Morgunblaðið - 01.07.2006, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Gamall orðskviður segir:Sjaldan fer betur þábreytt er. Í boðskapnumfelst vitaskuld nokkur
íhaldssemi en einnig er vísað til
þess að það beri að virða sem liðn-
ar kynslóðir hafa komið sér saman
um. Nú á tímum hraða og al-
þjóðavæðingar eru breytingar
miklar og stundum virðist breytt
til þess eins að breyta. Íslensk
tunga er þar ekki undanskilin
enda breytist hún hratt.
Ein mesta breytingin felst að
mati umsjónarmanns í ofnotkun
orðasambandsins vera að + nafn-
háttur. Að þessu nýmæli hefur
nokkrum sinnum verið vikið á
þessum vettvangi. Dæmi af þess-
um toga eru t.d.: Hinn almenna
borgara grunar að ríkisstjórnin sé
ekki að segja satt [‘segi ekki satt’]
(Blaðið 22.4.06); þjóðin er að upp-
lifa verðbólguskot (Blaðið 22.4.06);
við erum að sjá minni verðbólgu
og meiri hagvöxt [‘sjáum að verð-
bólgan er ...’] (Útv. 25.4.06); Við
erum að spá [‘spáum’] auknum
hagvexti (Útv. 25.4.06) og Þar sem
við erum að ná [‘höfum náð’] ár-
angri erum við að byggja [‘byggj-
um við’] á mjög víðtæku samstarfi
(1.5.06). — Umsjónarmaður hefur
heyrt því haldið fram að ekkert sé
athugavert við þessa breytingu
enda sé um merkingarmun að
ræða en ekki verður séð að svo
geti verið.
Eftir sveitarstjórnarkosning-
arnar 27. maí fylgdist umsjón-
armaður með umræðum um nið-
urstöðurnar í sjónvarpi og
fjölmiðlum. Það var fremur regla
en undanteking að notað væri
‘dvalarhorf hið nýja’, jafnvel til að
vísa til þess sem er liðið. Sem
dæmi má nefna: Flokkurinn er að
bæta [‘hefur bætt’] við sig manni;
Flokkurinn er að ná árangri [‘hef-
ur náð’]; Í úrslitunum eru að birt-
ast [‘birtast’] skýr skilaboð og
Flokkurinn er að koma [‘kom’]
mjög vel út. Málbeiting sem þessi
er orðin býsna algeng og umsjón-
armanni virðist hún ekki bundin
við lýsingar á kappleikjum. Því má
ætla að hún sé um garð gengin í
máli flestra og því komin til að
vera eins og stundum er sagt.
Allt annars eðlis eru ágallar í
málbeitingu sem rekja má til þess
að farið er rangt með föst orða-
sambönd eða föstum orða-
samböndum er ruglað saman. Þá
er sjaldnast um breytingar að
ræða, sanni nær er að tala um
klaufaskap eða klúður. Dæmi
þessa eru reyndar algeng í nú-
tímamáli og skal nú vikið að
nokkrum.
Í sköpunarsögu Gamla testa-
mentisins segir: Í upphafi skapaði
Guð himin og jörð. Jörðin var þá
auð og tóm og myrkur grúfði yfir
djúpinu og andi Guðs sveif yfir
vötnunun (1. Mósebók). Til þessa
vísar orðatiltækið e-ð svífur yfir
vötnunum, t.d.: Á bókasafninu
svífur andi fræðimannsins yfir
vötnunum. Hér fer ekki betur þá
breytt er og því þykir umsjón-
armanni eft-
irfarandi dæmi
hæpið: Ég á
sannarlega von
á því að þess
uppgjörsandi
liggi yfir sögu-
þinginu (Blaðið
16.5.06).
Flestir munu
þekkja hina
gullnu reglu kristinna manna: Allt
sem þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér þeim og gjöra
(Matt 7, 12). Í viðtali sem birtist í
Morgunblaðinu var svipaðan boð-
skap að finna: Flestum þykir það
sjálfsagt að vel sé tekið á móti Ís-
lendingum erlendis og mætti því
ætla að við skyldum koma á móts
við aðra eins og við viljum að kom-
ið sé á móts við okkur (Mbl.
5.5.06). Hugsunin er fögur en ekki
verður sama sagt um búninginn.
Orðasambandið koma til móts við
e-ð (kröfur e-s eða óskir) er al-
gengt í merkingunni ‘mæta; nálg-
ast’ og (samsetta) forsetningin á
móts við er notuð til að vísa til
staðar, t.d.: Óhappið varð á móts
við bensínstöðina. Umsjón-
armaður kannast hins vegar ekki
við orðasambandið koma (vel/illa)
á móts við e-n í merkingunni
‘koma (vel/illa) fram við e-n’.
Orðatiltækið sitja (fast) við sinn
keip ‘halda (fast) við afstöðu sína;
breyta ekki skoðun sinni’ er gam-
alt í íslensku. Það vísar til manns
sem er fastheldinn á róðrarstað
sinn í skipi. Í nútímamáli er al-
gengt að skotið sé inn atviksorðinu
fast. Umsjónarmaður taldi að vís-
unin væri býsna augljós en svo
getur ekki verið í máli þess sem
segir: halda fast um sinn keip
(Útv. 15.5.06).
Eitt er að geta sér gott orð en
annað að afla sér einhvers. Þessu
má ekki rugla saman eins og í eft-
irfarandi dæmi: Miðað er við að
kennarar ... hafi getið sér góðs
orðs [þ.e. gott orð] fyrir kennslu
(Mbl. 30.4.06).
Orðatiltækið vakna við vondan
draum ‘átta sig skyndilega á e-u
neikvæðu’ er hundgamalt í ís-
lensku og eftir því sem umsjón-
armaður veit best hefur búningur
þess haldist lítt breyttur í um 800
ár. Í nútímamáli eru þess þó nokk-
ur dæmi að í stað vakna sé notað
vakna upp, t.d.:
Kisi vaknaði upp við vondan
draum (Blaðið 27.5.06). Hér kann
að gæta áhrifa frá ensku: wake up,
sbr. einnig dönsku vogne op og
þýsku aufwachen. – Í dæmum sem
þessum hlýtur málvenja og mál-
kennd að ráða.
Úr handraðanum
Forsetningarliðurinn á við e-n/
e-ð er naumast eldri en frá 17. öld.
Hann samsvarar fs. við + þf. í
eldra máli, sbr.: skyldi gjalda hon-
um einn pening heilan þann er
denarius heitir. Sá er við aðra tíu.
Við skýringu á breytingunni við >
á við virðast einkum tveir kostir
koma til greina. Annars vegar
gæti verið um liðfellt orða-
samband að ræða, þ.e. til móts við
> móts við > á móts við > á við.
Breytinguna til móts við > við er
reyndar að finna í Grettis sögu
(17. k.): voru þá fengnir til tveir að
ausa til móts við hann og Svo segja
sumir menn, að átta jósu þeir við
hann áður en lauk. Hinn kosturinn
er að líta svo á að fs. á við eigi ræt-
ur sínar að rekja til orðatiltækisins
e-ð er á borð við e-ð ‘e-ð er sam-
bærilegt/svipað e-u (að e-u leyti)’,
sbr.: þótt þvílík brot sýnist á borð
við hinar sakirnar. Þá yrði að gera
ráð fyrir liðfalli: e-ð er á borð við
e-ð > e-ð er á við e-ð ‘e-ð er eins
og e-ð, jafngildir e-u’. Síðari skýr-
ingin byggist á svipaðri merkingu
forsetningarinnar (á við) og orða-
tiltækisins (vera á borð við) en hún
verður ekki studd beinum dæmum
eins og fyrri skýringin. — Í nú-
tímamáli er fs. á við einkum notuð
með tilteknum sögnum, t.d.: borða
á við tvo; jafnast (ekki) á við e-n/
e-ð; tala á við þrjá; vinna á við tvo
o.s.frv. Eftirfarandi dæmi mun
hins vegar ekki eiga sér hliðstæðu
og er því að engu hafandi: Þau
[samkeppnisyfirvöld] staðfestu að
álagning hér á landi væri sam-
bærileg og lægri á við nágranna-
löndin (Frbl. 10.5.06).
Nú á tímum
hraða og al-
þjóðavæðingar
eru breytingar
miklar og
stundum virðist
breytt til þess
eins að breyta.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 80. þáttur.
NÝLEGA var blaðakona ráðin yfir
þeiri deild Mogunblaðsins sem sér
um aðsendar greinar. Hún hafði í
einhver ár starfað
í þessu, en hætt í
góðan tíma þar til
hún birtist nú
sem ráðandi
manneskja.
Fyrstu árin sem
ég skrifaði í blað-
ið, voru engin
vandamál.
Svo var hún
ráðin og þá voru
öll mín skrif sett í bréf til blaðsins.
Ég reyndi að ræða þetta við hana, en
hún sagði að bréfin væru ekkert síð-
ur lesin en greinarnar. Hún átti til að
finna að orðavali mínu og hve harð-
orður ég væri. Einu sinni sem oftar,
neitaði hún að birta grein frá mér, án
breytinga. Í fyrirsögn greinarinnar,
var orðið Brenglun. Ef ég næmi það
burt, yrði greinin viðunandi. Fyrir
og eftir þetta, mátti sjá á síðum
Morgunblaðsins að orðið, Brenglun,
er ekki áreitt, ef aðrir en ég nota
það. Því er við hæfi að benda hátt-
settri blaðakonu á, að stétt hennar
er ekki til fyrirmyndar hvað ís-
lenskst málfar varðar. Meðal orð-
skrípa þeira er að: Berja einhvern
með augunum, í stað þess að sjá eða
horfa. Annað skrípi verður til, þegar
Lungað úr deginum er notað, í stað
meiri eða mikill hluti dags. Þetta er
aðeins lítið sýnishorn, fyrir svo utan
enskusletturnar. Ég ber mikla virð-
ingu fyrir tungumáli okkar og vil
hafa mína hentisemi í vali orða og
setninga.
Mánuðina sem blaðakonan var frá,
var við Svein Guðjónsson að eiga.
Það var eins og svart og hvítt.
Skyndilega var ekkert leiðinlegt að
hringja í Morgunblaðið.
Sveinn er sérlega viðræðugóður
og talar ekki niður til fólks. Án af-
skifta frá mér, færði hann skrif mín
til betra horfs. Daginn sem Sveinn
fór í annað fram í ágúst, tók blaða-
konan við síðustu grein minni og lét
vita að hún fengist ekki birt án
breytinga og þá í bréfi til blaðsins.
Ég hafði reyndar vitað að ráðning
hennar var vond fyrir mig og aðra
sem hún er ekki sammála og þorir
við. Þó mig grunaði að það skilaði
litlu, hringdi ég í hana og mætti
kuldalegri ákveðni. Þá sagðist ég
ekki vilja að greinin sem heitir: Við-
skilnaður R-listans og framtíð-
arlandið, yrði birt í Morgunblaðinu.
Hún sagði það ekki skifta sig neinu
og þegar ég kvaðst bíða með skrif í
blaðið þar til Sveinn kæmi, kvað hún
það til lítils, því hún réði. Svo mörg
voru þau orð og sannast oft, að ekki
er allt gull sem glóir.
Greinina sendi ég svo í Frétta-
blaðið, þar sem mér er ætíð vel tekið.
ALBERT JENSEN,
trésmíðameistari,
Sléttuveg 3, Reykjavík.
Greinahöfundar og blaðamenn
Frá Alberti Jensen:
Albert Jensen
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Á ÁRINU 2003 keyptu Íslend-
ingar lyf fyrir 14 milljarða sam-
kvæmt skýrslu rík-
isendurskoðanda.
Athyglisvert er að Ís-
lendingar nota að
jafnaði minna af lyfj-
um en Danir og
Norðmenn en samt
sem áður var kostn-
aður hér á hvern
landsmann að jafnaði
46% hærri. Nýjustu
fréttir af verðlags-
könnun ASÍ á lyfjum
gefa alls ekki til
kynna að þessi mun-
ur sé að minnka. Það
eina sem bendir til
hagstæðrar þróunar
lyfjaverðs er samn-
ingur sem ríkið gerði
við innflytjendur
frumlyfja árið 2004
en á móti kemur að
vísbendingar eru um
að verulega hafi
dregið úr samkeppni
milli apóteka eftir því
sem eignarhald
þeirra hefur færst á
færri hendur.
Að einhverju leyti
má skýra þennan
mun á verði lyfja hér
og í nágrannaríkj-
unum með smæð
markaðarins, en þó
einungis að mjög
litlum hluta að mínu
mati. Það er ekki
hægt að útskýra 46%
mun á útgjöldum með því einu.
Það gefur augaleið, sérstaklega
þegar Íslendingar nota minna af
lyfjum en Danir og Norðmenn.
Heilbrigðisráðherra lítur fram
hjá rót vandans
Viðbrögð ráðherra við verðlags-
könnun ASÍ voru um margt sér-
stök þar sem hún beindi athyglinni
að algjöru aukaatriði hvað varðar
himinhátt verðlag á lyfjum. Ég á
við það þegar ráðherra hafði í hót-
unum við lyfjafræðinga sem höfðu
látið hjá líða að upplýsa kaupanda
um að til væru samheitalyf sem
kostuðu minna og hefðu sömu
virkni en þau sem kaupandanum
var ávísað samkvæmt lyfseðli.
Heilbrigðisráðherra hótaði sem
kunnugt er lyfjafræðingum sem
eru launþegar lyfjakeðjanna
áminningu og leyfissviptingu að
því er virðist án þess að kynna sér
hverjar mögulegar skýringar
væru.
Landlæknir ritaði grein sem
birtist í Morgunblaðinu 7. júní sl.
þar sem hann fjallar um hátt lyfja-
verð og veltir vöngum yfir því
hvort ríkið neyðist til þess að end-
urreisa Lyfjaverslun ríkisins.
Í grein landlæknis kemur fram
möguleg skýring á því hvers vegna
lyfjafræðingar hafa látið undir höf-
uð leggjast að upplýsa kaupendur
um ódýrari samheitalyf en mögu-
leg ástæða er að þau væru ekki til
í apótekinu. Landlæknir segir frá
því að ítrekað hafi bor-
ist kvartanir frá sjúk-
lingum og læknum
vegna þess að tiltekin
skráð lyf séu ekki til
þegar þeirra er þörf.
Hver er orsökin
fyrir háum lyfja-
kostnaði?
Svarið við háum
lyfjakostnaði liggur í
augum uppi, verðlagn-
ing á samheitalyfjum
sem flest eru frá ein-
um innlendum fram-
leiðanda.
Hinn 9. maí síðast-
liðinn var forsíðufrétt
Fréttablaðsins að sam-
heitalyf sem framleidd
voru hjá íslenska fyr-
irtækinu Actavis væru
10 sinnum dýrari á Ís-
landi en í Danmörku.
Landlæknir staðfestir
í áðurnefndri grein að
um gríðarlegan verð-
mun er að ræða á
samheitalyfjum á Ís-
landi og í Danmörku
og nefnir hann að
munur á lægsta ein-
ingaverði sé allt frá
því að vera tvöfaldur
og til þess að vera
tólffaldur. Enn fremur
nefndi hann dæmi um
að fólk með ákveðna
sjúkdóma þyrfti að
greiða þrefalt til fjórfalt hærra
verð fyrir lyfin á Íslandi en í Dan-
mörku.
Það er mín skoðun að annar stór
liður í háu lyfjaverði sé það kerfi
sem við búum við. Í kerfinu er inn-
byggður hvati til þess að ávísa sem
stærstum skömmtum í sem mestu
magni.
Það er oft á tíðum hagstæðara
fyrir alla aðila nema skattgreið-
endur að sjúklingur kaupi sem
stærsta skammta og sem dýrust
lyf þar sem prósentuafsláttur lyf-
sala af heildarverði lyfsins verður
hærri krónutala eftir því sem inn-
kaupin eru dýrari og afslátturinn
rennur eingöngu til þess að greiða
hlut sjúklingsins.
Nú er ákveðin krónutala hámark
þess sem sjúklingur greiðir í hvert
sinn og meiri von er til þess að af-
slátturinn sem lyfsalinn veitir nái
að dekka hlut sjúklingsins.
Lausnin gegn háum lyfjakostn-
aði felst ekki í sparðatíningi heil-
brigðisráðherra, heldur hlýtur hún
að liggja að stórum hluta í því að
ná fram hagstæðari innkaupum á
samheitalyfjum og koma á virkri
samkeppni.
Lyf tífalt dýrari
á Íslandi
Sigurjón Þórðarson fjallar um
lyfjaverð á Íslandi
Sigurjón Þórðarson
’Lausnin gegnháum lyfjakostn-
aði felst ekki í
sparðatíningi
heilbrigðisráð-
herra, heldur
hlýtur hún að
liggja að stórum
hluta í því að ná
fram hagstæðari
innkaupum á
samheitalyfjum
og koma á virkri
samkeppni.‘
Höfundur er þingmaður Frjálslynda
flokksins
Sagt var: Hann hefur ekki ljáð máls á því.
RÉTT VÆRI: … ekki léð máls á því.
Gætum tungunnar
Föt fyrir allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16