Morgunblaðið - 08.07.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.07.2006, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Sæmundur Auðarson er maður andstæðna en samkvæmur sjálfum sér á morgun MORGUNBLAÐNU barst eftirfar- andi yfirlýsing frá Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra í gær: „Vegna misskilnings í umræðu um frestun vegaframkvæmda sem rík- isstjórnin hefur boðað óskar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra eftir að taka eftirfarandi fram: Á fundi ríkisstjórnar 27. júní síð- astliðinn var ákveðið að fresta öllum útboðum vegna framkvæmda á veg- um ríkisins, þar á meðal fram- kvæmda við vegagerð. Þessi ákvörð- un er tímabundin en ótímasett. Í samræmi við ákvörðun ríkis- stjórnarinnar hófust viðræður milli fjármálaráðherra og félagsmálaráð- herra annars vegar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hins vegar um mögulegar aðhaldsaðgerðir hjá sveitarfélögum. Að þeim viðræðum loknum og þegar liggur fyrir hvaða áhrif þær aðgerðir munu hafa á stöðu efnahagsmála verður tekin ákvörðun um umfang frestana í vegagerð og hvaða einstöku verkefn- um verður frestað. Á meðan heldur áfram undirbún- ingur útboða vegna verkefna Vega- gerðarinnar og verður því unnt að ráðast í þau verkefni eftir að útboðs- banni verður aflétt. Þrátt fyrir útskýringar á fundi samgöngunefndar í gær, fimmtudag, hafa fulltrúar stjórnarandstöðu- flokka í samgöngunefnd haldið uppi málflutningi og staðhæfingum sem eru úr takti við þær upplýsingar sem þar komu fram. Meðal annars hefur Kristján L. Möller, þingmaður Sam- fylkingar, haldið því fram að mis- ræmi sé á milli yfirlýsinga fjármála- ráðherra og samgönguráðherra í umræðu um frestun framkvæmda á vegum ríkisins. Jafnframt hefur því verið haldið fram að frestanir komi sérstaklega hart niður á Vestfjörð- um og norðausturhorni landsins. Einnig hefur þess misskilnings orðið vart að samgönguráðherra ákveði ekki frestanir nema að höfðu sam- ráði við sveitarfélögin. Þessar stað- hæfingar eru annars vegar rangar og hins vegar ótímabærar. Það er því rangt að halda því fram að ákvarðanir hafi verið teknar um að fresta einstökum verkum eða að um misræmi sé að ræða í málflutn- ing samgönguráðherra og annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Samgönguráðuneytinu, 7. júlí 2006.“ Vegna umræðu um frestun vega- framkvæmda „ÞAÐ LEYSIR ekki húsnæð- isvanda Blóðbankans að tala upp fermetrana,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóð- bankans, en bankinn á að flytja í nýtt húsnæði við Snorrabraut þar sem Skátabúðin var áður til húsa. Bankinn er nú í 650 fermetra húsnæði og segir Sveinn að hann hafi hvergi í vestrænu vel- megunarþjóðfélagi rekist á eins slæma aðstöðu fyrir blóðbanka og er hér á landi. Lækningaforstjóri Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) sagði í Morgunblaðinu í gær að bankinn fengi við breytinguna um 1.200 fermetra til ráðstöf- unar í nýja húsnæðinu, að með- talinni starfsmannaaðstöðu, s.s. eldhúsi og matsal, sem yrði deilt með framkvæmdanefnd um nýjan spítala á efstu hæð hússins. Sveinn hefur hins vegar sagt þetta vera um 900 fermetra, ef Blóðbankinn fái aðeins tvær hæðir í húsinu eins og áform séu um. „Það hefur verið gefið í skyn að hér sé um tvöföldun á húsnæði að ræða en það er einfald- lega ekki rétt.“ Samkvæmt þarfagreiningu þarf bankinn 1.600 fermetra til að geta rekið starfsemina og segir Sveinn að það ætti að duga til næstu tíu ára. „Það er ekki rétt sem kom fram í máli lækningaforstjóra LSH að þetta sé þarfagreining fyrir árið 2025,“ segir Sveinn og bætir við að stigar, gangar og annað taki meira rými en gert var ráð fyrir í þarfa- greiningu. „Þetta hús er ekki byggt fyrir blóðbanka og á hverri hæð er veglegur inngangur sem ég held að sé um 60 fermetrar. Það er öllum mönnum ljóst að þar verður hvorki safnað blóði né unnið blóð eða gert gæðaeftirlit og annað.“ Ný tækni tekur meira pláss Sveinn segir jafnframt að við þarfagreininguna hafi ekki ver- ið gert ráð fyrir matsal og eld- húsi þar sem áætlað var að starfsfólk Blóðbankans sam- nýtti það með Landspítalanum. „Starfsemi okkar hefur víkkað mjög út og það hafa komið til nýjar aðferðir og tækni sem taka pláss, m.a. við söfnun á blóðflögum,“ segir Sveinn og ítrekar að húsnæðisvandinn væri leystur fengi Blóðbankinn allt húsið við Snorrabraut. „Landspítalinn og ríkið eiga ónotað rými upp á nokkur hundruð fermetra við Ármúla. Ég sæi fyrir mér að fram- kvæmdanefndin gæti verið þar til húsa.“ Sveinn segist hafa átt fund með forstjóra LSH þar sem fram hafi komið mikill vilji til að leysa húsnæðisskort Blóð- bankans. Segir hann orð lækninga- forstjóra því hafa komið sér á óvart. „Ég vona samt að þessi óvandaða yfirlýsing hans verði ekki til að spilla þeim góða vilja sem kom fram á fundi mínum og for- stjóra LSH,“ segir Sveinn og er bjartsýnn á að lausn náist. Leysir ekki vandann að tala upp fermetrana Blóðbankinn flytur í húsnæði Skátabúð- arinnar við Snorrabraut á næstunni. Morgunblaðið/Þorkell EIN af sex stofnleiðum Strætós bs. verður felld út úr leiðakerfinu næstu fjórar vikurnar þar sem ekki hefur gengið að manna af- leysingastöður vagnstjóra nema að hluta í sumar. Um er að ræða leið S5, sem ekur frá Hlemmi upp í Árbæ, og verður aftur ekið eftir leiðinni þriðjudaginn eftir versl- unarmannahelgi, 8. ágúst. „Það hefur reynst þrautin þyngri þetta sumarið að fá mann- skap,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætós bs. Hann segir að ráðgert hafi verið að ráða 15–20 bílstjóra til afleys- inga í sumar, en einungis hafi tek- ist að fá fjóra til starfa. Ásgeir segir leið S5 hafa orðið fyrir valinu þar sem aðrar leiðir aki nánast allar götur sem S5 liggur um. Þannig geti þeir sem hefðu annars tekið þessa leið not- fært sér leið 18 og/eða leið 19, og tengst leið S6, sem ekur sömu leið og S5 inn í miðborgina. „Það er illskásti kosturinn að gera þetta svona, það er minnsta þjón- ustuskerðingin sem verður með því að gera þetta með þessum hætti,“ segir Ásgeir. Í gærkvöldi voru hengdar upp tilkynningar um breytingarnar á öllum biðstöðvum þar sem leið S5 stoppar venjulega, auk þess sem tilkynning var sett upp á vef Strætós, www.bus.is. Á vefnum er svokallaður ráðgjafi, þar sem hægt er að slá inn upplýsingar um byrjunarpunkt og endapunkt ferðar, og fá út hvaða leiðir er hægt að nota. Ásgeir segir að of flókið sé að breyta ráðgjafanum til að hann ráðleggi fólki ekki að nota leið S5, en þeir sem noti ráð- gjafann ættu að sjá tilkynninguna á vefnum og miða ferð sína við það. Vonast eftir skilningi „Það er alveg ljóst að það verða einhverjir af okkar viðskiptavin- um fyrir óþægindum, ég við- urkenni það. Það er auðvitað mjög slæmt að þurfa að vera í þeirri stöðu þegar maður er í for- svari fyrir þjónustustarfsemi að þetta þurfi að koma til, en við ráðum ekki við þessar aðstæður öðruvísi. Ég vonast eftir skilningi viðskiptavina á þessum aðstæðum og ítreka að þetta er tímabundin ráðstöfun í fjórar vikur,“ segir Ásgeir. Morgunblaðið/Ómar Þeir sem venjulega taka leið S5 geta nú í staðinn tekið leið 18 eða 19. Strætó fellir út leið S5 næstu fjórar vikur Úrskurður um Flug- þjónustuna staðfestur ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála staðfesti með úrskurði sínum nr. 3/2006, dagsettum 5. júlí, ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, nr. 9/2006, þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir brot gegn 11. grein samkeppn- islaga vegna misnotkunar á mark- aðsráðandi stöðu. Áfrýjunarnefnd ákvað að IGS skyldi greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Í hinni áfrýjuðu ákvörðun komst Samkeppniseftirlit- ið að þeirri niðurstöðu að Flugþjón- ustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag FL Group, hefði misnot- að markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Þar segir að fyrirtækið hafi brotið samkeppnislög þegar það gerði tíu einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. Sam- keppniseftirlitið gerði fyrirtækinu því að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs. Hissa á niðurstöðunni Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, niðurstöðu áfrýj- unarnefndarinnar koma á óvart. „Við áttum von á því að tekið yrði meira tillit til þeirra gagna og raka sem við höfum sett fram í málinu,“ sagði Gunnar. Hann sagði lögfræð- inga fyrirtækisins nú vera að fara yfir málið í heild. Spurður hvort fyr- irtækið hygðist kæra úrskurð áfrýj- unarnefndar til dómstóla sagðist Gunnar ekki geta tjáð sig um það að þessu stigi, en að staðan myndi skýrast strax í næstu viku. Að sögn Gunnars hefur hin 80 milljóna króna stjórnvaldssekt verið greidd, en hún var að sögn greidd á gjalddaga í síðustu viku. Segir Gunnar því framundan að fá mis- muninn á lækkuninni endurgreidd- an. ÁTTA fíkniefnamál komu upp í sam- eiginlegu átaki hjá lögreglunni í Hafnarfirði og Kópavogi í fyrrinótt. Ellefu aðilar voru handteknir í tengslum við málin og voru á aldr- inum 16 til 35 ára. Í öllum tilvikum var um að ræða svokallaða neyslu- skammta en lagt var hald á kókaín, kannabisefni, amfetamín og e-töflur. Aðfaranótt fimmtudags komu upp fjögur fíkniefnamál við hefðbundið umferðareftirlit hjá lögreglunni í Kópavogi. Voru tveir aðilar á þrí- tugsaldri, einn á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri færðir til yfir- heyrslu. Þar var lagt hald á lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni. Öllum aðilum var sleppt að lokn- um yfirheyrslum og teljast málin upplýst. Átta fíkniefnamál á einni nóttu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.