Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 15 FRÉTTIR BLOKKIN við Hörðukór 1 í Kópavogi stendur hæst allra blokka á Íslandi en efsta hæð hennar er í rúmlega 160 metra hæð yfir sjávarmáli. Blokkin sjálf er rúmlega 40 metra há og í henni eru 15 íbúðarhæðir. Hún er hins vegar 16 hæðir frá neðstu plötu sem er í tæplega 120 metra hæð yfir sjávarmáli. Það var því tignarlegt útsýnið sem blasti við blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins þegar Benedikt Egilsson, byggingastjóri hússins, leiddi þá úr lyftunni á efstu hæð og upp á þak. Þar sást vel til allra átta, yfir Elliðavatn og Heiðmörk, út á Reykjanes, yfir Reykjavík og upp á Skaga. Þ.G. verktakar eru byggingaraðili hússins en framkvæmdin hófst um áramót- in 2004/2005. Að sögn Benedikts var raunverulegur afhendingartími íbúða þann 30. júní síðastliðinn og nú þegar hefur 51 af 57 íbúðum hússins verið af- hent. Hins vegar eru einungis fimm íbúðir óseldar, þar af tvær á efstu hæð. „Við reiknum með að klára verkið í þessum mánuði en þetta hefur tekið á bilinu 15 til 18 mánuði,“ segir Benedikt. Einstakt útsýni til allra átta Blokkin við Hörðukór stendur hæst allra blokka á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Séð yfir Elliðavatn og Heiðmörk af efstu hæð blokkarinnar. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Í NÝLEGU bréfi umboðsmanns Al- þingis til Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra er lagt til að settar verði reglur til að tryggja réttaröryggi leigubílstjóra gagnvart leigubifreiða- stöðvum. Ástæða athugasemda um- boðsmanns er kvörtun Jóns Stefáns- sonar leigubílstjóra í kjölfar þess að samgönguráðuneytið hafnaði að taka kæru hans vegna meintrar ólögmætr- ar uppsagnar frá leigubifreiðastöðinni BSR til efnislegrar meðferðar. Í 4. gr. leigubifreiðalaga segir að ákvörðunum Vegagerðarinnar og leigubifreiðastöðva samkvæmt lögun- um verði skotið til samgönguráð- herra. Í tilfelli Jóns reyndi á hvort ákvörðun BSR um að segja honum upp hafi verið gerð á grundvelli lag- anna eða ekki. Umboðsmaður telur sig ekki geta endurskoðað það mat samgönguráðuneytisins að ákvörðun- in hafi verið einkaréttarlegs eðlis. Ósáttur við uppsögnina Málið reis upp síðasta sumar þegar Jóni var sagt upp en hann sakaði þá Guðmund Börk Thorarensen, fram- kvæmdastjóra BSR, um að hafa látið sig fara vegna gagnrýni hans á meinta misnotkun BSR á svokölluð- um „skúffuleyfum“, en það eru leigu- bílstjóraleyfi sem lögð hafa verið inn til stöðvanna og lögum samkvæmt skulu lögð inn til Vegagerðarinnar sem fer með umsjá þeirra. Guðmund- ur svaraði því til að Jóni hefði verið sagt upp vegna þess að það þjónaði ekki viðskiptalegum hagsmunum stöðvarinnar að hafa hann áfram. Nánar aðspurður sagðist Guðmundur Börkur hafa sagt Jóni upp vegna kvartana frá viðskiptavinum og að Jóni hafi verið greint frá þessum ástæðum munnlega áður en honum var sent uppsagnarbréf. Jón tók einnig fram í kæru sinni til samgönguráðuneytisins að lög áskildu honum að starfa innan leigu- bifreiðastöðvar og því varðaði upp- sögn hans ákvæði laganna. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að hefðu allar leigubifreiðastöðvarnar komið sér saman um að semja ekki við hann gæti málið komið til efnislegrar með- ferðar. Skýrara í Danmörku Umboðsmaður kannaði hvernig staðið væri að hliðstæðum málum í danskri löggjöf og komst að því að hin danska löggjöf væri ólík þeirri ís- lensku að því leyti að þar væri að finna nokkuð ítarleg ákvæði um hvað gæti leitt til brottreksturs leigubíl- stjóra. Auk þess væri þar kveðið á um að ákvörðun leigubifreiðastöðvar um brottrekstur leigubílstjóra skyldi bor- in undir viðkomandi sveitarstjórn. Í dönsku lögunum er leigubifreiða- stöðvum jafnframt gefin heimild til að sekta bílstjóra vegna minniháttar brota. Umboðsmaður beinir því þeim til- mælum til samgönguráðherra að setja skýrari reglur um hvenær áfrýja má ákvörðun leigubifreiða- stöðva til ráðuneytisins. Í álitinu seg- ir: „Ég tel mikilvægt að þegar hand- hafar ríkisvaldsins hafa séð ástæðu til að hafa afskipti af og leggja hömlur á tiltekið atvinnusvið, í þessu tilviki á akstur leigubifreiða á tilteknum svæðum með því að skylda leigubíl- stjóra til að hafa afgreiðslu á leigu- bifreiðastöð, að samhliða sé gætt að því að þær takmarkanir leiði ekki til þess að þeir sem þegar hafa fengið út- gefin atvinnuleyfi til að rækja við- komandi starfsemi verði hindraðir eða jafnvel útilokaðir frá því að nýta sér atvinnuréttindi sín eftir geðþótta þeirra sem stjórna leigubifreiðastöð- um, án nokkurra möguleika á að fá slíkar ákvarðanir prófaðar af stjórn- valdi eða sjálfstæðum eftirlitsaðila.“ Umboðsmaður Alþingis leggur til við samgönguráðherra að settar verði reglur til að tryggja réttaröryggi leigubílstjóra Kæruheimildir leigu- bílstjóra verði skýrari Morgunblaðið/Sverrir VINNSLUHOLA sem ætlað er að leiða heitt vatn úr iðrum jarðar í Grímsey verður væntanlega boruð í haust. Að sögn Brynjólfs Árna- sonar, oddvita sveitarstjórnar Grímseyjarhrepps, voru gerðar til- raunaboranir fyrir þremur árum sem gáfu til kynna að heitt vatn væri að finna í Grímsey. Nú hafa náðst samningar milli ríkisins og sveitarstjórnarinnar um að bora vinnsluholu sem vonast er til að geti séð Grímseyingum fyrir heitu vatni. Að sögn Jakobs Björnssonar, starfsmanns Orkustofnunar og umsjónarmanns jarðhitaleitará- taks á köldum svæðum og orku- sjóðs, sem styrkja mun verkefnið, er von um að vinnsluholan geti mögulega séð öllum bænum fyrir heitu vatni. Ef svo yrði myndu sparast miklir peningar því Gríms- eyingar nota nú olíu til að kynda hús sín. Kostnaður sex milljónir Jakob nefnir sem dæmi að Stykkishólmur hafi í kjölfar prufu- borana komið sér upp hitaveitu og Eskifjörður sé einnig langt kominn í því ferli. Kostnaður jarðhitaleit- arátaksins vegna borunarinnar er sex milljónir en ráðgert er að heildarkostnaður verði tíu milljón- ir. Sveitarstjórn Grímseyjarhrepps leggur fram tvær milljónir og ráð- gert er að Rafmagnsveita ríkisins leggi einnig fram sömu upphæð. Jarðhita- borun í Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.