Morgunblaðið - 08.07.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 08.07.2006, Síða 47
gefið; litli dóttursonur þinn sem þú varst svo stoltur af. Þú hafðir lengi mynd af honum á MSN sem við spjölluðum svo oft á, tæknina varst þú með á hreinu. Í vetur varst þú að klára að ná þér í réttindi sem hefðu komið sér vel þar sem þú ætlaðir að setjast að hér heima á Íslandi. Elsku vinur, margs er að minnast, ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og að eiga allar góðu minning- arnar, það er erfitt að kveðja þig, og vil ég þakka þér fyrir allt, Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Dagný Helga, Bryndís, María Rebekka og fjölskyldur, Þóra og systkini, ykkur vil ég votta mína dýpstu samúð. Þín mágkona. Sólveig Stolzenwald. Ég hef vitað af þér í tæp 16 ár. Þú varst fyrst á Egilsstöðum og svo í Noregi, þannig að kynni okkar voru aðallega í gegnum síma sem reynd- ar var aldrei sparaður. Eftir að þú og Sissa skilduð fórstu að koma oft- ar til Íslands í heimsókn. Urðu kynnin þá meiri og meiri. Þú varst alltaf jákvæður, hress og brosandi. Við gátum rifist, hlegið, talað út í eitt og þær voru ófáar koníaksflösk- urnar sem drukknar voru, enda eð- aldrykkur. Ekki vorum við alltaf sammála um allt, sem betur fer. Þín er sárt saknað. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sendi dætrum hans og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Grétarsdóttir. Elsku vinur minn. Þessi ár sem ég og börnin mín vorum svo heppin að fá að þekkja þig hafa verið þau bestu og lærdómsríkustu á minni lífsleið. Eftir að við kynntumst tókst mjög góður vinskapur með okkur því við vorum svo lík á margan hátt, gátum spjallað saman langt fram eftir nóttu, ferðuðumst saman og ávallt var gleði og margmenni þar sem þú varst staddur. Börnin mín tóku þér sem aukaafa, aðra eins barnagælu hafði ég sjaldan séð. Þú gafst mér mörg heilræði sem ég bý að enn í dag og er mér minn- isstæðast það sem þú sagðir við mig er ég sagði þér að ég væri búin að kaupa mér íbúð: „Jóna, mundu að draga aldrei að borga einn einasta mánuð af lánunum á íbúðinni, því þá ertu strax komin í vandræði.“ Ég hef farið eftir þessu heilræði eins og mörgum öðrum, sem þú gafst mér. Svo við rifjum upp eina gleði- stundina sem við áttum saman, þeg- ar við vorum að fara í kajakferð með Round Table-félaginu í Drammen og var ferðinni heitið niður Liers Elvu. Áður en við lögðum af stað heiman frá þér ákvað ég að snoða þig aðeins með rakvélinni minni sem ég var nýbúin að fá. Það fór nú ekki betur en svo að ég gleymdi að setja kambinn á vélina og þú varst ansi skrautlegur og áberandi skakk- ur að aftan, en þú varst nú ekkert að kippa þér upp við þetta og sagð- ir: „Þetta er allt í lagi, ég set bara á mig derhúfu,“ og svo hlóstu að mér. Þegar við hittumst síðast, það var um páskana þegar við krakkarnir komum í frí til Noregs, beið okkar þar dýrindis veislumáltíð eins og alltaf þegar við renndum í hlað í Solbergsmoen. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska …“ Elsku besti vinur, ég vil þakka þér fyrir alla þá visku, góðu orð og þann ógleymanlega vinskap sem þú hefur veitt okkur Steinunni Ósk og Aroni Inga síðustu ár. Elsku Dagný, Bryndís, María, Almar Máni og fjölskylda, Guð styrki ykkur í sorginni Jóna Björk Óttarsdóttir. Það var fallegur og hlýr sumar- dagur hér austur á Héraði þegar okkur barst sú sorgarfrétt að Ísleif- ur vinur okkar til margra ára, hefði orðið bráðkvaddur langt fyrir aldur fram. Þegar svona gerist setur mann hljóðan og finnst tíminn stöðvast um stund. Við skiljum ekki tilgang þess, en verðum að sætta okkur við að lifa áfram með minningu um góðan og tryggan vin. Við virðum ei manninn fyrir að fá fé eða rós úr hnefa. Og hrós fyrir allt sem hann ekki var. Menn ótal blekkingar vefa. Því einungis virðingu okkar fær sá, sem eitthvað hefur að gefa. (Gunnar Dal.) Við vottum dætrum hans Dag- nýju, Bryndísi og Maríu svo og tengdasonum, systkinum og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Hlynur, Edda, Fjölnir og Linda Miðhúsum, Fljótsdalshéraði. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 47 MINNINGAR Það er sumar og sólin bræðir malbikið, við göngum rösklega niður Hlíðargötuna. Klikk, klakk, klikk, klakk. Hljóðið í skónum hennar ömmu minnar er eitt það ljúfasta og skemmtilegasta (hljóð) sem ég get hugsað mér. Ferðinni er heitið í Kaupfélagið. Sumur í Norðfirði voru skemmti- leg og spennandi. Sveifla sér í staurunum, sjóferð á flottri trillu að ógleymdum berjaferðunum í hlíðum Norðfjarðar. Þar var amma á heimavelli, gekk rösklega upp með ungviðið másandi og blásandi LAUFEY GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Laufey Guð-laugsdóttir fæddist í Nesi í Norðfirði 22. mars 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Norðfjarðar- kirkju 30. júní. á eftir sér. Seinni- partinn var komið heim á Hlíðargötu. Alsæl börn með berjablá andlit og föt- ur fullar af dýrindis blá- og krækiberjum. Ofurgott skyr með ferskum berjum út á í hádegismat. Amma útbjó þetta eins og á fínasta hóteli. Lagt á borð fyrir alla. Við amma áttum notalega samveru í sumarbústað með fjölskyldunni þegar Máni Freyr var þriggja vikna. Pabbi hafði ný- lega greinst með krabbameinið og við vorum öll hálfmeyr yfir þessum aðstæðum, nýju lífi og skelfilega ógnandi sjúkdómi afans. Það var gott að eiga ömmu að, hún ein gat sefað drenginn þegar hann grét og talaði við hann sínu róandi máli sem enginn skildi nema þau tvö. Öllu var tekið með ró og spekt. Í þessari ferð kynntist ég ömmu bet- ur en nokkru sinni fyrr, við deild- um herbergi og töluðum saman langt fram á nætur. Á örfáum dög- um lærði ég margt af þessari reyndu konu sem hafði frá mörgu að segja og var um leið tilbúin að hlusta á barnabarnið, fordómalaus og gefandi. Amma var nýbúin í aðgerð þegar ég hitti hana í síðasta sinn. Við átt- um saman innihaldsríkt og gefandi samtal í dágóðan tíma. Henni leið vel. Hún ræddi við mig um kom- andi afmæli Mána Freys og sá sjálf fram á betri líðan og bjart sumar. Horfði bæði þakklát og stolt á nýj- asta lækninn í fjölskyldunni sem sýndi henni einstaka alúð, hlýju og nærgætni. Við hlógum öll og gönt- uðumst og gátum ekki annað en skellihlegið þegar læknirinn bauðst til að reisa hana örlítið upp og hún spurði: „Palli minn, er ég voða þung?“ Þvílíkur húmoristi, hún hafði lag á að vera svo hrikalega fyndin og stundum alveg óvart. Undanfarin ár heimsótti ég Laufeyju ömmu mína hvert sumar. Það fyrsta sem ég gerði var að fara í skúffuna hennar og fá mér uppá- haldsnammið okkar, perubrjóst- sykur. Skyldi hann vera þar enn? Síðasta sumar ræddum við amma dauðann. Hún gekk um gólf með kaffibollann sinn og sykurmola, stoppaði öðru hvoru og horfði íbyggin á eitthvað. Hún var að hugsa. Svo sagði hún; „Já, veistu það Katrín, ég er svolítið hrædd við þetta.“ Við komumst að því að það væri fullkomlega eðlilegt, enginn væri til frásagnar. Svo skottaðist hún fram á gang í göngutúr með vinkonum sínum eftir tíufréttirnar. Ómissandi partur af tilveru hennar. Ég er hins vegar viss um að hún var tilbúin að hitta þá Bjössa sinn, Hermann, Hjört og alla hina sem hafa kvatt okkur. Ég bókstaflega heyri í pabba segja við hana; „Sæl mamma mín!“ og sé þau fyrir mér faðmast innilega á ný og ömmu spyrja: „Hvernig finnst þér þessi föt, Hermann minn?“ Laufey amma mín fékk að fara eins og flestir myndu kjósa sér. Með stæl og með hennar hætti, sem var „ekkert ves- en“. Blessuð sé yndisleg minning hennar Laufeyjar ömmu. Takk fyr- ir skemmtilega, lærdómsríka sam- veru og ást. Elsku amma, viltu knúsa hann pabba minn frá mér eins fast og þú getur. Hvíslaðu að honum að við söknum hans. Þín, Katrín Brynja. Nú geng ég hér í gömlu sporin mín, þótt gróin séu fyrir mörgum árum. Í lautinni, þar sem litla brekkan dvín, þar ljúfa fjólan ennþá við mér skín og bunulækur kveður kvæðin sín, ég krýp í lotning hjá hans silfurbárum. Nú geng ég hér í gömlu sporin mín þótt gróin séu fyrir mörgum árum. Þú kæra byggð, er kem ég til þín inn, ég kenni yls og finnst, að batni hagur, við barminn þinn því ró og frið ég finn. Og fyrst þú ávallt gleður huga minn, til þín ég leita, flý í faðminn þinn. Þá finnst mér tíminn vera sólskinsdagur. Þú kæra byggð, er kem ég til þín inn, ég kenni yls og finnst, að batni hagur. (Hugrún.) Ég sit hér í Danmörku og skrifa nokkur kveðjuorð til þín, Diddi frændi. Fyrir framan mynd af afa og ömmu og ykkur systkinunum fimm logar kertaljós. Í dag, 16. júní, fór út- för þín fram, og var ég hjá þér í hug- anum. Ég minnist þess sem barn á Ak- ureyri, hversu stolt ég var, að eiga frænda í Ameríku. Þið Inga bjugguð þar í mörg ár með ykkar elstu börn, Róbert og Gunnlaugu. Þú sendir oft myndir til Gunnlaugar ömmu og Jó- hannesar afa á Eyralandsvegi 20. Meðal annarra voru það myndir af ykkur með börnin í Tívolí og mynd af nöfnu minni fyrir framan sjónvarp. En bæði eitthvað sem hét „Tívolí“ og „sjónvarp“ þekkti ég ekki á þeim tíma, og svo voru margar myndirnar í flottum litum og það var líka nýtt fyrir mér og merkilegt. Allt var nú til í Ameríku. Þið komuð svo til Íslands með börnin í heimsókn, og ég var voða stolt af litlu frændsystkinum mínum sem áttu heima í Ameríku. Þið Inga fluttuð síðan til Íslands með börnin, með heimili í Reykjavík og eignuðust dæturnar Sigrúnu og Ragnhildi. Ég man líka að á táningsárum mínum á Akureyri eignaði ég mér stóra flotta litmynd af þér sem ég hafði í herbergi mínu innan um plak- öt af Beatles, Cliff Richard, Elvis Presley og öðrum þekktum stjörn- um. Þú varst eins og filmstjarna á KRISTJÁN MIKAELSSON ✝ Kristján N.Mikaelsson fæddist á Akureyri 4. júní 1920. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 16. júní. þessari mynd og líkt- ist Paul Newman kvik- myndaleikara ansi mikið. Ég var voða grobbin og stolt að eiga svona flottan frænda. Ég geymi líka fallegu og hlýju bréfin sem þú skrifaðir til mín, og eins sem þú skrifaðir til elsku syst- ur þinnar Stínu, móð- ur minnar. Þið Inga áttuð svo fallegt og hlýlegt heimili í húsi ykkar í Asparlundi, og þar leið ykkur vel með börnum ykkar. Það var alltaf gott að heimsækja ykkur þar, og það var einstaklega notalegt að vera í návist ykkar beggja. Fyrir 13 árum fékkstu heilaáfall og lamaðist og varst þú bundinn hjólastól eftir það. Það var mikið áfall fyrir þig, Ingu og alla fjölskyld- una. Þú fluttist á Hrafnistu í Hafn- arfirði og Inga til þín nokkrum árum seinna, og var hún þá orðin veik sjálf. Þú varst glaður að fá hana til þín og alltaf svo stoltur af henni, enda var hún falleg og góð kona, glaðleg og skemmtileg. Þið voruð fallegt par og góður andi ríkti á milli ykkar. Ég og Gísli minn heimsóttum ykk- ur þegar við komum til Íslands. Þú varst alltaf svo áhugasamur að heyra um ferðir hans á skipunum um heimsins höf og ég gat oft dáðst að því hvað þið voruð jákvæð og áhuga- söm að heyra fréttir af okkur í fjöl- skyldunni. Þið höfðuð einstakan hæfileika að samgleðjast öðrum, þótt veikindi og aðrir erfiðleikar steðjuðu að ykkur og margir af draumum ykkar hefðu ekki ræst. Inga dó fyrir 4 árum og var það mik- ill og sár missir fyrir þig. Þú varst stoltur af börnum þínum og barnabörnum og langar mig sér- staklega að nefna son þinn Róbert sem hefur reynst þér alveg sérstak- lega vel, ekki síst nú síðustu árin þar sem þú varst orðinn einn og Inga þín horfin. Tengdadóttir þín Arndís var þér líka einstaklega góð, kærleiksrík og traust í alla staði. Síðustu árin hef ég oft hugsað, hvort þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi Didda frænda. Kom ég nokkrar ferðir á síðastliðnu ári, og þykir mér vænt um að synir mínir Guðjón Emil og Ragnar Mikael voru með í maí í fyrra og heilsuðu upp á þig. Þú varst voða glaður, Diddi, að sjá þessa ungu frændur þína sem þú hafðir ekki séð í mörg ár. Ég kom til þín í síðasta sinn um páskana með Soffíu frænku eins og svo oft áður. Þú svafst svo vært í rúmi þínu, og það var yndislegt að sjá gleðina sem færðist yfir andlit þitt þegar þú sást Soffíu og síðan mig. Þá sagðir þú „eruð þið komnar, uppáhalds frænkur mínar“. Ég hafði tekið gítarinn með, og við Soffía sát- um við rúmstokkinn hjá þér og sung- um gömlu íslensku ættjarðarlögin fyrir þig. Augun þín ljómuðu og þú varst svo glaður og inn á milli söngstu með okkur. Það hefur heyrst í okkur út á gang, því allt í einu voru fleiri mættir og sungu með okkur smástund. Þessa stund mun ég varðveita og geyma alla tíð, og vera þakklát fyrir að hafa upplifað og átt með þér, frændi minn, og Soffíu. Þú kysstir okkur og kvaddir svo innilega og ætlaðir aldrei að vilja sleppa okkur. Ég skila kærri kveðju til þín, elsku frændi, frá Gísla, Rögnu Stínu og börnum okkar systra hér í Dan- mörku. Síðasta afmælisdag þinn, 4. júní, komu systkini mín, Emil og Brynja, til þín, það er gott að hugsa um það og daginn sem þú kvaddir þennan heim 7. júní voru þau hjá þér, Ró- bert, Arndís, Sigrún, Brynja, syst- urnar Soffía og Gunnlaug og mág- kona þín Ásta og þó að þú svæfir vært hefur þú sennilega notið þess að heyra spjallið í þeim og fundið nærveru þeirra allra. Nú líður þér vel, frændi, þar sem hið eilífa ljós skín og friður og kær- leikur umvefur allt. Þau sitja í fal- legum garði þar sem allt er fullt af blómum og fallegur söngur ómar. Og bjóða þig velkominn og fagna þér, hún Inga þín, Mikael afi, Jóhannes afi, Gunnlaug amma, Stína systir þín, bræðurnir Maggi og Mikki, systursonur þin Mikki og aðrir ætt- ingjar og vinir. Ég mun sakna þín, elsku frændi. Djarfa sál, – þú ert djúp og sterk, drekinn er andans sigurverk, trúboði tímans nýja. Fagnaðu sveinn, tak flugmannsserk, lát fluginu kraft þinn vígja, því heimurinn þráir himnaklerk, sem hefur sig upp til skýja. Ég fagna með þeim, sem fljúga hátt. Fagurt er loftið og draumablátt, og hættunni hetjur gleyma gefðu þeim, faðir, meiri mátt, lát magn þitt um brjóstin streyma, svo þeir geti flogið djarft og dátt um draumanna undraheima. (Davíð Stefánsson.) Innilegar samúðarkveðjur til þín Róbert, Arndís, Gunnlaug, Sigrún, Atli, Ragnhildur og barnabörn öll. Eins til þín, elsku Mummi, ég veit þú munt sakna bróður þíns sárt. Þín systurdóttir, Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.