Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 37
Í þeirri fullvissu að ég hitti hana í
öðrum heimi kveð ég hana með sökn-
uði og ég veit að það verður tekið vel
á móti henni.
Birna Dögg Jónsdóttir.
Þá sagði kona ein:
Talaðu við okkur um gleði og sorg.
Og hann svaraði:
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það
rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt,
brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap
þitt, holuð að innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem
valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
Sum ykkar segja:
,,Í heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðr-
ir segja:
,,Nei, sorgirnar eru fleiri.“
En ég segi þér: Sorgin og gleðin ferðast saman
að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt
sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu
stundum.
Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á meta-
skálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og
fara.
(Kahlil Gibran.)
Kveðja.
Ásta.
Elsku amma. Okkur þykir afskap-
lega leitt að hafa ekki getað komið og
kvatt þig í dag. Þú tókst alltaf svo vel
á móti okkur þegar við komum aust-
ur, og við hefðum fundið fyrir þér í
dag. Það hefði létt mikið á hjarta okk-
ar. Og eitt er víst, við hefðum skálað í
mjólk og jólaköku. Þær eru jú ófáar
jólakökurnar sem maður hefur
sporðrennt í gegnum tíðina hjá
ömmu. Í hennar húsi var borðuð jóla-
kaka allt árið, og hún var aldrei betri
en eftir gott næturbrölt. Það var allt-
af mikið ævintýri að ferðast austur til
Víkur. Ef maður var ekki að hrekkja
Jóa frænda, þá var maður á hestbaki
eða inni hjá ömmu að borða gulan
búðing og jólaköku. Eða bara að leika
sér innan um allt þetta frændfólk sem
virtist búa í öllum húsum í þorpinu.
Þessar minningar eru ógleymanleg-
ar, og alltaf var amma miðpunktur-
inn. Hún hvatti mann áfram, ásamt
því að minna mann á að það væri
bannað að fara niður í fjöru. Svo kom
maður heim, angandi af sjólykt og
með sand í skóm, og reyndi að sann-
færa ömmu um að maður hefði nú
bara stigið í poll á leiðinni heim. Sú
gamla hristi bara hausinn yfir þess-
um uppátækjum. Það var mjög
skemmtilegt þegar við komum aust-
ur síðasta sumar. Þá leit hún á litla
drenginn minn og sagði: „Ætlar þú að
verða eins og pabbi þinn, stelast nið-
ur í fjöru og þræta svo fyrir það?“ Og
auðvitað allt sagt með stóru brosi.
Nú er ekkert eftir nema að kveðja
þig, elsku amma. Við vitum að það fer
vel um þig þar sem þú ert núna.
blá gröfin
bíður sjávarfallanna
vindanna
ættingjanna
sem koma þögulir
og fara íhugulir
á vit lífsins
sem bíður þeirra
(Helen Halldórsdóttir)
Kristens Guðfinnsson,
Júlíana Guðfinnsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 37
MINNINGAR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BÁRU STEINDÓRSDÓTTUR,
Starengi 16,
Selfossi.
Jón Hallgrímsson,
Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Baldur Bergsson,
Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir,
Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn og bróðir,
FINNBOGI BJARNASON
frá Tjaldbúðum
í Staðarsveit,
lést mánudaginn 26. júní.
Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 3. júlí kl. 15.00.
Málmfríður Jóhannsdóttir,
María Bjarnadóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BALDUR ÞORSTEINSSON,
Víðivöllum 20,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 3. júlí kl. 13.30.
Sigrún Hauksdóttir,
Hulda Jóhanna Baldursdóttir, Eiríkur Örn Kristjánsson,
Stefán Þór Baldursson, Ragnheiður Njálsdóttir,
Bryndís Baldursdóttir, Baldur Þorsteinsson,
afa- og langafabörn.
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Bjarkarheiði 5,
Hveragerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
fimmtudaginn 29. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helga Baldursdóttir,
Ögmundur Jónsson, Ida Løn,
Þorbjörn Jónsson, Vigdís Anna Kolbeinsdóttir,
Daníel Örn Þorbjörnsson,
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR JÓNSSON,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 28. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir,
Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir,
Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
RÖGNU GRÖNVOLD RAGNARS,
Grandavegi 47,
107 Reykjavík.
Gústaf Grönvold,
Magnús Grönvold,
Guðrún Grönvold,
Ragnar Grönvold,
tengdabörn og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
fyrrverandi skrifstofustjóri
í Ríkisendurskoðun,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðvikudag-
inn 28. júní.
Elísabet Jónsdóttir,
Jón Guðmundsson, Marta Kjartansdóttir,
Björg Guðmundsdóttir,
Gunnar Kr. Guðmundsson, Anna Guðný Björnsdóttir,
Örn Guðmundsson, Ragnhildur Sigurðardóttir,
barnabörn og langafabarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐGEIR ÞÓRARINSSON
klæðskeri,
áður til heimilis í Stóragerði 1,
Reykjavík,
lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 29. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson,
Þórarinn Guðgeirsson, Vicki Guðgeirsson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN INGVARSSON,
Hjallaseli 31,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu-
daginn 30. júní.
Jarðarför hans verður auglýst síðar.
Ragna Bergmann,
Valur Freyr Jóhannsson, Sædís Sigurðardóttir,
Katrín Gróa Jóhannsdóttir, Trausti Friðfinnsson,
Jóhanna Huld Jóhannsdóttir, Albert Ingason,
Guðrún Edda Jóhannsdóttir, Birgir Ingibergsson,
Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir, Ólafur Eyjólfsson,
Örn Ingvar Jóhannsson, Hrefna Hermannsdóttir,
William Ragnar Jóhannson,
Eiríkur Þorsteinsson, Berglind Björnsdóttir,
Guðmundur Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi,
VALDIMAR GUÐMUNDUR JAKOBSSON,
Álfaborgum 27,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 27. júní verður jarðsunginn frá Graf-
arvogskirkju fimmtudaginn 6. júlí kl. 13.00.
Jakob Valdimarsson,
Þráinn Kristjánsson,
Lára Kristjánsdóttir, Grétar Geirsson,
Örn Berg Guðmundsson, Ragnhildur Gröndal,
Björk Kristjánsdóttir,
Stefanía Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Hjaltason,
Sigurlaug Jakobsdóttir, Bragi Már Bragason
og frændsystkini.