Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.07.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 53 NYLON-flokkurinn heldur til Ír- lands á mánudaginn í fimm daga kynningarferðalag en í því felst fjöldi sjónvarps- og útvarpsviðtala auk myndataka. Lagið þeirra, „Los- ing a friend“, er nú komið í spilun á flestöllum útvarpsstöðvum þar í landi við töluverðar vinsældir en lag- ið er jafnframt búið að vera í mikilli spilun í Bretlandi. Á föstudaginn er förinni svo heitið til Bretlands þar sem þær munu leggja lokahönd á kynningu smáskífunnar. Þar var stelpunum boðið að koma fram á ein- um stærsta næturklúbbi Lundúna, Astoria, ásamt hiphop-stjörnunni Rihanna. Áður en stúlkurnar halda í þetta ferðalag munu þær taka þátt í tón- listarveislu í miðbæ Reykjavíkur í dag sem haldin er í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans. Tónlist- arveislan hefst um klukkan 13.30 en áætlað er að Nylon-flokkurinn verði á sviði um 14.30. Morgunblaðið/ÞÖK Syngja á Ingólfstorgi í dag Tónlist | Nylon-flokkurinn til Írlands www.nylon.is KAPPAKSTURSFÍKLAR og unn- endur hraðskreiðra tryllitækja er markhópurinn sem hefur gefið The Fast and the Furious, nokkuð óvænt framhaldslíf. Nú blasir Tokyo Rift, þriðja myndin í röðinni, við sjónum og er skref upp á við frá miðmynd- inni. Ekki svo að skilja að um neitt gersemi sé að ræða fyrir aðra en þá sem nefndir eru að ofan, en leik- stjórnin er oft á tíðum athyglisverð í kappakstursatriðunum sem eru sum hver spennandi og fagmannlega svið- sett. Japanskir töffarar og glansgellur, framandi umhverfi, götur, stræti og geymslur Tókýó, gefa þriðja kafl- anum nauðsynlega ferskt yfirbragð. Einnig er búið að skipta um aðal- persónur, Sean Boswell (Black) hef- ur ekki komið við sögu fyrr. Hann er 17 ára (!) vandræðagripur, með óslökkvandi bíladellu og kláða í bens- ínfætinum. Eftir enn einn glæfra- akstur og meðfylgjandi eyðilegg- ingar, verður fráskilin móðir hans að grípa til örþrifaráða, senda drenginn til föðurins, sem gegnir herþjónustu í höfuðborg Japans. Það er ekki mikið meira um mynd- ina að segja, það sem við tekur er af- ar kunnuglegt. Strákurinn kemur sér þegar í kappakstra og vafasaman félagsskap, klisjusúpan blasir við. Sean er bærilega borgið í hönd- unum á Black, sem virðist hafa möguleika á að tóra eitthvað fram á næsta áratug. Hann á reyndar að vera mikið yngri en hann lítur út fyr- ir, og svo er um flestar aðalpersón- urnar. Þetta er augljós galli sem pirrar vafalaust þá sem vilja velta sér upp úr slíkum smámunum í B- iðnaðarafþreyingu. Hér eru það öku- tækin sem skipta mestu máli og setja mark sitt á Tokyo Drift, áhættuleik- ararnir og brellumeistararnir. Mann- fólkið er innantómar teiknimyndafíg- úrur og samtölin klúðursleg og ekki frítt við að sama megi segja um þýð- inguna á stöku stað. Hvað sem öllu líður, þá má hafa ákveðna skemmtun af hasarnum, áhorfandinn slekkur einfaldlega á vitglórunni (ef hún er fyrir hendi), og sest upp í rússíbanann. Nafnið Tokyo Drift (sem er þýtt skrið, frekar en skrens), er dregið af ökulaginu, sem er merkust nýjung í 3. kaflanum: Glæfralegar beygjur þar sem öku- tækin renna út undan sér á ógn- arhraða með hjálp kúplingar, hand- bremsu og annarra stjórntækja. Uppi í fjöllum, í bílageymslum, bull- andi stórborgartraffík, í iðandi mannhafi. Ekki þarf að taka fram að naumast sést skráma á nokkrum manni. Undir fjörinu dunar viðeig- andi bárujárnsrokk og gamall kunn- ingi skýtur upp kollinum. Hvað er hægt að hafa það betra? Skriðið og skrensað KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Sambíóin, Borg- arbíó Akureyri Leikstjóri: Justin Lin. Aðalleikarar: Lucas Black, Bow Wow, Brian Tee, Sung Kang, Nathalie Kelley. 98 mín. Bandaríkin 2006. The Fast and the Furious: Tokyo Drift  „Hvað sem öllu líður, þá má hafa ákveðna skemmtun af hasarnum.“ Sæbjörn Valdimarsson RISA kvikmyndagerð er nýstofnað kvikmyndaáhugafélag sem hefur það að markmiði að efla kvikmynda- gerð meðal ungs fólks. Félagið var stofnað í tengslum við stuttmynd sem ætlunin er að framleiða nú í sumar en tökur fara fram í águst í Vesturbæ Reykjavíkur og á Laug- arvatni. Á laugardaginn fara fram áheyrnarprufur fyrir fjögur hlut- verk myndarinnar en leitað verður að tveimur strákum og tveimur stelpum á aldrinum 17-24 ára. Pruf- urnar fara fram að Krókhálsi 4, ann- arri hæð og standa þær á milli 13-16. Stuttmyndin er um fimmtán til tutt- ugu mínútur að lengd og fjallar um tvær manneskjur sem eru ástfangn- ar af hvor annari en þær þora ekki að segja frá því af ótta við höfnun og því grípa þær til róttækra aðgerða. Um er að ræða afar athyglisverða ástarmynd með litríkum og jafn- framt draumkenndum blæ og síðan verður klippingin í eins konar Kung Fu-stíl sem ætlað er að ýta undir til- finningaflæði myndarinnar Áheyrnarprufa fyrir íslenska stuttmynd SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI NÝJASTA MEISTARA- VERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. KVIKMYNDIR.IS NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee KVIKMYNDIR.IS eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFM EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI 0 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. FAST AND THE FURIOUS 3 VIP kl. 1:30 - 4:15 - 8 - 10:20 BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 12:15 - 1:30 - 3 - 5:30 - 8 CARS M/ENSKU TALI kl. 12:15 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 THE LAKE HOUSE kl. 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 5:45 - 8 THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. BAMBI 2 M/ÍSL. TALI kl. 1:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1 - 2:15 - 3:30 - 5:30 CARS M/ENSKU TALI kl. 1 - 3:30 - 6 - 8 - 10:30 DIGITAL SÝN. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 8:30 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN. MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.