Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 35 DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Spánarkynning í Vetrargarðinum Spánn og spænsk menning verða kynnt gestum og gangandi í Vetrar- garðinum í Smáralind í dag, laugar- daginn 8. júlí frá kl. 12-18. Gestir geta virt fyrir sér kynningarefni á stórum skjá, kynningarbæklingum verður dreift, leikin spænsk tónlist og golf- urum boðið að pútta. Minerva Iglesias Garcia sýnir þá flamenco-dans og boð- ið verður upp á matarsmökkun, þar sem góður matur er jú samofinn menningu Spánar. Kynningin er haldin á vegum Ferðamálaráðs Spánar í Nor- egi í samstarfi við Ferðamálaráð Andalúsíu, Gran Canaria, Lanzarote og Tenerife. Hópferð til Danmerkur á fyrsta leik Eiðs Smára með Barcelona Föstudagskvöldið 28. júlí mæta Evr- ópumeistarar Barcelona danska liðinu AGF Aarhus í sínum fyrsta æfingaleik fyrir næstu leiktíð. Hér á landi ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá Eið Smára Guðjohnsen spreyta sig með spænsku meisturunum og mun hann án efa fá tækifæri til að sýna snilli sína gegn danska liðinu í lok júlí. Ferðaskrifstofan Express ferðir hefur því tryggt sér miða á völlinn og skipu- lagt stutta ferð fyrir þá sem vilja verða vitni að fyrsta leik íslenska landsliðs- fyrirliðans með hinu sögufræga kata- lónska knattspyrnuliði, en hann var keyptur til félagsins í júní. Hver veit nema Eiður Smári skori sitt fyrsta mark fyrir Barcelona í Árósum? Flogið verður til Danmerkur 27. júlí. Siglt á Volgu milli Pétursborgar og Moskvu Bjarmaland ferðaskrifstofa og félagið MÍR standa fyrir 15 daga för til Rússa- veldis nú síðsumars, en ferðin er farin í tengslum við jómfrúarflug Icelandair til Pétursborgar þann 6. september nk. Eftir að hafa kynnst Pétursborg er siglt vatnaleiðina áleiðis til Moskvu á fljótabáti. Farið er eftir skipaskurðum á stærsta stöðuvatn Evrópu – Ladoga vatninu, en á eyjunum sem þar er að finna eru einstakar náttúru- og bygg- ingarminjar, klaustur, sveitaþorp og trékirkjur sem verða skoðaðar. Siglt verður á skemmtiskipinu M/S Fjodor Dostoevsky, 125 m löngu 260 farþega skipi og eru á skipinu þrjár máltíðir á dag innifaldar í verði, auk rússneskunámskeiðs og danskennslu. Uum borð í skipinu er einnig að finna sólbaðsaðstöðu, bókasafn, rakara- stofu, bari og diskótek. Síðustu dögum ferðarinnar er síðan varið í Moskvu undir fararstjón Hauks Haukssonar sem hefur margra ára reynslu á borg- inni. Kynningarfundur verður haldinn í MÍR salnum, Hverfisgötu 105, 1. hæð, laug- ardag 15. júlí kl. 16, en þar verður tekið við vegabréfum og passamyndum sem þarf til að fá vegabréfsáritun til Rússlands. Merktir lásar á ferðatöskur Flestir ferðamenn vilja læsa ferðatösk- unum sínum svo óprúttnir aðilar geti ekki opnað þær og hirt úr þeim, en nú er orðið ólöglegt að læsa töskunum og eru lásar miskunnarlaust klipptir af ef eftirlitsmenn vilja kanna farangurinn við reglubundið öryggiseftirlit. Í fréttatilkynningu frá Pennanum kem- ur fram að nú séu í verslunum Penn- ans fáanlegir merktir lásar sem eft- irlitsmenn einir geta opnað og læst svo aftur þannig að enginn óviðkom- andi komist í farangurinn. Morgunblaðið/Einar Falur Dómkirkja Krists frelsara í Moskvu. Nánari upplýsingar um ferðina á leik Barcelona er að finna á vef Express ferða, www.expressferdir.is. Allar nánari upplýsingar um Volgusiglinguna gefur Haukur Hauksson.Símanúmer: 848 44 29 www.austur.com www.bjarmaland.is SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR Suðvesturströnd Grænlands, Eystribyggð, er heillandi heimur fyrir þá sem vilja njóta stórkostlegrar náttúrufegurðar á sólríkum sumardögum. Þarna eru góðar laxveiðiár og kjörlendi til gönguferða. Leitið nánari upplýsinga um það sem er í boði á Suður-Grænlandi, ferðamöguleika, skipulagðar ferðir, gistingu og aðra ferðaþjónustu á www.flugfelag.is Suður Grænland - paradís útivistarmannsins flugfelag.is | 570 3075 Narsarsuaq við Eiríksfjörð í beinu flugi tvisvar í viku í sumar (6. júní til 22. sept.), á þriðjudögum og föstudögum. Sumartilboð á netinu: Frá aðeins 11.800 kr.* flugfarið á manninn aðra leiðina þegar bókað er á netinu – takmarkaður sætafjöldi “Tikilluaritsi” ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 32 01 06 /2 00 6 *Innifalið: Flugfar og flugvallarskattar. Tikilluaritsi - Velkomin! Upplifðu stórkostlega strandlengjuna frá Narsarsuaq til Nuuk með Arctic Umiaq Line og margbrotna náttúrufegurð með Blue Ice. Nánari upplýsingar á www.aul.gl og www.blueice.gl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.