðu vörð „Ferð okkar í Eþíópíu hófst með flugi til hinnar fornu höfuðborgar Gonder,“ segir Þóroddur. Þaðan var ekið upp í fjöllin og inn í Simen- þjóðgarðinn sem var stofnaður 1975– 1977. „Til að komast inn í hann þarf að ráða bæði viðurkenndan leiðsögu- mann og einn til tvo vopnaða „skáta“ sem hafa það hlutverk að gæta tjald- búðanna og verja ferðamenn gegn sjakölum, hýenum og öðrum rándýr- um. Sem heimamenn þekkja þeir vel til hvar líkur eru á að sjá sjaldgæf dýr, svo sem fjallageitur (Walya ibexes), en þær eru sú spendýrateg- und sem er í hvað mestri útrýming- arhættu á jörðinni. Leiðsögumaður okkar, Salomon, var tæplega þrítug- ur kennari sem hafði starfað í mörg ár í skólum sem verið var að koma smám saman upp í þorpum umhverf- is þjóðgarðinn og var mjög fróður um bæði náttúru og mannlíf,“ segir Þóroddur. Í pakkanum sem keyptur var af ferðaskrifstofunni var allt innifalið, þ.e. þjónusta leiðsögumannsins og „skátanna“, auk þess voru burð- armenn með í för og kokkar sem eld- uðu ofan í mannskapinn. „Ég hefði verið til í að fara þessa ferð með allt á bakinu og þurft að sjá um tjald og matseld, áður en ég fór, ekki vitandi hve það er mikill munur að þurfa að- eins að hafa lítinn hryggsekk með búnaði til dagsins, ekki síst þegar hitinn var kominn vel yfir 20°C. Síð- ast en ekki síst kostar þjónusta heimamanna okkur lítið og ber okk- ur að kaupa hana að eins miklu leyti af þeim og kostur er og stuðla þannig að bættum lífsgæðum heimamanna, við getum kallað það einstaklings- bundna þróunaraðstoð,“ segir Þór- oddur. Gengið í 3-4 þúsund metra hæð Gönguleiðin var að mestu hefð- bundin gönguleið útlendra ferða- manna og þeirra um eitt hundrað manns sem fara alla leið á hæsta tind Simen-fjalla á ári. Nokkuð kom á óvart hvað hækkun og lækkun gat verið mikil einstaka daga en engar leiðir voru beinlínis erfiðar, að sögn Þórodds. Ferð eins og þessi hentar breiðum hópi, allt frá unglingum upp í eftirlaunaþega sem eru vanir göngu- ferðum og að sofa í tjaldi. Þátttak- endur þurfa að vera í góðu göngu- formi svo þeir njóti ferðarinnar, dagleiðir eru drjúgar, göngulandið töluvert mishátt og gengið er í 3000– 4000 m hæð svo þunnt loftið segir til sín, að sögn Þórodds. Á daginn var gengið í stuttbuxum og hlýrabol en fljótlega eftir að kom í náttstað gekk sólin undir og þá var nauðsynlegt að klæða sig vel, og í tjaldstað yfir 3.000 m hæð fer hitinn niður fyrir frost- mark á nóttunni. Á fjórða degi var farið á hæsta tindinn. „Það var um ellefu klukkustunda ferð og hækk- unin um 1.500 metrar, jafnt á fótinn nema klungur svipað og upp á Þver- fellshornið á Esjunni í lokin.“ Þór- oddur er vanur göngumaður og sjálf- ur getur hann helst borið ferðina saman við gönguferð upp í grunn- búðir Everest. „En þetta var miklu auðveldara, minni hæð, hlýtt á daginn og engin magakveisa, hvorki vegna matar eða hæðar,“ segir hann. „Það sem gerir þetta göngusvæði sérstakt, og reyndar ferðasvæðið allt, er ná- lægðin við íbúa landsins og að kynn- ast baráttu þeirra fyrir lífsviðurværi sem lætur engan ósnortinn. Það má benda á að um leið og ferðamaður upplifir einstaka náttúru og mannlíf á þessu svæði styður hann við afkomu fólksins og fátt hlýtur að vera nota- legra að loknu vel heppnuðu fríi en að finna slíkt,“ segir Þóroddur. Gönguferðir í útlöndum verða æ vinsælli meðal Íslendinga og má nefna Spán, Ítalíu, Alpana og fleira í því sambandi. Eþíópía er ekki á meðal þeirra landa sem fyrst koma upp í hugann þegar Íslendingar hyggjast leggja land undir fót en Þóroddur F. Þóroddsson fór ásamt sex öðrum í gönguferð í Eþíópíu á síðasta ári og var afar ánægður með ferðina.  EÞÍÓPÍA Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is www.redjackal.net. Með fjallageitum Ljósmynd/Þóroddur Gönguferðin tók átta daga og gengið var um Simen-þjóðgarðinn en þar er einstakt gönguland. Allt var innifalið og kokkar elduðu ofan í mannskapinn. FIMMTÁN ár eru síðan sumarþjónustusvæðið að Hamragörðum undir Eyjafjöllum hóf starfsemi sína. Guðlaug Jóna Helgadóttir er nú umsjónarmaður tjald- svæðisins ásamt yngri systur sinni Hugrúnu Helgadótt- ur. Þær systur tóku við umsjóninni af foreldrum sínum, Sigrúnu Adolfsdóttur og Helga Friðþjófssyni, fyrir nokkrum árum „Rangárþing eystra á staðinn og rekur og við sjáum um hann. Hamragarðar er gamall sveitabær sem var byggður um 1900 og er nú friðaður. Karlinn sem bjó á bænum gaf Skógrækt ríkisins jörðina og hreppurinn keypti hana svo af skógræktinni og setti upp tjaldstæði,“ segir Guðlaug. „Tjaldstæðið er með snyrtiaðstöðu, sturtu og rafmagnsinnstungum fyrir felli- og hjólhýsi. Nú er verið að bæta aðstöðuna og byggja nýtt þjónustu- hús og fjölga rafmagnsinnstungunum.“ Aðsóknarmet síðasta sumar Guðlaug segir aðsóknina að Hamragörðum hafa aukist með hverju sumri síðan opnað var og síðasta sumar hafi öll met verið slegin í gestafjölda. „Sama fólkið kemur mikið aftur og aftur og það tekur svo nýtt fólk með sér og svoleiðis hefur ásóknin aukist. Erlendir ferðamenn koma líka mikið hingað, þeir eru oft á þessari leið og náttúrufegurð tjaldstæðisins dregur þá að.“ Helsta aðdráttarafl tjaldstæðisins er einmitt sú nátt- úruperla sem það er staðsett í. „Bærinn Hamragarðar stendur á milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss, hér er frið- sælt og umhverfið fallegt. Skjólgott er fyrir ríkjandi átt- um og kvöldsólin getur verið fögur. Gönguferðir í ná- grenni staðarins eru vinsælar, t.d að Eyjafjallabrúnum og Paradísarhelli. Þá er stutt í ökutúr að Skógafossi og Byggðarsafninu að Skógum, 30 km eru til Þórsmerkur og 20 mín. akstur til Hvolsvallar. Það er mikið um það að fólk tjaldi hjá okkur og fari svo í dagsferð inn í Þórsmörk eða keyri um Fljótshlíð, svo eru margir sem bara eru á tjaldstæðinu og njóta lífsins,“ segir Guðlaug og bætir við að það sé helst fjölskyldufólk og eldri borgarar sem sæki Hamragarða heim.  FERÐALÖG | Sumarþjónustusvæðið að Hamragörðum undir Eyjafjöllum Verið að bæta aðstöðuna á tjaldstæðinu Ljósmynd/Þorberg Ólafsson Hamragarðar standa í skjólgóðri náttúruperlu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.