Morgunblaðið

Date
  • previous monthJuly 2006next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 36

Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 36
36 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðlaug Sigur-laug Guðlaugs- dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 6. febrúar 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaugur Gunnar Jónsson, pakkhús- maður í Vík í Mýr- dal, f. 8.2. 1894, d. 1984, og Guðlaug Matthildur Jakobs- dóttir kona hans, f. 24.8. 1892, d. 1938. Systkini Guð- laugar eru: Jakob, f. 1917, d. 1992; Valgerður, f. 1918, d. 2002; Jón, f. 1919; Anton, f. 1920, d. 1993; Guð- rún, f. 1922, d. 1999; Guðfinna, f. 1923, d. 1998; Sólveig, f. 1924; Einar, f. 1927, d. 1996; Guðbjörg, f. 1929; Ester, f. 1931; Erna, f. 1932; Þorsteinn, f. 1933, d. 1999; Svavar, f. 1935, d. 2002; Guðlaug Matthildur, f. 1938. Eftirlifandi eiginmaður Guð- laugar er Einar Bárðarson frá Holti í Álftaveri, f. 16. ágúst 1918, en þau giftust fyrsta vetrardag 1947. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Vík. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður Kristín, f. 25.1. 1948, gift Hróbjarti Vigfússyni. Þau eiga fjóra syni og sex barnabörn. 2) Guðlaugur Gunnar, f. 7.12. 1950, kvæntur Ingu Gústavsdóttur. Þau eiga tvo syni. 3) Guðfinnur, f. 14.6. 1953, kvæntur Ólöfu Bjarnadótt- ur, þau slitu samvistum. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Guð- finnur býr nú með Ingu Maríu Sverris- dóttur, þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn. 4) Ást- ríður, f. 5.5. 1955, gift Jón Otta Gísla- syni. Þau eiga eina dóttur og þrjú barnabörn, þau slitu samvistum. Núver- andi eiginmaður hennar er Pálmi Sveinsson og eiga þau tvö börn. 5) Bárður, f. 31.7. 1960, kvæntur Huldu Finnsdóttur. Þau eiga þrjú börn. 6) Jóhann, f. 19.9. 1969. Sambýliskona hans er Fríða Johanna Hammer. Guðlaug fór ung í kaupavinnu. Hún var eitt sumar á Hrauni í Landbroti, eitt ár í Hlíð hjá Þóru og Sumarliða, fór til Reykjavíkur og lærði þar kjólasaum hjá Svölu, kom til Víkur og fór að vinna á hótelinu hjá Gunnu og Brandi. Hún var síðan matráðskona hjá Vegagerðinni í mörg ár, vann á prjónastofunni Kötlu, sá um ræst- ingar í barna- og unglingaskólan- um í Vík í mörg ár og starfaði hjá Víkurprjóni til starfsloka. Guð- laug starfaði alla tíð í Kvenfélagi Hvammshrepps. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Vík og söng í áratugi í kirkjukór staðarins. Útför Guðlaugar verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það kemur alltaf að því, kallið kem- ur og þá er ekkert við því að segja eða gera. Hún amma okkar, Guðlaug Guð- laugsdóttir, eða amma Gulla eins og hún var jafnan kölluð, var afar vel gerð og skemmtileg kona. Hún var dugmikil, lífsglöð og sinnti vel sínu heimili og störfum. Ég man eiginlega ekki eftir henni ömmu öðruvísi en að hún væri að fást við mat. Ungur að árum varð ég mik- ill matmaður og var amma því í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Mín fyrsta minning er eiginlega ótrúleg. Ég var þriggja ára að fara í vegavinnu með pabba út í Reynishverfi á vörubílnum hans afa. Afi komst einhverra hluta vegna ekki þann daginn og hvað, amma sá um að nesta okkur feðgana fyrir daginn. Eftir þá ferð er bragðið af kæfunni hennar mér ógleyman- legt. Að veiða fýl og verka var árlegt hjá okkur og einnig að verka hrossa- kjöt í salt. Sláturgerð á haustin var einnig alltaf á sínum stað og ekkert mátti vanta upp á í frystinn fyrir vet- urinn. Við systkinin höfum verið svo heppin að fá að alast upp í litlum bæ úti á landi, með afa og ömmur á hverju strái. Það er nú höggvið stórt og mikið skarð sem ekki verður fyllt í. Að koma í Hátúnið var alltaf eins og að fara í stórafmæli eða út að borða, alveg sama hvaða tíma dags, enginn mátti svelta. Það voru nokkuð fastir liðir hjá okkur öllum að koma í Há- túnið til afa og ömmu á hverjum laug- ardegi þegar við vorum lítil. Fyrst við feðgarnir þrír og svo bættist Oddný við. Þá var gjarnan tekið í spil, olsen olsen eða veiðimann já eða bara það sem okkur datt í hug að spila. Svo var tekið létt spjall um daginn og veginn og náttúrulega hestana sem amma hafði svo sannarlega gaman af. Og að öllu þessu loknu var boðið upp á al- vöru ömmu jólaköku sem var nær alltaf til, nýbökuð. Amma ólst upp í föngulegum hópi systkina sinna í litlu húsi í Vík. Hún kynntist afa, Einari Bárðarsyni, og héldu þau heimili alla sína hjúskap- artíð í Vík. Á sumrin var farið í vega- vinnu og var amma þá með í för og sá um að enginn yrði svangur í vinnunni. Þegar Víkurprjón var stofnað hér í Vík upp úr 1980 hóf hún fljótlega störf þar við sokkaframleiðslu, en hún lét sokkana svo sem ekki nægja heldur sá hún einnig um að halda vinnustaðnum hreinum og fínum, litlum 300 fermetrum, og til að toppa þetta allt sá amma einnig um að þrífa grunnskólann í Vík til margra ára. Þaðan á ég margar minningar þegar við þeystum á gamla Saab í Víkurpr- jón að skúra svona u.þ.b. fimm ára, það var sko sport. Allt þetta er merki um dugnað og metnað ömmu í lífinu. Hin síðari ár gerði heilsubrestur vart við sig. Amma var kannski ekki alltaf með okkur hinum en hún var samt alltaf jafn lífsglöð og létt í lund og alltaf hló hún með okkur. Hún sá lengi vel um heimilið sjálf en naut að- stoðar við það síðustu árin. Amma kunni að gefa af sér og var afar þakk- lát fyrir það sem við gátum þó gefið henni til baka. Elsku amma, þú lifir í minningu okkar. Elsku afi, þú hefur staðið þig eins og hetja. Það er ekki sjálfgefið að vera á þínum aldri og vera við þá heilsu sem þú hefur, sannkölluð hestaheilsa. Þú átt hug okkar allra. Einar Bárðarson yngri, Finnur og Oddný. Ég var heppin að fá að eyða mikl- um tíma með ömmu. Hún var mikil barnagæla og nutu barnabörnin hennar góðs af því. Það var alltaf gott að koma til hennar og afa. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég flutti fyrst að heiman. Ég var sennilega átta til níu ára og var eitthvað reið við mömmu. Ég birtist hjá þeim, afa og ömmu, með tösku og tilkynnti að ég ætlaði aldrei heim aft- ur en hún amma talaði mig til, gaf mér jólaköku og súkkulaðibita og sagði mér að ef ég færi heim aftur þá fengi ég súkkulaði í hvert skipti sem ég kæmi. Sennilega er það ömmu að þakka að ég kann vel að meta súkkulaði í dag. Þegar ég var í skóla þá skrifaði ég ritgerð um ömmu. Hún sagði mér frá sínum yngri árum. Hún talaði mikið um að henni hefði liðið vel og hún minntist þess að hafa aldrei verið svöng. Ég veit að hún átti líka erfiða tíma en það var henni mjög erfitt að missa mömmu sína. Hún sagði mér mikið frá henni. Amma var dugleg og skemmtileg kona. Hafði einstaklega gott skap og var jafnlynd. Hún var glettin og hafði gaman af því að skemmta sér, syngja og dansa. Ég veit að þær systur áttu oft skemmtilegar stundir saman. Við amma gátum rætt allt milli himins og jarðar og hún var ein af þeim fyrstu sem ég trúði fyrir að ég væri búin að kynnast Halla, eigin- manni mínum. Foreldrar mínir voru ekkert alltof glaðir þegar ég tjáði þeim að hann væri næstum tíu árum eldri en ég en amma sagði mér að það væri miklu betra að eiga mann sem væri eldri því þeir væru svo miklir kettlingar fram eftir öllum aldri. Það þarf vart að nefna það að afi er átta árum eldri en hún. Þegar ég hitti ömmu í síðasta skipti þá var hún orðin mjög veik. Samt komu smellnar setningar inn á milli hjá henni og hún klappaði og söng aðeins fyrir Berg Leó eins og hún gerði fyrir mig þegar ég var lítil. Mér fannst gott að geta kvatt hana og ég veit að hún hefur fundið friðinn. GUÐLAUG SIGURLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR Þegar ég var lítil taldi ég víst að allir ættu jafngóðan pabba og ég átti, það var ekki fyrr en ég varð eldri sem ég áttaði mig á því hvað ég hafði verið heppin, ég átti besta pabba í heimi. Og allar mínar minningar sem ég á um hann og okk- HELGI SIGURÐSSON ✝ Helgi Sigurðs-son fæddist á Brautarhóli á Sval- barðsströnd 2. des- ember 1933. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri 18. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Svalbarðsstrandar- kirkju 29. júní. ar samskipti eru ynd- islegar. Hann skamm- aði mig aldrei utan einu sinni og ég man ennþá skelfinguna þegar ég áttaði mig á því að pabbi væri reiður við mig, mér fannst það alveg hræðilegt. Hann hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og studdi mann í gegnum allt. Hann hafði einstakt lag á að fá mann til að gera það sem þurfti að gera og það þó að manni þætti mörg þessi verk alveg ömurlega leiðinleg þá var alltaf gaman að gera það sem pabbi bað mann um. Ég gat lagt öll mál fyrir hann og alltaf gat hann gefið manni góð ráð. Síðustu árin sem hann var heima heyrðumst við að minnsta kosti tvisvar á dag, hann hringdi alltaf eld- snemma til að segja mér hvernig ég ætti nú að klæða mig áður en ég labbaði af stað í vinnu því þá var hann búinn að taka veðrið og treysti mér ekki til að hafa vit á því að klæða mig almennilega og það þó ég væri komin á fertugsaldur. Svo heyrð- umst við aftur í kringum hádegi þeg- ar við vorum búin að hlusta á frétt- irnar og leystum þá venjulega heimsmálin. Hann var svo skemmti- lega stríðinn og uppátækjasamur, til dæmis fara hans óborganlegu upp- skriftir í mat og drykk með honum og við munum til dæmis aldrei ná jólablandinu í hans stíl. Elsku pabbi, veröldin verður aldr- ei eins þegar þú ert ekki við hliðina á mér til að leiðbeina mér, en guð geymi þig og ég veit að við eigum eft- ir að hittast aftur. Hrefna Helgadóttir. Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja elskulegu ömmu okkar, en við erum þakklát fyrir að hún þarf ekki að þjást lengur. Þegar við hugsum um ömmu núna koma upp í huga okkar marg- ar góðar minningar. Við minnumst sérstaklega hversu ánægjulegt það var að heimsækja ömmu og afa upp á Skaga þegar við vorum lítil. Hún hafði alltaf það besta í huga fyrir okkur og dekraði við okkur eins og hún gat. Við áttum það til að biðja um „morgunmat“ á kvöldin áður en við fórum að sofa og hló hún þá að vitleysunni í okkur og gaf okkur Cheerios eða haframjöl með kakói. Alltaf var hægt að næla sér í brjóst- sykur, matarkex eða annað góðgæti sem hún bar á borð fyrir alla. Margar af okkar bestu minningum eru frá sumarbústaðnum Huldu- landi þar sem öll fjölskyldan hittist reglulega. Við fórum saman í berja- mó, veiddum silunga í læknum eða lékum okkur á gúmmíbát á tjörn- inni. Amma og afi áttu yndislegt og langt hjónaband og var augljós vin- HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1930. Hún lést á líknar- deild Landakots- spítala 20. júní síð- astliðinn og var útför Huldu gerð frá Fossvogskirkju 29. júní. áttan, ástin og virð- ingin sem þau báru í brjósti hvort fyrir öðru. Afi er nú búinn að bíða hennar í þrjú ár og er gott að vita að þau eru loks sam- einuð aftur um alla ei- lífð. Amma var besta og yndislegasta mann- eskja sem við höfum nokkru sinni kynnst og kærleikurinn skein frá henni. Hún var kletturinn okkar og við bárum endalausa virðingu fyrir henni. Hún var gædd þeim hæfi- leika að vera alltaf jákvæð og sjá aðeins það góða í fólki og dáðumst við að henni fyrir það. „Ég vildi að allir í heiminum væru jafn saddir og ég,“ átti hún til að segja og er það lýsandi fyrir það að hún bar velferð annarra ávallt fyrir brjósti. Þannig var hún okkur sterk fyr- irmynd og gerði okkur öll að betri manneskjum. Við vitum að amma er núna hjá afa og að hún er komin á betri stað. Við munum alltaf minnast hennar með hlýju í hjarta. Við elskum þig og biðjum Guð að geyma þig. Þó leggist lík í jörðu lifir mín sála frí, hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Hallgr. Pét.) Kristján, Helga, Hulda og Fannar. Valgerður Jóns- dóttir og maður hennar Guðmundur Valtýr fluttust í Rauðagerðið skömmu á eftir þeirri er hér ritar og áttum við því samleið í nokkuð á þriðja áratug. Ég tel að það sé vandfundið jafn ljúft og hjálpsamt fólk og þessir nágrannar mínir. Valgerður var dæmigerð íslensk húsmóðir eins og þær gerðust fyrr á árum þegar hlutverk móður var ofar öllu. Hún var þó útivinnandi þegar ég kynntist henni, en alltaf hafði hún tíma fyrir fjölskylduna. Börn þeirra hjóna hófu sinn bú- skap í lítilli íbúð á neðri hæð húss- ins og einn tók við af öðrum. Barnabörnin voru því í góðu sam- bandi við ömmu og afa. Á sunnu- dögum sá ég Valgerði á þönum í eldhúsinu við að framreiða hádeg- ismatinn, því oft var margmenni hjá Valgerði um helgar, annað- hvort í mat eða kaffi. Garðurinn þeirra vakti athygli vegfarenda, svo snyrtilegur og vel hirtur og aldrei var neinu slegið á frest þegar kom að þrifum og hreinlæti hvort sem var úti eða inni. Hver hlutur á sínum stað og hvenær sem maður kom í bílskúr- inn hefði mátt halda þar veislu. Þó Valgerður léti lítið yfir sér var kjarkur hennar ótrúlegur, þar sem maður hennar var ellefu árum eldri en hún og heilsa hans tók að gefa sig gekk hún í störf eigin- mannsins, t.d. að slá garðinn og aka húsbílnum (sem þau eignuðust á efri árum) um land allt og ók hún m.a. mörgum sinnum norður á VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Valgerður Jóns-dóttir fæddist í Selkoti í Þingvalla- sveit 15. nóvember 1924. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að morgni föstu- dagsins 16. júní síð- astliðins og var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 27. júní. Langsnes til dóttur þeirra sem þar býr. Valgerður átti við vanheilsu að stríða síðustu þrjú árin og tókst hún á við það með mikilli rósemi eins og allt annað, því hún hafði fengið sinn skerf af sorginni, misst ótímabært nána ættingja og vini. Guðmundur Valtýr maður hennar andað- ist árið 2002. En ég vil fyrst og síðast minnast Valgerðar sem mannkostakonu, sem alltaf kom til dyranna eins og hún var klædd. Að jafnaði brosmild og geislaði af henni hlýjan í garð annarra. Í af- komendum hennar má lesa sama góða viðmótið og vil ég að endingu votta öllum aðstandendum Val- gerðar innilega samúð við fráfall hennar og bið guð að vera með þeim. María K. Einarsdóttir. Mig langar með fáum orðum að þakka Völlu frænku fyrir sam- fylgdina. Valla var afskaplega heil- steypt og skemmtileg manneskja sem snerti alla sem kynntust henni. Hún var mjög jákvæð og átti alltaf eitthvað fallegt að segja við okkur samferðafólkið. Fjöl- skyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá henni og átti það við bæði börnin hennar og þeirra fjölskyldur en einnig fengum við sem vorum fjar- skyldari, systrabörn og fjölskyldur þeirra, ást hennar og athygli. Hún fylgdist með okkur öllum og var með allt á hreinu fram á síðustu stund. Takk fyrir mig og mína, alla plástrana og knúsin þegar ég var lítil, alla kaffibollana og skemmti- legu stundirnar eftir að ég eltist og fyrir öll gullkornin. Ég sendi fjölskyldu og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnea Júlía Geirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 176. tölublað (01.07.2006)
https://timarit.is/issue/284573

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

176. tölublað (01.07.2006)

Actions: