Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 47 DAGBÓK Fræðileg spurning. Norður ♠ÁG ♥Á2 V/NS ♦KD10765 ♣Á97 Vestur Austur ♠K9643 ♠D10872 ♥DG654 ♥8 ♦-- ♦G842 ♣KG10 ♣842 Suður ♠5 ♥K10973 ♦Á93 ♣D653 Segjum að vestur opni á einum spaða. Hvernig á norður að bregðast við – á hann að dobla eða segja tvo tígla? Þetta er fræðileg spurning, sem kennslubækur svara flestar á einn veg: Venjulegt opnunardobl lofar stuðningi við ósögðu litina, nema þegar styrk- urinn er mikill. Innákomur ná aðeins upp í 17 háspilapunkta, en með sterk- ari spil er doblað fyrst, hvernig sem skiptingin er. Hér á norður 18 góða punkta og ætti samkvæmt fræðunum að dobla og melda svo tígulinn síðar til að sýna yfirsterka hönd. Henner-Welland doblaði í leiknum við Chagas í 16-liða úrslitum Rosen- blum-keppninnar í Veróna: Vestur Norður Austur Suður Brenner Henner Branco Jacobus 1 spaði Dobl 4 spaðar 5 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Tækifærið til að sýna tígulinn kom hins vegar aldrei, því þegar hún átti að segja næst var makker kominn í fimm hjörtu dobluð. Fimm hjörtu fóru þrjá niður – 800 í AV. Þótt doblið sé „rétt“ samkvæmt fræðunum, mælir tvennt með því að segja tígulinn frekar. Annað eru stöð- urnar – andstæðingarnir eru utan hættu gegn á hættu, sem þýðir að þeir eru viljugri til að hindra grimmt. Hitt er sú staðreynd að AV eiga hæsta lit- inn, eða spaðann. Það er allt í lagi að dobla opnun á einu hjarta, því ef næsti stekkur í fjögur hjörtu og makker seg- ir fjóra spaða, má breyta því í fimm tígla. En við fjórum spöðum verður makker að fara upp á fimmta þrep. Fimm tíglar er spennandi spil, en á hinu borðinu fórnuðu AV í fimm spaða, tvo niður og 300 í NS. Þar passaði vest- ur í byrjun, svo norður fékk tækifæri til að opna á einum tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is málningu. Sjá www.skaftfell.is. Sýningin er opin frá 14 til 21 alla daga og stendur til 6. júlí. Suðsuðvestur | Heimir Björgúlfsson sýnir nýtt vídeóverk og „collage“ unna úr ljós- myndum í Suðsuðvestur. Sýningin stendur til 16. júlí. www.sudsudvestur.is. Sveinssafn, Krísuvík | Opið fyrsta sunnu- dag í mánuði á sumrin. Ný sýning, „Sigl- ingin mín“, lýsir þróun siglingarstefsins í myndlist Sveins Björnssonar. Auk þess eru vinnustofa og íbúð listamannsins til sýnis. Veitt er leiðsögn og boðið upp á kaffi. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist er- lendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sumarið 1938. Af myndum ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið per- sónulegt og margrætt tjáningarform. Söfn Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar, saga byggingartækninnar í Reykjavík frá 1840–1940. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarnarfirði sem er bústaður galdra- manns. Litið er inn í hugarheim almúga- manns á 17. öld og fylgst með því hvernig er hægt að gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Andrés Kolbeinsson (f. 1919) er menntaður tón- listarmaður og sjálfmenntaður sem ljós- myndari. Með hárfínu næmi fyrir formi og myndbyggingu sýnir hann í myndum sín- um frá árunum 1952–1965 unga og vax- andi Reykjavíkurborg, byggingar hennar, listamenn, iðnað og mannlíf. Til 24. sept. Vigfús er af yngstu kynslóð ljósmyndara og lauk námi í ljósmyndun árið 1993 frá Lette Verein, Berlín. Í Skotinu sýnir Vigfús myndir af vatnsyfirborði sjávar sem er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stór- an vegg og mynda dáleiðandi flæði. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð- kaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís- lands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar nýjar sýningar: Íslensk tískuhönnun, sem sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í tískugeiranum, og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna um Ísland og Íslend- inga fyrr á öldum. Auk þess helstu hand- rit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á hand- ritasýningunni og Fyrirheitna landið. Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifaupp- gröftur fer nú fram víðs vegar um land og í Rannsóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval gripa sem fundist hafa á und- anförnum árum. Til 31. júlí. Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveipað ævintýraljóma og í sumar gefst tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð safns- ins. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar eru safnbúð og kaffihús. Skemmtanir Kringlukráin | Hljómsveitin Dans á Rós- um frá Vestmannaeyjum spilar í kvöld kl. 23. Rocco | Hljómsveitin Bermuda spilar í kvöld. Sauðfjársetur á Ströndum | Furðuleik- arnir fara fram á Sævangsvelli við Stein- grímsfjörð á Ströndum sunnudaginn 2. júlí. Öll fjölskyldan skemmtir sér saman við skringilegar íþróttir eins og trjónufót- bolta, skítkast, öskur, belgjahopp og rus- latínslu. Andlitsmálun, furðufígúrur, kaffi- hlaðborð í Sævangi og einnig sýningin Sauðfé í sögu þjóðar. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Von leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Minjasafnið á Akureyri | Messa í kirkju- tóftinni á Gásum sunnudaginn 2. júlí kl. 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir messar. Á eftir verður söguganga með leiðsögn um Gásir og gengið að Möðruvöllum með viðkomu á Skipalóni og Hlöðum í sam- starfi við Amtmannssetrið á Möðruvöll- um. Þátttökugjald í gönguna er 1.000 krónur. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Sum- arferðin verður farin 14.–17. júlí. Ekið verð- ur norður Sprengisand í Nýjadal, að Laugafelli, Eyjafjarðarleið, að Stórutjörn- um, Flateyjardal og Grenivík. Upplýsingar í síma 898 2468. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma 698 3888. Frístundir og námskeið Zedrus | Frí talnaspeki á www.zedrus.is. Börn Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga golfnámskeið, frá mánudegi til föstudags, fyrir foreldra og börn, flestar vikur í sumar. Hægt er að velja milli tím- ana 17.30–19 eða 19.10–20.40. Upplýs- ingar og skráning eru á golf@golf- leikjaskolinn.is og í síma 691 5508. Heimasíða skólans: www.golfleikjaskol- inn.is. Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu- gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á www.itr.is og í síma 411 5000. Útivist og íþróttir Þorvaldsdalur | Þorvaldsdalsskokkið er óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvalds- dal og hefst við Fornhaga í Hörgárdal (u.þ.b. 15 km norðan Akureyrar) og lýkur á Árskógsströnd. Um 26 km leið. Skokkið verður 1. júlí og hefst kl. 10 við Fornhaga í Hörgárdal. Nánari upplýsingar á www.umse.is/thorvaldsdalur. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Dalbraut 18-20 | Brids mánudaga kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus miðvikudaga kl. 14. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og dagblöðin liggja frammi. Opið kl. 9– 16. Allir velkomnir. Sími 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi, ferðanefnd | Júlíferðir FEBK. Uppl. og skráningarlistar í júlíferðir FEBK eru í félagsheimilunum Gullsmára og Gjábakka. A) 14.–15. júlí: Fjallabaks- leið nyrðri/Eldgjá/Lakagígar. B) 25.– 28. júlí: Sprengisandur/Norðurland/ Flateyjardalur. Skráningu lýkur nk. mánaðamót. Símaskráning: 560 4255 Bogi Þórir/554 0999 Þráinn. Félag eldri borgara í Reykjavík | Kverkfjöll – Hvannalindir, 12.–15. ágúst: Ekið til Borgarness og Ak- ureyrar og gist á Hótel Eddu, Stóru- tjörnum, farið til Mývatns, Möðrudals, Hvannalinda og til Kverkfjalla. Gist eina nótt í Sigurðarskála sem er um- kringdur jöklum. Margir fallegir staðir skoðaðir. Ekið heim um Kjalveg. Þátt- taka tilkynnist fyrir 12. júlí. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa fellur starfsemi og önnur þjónusta niður frá mánud. 3. júlí, opn- að aftur þriðjud. 15. ágúst. Sund og leikfimiæfingar eru í Breiðholtslaug á mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 9.30. Nánari uppl. á www.gerduberg- .is Hafnarfjörður | Í sumar verður pútt- að á Vallavelli á Ásvöllum á laug- ardögum frá 10–11.30 og á fimmtu- dögum frá kl. 14–16. Mætum vel og njótum hverrar stundar. Hraunsel | Púttað á Vallarvelli kl. 10– 11.30. Hæðargarður 31 | Opið öllum kl. 9– 16. Listasmiðjan opin. Félagsvist mánudaga kl. 13.30. Ganga leikfimi- hóps á þriðjudag og fimmtudag kl. 10. Gönuhlaup á föstudag kl. 9.30. Út í bláinn á laugardag kl. 10. Bónus á þriðjudag kl. 12.40. Frjáls spilahópur miðvikudaga kl. 13.30. Nánari uppl. í s. 568 3132. Kringlukráin | Félagsfundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, er á Kringlukránni kl. 11.30 f.h. Stjórnin. PÍANÓLEIKARINN Ólafur Elíasson heldur tónleika víða um Austurland dagana 4. til 9. júlí næstkomandi. Á efnisskránni eru verk eftir Schu- bert og Debussy ásamt 7 píanóetýðum eftir Chopin, Liszt, Moszkowski og Schriabin. Etýðurnar (æfingarnar) eru á meðal erfiðustu verka píanó- bókmenntanna og eru sumar jafnframt þekktustu píanóverk sögunnar svo sem La Campanella eftir Liszt og Bylt- ingaretýðan eftir Chopin. Á tónleikunum mun Ólafur fjalla um verkin á léttum nótum. Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis og leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars pí- anókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni ,,London Chamber Group“ og hafa þeir fengið góða dóma. Tónleikarnir verða á eftirfarandi stöðum: 4. júlí: Hornafjörður, Nýheimum kl. 20.30 5. júlí: Djúpivogur, Djúpavogskirkju kl. 21.00 6. júlí: Fáskrúðsfjörður, félagsheim- ilinu kl. 20.30 7. júlí: Eskifjörður, Kirkju og menn- ingarmiðstöðinni kl. 20.00 8. júlí: Egilsstaðir, Egilsstaðakirkju kl. 20.30 9. júlí: Eiðar, Hátíðasalnum kl. 20.30. Ólafur Elíasson píanóleikari í tónleikaferð um landið Hlutavelta | Þessir krakkar, Sigurpáll Viggó Snorrason 9 ára, Hólmfríður Snorradóttir7 ára og Þórunn Birna Úlfarsdóttir 7 ára, héldu tombólu og söfnuðu alls 2.310 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Hlutavelta | Þessar dug- legu stúlkur, Hrafnkatla Unnarsdóttir og Helga Sig- ríður Sigurðardóttir, söfn- uðu 3.273 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.