Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 28
Selfoss | „Það hefur verið rótveiði í Langholti og óvenju stór lax sem hef- ur verið að koma upp þar, segja þeir mér Langholtsmenn, en það er aftur lítið að frétta úr Soginu en það á eftir að lifna, trúi ég,“ sagði Ágúst Mort- hens í versluninni Veiðisporti á Sel- fossi þegar hann var inntur eftir því hvernig stangveiðin gengi á vatna- svæði Ölfusár og Hvítár. „Það hefur líka verið ágæt veiði í Eyrarbakkaós og menn þar fengið fleiri laxa en sjóbirtinga. Það virðist sem sjóbirtinginn vanti núna. Svo er Volinn, eða Laxá í Flóa, að gefa vel. Ég frétti af einum sem fékk 18 fiska eitt til fimm pund. Svo eru menn hér á Selfossi búnir að fá ríflega 30 laxa sem er betra en undanfarin ár. Sá stærsti sem komið hefur á land hér á veiðisvæðunum á Selfossi var 12 pund og það má segja að það sé örugglega einn fiskur á dag. Síðan frétti ég af fjölskyldu frá Eyrar- bakka sem fór upp á Eyrarbakka- engjar og fékk þar 9 fiska og sá stærsti var 5 pund sem er fín veiði. Svo er Iða að gefa fisk en þar kom einn 14 pundari á land um daginn,“ sagði Ágúst og kvaðst vera ágætlega bjartsýnn á veiðina, menn væru tals- vert á ferðinni í veiði og margir kæmu við til að græja sig upp og fá vitneskju um veiðiskapinn á svæðinu en slíkt er nauðsynlegt fyrir veiði- andann. „Þetta lítur allt vel út, það er ágætt að taka mið af því sem þeir segja í Langholti, þeir eru svona miðsvæðis og greinilegt að töluvert af fiski er á ferðinni á svæðinu en þeir segja að það hafi ekki verið svona góð veiði þar í mörg ár og stór lax líka, 11 og 12 punda fiskar. Það er bara bjart yfir þessu og veiðimenn vongóðir og leyf- in seljast vel,“ sagði Ágúst Morthens og sýndi tvær túbur sem mikið eru teknar núna, sannkölluð leynivopn, Sunrise Shadow fyrir Rangárnar og Olsen Olsen fyrir Ölfusá og Hvítá. Ágúst í Veiðisporti bjartsýnn á gott veiðisumar með „fiskiflugur“ í handraðanum „Greinilega töluvert af fiski á ferðinni á vatnasvæðinu“ Morgunblaðið / Sigurður Jónsson Leynivopnin Ágúst Morthens með túbuboxið í Veiðisporti og heldur á Sunrise Shadow og Olsen Olsen, sem er sú rauða. 28 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Flóahreppur | Kristólína Rós tekur á móti gestum sem heimsækja sýn- ingu Siggu á Grund í Flóaskóla. Svipur hennar er dálítið dreyminn en lýsir ánægju og þessi ánægja er smitandi á einhvern hátt. Andlitið fangar augað þegar komið er inn í sýningarsalinn og gestirnir ganga rakleitt að Kristólínu Rósar og virða hana fyrir sér með aðdáun. Hið næsta henni er önnur kona, Ófríska konan, sem augað grípur og grand- skoðar, hún situr nakin á útskorinni grein og það geislar af henni lífs- kraftur enda hefur hún boðskap, ber með sér lífið. Skammt frá stendur þriðji eðalgripurinn, Íslenski tölt- hesturinn, fagurlega útskorinn með allt sitt stolt og bíður þess að fá með sér hestana sem sýna eiga hinar gangtegundirnar. Ný verk knýja stöðugt á „Hún Kristólína Rós kemur langt að, hún er íslensk og þetta er alveg sérstök persóna. Ég er mjög ánægð að hafa getað gert henni þann greiða að skera hana út þannig að hún yrði sýnileg. Hún er mjög ánægð með sig og tekur vel á móti fólki hérna. Þetta var sönn manneskja sem höfðaði sterkt til mín og vildi verða til. Hún er þó ekki nema hálfgerð því ég á eft- ir að færa henni herramann og það er sama að segja um Ófrísku kon- una,“ sagði listakonan Sigríður J. Kristjánsdóttir frá Grund í Vill- ingaholtshreppi, nú Flóahreppi, þeg- ar hún kynnti eitt verka sinna á sýn- ingunni í Flóaskóla sem staðið hefur yfir síðan 17. júní og lýkur á morgun, sunnudaginn 9. júlí. „Það er nú svo með mörg verkin mín að þau láta mig ekki í friði fyrr en þau standa full- sköpuð. Og það eru mörg sem knýja á um að verða til en maður hefur ekki eilífðar tíma til að sinna þessu. Hefði maður nægan tíma þá horfði þetta allt öðruvísi við,“ segir Sigga sem á sér þann draum að geta helgað sig listsköpun sinni við útskurðinn af al- vöru. „Mig langar að vinna gripi sem geta staðið á safni en eru ekki seldir en til þess að láta þann draum rætast þarf ég manneskju í hin daglegu heimilisverk mín. Það situr talsvert fast í mér að komast í að skera út þessa gripi sem knýja á um að verða til. Ég vil komast út úr því að vera endalaust að skera og smíða eftir pöntunum, hef gert það svo lengi og langar núna að feta nýja braut. Ég hef alla tíð verið viss um hvaða leið ég vil fara í lífinu og ég er sátt við líf- ið en langar núna að fara þessa nýju braut og skapa þessi hugarfóstur mín. Því er ekki að neita að lista- mannalaun myndu hjálpa mér mikið í því efni,“ sagði Sigga. Sé safnið fyrir mér „Nafnið Kristólína er gamalt nafn sem mér þykir mjög vænt um og meira segi ég ekki, en Rós vísar til rósarinnar í hárinu á henni. Hún er að sjálfsögðu ekki föl heldur gerð til að vera á safni. Hún og fleiri gripir eiga erindi þangað, það sýnir að- sóknin að sýningunni,“ sagði Sigga en gestir sýningarinnar eru komnir vel á annað þúsund. Hún segir tvö önnur verk knýja fast á um að kom- ast í framkvæmd en það eru Hest- arnir og Ófríska konan. „Hesturinn vill fá félaga sína með hinar gangteg- undirnar með sér og Ófríska konan vill fá mann, sagði Sigga sem ber sérstakan hug til verka sinna og hef- ur sterkar tilfinningar til þeirra. „Ófríska konan ber með sér boðskap um lífið og þá hreyfingu sem það ber í sér. Ég skal segja þér það að mig vantar ekki hugmyndir og verkefni. Stundum koma hugmyndirnar hratt, maður ræður ekki við sig og fer að vinna að þeim. Mér líður sérstaklega vel þegar ég hef lokið einhverju verki og það stendur uppi fullskapað. Ég yrði sannarlega alsæl að geta lokið við hestana, ég sé þá bókstaflega fyr- ir mér standa saman í sýningarsal,“ sagði Sigga sem á sér þann draum að eignast safnahús sem umgjörð utan um gripina sína. „Þar eiga gripirnir helst að vera og ég vil að safnið sé hérna á þessu svæði. Þetta er frjótt svæði og fólk vill koma hingað og sjá það sem er til og hefur verið unnið hér á svæðinu. Ég sé þetta safnahús fyrir mér og held að það muni verða að veruleika. Hugurinn snýst um þetta í svefni og vöku,“ segir lista- konan Sigga á Grund. Siggu á Grund dreymir um að eignast safnahús fyrir listmuni sína Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stöllur Sigga á Grund með Kristólínu Rós. Eftir Sigurð Jónsson Höfðaði til mín og vildi verða til LANDIÐ Akranes | Í anddyri Bókhlöð- unnar, Heiðarbraut 40, sýnir Friðrik Jónsson nú olíumálverk og vatnslitamyndir. Friðrik hefur verið í námi í Myndlistaskóla Kópavogs frá árinu 1992 í teikn- ingu, módelteikningu, síðar í vatnslitun og olíumálningu. Sýn- ingin stendur yfir til 15. ágúst og er opin á afgreiðslutíma bóka- safnsins. Þetta er sjötta einka- sýning Friðriks. Friðrik Jónsson er fæddur 1921 er búsettur í Kópavogi en bjó lengi á Akranesi og var skip- stjóri á sementsskipinu Freyfaxa á árunum 1966–70 og síðar út- gerðarstjóri Sementsverksmiðju ríkisins. Er starfsævinni lauk hóf hann nám við Myndlistarskólann í Kópavog og hefur m.a. numið hjá Erlu Sigurðardóttur mynd- listarmanni. Áður skip- stjóri, nú listamaður Blönduós | Hafíssetur var form- lega opnað í Hillebrandtshúsi á Blönduósi fyrr í vikunni. Margt manna var við opnunina og er það samdóma álit þeirra sem séð hafa sýninguna að vel hafi til tek- ist. Dr. Þór Jakobsson veðurfræð- ingur og einn helsti hafíssérfræð- ingur landsins er höfundur texta og jafnframt helsti hvatamaður að stofnun hafíssetursins. Björn G. Björnsson útfærði og sá um uppsetningu á sýningunni. Grænlenskur gestur Á hafíssetrinu verður kynning á hafísnum sem hingað berst en hann er í raun grænlenskur gest- ur. Á setrinu er að finna frásagn- ir og myndir af mannlífi og vís- indaleiðöngrum í grennd við ísinn á Grænlandi. Ísbjörn einn mikill er á safninu og enn eru til Hún- vetningar sem séð hafa slíka skepnu á rölti um húnvetnska grund. Greint er frá siglingum um hafís fyrr og nú, ísbrjótum og öðrum skipum sem komast gegn- um ísinn. Samhliða opnun Hafíssetursins voru veðurathugunartæki Gríms Gíslasonar á Blönduósi sett upp á lóðinni við húsið en Veðurstofa Íslands hefur gefið safninu tækin. Helgast það af því að mikil tengsl eru milli veðurfars og hafíss. Grímur hefur starfað sem veð- Aðstandendur Dr. Þór Jakobsson, Grímur Gíslason og sýningarstjór- inn Björn G. Björnsson. Landsins forni fjandi til sýnis á Blönduósi Eftir Jón Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.