Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 47
DAGBÓK
Fræðileg spurning.
Norður
♠ÁG
♥Á2 V/NS
♦KD10765
♣Á97
Vestur Austur
♠K9643 ♠D10872
♥DG654 ♥8
♦-- ♦G842
♣KG10 ♣842
Suður
♠5
♥K10973
♦Á93
♣D653
Segjum að vestur opni á einum
spaða. Hvernig á norður að bregðast
við – á hann að dobla eða segja tvo
tígla?
Þetta er fræðileg spurning, sem
kennslubækur svara flestar á einn veg:
Venjulegt opnunardobl lofar stuðningi
við ósögðu litina, nema þegar styrk-
urinn er mikill. Innákomur ná aðeins
upp í 17 háspilapunkta, en með sterk-
ari spil er doblað fyrst, hvernig sem
skiptingin er. Hér á norður 18 góða
punkta og ætti samkvæmt fræðunum
að dobla og melda svo tígulinn síðar til
að sýna yfirsterka hönd.
Henner-Welland doblaði í leiknum
við Chagas í 16-liða úrslitum Rosen-
blum-keppninnar í Veróna:
Vestur Norður Austur Suður
Brenner Henner Branco Jacobus
1 spaði Dobl 4 spaðar 5 hjörtu
Dobl Pass Pass Pass
Tækifærið til að sýna tígulinn kom
hins vegar aldrei, því þegar hún átti að
segja næst var makker kominn í fimm
hjörtu dobluð. Fimm hjörtu fóru þrjá
niður – 800 í AV.
Þótt doblið sé „rétt“ samkvæmt
fræðunum, mælir tvennt með því að
segja tígulinn frekar. Annað eru stöð-
urnar – andstæðingarnir eru utan
hættu gegn á hættu, sem þýðir að þeir
eru viljugri til að hindra grimmt. Hitt
er sú staðreynd að AV eiga hæsta lit-
inn, eða spaðann. Það er allt í lagi að
dobla opnun á einu hjarta, því ef næsti
stekkur í fjögur hjörtu og makker seg-
ir fjóra spaða, má breyta því í fimm
tígla. En við fjórum spöðum verður
makker að fara upp á fimmta þrep.
Fimm tíglar er spennandi spil, en á
hinu borðinu fórnuðu AV í fimm spaða,
tvo niður og 300 í NS. Þar passaði vest-
ur í byrjun, svo norður fékk tækifæri
til að opna á einum tígli.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
málningu. Sjá www.skaftfell.is. Sýningin er
opin frá 14 til 21 alla daga og stendur til
6. júlí.
Suðsuðvestur | Heimir Björgúlfsson sýnir
nýtt vídeóverk og „collage“ unna úr ljós-
myndum í Suðsuðvestur. Sýningin stendur
til 16. júlí. www.sudsudvestur.is.
Sveinssafn, Krísuvík | Opið fyrsta sunnu-
dag í mánuði á sumrin. Ný sýning, „Sigl-
ingin mín“, lýsir þróun siglingarstefsins í
myndlist Sveins Björnssonar. Auk þess
eru vinnustofa og íbúð listamannsins til
sýnis. Veitt er leiðsögn og boðið upp á
kaffi.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi
og verk tíu kvenna sem voru nær allar
fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu
þeirra forréttinda að nema myndlist er-
lendis á síðustu áratugum 19. aldar og
upp úr aldamótum.
Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks
Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi
sumarið 1938. Af myndum ferðalanganna
má sjá hve ljósmyndin getur verið per-
sónulegt og margrætt tjáningarform.
Söfn
Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið
opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar,
saga byggingartækninnar í Reykjavík frá
1840–1940.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í
Bjarnarfirði sem er bústaður galdra-
manns. Litið er inn í hugarheim almúga-
manns á 17. öld og fylgst með því hvernig
er hægt að gera morgundaginn lítið eitt
bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl.
12–18 til 31. ágúst.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Andrés
Kolbeinsson (f. 1919) er menntaður tón-
listarmaður og sjálfmenntaður sem ljós-
myndari. Með hárfínu næmi fyrir formi og
myndbyggingu sýnir hann í myndum sín-
um frá árunum 1952–1965 unga og vax-
andi Reykjavíkurborg, byggingar hennar,
listamenn, iðnað og mannlíf. Til 24. sept.
Vigfús er af yngstu kynslóð ljósmyndara
og lauk námi í ljósmyndun árið 1993 frá
Lette Verein, Berlín. Í Skotinu sýnir Vigfús
myndir af vatnsyfirborði sjávar sem er
varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stór-
an vegg og mynda dáleiðandi flæði.
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef
þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð-
kaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er
unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís-
lands og er opin alla daga milli 10 og 17.
Til 15. sept.
Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn
– uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir
munir, skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar
á www.hunting.is.
Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar
nýjar sýningar: Íslensk tískuhönnun, sem
sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í
tískugeiranum, og Í spegli Íslands, um
skrif erlendra manna um Ísland og Íslend-
inga fyrr á öldum. Auk þess helstu hand-
rit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á hand-
ritasýningunni og Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifaupp-
gröftur fer nú fram víðs vegar um land
og í Rannsóknarýminu á 2. hæð má sjá
úrval gripa sem fundist hafa á und-
anförnum árum. Til 31. júlí.
Vaxmyndasafnið hefur löngum verið
sveipað ævintýraljóma og í sumar gefst
tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð safns-
ins.
Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á
fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjónustu.
Þar eru safnbúð og kaffihús.
Skemmtanir
Kringlukráin | Hljómsveitin Dans á Rós-
um frá Vestmannaeyjum spilar í kvöld kl.
23.
Rocco | Hljómsveitin Bermuda spilar í
kvöld.
Sauðfjársetur á Ströndum | Furðuleik-
arnir fara fram á Sævangsvelli við Stein-
grímsfjörð á Ströndum sunnudaginn 2.
júlí. Öll fjölskyldan skemmtir sér saman
við skringilegar íþróttir eins og trjónufót-
bolta, skítkast, öskur, belgjahopp og rus-
latínslu. Andlitsmálun, furðufígúrur, kaffi-
hlaðborð í Sævangi og einnig sýningin
Sauðfé í sögu þjóðar.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Von
leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl.
22, frítt inn til miðnættis.
Uppákomur
Minjasafnið á Akureyri | Messa í kirkju-
tóftinni á Gásum sunnudaginn 2. júlí kl. 11.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir messar.
Á eftir verður söguganga með leiðsögn
um Gásir og gengið að Möðruvöllum með
viðkomu á Skipalóni og Hlöðum í sam-
starfi við Amtmannssetrið á Möðruvöll-
um. Þátttökugjald í gönguna er 1.000
krónur.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Sum-
arferðin verður farin 14.–17. júlí. Ekið verð-
ur norður Sprengisand í Nýjadal, að
Laugafelli, Eyjafjarðarleið, að Stórutjörn-
um, Flateyjardal og Grenivík. Upplýsingar
í síma 898 2468.
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er
spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand-
endur? Fáðu hjálp! Hringdu í síma
698 3888.
Frístundir og námskeið
Zedrus | Frí talnaspeki á www.zedrus.is.
Börn
Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5
daga golfnámskeið, frá mánudegi til
föstudags, fyrir foreldra og börn, flestar
vikur í sumar. Hægt er að velja milli tím-
ana 17.30–19 eða 19.10–20.40. Upplýs-
ingar og skráning eru á golf@golf-
leikjaskolinn.is og í síma 691 5508.
Heimasíða skólans: www.golfleikjaskol-
inn.is.
Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir
leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í
hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á
útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu-
gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á
www.itr.is og í síma 411 5000.
Útivist og íþróttir
Þorvaldsdalur | Þorvaldsdalsskokkið er
óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvalds-
dal og hefst við Fornhaga í Hörgárdal
(u.þ.b. 15 km norðan Akureyrar) og lýkur
á Árskógsströnd. Um 26 km leið. Skokkið
verður 1. júlí og hefst kl. 10 við Fornhaga í
Hörgárdal. Nánari upplýsingar á
www.umse.is/thorvaldsdalur.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Dalbraut 18-20 | Brids mánudaga kl.
14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus
miðvikudaga kl. 14. Hádegisverður og
síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og
dagblöðin liggja frammi. Opið kl. 9–
16. Allir velkomnir. Sími 588 9533.
Félag eldri borgara í Kópavogi,
ferðanefnd | Júlíferðir FEBK. Uppl.
og skráningarlistar í júlíferðir FEBK
eru í félagsheimilunum Gullsmára og
Gjábakka. A) 14.–15. júlí: Fjallabaks-
leið nyrðri/Eldgjá/Lakagígar. B) 25.–
28. júlí: Sprengisandur/Norðurland/
Flateyjardalur. Skráningu lýkur nk.
mánaðamót. Símaskráning:
560 4255 Bogi Þórir/554 0999
Þráinn.
Félag eldri borgara í Reykjavík |
Kverkfjöll – Hvannalindir, 12.–15.
ágúst: Ekið til Borgarness og Ak-
ureyrar og gist á Hótel Eddu, Stóru-
tjörnum, farið til Mývatns, Möðrudals,
Hvannalinda og til Kverkfjalla. Gist
eina nótt í Sigurðarskála sem er um-
kringdur jöklum. Margir fallegir staðir
skoðaðir. Ekið heim um Kjalveg. Þátt-
taka tilkynnist fyrir 12. júlí.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna
sumarleyfa fellur starfsemi og önnur
þjónusta niður frá mánud. 3. júlí, opn-
að aftur þriðjud. 15. ágúst. Sund og
leikfimiæfingar eru í Breiðholtslaug á
mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl.
9.30. Nánari uppl. á www.gerduberg-
.is
Hafnarfjörður | Í sumar verður pútt-
að á Vallavelli á Ásvöllum á laug-
ardögum frá 10–11.30 og á fimmtu-
dögum frá kl. 14–16. Mætum vel og
njótum hverrar stundar.
Hraunsel | Púttað á Vallarvelli kl. 10–
11.30.
Hæðargarður 31 | Opið öllum kl. 9–
16. Listasmiðjan opin. Félagsvist
mánudaga kl. 13.30. Ganga leikfimi-
hóps á þriðjudag og fimmtudag kl. 10.
Gönuhlaup á föstudag kl. 9.30. Út í
bláinn á laugardag kl. 10. Bónus á
þriðjudag kl. 12.40. Frjáls spilahópur
miðvikudaga kl. 13.30. Nánari uppl. í
s. 568 3132.
Kringlukráin | Félagsfundur Parísar,
félags þeirra sem eru einar/einir, er á
Kringlukránni kl. 11.30 f.h. Stjórnin.
PÍANÓLEIKARINN Ólafur Elíasson
heldur tónleika víða um Austurland
dagana 4. til 9. júlí næstkomandi.
Á efnisskránni eru verk eftir Schu-
bert og Debussy ásamt 7 píanóetýðum
eftir Chopin, Liszt, Moszkowski og
Schriabin. Etýðurnar (æfingarnar) eru
á meðal erfiðustu verka píanó-
bókmenntanna og eru sumar jafnframt
þekktustu píanóverk sögunnar svo sem
La Campanella eftir Liszt og Bylt-
ingaretýðan eftir Chopin.
Á tónleikunum mun Ólafur fjalla um
verkin á léttum nótum.
Ólafur hefur haldið tónleika víða,
bæði hérlendis og erlendis og leikið inn
á nokkra geisladiska, meðal annars pí-
anókonserta bæði eftir Bach og Mozart
ásamt sinfóníuhljómsveitinni ,,London
Chamber Group“ og hafa þeir fengið
góða dóma.
Tónleikarnir verða á eftirfarandi
stöðum:
4. júlí: Hornafjörður,
Nýheimum kl. 20.30
5. júlí: Djúpivogur, Djúpavogskirkju
kl. 21.00
6. júlí: Fáskrúðsfjörður, félagsheim-
ilinu kl. 20.30
7. júlí: Eskifjörður, Kirkju og menn-
ingarmiðstöðinni kl. 20.00
8. júlí: Egilsstaðir, Egilsstaðakirkju kl.
20.30
9. júlí: Eiðar, Hátíðasalnum kl. 20.30.
Ólafur Elíasson píanóleikari í
tónleikaferð um landið
Hlutavelta | Þessir krakkar, Sigurpáll Viggó Snorrason 9 ára, Hólmfríður
Snorradóttir7 ára og Þórunn Birna Úlfarsdóttir 7 ára, héldu tombólu og söfnuðu
alls 2.310 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta | Þessar dug-
legu stúlkur, Hrafnkatla
Unnarsdóttir og Helga Sig-
ríður Sigurðardóttir, söfn-
uðu 3.273 kr. til styrktar
Rauða krossi Íslands.