Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 38

Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 38
38 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landhelgisgæsla Íslands á80 ára afmæli í dag enstofndagur hennar miðastvið 1. júlí 1926 er íslenska ríkið yfirtók formlega rekstur vél- skipsins Þórs af Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Saga landhelg- isgæslu Íslendinga nær þó lengra aftur í tímann en þessi stofndagur var valinn af ríkri ástæðu enda hafði íslenska ríkið í félagi við Björg- unarfélag Vestmannaeyja stundað landhelgisgæslu með Þór allt frá árinu 1922. Fallbyssur voru settar á skipið árið 1924 þar sem erlendir togaraskipstjórar hlýddu ekki skip- unum frá óvopnuðu varðskipi. Það ár tók Þór fjölda erlendra togara í land- helgi Íslands. Sumarið 1926 er einn- ig merkistími í sögu Landhelg- isgæslu Íslands því þá eignuðust Íslendingar fyrsta nýsmíðaða varð- skipið, gufuskipið Óðinn, sem kom til landsins 23. júní 1926 eða nokkrum dögum áður en íslenska ríkið yfirtók rekstur Þórs. Það er ógjörningur að segja sögu Landhelgisgæslunnar í svo stuttu yfirliti svo hér verður að- eins tæpt á helstu merkisviðburðum. Landhelgisgæslan er þekktust fyrir frækilegan framgang áhafna varð- skipanna í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út, fyrst í 4 sjó- mílur árið 1952, því næst í 12 sjómíl- ur árið 1958 og loks árin 1972 í 50 sjómílur og 1975 í 200 sjómílur. Kunnar eru sögur af ásiglingum og ásiglingartilraunum breskra frei- gáta og leynivopni Íslendinga, tog- víraklippunum, sem notaðar voru til að ónýta veiðarfæri óvina með góð- um árangri. Varðskip Landhelg- isgæslunnar sem eru í notkun í dag tóku þátt í þorskastríðunum en það eru varðskipið Óðinn sem kom til landsins í janúar árið 1960, varð- skipið Ægir, smíðað árið 1968, og Týr smíðaður árið 1975. Miklar end- urbætur og breytingar hafa verið gerðar á varðskipunum Ægi og Tý í fyrra og í ár og Óðni hefur verið vel við haldið. Í áhöfn varðskips eru að jafnaði 18 manns, 1 skipherra, 3 stýrimenn, 3 vélstjórar, 1 bryti, 2 smyrjarar og 1 bátsmaður, 6 hásetar og 1 aðstoðarmaður í eldhúsi. Yf- irleitt eru kafarar í áhöfn skipsins svo möguleiki sé á að skera aðskota- hluti úr skrúfum skipa úti á rúmsjó og áhafnir skipanna hafa fengið þjálfun í að bregðast við alls kyns vá á hafi úti t.d. eldsvoða og halda reglulega æfingar í sjóbjörgun, með þyrluáhöfnum og öðrum viðbragðs- aðilum.Hálfrar aldar afmæli flug- deildar Landhelgisgæslunnar var minnst í fyrra en fyrsta flugvél Landhelgisgæslunnar, Katal- ínaflugbátur sem bar einkennisstaf- ina TF-RAN, kom til landsins 10. desember árið 1955. Fyrsta þyrlan kom síðan í apríl 1965 en hún bar einkennisstafina TF-EIR. Fyrr á þessu ári var þess jafnframt minnst að liðin eru 20 ár frá því að áhafnir björgunarþyrlna Landhelgisgæsl- unnar fengu lækna í lið með sér og eru áhafnir ávallt skipaðar flug- stjóra, flugmanni, stýrimanni/ sigmanni, flugvirkja/spilmanni og lækni. Einnig er vert að minnast þess að brotið var blað í flugsögu Landhelgisgæslunnar er Landhelg- isgæslan fékk nætursjónauka til notkunar í þyrlunum árið 2002 en þá jukust möguleikar flugáhafna til björgunar og flugs við erfiðar að- stæður til muna. Landhelgisgæslan hefur nú tvær þyrlur, Líf og Sif, í sinni þjónustu auk eftirlitsflugvél- arinnar Synjar. Nýlega gerði Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, samning um leigu á þyrlu frá fyrirtækinu Air-lift og ver- ið er að undirbúa leigu á annarri þyrlu. Landhelgisgæslan mun þá hafa fjórar þyrlur til umráða en nauðsyn bar til að efla flugdeildina vegna brotthvarfs varnarliðsins á þessu ári. Ráðherrann hefur kynnt þá stefnu ríkisstjórnarinnar að kaupa tvær sambærilegar þyrlur og Landhelgisgæslan á fyr- ir á næsta ári. Auk þess hefur hann og rík- isstjórnin lagt drög að endurnýjun flugvélar Landhelgisgæslunnar og kaupum á nýju varð- skipi. Miklar framfarir hafa orðið á sjómæl- ingasviði Landhelg- isgæslunnar á und- anförnum árum en þar hefur starfsfólkið sótt viðamikil námskeið í sjó- kortagerð í sérhæfðum tölvuforritum, fjölgeislamælir hefur verði tekinn í notkun á sjómæl- ingaskipinu Baldri og fyrstu ís- lensku rafrænu sjókortin hafa litið dagsins ljós. Sjómælingar við Ísland eru mikið þjóðþrifamál enda verða farþega- og flutningaskip sem sigla við landið sífellt stærri og djúpristari og því afar mikilvægt að hafsvæðin umhverfis landið séu vel kortlögð. Mikilvægi sjómælinga birtist ekki síst í því að vera góð forvörn gegn umhverfisslysum sem skipsströnd geta valdið. Fyrr á þessu ári flutti Landhelg- isgæslan höfuðstöðvar sínar í Björg- unarmiðstöðina Skógarhlíð í Skóg- arhlíð 14 í Reykjavík. Sú breyting hefur verið jákvæð og eflt samstarf við aðra viðbragðsaðila í landinu. Starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar eru fleiri en þar má nefna varðskýlið við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn, flugskýlið við Reykjavíkurflugvöll og smíðaverkstæði og vara- hlutalager við Fiskislóð í Reykjavík. Landhelgisgæslan hefur í gegnum tíðina sinnt sínum verkefnum af bestu getu með þeim tækjakosti og fjármagni sem stofnunin hefur haft yfir að ráða. Mikil áhersla hefur ver- ið lögð á þjálfun starfsfólks og vegna smæðar stofnunarinnar, í sam- anburði við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum, er nauðsynlegt að hver og einn starfsmaður sé fjöl- hæfur og fær á fleiri en einu sviði. Alls starfa um 140–150 manns hjá Landhelgisgæslunni og þeir eru í u.þ.b. 15 stéttarfélögum. Í mann- auðnum felst styrkur Landhelg- isgæslunnar og má með sanni segja að það sé lífsmáti að starfa hjá Land- helgisgæslunni enda er starfs- mannavelta afar lítil. Í dag er merkisdagur í sögu Land- helgisgæslunnar, ekki eingöngu vegna 80 ára afmælisins, heldur taka í dag gildi ný lög um Landhelg- isgæslu Íslands nr. 52/2006. Þau leysa af hólmi lög nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu Íslands. Tímabært var að endurnýja lögin enda hefur starfsemin breyst gífurlega á þeim 39 árum sem liðin eru frá því að gömlu lögin voru sett. Ný lög um Landhelgisgæsluna lýsa betur verk- efnum stofnunarinnar og hafa að geyma margvíslegar reglugerðarheimildir sem nauðsynlegar eru til að marka stofn- uninni fastari um- gjörð um starfsemina. Verkefni Landhelg- isgæslunnar eru sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 52/2006, öryggisgæsla á hafinu í samræmi við alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands, samninga við önnur ríki og ákvæði laga, löggæsla á hafinu, þ.m.t. fiskveiðieft- irlit og aðstoð við löggæslu á landi í samvinnu við ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra, leitar- og björg- unarþjónusta við sjófarendur, skip og önnur farartæki á sjó, leitar- og björgunarþjónusta við loftför, leitar- og björgunarþjónusta á landi, að- kallandi sjúkraflutningar í samvinnu við aðra björgunaraðila, aðstoð við almannavarnir, aðstoð þegar eðlileg- ar samgöngur bregðast, svo sem vegna hafíss, snjóalaga, ofviðra eða náttúruhamfara, eftirlit á hafinu samkvæmt lögum um siglingavernd og öðrum sambærilegum lögum, að tilkynna um, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti sem sjófar- endum getur stafað hætta af auk sprengjueyðingar á landi, sjómæl- ingar, sjókortagerð, útgáfa tilkynn- inga til sjófarenda, sjávarfallataflna og leiðsögubóka auk annarra rita sem tengjast siglingum, móttaka til- kynninga frá skipum samkvæmt lög- um um útlendinga og eftirlit með lögsögumörkum á hafinu. Í 5. gr. eru talin upp verkefni sem Landhelg- isgæslunni er m.a. heimilt að gera þjónustusamninga um. Þar er um að ræða fiskveiðieftirlit, fjareftirlit með farartækjum á sjó, almennt sjúkra- flug og aðstoð við læknisþjónustu, mengunarvarnir og mengunareft- irlit á hafinu, sprengjueyðingu og hreinsun skotæfingasvæða, eftirlit með skipum á hafinu og aðstoð við framkvæmd vitamála, rekstur vakt- stöðvar siglinga, móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum, tolleftirlit og rannsóknir og vísindastörf á hafinu eftir því sem aðstæður leyfa. Af þessari upptalningu má greinilega sjá hversu fjölbreytileg starfsemi Landhelgisgæslunnar er en nýju lögin endurspegla þann veruleika sem stofnunin býr við í dag. Eins og fram hefur komið var starfsemi Landhelgisgæslunnar frá upphafi undir yfirstjórn dómsmálaráðuneyt- isins og er svo enn. Ekki var stofnuð sérstök stofnun um starfsemina í upphafi heldur sá ráðuneytið sjálft um stjórnun hennar. Ári eftir að Skipaútgerð ríkisins var stofnuð, ár- ið 1930, var Landhelgisgæslan færð undir þá stofnun. Það var ekki fyrr en árið 1952 sem Landhelgisgæsla Íslands, sem sérstök ríkisstofnun, var sett á laggirnar og var fyrsti for- stjóri hennar Pétur Sigurðsson en hann hafði lokið sjóliðsforingjanámi frá Danmörku. Gunnar Berg- steinsson tók við forstjórastarfinu árið 1981 og hafði hann sjóliðsfor- ingjamenntun frá Noregi. Árið 1993 var Hafsteinn Hafsteinsson skip- aður forstjóri Landhelgisgæslunnar en hann og Georg Kr. Lárusson sem tók við forstjórastarfinu í byrjun árs 2005, eru báðir lögfræðingar að mennt. Eins og sjá má af upptalningu verkefna Landhelgisgæslunnar hér að framan hefur Landhelgisgæslan haft í nógu að snúast eftir þorska- stríðin en nú heyrast enn á ný há- værar raddir sem krefjast þess að Landhelgisgæslan dragi fram klipp- urnar vegna svokallaðra sjóræn- ingjaveiða á úthafsveiðisvæðum sem strandríki stjórna veiðum á. Spurn- ingin er hvort þorska- eða jafnvel karfastríð eru að brjótast út en að sjálfsögðu verður Landhelgisgæslan að fara að alþjóðalögum í eftirliti á úthafinu. Þar gilda ekki sömu reglur og innan efnahagslögsögu Íslands þótt freistandi sé að bregðast við af hörku þegar skip frá fjarlægum ríkj- um sem hafa enga veiðireynslu til að byggja á koma í veg fyrir skyn- samlega nýtingu úthafsveiðisvæða og fiskveiðistjórnun. Íslenska ríkið verður að vera í fararbroddi á al- þjóðavettvangi í baráttu fyrir bætt- um úrræðum strandríkja gegn sjó- ræningjaveiðum. Spennandi tímar eru fram undan hjá Landhelgisgæslunni vegna nýrra áskorana sem stofnunin stendur frammi fyrir, á sviði björg- unarmála og öryggisgæslu eftir brotthvarf Varnarliðsins, á sviði eft- irlits á úthafinu með athöfnum sjó- ræningjaskipa og ekki síst á sviði mengunarmála með aukinni skipa- umferð umhverfis og við landið. Eitt af mikilvægustu verkefnum Land- helgisgæslunnar í framtíðinni er að vernda efnahagslögsögu Íslands gegn mengunarslysum og taka þátt í vinnu við að skipuleggja viðbrögð við þeim. Landhelgisgæsla Íslands. Til hamingju með 80 ára afmælið! Landhelgisgæsla Íslands 80 ára – Ný lög um stofnunina taka gildi Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson Varðskipin Óðinn og Týr. ’Spennandi tímar erufram undan hjá Land- helgisgæslunni vegna nýrra áskorana sem stofnunin stendur frammi fyrir …‘ Höfundur er lögfræðingur og upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands. Eftir Dagmar Sigurðardóttur Dagmar Sigurðardóttir MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað stjórn Rannsóknasjóðs, skipunartíminn er til þriggja ára frá 18. apríl sl. Stjórnina skipa: Guðrún Nordal formaður, Ally- son Macdonald varamaður, Alda Möller að- almaður, Jakob Krist- jánsson vara- maður, Unnur Þorsteinsdóttir aðalmaður, Magnús Gott- freðsson varamaður, Ólafur Arn- alds aðalmaður, Bryndís Brands- dóttir varamaður, Bjarki Brynjarsson aðalmaður og Hann- es Jónsson varamaður. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Ís- landi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsókn- arverkefni einstaklinga, rann- sóknarhópa, háskóla, rann- sóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rann- sóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Stjórn Rannsóknasjóðs er heim- ilt, að tillögu vísindanefndar Vís- inda- og tækniráðs, að veita við- urkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vís- indarannsóknum af ráðstöfunarfé Rannsóknasjóðs. Stjórn rannsókna- sjóðs skipuð FÉLAG nýrnasjúkra hefur stofnað tengslahóp sem hefur það að mark- miði að veita þeim sem veikjast af alvarlegri nýrnabilun og aðstand- endum þeirra beinan aðgang að fé- lagsmönnum sem vilja miðla reynslu sinni. Alvarleg nýrnabilun eru veikindi sem hafa mikil áhrif á líf ein- staklings. Meðferð við nýrnabilun er langtímameðferð sem reynist mörgum þungbær. Tengslahópurinn gefur þeim sem veikjast sem og aðstandendum þeirra tækifæri til að tala, í fullum trúnaði, við félaga sem hafa reynslu af því að veikjast af alvar- legri nýrnabilun og vera í blóð- skilun eða kviðskilun. Einnig við fé- laga sem hafa þegið nýra og aðra sem hafa gefið nýra. Í Tengsla- hópnum eru einnig aðstandendur sem gjarnan vilja miðla reynslu sinni. Tengslahópur félags nýrna- sjúkra Í NÆSTU viku hefjast á ný örnám- skeið Árbæjarsafns. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full- orðnum og eru um þrjár klukku- stundir í senn, frá kl. 13 til um 16. Á örnámskeiðum Árbæjarsafns gefst meðal annars færi á að læra tálgun, glímu, þæfingu ullar og flugdrekagerð. Sætaframboð í hverju námskeiði er takmarkað. Frekari upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Örnámskeið á Árbæjarsafni Næstkomandi þriðjudag kemur George H.W. Bush til Íslands og þiggur m.a. heimboð forseta Ís- lands. Elías Davíðsson hefur tekið saman helstu „afrek“ þessa manns á sviði alþjóðamála, segir í frétta- tilkynningu, og mun kynna þau í fyrirlestri sem verður haldinn á vegum SHA í Friðarhúsinu nk. sunnudagskvöld, 2. júlí kl. 20.00. Fundarstjóri verður Þórður Sveins- son lögfræðingur. Fyrirlestur á vegum SHA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.