Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI ÍSLENSKIR hestar standa fötluðum einstaklingum í Utah til boða á sérstökum uppbyggingarnámskeiðum. Lisa Lindberg hefur heillast af Íslandi og öllu sem íslenskt er og bíður upp á þessa þjónustu. Hún er ekki af íslenskum ættum og hefur ekki enn komið til landsins en á þrjá íslenska hesta sem hún notar í aðstoð sinni við fatlaða. Lisa Lindberg hefur verið dugleg við að kynna íslenska hestinn í Utah og segir David Ashby, talsmaður Íslenska félagsins í Utah, að félagið eigi henni mikið að þakka. Hún hafi sett upp sýningar um ís- lenska hestinn og sýnt myndbönd, bæklinga og bækur auk þess sem hún hafi komið með íslenskan hest á árlega fjölskylduhátíð félags- ins. „Hún er heilluð af Íslandi og hestarnir hennar, Héla, Sólmáni og Svali, veita henni og öðrum mikla ánægju,“ segir David Ashby. Sjálfboðaliðar reka meðferðarstofnunina Courage Reins í Há- löndum í Utah, um 40 km fyrir norðan Spanish Fork, og bjóða upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða. David Ashby segir að verðið sé um þriðj- ungur af verði hjá sambærilegum reiðskólum og sé verðinu haldið niðri til þess að sem flestir geti notið þjónustunnar. Íslenski hest- urinn sé sérstaklega heppilegur fyrir fatlaða og vegna áhuga síns á börnum og hestum hafi Lisa Lindberg komið mörgum til hjálpar með sjálfboðaliðsstarfi sínu fyrir stofnunina. Ánægja nemandans á Hélu í reiðskólanum leynir sér ekki. Ungur nemandi á Sólmána í reiðskólanum í Hálöndum, rétt norðan við Spanish Fork. Lisa Lindberg æfir Svala í Vernon í Bresku Kólumbíu í Kanada. Fatlaðir á íslenskum hestum í Utah KANADÍSKA sjónvarpsstöðin CTV í Winnipeg vinnur að þætti um samskipti Manitoba og Ís- lands og eru tveir starfsmenn hennar á Íslandi um þessar mund- ir að viða að sér efni í þáttinn. Joe Olafson, fréttamaður, og Jamie Dowsett, tökumaður, komu til landsins fyrr í vikunni og hafa farið víða í þeim tilgangi að afla efnis. Þeir hafa meðal annars rætt við Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, heimsótt vatnsverk- smiðju Icelandic Water Holding Ltd. í Þorlákshöfn, sem hefur haf- ið sölu á vatni til Manitoba og reyndar einnig til annarra staða í Kanada, og í gær heimsóttu þeir Vesturfarasetrið á Hofsósi. Joe og Jamie eru báðir af ís- lenskum ættum en Joe ólst upp í Lundar og Jamie í Stonewall. Morgunblaðið/Eyþór Vestur-Íslendingarnir hjá CTV í Winnipeg í Kanada, Jamie Dowsett tökumaður og Joe Olafson fréttamaður, afla efnis á Íslandi. Sjónvarpsþáttur um tengslin THORA Leifson Shaw, Kristy Ro- bertsson og Devon Koyle voru heiðr- uð á Íslandsdögum, fjölskyldu- skemmtun Íslenska félagsins í Utah, á dögunum. „Íslenska“ samfélagið í Utah er það elsta sinnar tegundar í Vesturheimi og í fyrra voru mikil hátíðarhöld í Spanish Fork í tilefni þess að þá voru 150 ár frá því fyrstu íslensku mor- mónarnir settust þar að. Milli fimm og tíu þúsund manns tóku þá þátt í fjögurra daga skemmtun og þar á meðal forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. „Ég óttaðist að hátíðin í fyrra drægi kraft úr mönnum í ár en annað kom á daginn og hátíðin tókst mjög vel,“ segir David Ashby, tals- maður Íslenska félagsins. Fjölbreytt dagskrá Að vanda var boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Íslenskar kindur og íslenskir hestar voru á svæðinu, íslenskir minjagripir voru til sölu, íslenskur matur á borðum og svo má lengi telja. Auk þess gátu gestir farið í rútuferð um Spanish Fork. Á sérstakri samkomu greindi Kathy Black frá afa sínum og ömmu, Sigmundi Gíslasyni, sem fæddist í Vestmannaeyjum 1883, og Sveinsínu Aðalbjörgu Árnadóttur, sem fæddist í Vestmannaeyjum 1877. Sigmundur flutti með föður sínum til Spanish Fork 1885 og móðir hans kom á eftir þeim ári síðar. Sveinsína flutti með foreldrum sínum til Utah 1880. Byron og Melva Geslison, foreldrar Kathy Black, komu þrisvar til Íslands sem trúboðar Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónakirkj- unnar). Gary L. Pocock, öldungur, sem er líka af íslenskum ættum, fjallaði um langafa sinn, Halldór B. Jónsson, sem fæddist í Reykjavík 1852 og flutti til Utah 1881, en starfaði sem trúboði á Íslandi 1885 til 1888. Hann sagði einn- ig frá ömmu sinni, Jóhönnu Johnson. Hátíðin er haldin seinni partinn í júní ár hvert og er tækifærið m.a. not- að til að heiðra félagsmenn sem hafa lagt mikið af mörkum til íslenska sam- félagsins. Í ár voru heiðruð Thora Leifson Shaw, formaður hátíðarhald- anna í fyrra og bæjarstjórnarkona í Spanish Fork, Kristy Robertson, for- maður Íslenska félagsins í fyrra og stjórnarmaður til margra ára, og De- von Koyle, formaður skipulagsnefnd- ar Íslandsdaga undanfarin tvö ár. Nýr forseti Ný stjórn Íslandsfélagsins til næstu tveggja ára var kjörin. Jack Tobiasson er forseti og Devon Koyle varaforseti en aðrir í stjórn eru Blaine Ashby, Bliss Anderson, Brent Hay- mond, Cory Stone, David Ashby, Donna Horn, John K. Johnson, Kat- hleen Reilly, Krege Christensen, Lil Shepherd, Marilyn Ashby, Mont Tobiasson, Rhea Jean Hancock, Rich- ard Johnson, Richard Williams, Rick Mathews, Tyler Shepherd og Vina Foster. Krakkarnir nutu þess að fara á bak á Íslandsdögum í Spanish Fork. Devon Koyle, Thora Leifson Shaw og Kristy Robertsson voru heiðruð á Íslandsdögum, sem fóru fram í Spanish Fork. Gary L. Pocock öldungur og David Ashby, tals- maður félagsins, á Íslandsdögum. Þrjú heiðruð í Spanish Fork Jack Tobiasson, forseti félagsins til næstu tveggja ára. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.