Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 45
Það var minnisstætt að fylgjast með Gústa á knattspyrnuvellinum. Hann horfði ekki nema á helming leikja sem voru tvísýnir því hann var svo stressaður að hann gekk frá áhorfendastæðinu yfir götuna og til baka. Svona gat þetta gengið heilu leikina. Oft var meiri yfirferð á hon- um en leikmönnum inni á vellinum. Eitt sinn þegar ég kom með fjöl- skyldu minni úr sumarfríi var Gústi ásamt Magna vini okkar búinn að strengja skrautborða um allan garð- inn hjá mér þannig að það var erfitt að komast að húsinu. Þetta áttu þeir til félagarnir og oft fannst mér þeir yngjast um marga áratugi þegar þeir voru saman í glensinu. Einnig er minnisstæð veiðiferð sem við þrír félagarnir fórum í ásamt ungum syni mínum. Ferðinni var heitið í Hamarsfjörðinn en bíllinn bilaði á leiðinni og fengum við þá lán- aðan annan bíl sem bilaði líka en á leiðarenda komumst við og áttum við frábæran dag í veðri eins og það ger- ist best fyrir austan. Síðan þegar veiði var lokið þá þurftum við að redda fari til baka til Norðfjarðar og tókst það að lokum. Við Gústi rifj- uðum þessa veiðiferð oft upp og er hún enn í fersku minni sonar míns sem hefur gaman af því að rifja upp „fjögurra bíla veiðiferðina“ sem við fórum í með Gústa og Magna. Ég mun sakna þess að hitta ekki Gústa þegar ég kem í heimsókn á Neistaflug. Það var fastur punktur að reyna að hitta Gústa til að eiga fjörugar umræður, sama hvort það var á bensínstöðinni eða þar sem maður hitti hann á hátíðarhöldunum. Ég mun sakna Gústa og votta Línu, Birgi, Sverri og Kristínu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Magnús D. Brandsson. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég hitti Gústa Blöndal núna í byrjun júní, þegar ég kom í heimsókn aust- ur að þetta yrði síðasta skiptið sem ég sæi hann. En ég er þó þakklát fyr- ir að hafa hitt hann og spjallað við hann á bensínsjoppunni. Það var alltaf svo gaman að hitta Gústa Blön- dal. Ég minnist þess tíma þegar ég var að vinna hjá Magna Kristjáns í Tröllanausti. Gústi kom þar við nán- ast á hverjum degi í morgunkaffi og var þá púlsinn á bæjarlífinu tekinn á skemmtilegan máta, þessar stundir gáfu mér mikið og ég bý að þeim ennþá í dag og er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gústa. Elsku Lína, Birgir, Kristín, Sverr- ir og fjölskyldur ykkar; mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guðrún Guðmundsdóttir Okkur hjónin langar að minnast samstarfsmanns og vinar okkar, hans Gústa. Gústi var aðalmaðurinn á bensín- stöð Olís á Norðfirði, var með lykla að öllu, hafði svör við öllu hvort held- ur sem er hvaða olíu ætti að nota eða hvaða fótboltalið væri best. Það er ekki spurning að hann kom í veg fyr- ir að illa færi þegar upp kom eldur á stöðinni fyrir nokkrum vikum, þá var okkar maður mættur fyrstur allra að vanda og búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið var mætt. Hann var alltaf þessi klettur, að öðru starfsfólki ólöstuðu, sem við þurftum á að halda til að geta rekið tvær stöðvar á sitthvorum staðnum, t.d. lét hann alltaf vita hvernig færðin væri yfir Skarðið á veturna og varaði við að leggja í hann ef veðrið var slæmt. Hann hringdi alltaf fyrstur manna á morgnana í umboðið á Reyðarfirði til að leggja inn pöntun, við bíðum enn eftir símtali, okkur finnst eins og Gústi sé í fríi og eigum erfitt með að trúa því að hann sé fall- inn frá, enda skemmtilegur og litrík- ur félagi sem gaman var að vinna með og eigum við oft eftir að minnast þess þegar við þrösuðum um það hvorum megin við Skarðið væri betra veður. Ekkert þýddi að segja ósatt því Gústi var búinn að athuga veðrið á netmyndavélunum og sá við okkur. Við vottum fjölskyldu Gústa og samstarfsfólki á Norðfirði okkar innilegustu og dýpstu samúð. Lára og Samúel, Reyðarfirði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 45 MINNINGAR ✝ Helga Jónsdótt-ir fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 6. nóvember 1915. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík laugardaginn 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigrún Jónas- dóttir, f. 21.5. 1894, d. 2.3. 1985 og Jón Guðmundsson, f. 22.4. 1886, d. 6.2. 1975. Helga var elst þriggja systkina, hin eru Jónas, f. 10.4. 1918, d. 13.4. 1943 og Guð- finna, f. 11.11. 1922. Helga giftist 23.6. 1939 Guðna Þ. Árnasyni, f. 2.11. 1917, d. 1.6. 1981. Foreldrar hans voru Árni Stefán Jónsson, f. 4.3. 1889, d. 19.5. 1956 og Þórhildur Guðna- dóttir, f. 9.4. 1893, d. 24.11. 1975. Börn Guðna og Helgu eru: 1) Þór- hildur, f. 2.11. 1940, maki Bjarni Böðvarsson (skilin), börn þeirra eru Helga Soffía, f. 25.8. 1964, Böðvar, f. 30.10. 1965 og Bjarni Þór, f. 13.6. 1970. 2) Jónas Friðrik, f. 12.12. 1945. 3) Sigrún, f. 23.7. 1947, maki Baldur Hólmsteinsson, börn þeirra eru Björn Þór, f. 12.1 1969, Gunnar Páll, f. 29.3. 1971, Sigurður Rúnar, f. 1.6. 1972, Jak- ob Már, f. 23.12. 1974, og Ingunn Valdís, f. 10.5. 1985. Sonur Sig- rúnar af fyrra sambandi er Helgi Friðrik Halldórsson, f. 13.7. 1966. 4) Guðný Margrét, f. 6.5. 1949, maki Jón Grímsson, börn þeirra eru Guðni Björn, f. 8.7. 1966, Grímur Örn, f. 17.2. 1968, Helga Karólína, f. 22.6. 1969, Stefán, f. 16.2. 1972, og Arnþrúður Erla, f. 10.12. 1973. 5) Árni Stefán, f. 28.10. 1950, maki Þorbjörg Sig- ríður Þorsteinsdóttir, synir þeirra eru Jón Tryggvi, f. 3.9. 1971, og Gunnur, f. 12.10. 1976. Dóttir Árna frá fyrra sam- bandi er Ingibjörg, f. 19.12. 1967. 6) Jón, f. 25.5. 1952, maki Arnþrúður Gunnlaugsdóttir, börn þeirra eru Gunnlaugur Hrann- ar, f. 15.1. 1974, Jón- as Hróar, f. 3.3. 1977, Andri Hnik- arr, f. 10.6. 1978, Guðni Hjörvar, f. 7.5. 1982, og Guðrún Hrund, f. 6.1. 1984. 7) Örn, f. 15.4. 1954, maki I Marta Kristín Guðmunds- dóttir (skilin), dóttir þeirra er Helga Margrét, f. 3.12. 1973. Maki II Björg Karlsdóttir. 8) Þórarinn, f. 18.1. 1957, d. 6.3. 1995, maki Margrét Helga Sigurðardóttir, börn þeirra eru Margrét Unnur, f. 2.12. 1977, Egill, f. 10.4. 1983, og Óðinn, f. 6.7. 1988. 9) Guðrún Hólmfríður, f. 28.6. 1961, maki Þórður K. Theodórsson, börn þeirra eru Fannar Örn, f. 17.4. 1980, Snævar Freyr, f. 23.3. 1983, og Ásta, f. 31.10. 1988. Barna- barnabörn Helgu og Guðna eru 35. Helga ólst upp í Hraunkoti í Aðaldal fram á unglingsár en þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Helga fór í Húsmæðraskólann að Laugum í Reykjadal, þar sem hún kynntist Guðna sem var nemandi í Héraðsskólanum, þetta var vetur- inn 1936. Hún flyst til Raufarhafn- ar árið eftir og fljótlega eftir það hófu þau búskap í ýmsu leiguhús- næði, auk þes sem þau dvöldu í Reykjavík einn vetur meðan Guðni var við nám. Árið 1945 fluttu þau í nýbyggt hús sitt sem þau nefndu Laufás þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Útför Helgu verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var fyrir um 28 árum sem ég kom í fyrsta sinn inn á heimili Helgu Jónsdóttur í Laufási á Rauf- arhöfn. Tilgangurinn var að heim- sækja yngstu dótturina og um leið kynnast fjölskyldu hennar. Helga tók mér strax vel og hefur mér ætíð síðan fundist mjög gott að koma í heimsókn til hennar, enda gert það að árlegum sið. Helga eignaðist níu börn ásamt því að ala upp einn dótturson. Þetta er eitthvað sem við í dag gerum okkur kannski ekki grein fyrir hvaða afrek það var að halda svona stórt heimili sérstaklega þar sem ekki voru til þessar búðir á hverju horni. En þetta gerði Helga með aðdáun vel og ber þessi mikli hópur afkomenda ásamt mökum merki þess en hann er kominn yfir hundr- aðið og hittist að stórum hluta ár- lega. Ekki síst til að hitta hana og sýna henni nýjasta liðsmann fjöl- skyldunnar. Tengdamóðir mín var mikil félagsvera og hafði gaman af að vera innan um fólk og spjalla. Því var það synd að með tímanum fækkaði þeim sem hún umgekkst á Raufarhöfn ýmist farnir burt af staðnum eða yfir móðuna miklu. Hún hafði það að venju í mörg ár að koma suður í heimsókn til okkar sem bjuggum þar en fjölskylduhóp- urinn fór ört stækkandi og því mik- ið að gera hjá henni við að heim- sækja sem flesta. En þá var hún í essinu sínu að segja manni frá ætt- ingjunum sem bjuggu hér og þar en ég verð að segja eins og er að ég átti fullt í fangi með að ná öllum þessum ættingjum sem hún taldi upp. Hún talaði aldrei um sig heldur hafði frekar áhyggjur yfir að öðrum liði ekki vel. Svona var þetta alltaf, hún hugsaði meira um aðra en sjálfan sig. Frekar var stuttur að- dragandinn að ferð hennar á sjúkrahúsið vegna verkja og síðan í uppskurð. Það var því í hennar anda að taka sjálf þá ákvörðun um áframhald- andi uppskurði eða láta staðar numið. „Þetta er orðið ágætt“ sagði hún og henni var ekki hnikað. Helga mín, þessu er þá lokið og ég vil þakka þér fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Eftir sitja hlýjar minningar um indæla tengdamóður. Þórður Theodórsson. Amma í Laufási. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Þó að það sé sárt fyrir okkur að kveðja þig þá vitum við að þangað sem þú ferð nú verður þér vel tekið og mun afi verða glaður að fá þig loks við hlið sér eftir svo mörg ár. Laufás verður ávallt ofarlega í huga okkar. Þangað sem við fórum í heimsókn til ömmu sem alltaf átti eitthvað til að bera á borð, hvort sem maður kom í hádegi, kaffi eða kvöldmat, það var alltaf borinn fram veislumatur. Það var svo gott að koma í Laufás og hitta þig og Jónas og setjast með þér inn í litla eldhúsið þitt og spjalla um daginn og veginn og skoða myndir frá gamla tímanum. Þá var líka svo gaman að sitja bara og hlusta á þig segja sögur úr fortíðinni, af afa, pabba og hinum systkinunum því amma, þú sagðir svo skemmtilega frá og kunnir svo margar sögur. Þakka þér fyrir allt, fyrir sögurnar, umhyggjuna og ástina sem þú ávallt sýndir okkur, því munum við aldrei gleyma. Þú verður ávallt fyr- irmynd í okkar lífi. Við söknum þín sárt. En núna er þín eigin saga á enda, sagan af ungu konunni sem gifti sig og settist að í Laufási á Raufarhöfn ásamt manni sínum, gekk í gegnum góð ár jafnt sem hörð og stofnaði eina stærstu og glæsilegustu fjöl- skyldu í heimi. Já amma, nú er það okkar, sem eftir þig lifum, að glæða þig lífi fyrir komandi kynslóðir með því að segja frá þinni sögu, þínu ævintýri, þínu stórbrotna lífi. Sag- an af Ömmu í Laufási lifir áfram. Börnin hans Jónda. HELGA JÓNSDÓTTIR Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS ÞORSTEINSSONAR, Lautasmára 27, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á 12E og 11E á Landspítalanum Hringbraut, Karitasar heimahjúkrunarþjónustu og starfsfólks Landhelgisgæslu Íslands. Anna Albertsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS NIKULÁSSONAR fisksala, Hæðargarði 29, Reykjavík. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Helga Þorkelsdóttir, Andrés Þórðarson, Kristján Þorkelsson, Sigurdís Sigurðardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Kristjana Stefánsdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir, Guðmann Héðinsson, Viðar Þorkelsson, Sigríður Svava Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓNASDÓTTUR frá Borg í Reykhólasveit, Dalbraut 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðjónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson, Jónas H. Guðjónsson, Ebba Unnur Jakobsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Sveinn Árnason, Ólöf I. Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Arnar H. Guðjónsson, Ólafía G. Pálsdóttir, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Egill Jacobsen, Guðjón Kr. Guðjónsson, Guðný Edda Gísladóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR JÓNSSON, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 10. júlí kl. 15.00. Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir, Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir, Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrum bókavörður, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júlí kl. 13.00. Guðmundur B. Guðmundsson, Sigríður Björg Jónsdóttir, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.