Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VIÐ erum afar sælir með þessa niðurstöðu en það sem er að ger- ast er að áhorfið á stöðina er að aukast mjög mikið og það er hið besta mál,“ segir Róbert Mars- hall, forstöðumaður NFS. Samkvæmt sjónvarpskönnun IMG Gallup frá því í júní nam uppsafnað áhorf á NFS 33,8% mælingarvikuna 28. maí til 3. júní. Það skal tekið fram að upp- safnað áhorf yfir vikuna er þann- ig mælt að allir sem horfa eitt- hvað á viðkomandi miðil mælingarvikuna eru taldir með. „Það er í raun og veru þetta uppsafnaða áhorf yfir vikuna sem sýnir okkur að við erum að bæta okkur heilt yfir sem er mjög gleðilegt. [...] Ég held að þetta sýni kannski fyrst og fremst það sem við bjuggumst við að þegar eitthvað væri að gerast í þjóðfélaginu og mark- verðir atburðir væru að eiga sér stað, myndi fólk stilla inn á NFS.“ Samanlagt áhorf á kvöldfréttir NFS, sem sýndar eru á NFS, Stöð 2, Stöð 2+ og Sirkus, mældist yfir 30% í könnuninni að sögn Róberts. Hann segir jafn- framt að þetta sé önnur könn- unin í röð sem kvöldfréttirnar mælist yfir 30% en þar áður hafi þær verið nokkuð undir því marki. „RÚV er undir 40% eftir að hafa verið mjög lengi í 44 til 45%. Þannig er alveg einsýnt að við erum að saxa á það forskot sem þeir hafa haft mjög lengi. Að fá tvær kannanir í röð sýnir að þetta er engin hending heldur raunveruleg þróun sem að okkar mati er mjög gleðileg.“ Enginn dagskrárliður á NFS er yfir 10% Enginn af þeim tíu þáttum NFS, sem eru með mest upp- safnað áhorf hjá stöðinni, nær yfir 10%. Efst tróna kvöldfréttir með 8,4% uppsafnað áhorf en aðrir dagskrárliðir eru allir und- ir 3%, þar af fimm undir 1,5%. Róbert segir þessa niðurstöðu ekki hafa komið á óvart og ekki sé hægt að búast við meira áhorfi á venjulegum fréttadegi. Hins vegar megi líta til þess að NFS útvarp sé með mjög fína hlustun á þessum tímum og að auki séu 35 til 40 þúsund manns að horfa á stöðina í viku hverri á veraldarvefnum. Að mati Ró- berts er þessi viðbót mjög mik- ilvæg en hún mælist ekki í um- ræddri könnun. 6–10 þúsund manns eru að horfa yfir daginn „Það sem við erum fyrst og fremst að horfa í varðandi þessa könnun snýr að okkar auglýs- endum. Þar skiptir mestu máli hvernig áhorfið yfir daginn lítur út. Hvað varðar þessa þætti segja þessar tölur okkur það að á venjulegum fréttadegi eru sex til tíu þúsund manns að horfa. Það er ágætis árangur. Við seljum ekki auglýsingar inn í þessa þætti heldur seljum við þær yfir daginn. Það er það sem skiptir okkur máli – hvernig uppsafnað áhorf yfir daginn og vikuna er.“ Róbert hefur trú á því að áhorfið eigi eftir að aukast. Þannig eigi dreifingin eftir að aukast og fólk eftir að læra bet- ur að nota miðilinn. Af þeim tíu dagskrárliðum sem eru með mest uppsafnað áhorf samkvæmt könnuninni eru níu sýndir á RÚV. Þar af eru tveir innlendir dagskrárliðir, Kastljós með 28,3% uppsafnað áhorf og Út og suður með 26,7%. Innlendir dagskrárliðir áberandi hjá Stöð 2 Af þeim tíu dagskrárliðum Stöðvar 2 sem eru með mest uppsafnað áhorf eru fjórir inn- lendir dagskrárliðir. Stelpurnar og Það var lagið eru með 11,9% og 11,8% uppsafnað áhorf og Ís- land í dag og Strákarnir með 9,5% og 9,2%. Könnunin var dagbókarkönn- un og úrtakið var 1422 Íslend- ingar á aldrinum 18 til 80 ára. Svarhlutfall var 43,2%. „Erum afar sælir með þessa niðurstöðu“ &'())   !" * # !"# !"$ !"$ %"& %"! %"' '"( '"# '") , - $ . $ . $$ / $  0# /     ! $  1/"# ' !    ! $     2 1            $&"%   $)"*    (%")  **"#   **"+  ,! ,!-     !!"#    !%")    %*")   !"# %!"$        +   $      %   & '('+ !#"* !#"+ !$") !+"$ !!"! !%"# !%"& !%"' %#"#        * 3 *  # , 43 5   $  "# 6" # #  ! 7" 9# " : ;033 < = ">" >!   '-  , $# 7?" $0"#        1 2  )*+ )*+ )*+ )*+ )*+ )*+ )*+ )*+   )*+ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Uppsafnað áhorf á NFS mældist 33,8% í könnun Gallup RÚV er með níu af tíu vinsælustu þáttum sjónvarps GENGIÐ hefur verið frá stofnun op- inbera hlutafélagsins Flugstoðir ohf., sem er að öllu leyti í eigu rík- isins en stofnfundur félagsins fór fram í samgönguráðuneytinu í gær. Hinu nýja félagi er ætlað að sinna flugleiðsöguþjónustu og flugvalla- ekstri og er með stofnun þess skilið á milli stjórnsýslu og eftirlits Flug- málastjórnar Íslands annars vegar og flugvallarekstrar og flugleiðsögu- þjónustu hins vegar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra undirritaði stofngerð félagsins á stofnfundinum. Samþykktir félags- ins voru síðan kynntar og undirritaði ráðherra þær jafnframt. Félagið er stofnað með hlutafé að fjárhæð 10 milljónir króna, skv. upplýsingum samgönguráðuneytisins. Síðar verða svo frekari eignir lagðar til félagsins sem stofnfé. Voru eftirtalin kjörin í stjórn á stofnfundinum: Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur, sem kjörinn var stjórnarformaður, Arnbjörg Sveins- dóttir alþingismaður, Gunnar Finns- son, fyrrverandi starfsmaður ICAO, Hilmar Baldursson, flugrekstrar- stjóri og Sæunn Stefánsdóttir við- skiptafræðingur. Stofnfundinum var síðan frestað og verður honum fram haldið síðar þegar mat á eignum liggur fyrir. Sturla Böðvarsson ritar undir stofngerð Flugstoða ohf. Honum á vinstri hönd eru Andri Árnason hrl. fundarstjóri og Svanhvít Axelsdóttir lögfræð- ingur sem ritaði fundargerð. Ráðherra á hægri hönd eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bergþór Ólason aðstoðarmaður. Flugstoðir ohf. taka við flugvallarekstri og flugleiðsöguþjónustu STARF forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið auglýst laust til umsóknar, en menntamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. september nk. Um er að ræða nýja stofnun sem verður til með sameiningu fimm stofnana, þ.e. Stofnunar Árna Magnússonar á Ís- landi, Orðabókar Háskóla Íslands, Íslenskrar málstöðvar, Örnefna- stofnunar Íslands og Stofnunar Sig- urðar Nordals. Í dag eru þessar fimm stofnanir ekki í einu húsnæði, en stefnt er að því að byggja nýtt hús yfir nýju stofnunina á háskólasvæðinu. Sam- kvæmt lögum sem Alþingi sam- þykkti í vor er gert ráð fyrir að verja einum milljarði til bygging- arinnar. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um Stofnun Árna Magnússonar kemur fram að áformað er að verja til verksins 300 milljónum á næsta ári, 300 millj- ónum árið 2008 og 400 milljónum árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Þórsdóttur, lögfræðingi á lögfræðisviði menntamálaráðuneyt- isins, er hönnun hússins ekki lokið og því liggur ekki fyrir hvenær það verður boðið út. Allir núverandi starfsmenn stofn- ananna fimm eiga rétt á starfi hjá Stofnun Árna Magnússonar. Þetta á einnig við núverandi um forstöðu- menn. Kjósi einhver þeirra að hætta starfi á viðkomandi rétt á biðlaunum. Ný Stofnun Árna Magnússonar Starf forstöðumanns laust til umsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.