Morgunblaðið - 08.07.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.07.2006, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með 15. júlí næstkomandi. Stefán segir í samtali við Morg- unblaðið að nú taki við mikil und- irbúningsvinna við stofnun lögreglu- stjóraembættisins fram til næstu áramóta en 1. janúar verður emb- ættið formlega til með gildistöku breytinga á lögreglulögum og lögum um framkvæmdavald ríkisins í hér- aði, sem fela m.a. í sér fækkun lög- regluumdæma landsins úr 26 í 15. Umdæmi lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins nær yfir Reykjavík, Sel- tjarnarnes, Mosfellsbæ, Kjósar- hrepp, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Álftanes. „Eins og lögin gera ráð fyrir, þá er hlutverk mitt fram að gildis- töku breyting- anna á lögreglu- lögunum að undirbúa hana, stilla upp þessu nýja embætti, setja upp skipurit og vinna þetta að sjálfsögðu í sam- vinnu við alla þá góðu menn og konur sem koma til með að starfa hjá þessu embætti í framtíðinni,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. „Stóra verkefnið fram undan er því að teikna þetta embætti upp frá grunni. Það er mjög skemmtilegt og áhugavert tækifæri fyrir mig að fá að gera það,“ segir hann. Sameining eykur möguleikana og kraftinn í löggæslunni Spurður segir Stefán alveg ljóst að breytingarnar á lögreglulögunum muni hafa mikla þýðingu fyrir lög- gæsluna í landinu. „Það held ég að allir sem hafa kynnt sér þessi mál sjái og það er forsendan fyrir og grunnurinn á bak við þessar breyt- ingar, að menn sjá það fyrir sér að þarna sé hægt að ná út miklu meiri krafti í löggæslunni en áður. Það eru að sjálfsögðu mjög margir góðir hlutir í gangi hjá lögregluliðunum á höfuðborgarsvæðinu en menn telja að með því að sameina þau í eitt emb- ætti, þá verði krafturinn og mögu- leikarnir enn meiri,“ segir hann. Stefán Eiríksson er 36 ára gamall, fæddur 6. júní 1970. Hann útskrif- aðist frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1996. Hafði hann þá þegar hafið störf í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann hefur starfað með ein- um eða öðrum hætti síðan. Á árunum 1999 til 2001 starfaði Stefán í sendi- ráði Íslands í Brussel sem sendi- ráðunautur á sviði dóms- og innan- ríkismála og vann fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins að málefn- um Schengensamstarfsins, lögreglu- samvinnu o.fl. Í ársbyrjun 2002 var Stefán skipaður skrifstofustjóri lög- gæslu- og dómsmálaskrifstofu dóms- málaráðuneytisins og hefur hann gegnt því embætti síðan. Síðustu þrjú ár var Stefán formað- ur verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, sem skilaði skýrslu og tillögum til ráðherra í byrjun árs 2005. Hann var einnig formaður framkvæmdanefndar sem vann til- lögur að lagafrumvarpi á grundvelli skýrslu verkefnisstjórnarinnar, sem ráðherra lagði fyrir Alþingi í vetur og afgreitt var sem lög á seinasta þingi. Samhliða háskólanámi starfaði Stefán við blaðamennsku, á Tíman- um í eitt ár og síðan sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1991 til 1996. Stefán er kvæntur Helgu Snæ- björnsdóttur grunnskólakennara og eiga þau tvo syni. Stefán Eiríksson hefur verið skipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Áhugavert tækifæri að fá að stilla upp þessu nýja embætti Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stefán Eiríksson VEGFARENDUR sem leið áttu um Austurvöll í gær voru stöðvaðir af fulltrúum Lötu stelpunnar og spurðir kynlegra spurninga. Að sögn Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur, sem situr í ritstjórn fem- iníska vefritsins Lötu stelpunnar, var hér um hluta af Föstudagsflippi Hins hússins að ræða, en Lata stelpan fékk í sumar styrk frá Hinu húsinu til skapandi sumarstarfa. Meðal þess sem vegfarendur voru inntir eftir var viðhorf þeirra til kynbundins ofbeldis, í hverju kynjajafnréttissamfélag fælist, á hvaða sviðum helst vanti upp á kynjajafnrétti og hvort svar- endur hefðu sjálfir orðið fyrir kynjamismunun. Segir Elín Björk svörin hafa verið mjög fjöl- breytt, en gleðilegt að allir hafi verið sammála um mikilvægi þess að konur og karlar fengju jöfn laun og jöfn tækifæri í samfélaginu. Segir hún þó athyglisvert að flestir viðmælendur hafi fyrst og fremst einblínt á kynjamisrétti á vinnumarkaði en lítið sem ekkert tjáð sig um aðstæður á heimilum landsins. Einnig kom fram að flestir álitu kyn- bundið ofbeldi alvarlegt vandamál og voru sam- mála um að refsingar við því væru allt of vægar. Svör viðmælenda má sjá á www.latastelpan.is. Morgunblaðið/Eyþór Ritstjórn Lötu stelpunnar að störfum. Ugla Egilsdóttir tekur upp, Rakel Adolphsdóttir tekur mynd og Elín Björk Jóhannsdóttir tekur stöðuna. Kynlegar spurningar á Austurvelli Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði á dögunum um endurupptöku í máli Eggerts Ha ukdal, en hann var upphaflega ákærður fyrir fjársvik fyrir átta árum. Niðurstaða tveggja dómara var að gefa ákæruvaldinu kost á að sýna fram á sekt Eggerts með dómkvaðningu tveggja matsmanna á sviði bókhalds- og reikningsskila. Einn dómari skilaði sérat- kvæði þar sem hann taldi að taka ætti málið upp að nýju. Eggert var fyrst dæmdur fyrir þrjú brot í héraðsdómi Suðurlands en sá dómur var ónýttur af Hæstarétti. Næst var hann sýkn- aður af tveimur brotunum en dæmdur fyrir eitt brot í héraði sem Hæstiréttur staðfesti svo. Nú hefur Hæstiréttur fallist á að gefa ákæruvaldinu kost á að sanna sektina á nýj- an leik, en hefur ekki fellt dóminn úr gildi. Brotið sem um ræðir varðar fjárdrátt á 500.000 krónum. Leitt þótti af bókhalds- færslum að Eggert hefði dregið sér þetta fé þegar hann var oddviti Vestur-Landeyja- hrepps. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Eggerts, telur úrskurðinn ákveðinn sigur. „Það eru nokkrar mjög merkilegar niðurstöður í úr- skurðinum. Í fyrsta lagi þótti sýnt fram á að sterkar líkur væru fyrir því að vinna endur- skoðanda hreppsins hafi ekki verið í sam- ræmi við góðar endurskoðunarreglur. Það kann hafa leitt til mistaka sem voru grund- völlur sakfellingar, frekar en að um brotaá- setning hafi verið að ræða. Einnig kemur þar fram að gögnin sem hann var sakfelldur á séu ekki til í gögnum málsins,“ segir Ragnar. Málið ekki rannsakað nægilega Í úrskurðinum segir að lögmaður dóm- fellda hafi ítrekað bent á að ekki hafi farið fram fullnægjandi rannsókn á bókhaldinu af hlutlausum aðilum og að leiddar hafi verið líkur að því að upphafleg rannsókn á bók- haldi hreppsins hafi ekki verið fullnægjandi til að leiða nægilega í ljós staðreyndir máls- ins. „Með þessu er Hæstiréttur að segja að það hafi aldrei farið fram nægilega ítarleg rannsókn í þessu máli,“ segir Ragnar. Að mati Ragnars er úrskurðurinn þó ekki í samræmi við réttarfarsreglur þar sem hann telur orð hans fela í sér efnislega yfirlýsingu um sakleysi Eggerts án þess að dómurinn sé felldur úr gildi. „Dómurinn stendur enn þá og við skulum gefa ákæruvaldinu kost á að sanna sektina, en það ætti klárlega ekki að þurfa ef dómurinn er réttur. Þetta er mjög sérkennilegt,“ segir Ragnar. Spurður um framhald málsins telur Ragn- ar að boltinn sé nú kominn yfir til ákæru- valdsins. „Nú verður ákæruvaldið að gera upp við sig hvort það vilji láta dómkveðja mennina. Verði það ekki gert mun Hæstirétt- ur úrskurða um endurupptöku. Það er verið að gefa ákveðið færi með þessum úrskurði,“ segir Ragnar. „Um leið og maður fagnar þessum úr- skurði er enn verið að tefja. Það er ekki eftir neinu að bíða að kveða upp nýjan úrskurð og hreinsa mig af þessu og maður verður að vona að það verði ekki dagar, vikur, mánuðir og ár. Það eru að verða átta ár frá því að ég var dæmdur sekur þótt ég væri saklaus,“ segir Eggert Haukdal um þennan áfanga málsins. Hæstiréttur úrskurðar í máli Eggerts Haukdal TVÆR stúlkur um tvítugt sluppu lítið meiddar eftir bílveltu á Bisk- upstungnabraut í Árnessýslu á sjötta tímanum í gærmorgun. Að sögn lögreglu varð slysið með þeim hætti að önnur stúlkan missti bif- reiðina út í kant. Þegar hún reyndi að rykkja honum aftur upp á veg hringsnerist bíllinn með þeim af- leiðingum að hann fór út af. Fór hann nokkrar veltur og er talinn ónýtur. Stúlkurnar voru báðar í bílbelt- um og má þakka því að ekki fór verr. Komust þær úr bílflakinu af sjálfsdáðum og hringdu eftir hjálp. Þær voru fluttar á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss til skoðunar. Sluppu vel úr bílveltu TVEIR menn voru í gær úrskurð- aðir í áframhaldandi gæslu- varðhald til 29. ágúst í Hæsta- rétti, í tengslum við rannsókn á skotárás við Burknavelli í Hafn- arfirði þann 21. júní. Einum manni sem haldið var vegna málsins hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Annar þeirra sem áfram verður í gæsluvarðhaldi er grunaður um að hafa hent eldsprengju að hús- inu tæpum sólarhring eftir skot- árásina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Haglabyssan sem skotið var úr er ófundin, en rann- sókn stendur enn yfir. Tildrög árásanna er talið að megi rekja til ósættis á milli ann- ars þeirra manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi og tveggja manna af þremur sem innandyra voru þegar skotárásin var gerð. Það ósætti náði svo hámarki með skotárásinni. Tveir áfram í varðhaldi vegna skotárásar HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem setið hefur í varð- haldi frá 7. maí fyrir að hafa kveikt í bifreið föður síns. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað að maðurinn skyldi sitja áfram í varðhaldi þar til dómur gengi í mál- um hans, þó ekki lengur en til 2. ágúst nk. Hæstiréttur taldi ekki að uppfyllt væru skilyrði fyrir því að maðurinn sætti áfram varðhaldi. Maðurinn hafi játað brot sín greiðlega og telja verði að einn mánuður frá handtök- unni teldist hæfilegur tími til að leiða málið til lykta, en meðferð málsins hafi dregist fram yfir þann tíma. Héraðsdómur taldi hættu á að maðurinn haldi áfram brota- starfsemi. Í geðrannsókn á mann- inum kemur fram að geð- og atferl- israskanir hans tengist ofnotkun hans á vímuefnum, en hann vilji nú leita sér hjálpar til að fást við þann vanda sem þessi neysla hafi valdið honum. Varðhaldi hafnað af Hæstarétti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.