Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 39 UMRÆÐAN HELGA Sigrún Harðardóttir fer geyst í grein sinni í Morgunblaðinu mánudaginn 26. júní. Þar ber mikið á upphrópunum og skrúðmælgi en lítið er um rök. Í grein sinni reynir hún að andmæla nokkrum einföldum stað- reyndum sem ég vék að í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 22. júní undir fyrirsögninni Kvennaruglið, og átti ég þar við hina endalausu síbylju um ójafna stöðu kvenna á Íslandi, sem hver lepur upp eftir öðrum og minnir vissulega nokk- uð á sögu Cervantes um baráttu Don Kíkóti við vindmyllur. Í grein minni segir: „Karlar og konur á Ís- landi hafa nákvæmlega sömu laun fyrir sömu vinnu.“ Þetta á við alla opinbera starfsmenn. Launakjör sveitarfé- laga geta verið önnur þótt um hliðstæð störf sé að ræða, en þá á það jafnt við um karla og konur. Um þetta þarf ekkert að deila og gamlar sögusagnir um einhverja „miðaldra kalla“ sem lækkuðu laun kvenna „um 52%, ein- hliða,“ eiga ekki lengur stoð í veru- leikanum. Ef Helga Sigrún eða ein- hver önnur manneskja getur bent á, þó að ekki væri nema lítið brot af slíku misrétti, þá endilega upplýsið það. En auðvitað tekst það ekki því þetta er allt tómur hugarburður, end- urómur frá fortíðinni og á ekki stoð í veruleikanum. Konur á Íslandi hafa fullan rétt á við karla, bæði að því er varðar sam- keppni um áhrifastöður í þjóðfélag- inu, um framboð í prófkjöri, um fram- boð til alþingis og um framboð til sveitarstjórna. Krafa kvenna um sér- staka tilhliðrunarsemi í samkeppni við karlmenn er hallærisleg og kon- um síst til vegsauka og sennilega hafa flestar konur mestu skömm á þessum barlómi sem kyrjaður er endalaust í þeirra nafni. Og í fjöl- miðlum bukta menn sig og beygja og tala um konur eins og þær séu þrautpíndur minnihlutahópur sem þurfi á mórölskum stuðningi að halda í baráttunni við karlaveldið. Hefur engum dottið það í hug að í röðum karla eru líka einstaklingar sem þurfa að berjast harðri baráttu til að koma sér á framfæri og ná ár- angri, engu síður en konur. Hvers eiga þeir að gjalda? Eru ekki til einhver lög í landinu sem eiga að tryggja öll- um mönnum jafnan rétt án tillits til kynferðis? Ég man ekki betur. Krafan um jöfnun- arkvóta fyrir konur er tilefnislaus. Konur og karlar eru ekki fylking- ar sem att er hvorri gegn annarri heldur eru konur og karlar sjálf- stæðir einstaklingar og það er mikill misskilningur að konur þurfi á bón- björgum að halda. Og eins og ég sagði áður: Þær hafa alla burði til að standa á eigin fótum. Í grein minni benti ég á ástæðu þess að fleiri karlar en konur veljast í betur launuð störf. Meginástæðan er framboð og eftirspurn á vinnumark- aði. Í fyrsta lagi sækjast fleiri karlar eftir hálaunastörfum. Þetta er stað- reynd og skiptir ástæðan ekki máli í þessu samhengi. Í öðru lagi má benda á að vinnumarkaðurinn sækist eftir hæfasta fólkinu (þ.e. fólki sem hentar best í þau störf sem leitað er eftir). Stundum henta konur betur að mati þeirra sem annast ráðningu starfs- fólks og stundum henta karlar betur. Oftast, skiptir kynferði ekki máli, en það gerir það undir vissum kring- umstæðum, og ætti ekki að koma neinum á óvart. Karlar og konur eru á ýmsan hátt ólík, sem betur fer, og það er engin ástæða til að líta framhjá því. Að halda því fram að at- vinnurekendur sniðgangi hæfari kon- ur á kostnað karla er fásinna. En eins og máltækið segir: Engin regla er án undantekningar. Og það getum við áreiðanlega verið sammála um að slíkur atvinnurekandi, sem velur verri kostinn, ber ekki hag fyrirtækis síns fyrir brjósti. En svo er náttúr- lega alltaf hægt að kaupa köttinn í sekknum, og sá köttur getur verið ýmist karl eða kona. Helga Sigrún fjallar um jákvæða mismunun sem „tæki til að jafna mannréttindi.“ Hún vill takmarka frjálsa sam- keppni með því að setja á sérstakt kvótakerfi svo konur, „beri ekki skarðan hlut frá borði,“ eins og Stein- unn Valdís orðaði það fyrir nokkru vegna skipunar í nefndir og ráð borg- arinnar. Og ef menn fallast ekki á þessa heimspeki, að nauðsynlegt sé að skerða rétt karla svo konur geti kom- ist áfram, hvað telur Helga Sigrún þá að beri að gera? Jú, svarið er einfalt: „Það verður að beita þá valdi!“ Hverja? Jú, auðvitað þessa kalla, „sem enn vaða í villu og svíma.“ Það er ekki verið að skafa utan af því. Mér þykir skrifstofustjórinn óneit- anlega orðinn gunnreifur. Það er spurning hvort hið fyrir- hugaða þjóðarvarðlið Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra ætti ekki að koma til skjalanna fyrst talsmaður kvenna boðar valdbeitingu og stríð á hendur íslenskum körlum. Enn um kvennaruglið Bragi Jósepsson svarar grein Helgu Sigrúnar Harðardóttur ’Konur á Íslandihafa fullan rétt á við karla‘ Bragi Jósepsson Höfundur er rithöfundur og fv. prófessor. Sagt var: Hann var ásakaður fyrir afbrot. RÉTT VÆRI: Hann var sakaður um afbrot. Gætum tungunnar „Enginn má stjórna bifreið eða bifhjóli, nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini, sem lögreglustjóri gef- ur út.“ (48. gr. Umfl.) „Enginn má stjórna léttu bifhjóli, nema hann hafi gilt öku- skírteini til þess eða mega stjórna bifhjóli. Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bif- hjóli má eigi veita þeim, sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskilda ökukennslu. Enginn má stjórna torfæru- tæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess eða ökuskírteini til að mega stjórna öðru vélknúnu öku- tæki.“ (55. gr. Umfl.). „Áður en bifreið, bif- hjól, torfærutæki eða dráttarvél er tekin í notkun, skal ökutækið skráð og skráning- armerki sett á það.“ (63. gr. Umfl.) Í þeim lagagreinum sem vitnað er í hér að ofan, er skýrt kveðið á um að öll bifhjól, vél- hjól og torfærutæki, séu skráningarskyld (og þar með trygg- ingaskyld) auk þess sem krafist er ökurétt- inda til þess að mega aka þeim. Lögreglustjórar hafa heimild til að víkja frá þessum reglum þegar um æfingar eða keppni í akstursíþróttum er að ræða. Þá er einungis heimilt að nota óskráð tæki, án ökuréttinda, á sér- stökum svæðum undir eftirliti og leyfi frá lögreglustjórum. Í slíkum tilfellum mega börn eldri en 12 ára taka þátt með leyfi foreldra. Aldrei er heimilt að aka vélknúnu ökutæki án skráningarmerkja eða ökuréttinda, nema í þessum und- antekningartilfellum. Svo virðist sem margir fari á svig við þessar reglur, ýmist vísvitandi eða vegna misskilnings. Margir halda að börn og unglingar megi aka þessum tækjum, án ökuréttinda og á hjólum sem ekki hafa verið skráð eða tryggð. Þess eru mörg dæmi að fullorðið fólk kaupi torfæruhjól og gefi börnum sínum. Hér á landi er hægt að kaupa vélknúin ökutæki fyrir börn allt niður í 4 ára; tæki sem eru 50 cc og geta komist á allt að 40 km hraða á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarstofu eru öll vélknúin ökutæki, sem fara hraðar en 15 km á klukku- stund, skráningarskyld. Þó virðist það vera staðreynd að hægt sé að kaupa þessi litlu hjól án þess að til komi skráning og trygging. Sam- kvæmt reglugerð um skráningu ökutækja skal eigandi ökutækis og innflytjandi/söluaðili bera ábyrgð á því að ökutækið sé skráð. Á því virð- ist mikill misbrestur. Fólk kemst upp með að fara í kringum lögin með því að fullyrða að ekkert banni þeim að kaupa tækið. Önnur saga sé hvort það verði nokkurn tímann notað. All- ir vita að þetta er hártogun enda ljóst að tækin fara í notkun um leið og heim er komið. Það er hugs- anlega löglegt að fá af- hent óskráð hjól og nota það án ökuréttinda og skráninganúmera í æfingum og keppnum undir merkjum aðild- arfélags LÍA og með eftirliti og leyfi lögregl- unnar. Það er þó fjarri lagi að svo sé í öllum til- fellum. Reyndar er það frekar undantekning en regla. Reyndin er sú að börn og unglingar aka á þessum tækjum að heiman frá sér og út fyrir þéttbýli, eftir göngu- og reiðstígum og nota þau nánast eftir eigin geðþótta. Það er með öllu ólöglegt og ættu foreldrar og for- ráðamenn barna og unglinga að átta sig á því áður en fest er kaup á slíku tæki fyrir barn- ið. Undir engum kring- umstæðum má aka óskráðum og ótryggð- um vélknúnum öku- tækjum til og frá æf- inga/keppnisstað. Það þarf alltaf að flytja tæk- in á kerru til og frá lög- legum notkunarstað. Varla hefur farið fram hjá mörg- um öll sú umferð óskráðra og ótryggðra torfæruhjóla sem raun ber vitni. Í mörgum tilfellum eru ökumenn þeirra réttindalausir að auki. Svo virðist sem erfitt sé að uppræta þennan ólöglega og hættu- lega akstur – enda fara þessi tæki oftast um svæði þar sem erfitt er að veita þeim eftirför. Því fylgja svo oft miklar gróðurskemmdir og önnur umhverfisspjöll. Foreldrar og aðrir forráðamenn barna og unglinga eru eindregið hvattir til að kynna sér reglur um notkun þessara tækja – bæði hvað varðar ökuréttindi, skráningu og tryggingamál. Seljendur tækjanna þurfa einnig að sýna meiri ábyrgð og veita réttar upplýsingar svo enginn þurfi að velkjast í vafa. Lögreglu- yfirvöld mættu einnig taka sig veru- lega á í þessum efnum og mættu t.d. stöðva öll hjól sem ekið er frá Sand- skeiði í átt að Reykjavík, eftir reið- stígunum og/eða utan vega. Það kæmi ýmislegt misjafnt í ljós við nánari skoðun á skráningu hjólanna og aldri þeirra sem aka þeim. Við skulum ekki bíða eftir stórslysum á réttindalausum og ótryggðum börn- um og unglingum á stórhættulegum farartækjum. Ástandið núna er eins og tifandi tímasprengja. Börn undir stýri á vél- knúnum ökutækjum Ragnheiður Davíðsdóttir fjallar akstur barna á vélknúnum ökutækjum Ragnheiður Davíðsdóttir ’Við skulumekki bíða eftir stórslysum á réttindalausum og ótryggðum börnum og ung- lingum á stór- hættulegum far- artækjum. Ástandið núna er eins og tifandi tímasprengja. ‘ Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. ÞAÐ hefur orðið stefnubreyting innan Framsóknarflokksins í afstöðu til umhverfisverndunar á síðustu mánuðum. Nú er klárlega meirihluti fyrir því að stækka friðlandið í Þjórs- árverum og hætta við öll áform um frekara rask þar, svo sem með Norðlingaölduveitu. Tveir ráðherrar flokksins, umhverf- isráðherra og landbún- aðarráðherra, lýstu fyr- ir fáum dögum stuðningi sínum við friðun Þjórársvera. Eftir niðurstöðu hér- aðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti þann hluta af úrskurði setts umhverf- isráðherra sem laut að því að heimila Kvísl- arveitu 6 án umhverf- ismats, eru áformin um Norðlingaölduveitu í uppnámi og vandséð að nokkur pólitískur vilji sé til þess að halda þeim til streitu. Nú þegar Framsókn- arflokkurinn hefur tekið við umhverfisráðuneyt- inu á nýjan leik á að stíga skrefið til fulls og slá Norðlingaöldu af fyrir fullt og fast og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Þannig getur flokkurinn áunnið sér traust og stuðning kjósenda, og sýnt í verki að honum sé alvara. Ég fagna þessum vaxandi stuðningi innan flokksins við umhverfisverndun og tel að stefnubreytingin verði flokknum til framdráttar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Afar slök út- koma flokksins í síðustu sveitarstjórn- arkosningum á sér ýmsar skýringar, en umhverfismálin voru þung í skauti. Í byrjun ársins fór fram opinber umræða um Þjórsárverin og Norð- lingaölduveituna eftir að ég hafði lýst þeirri skoðun minni í blaðaviðtali að slá ætti af Norðlingaölduveitu og í framhaldinu var end- urflutt þingsályktun- artillaga á Alþingi um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Ég ákvað að þiggja boð um að vera einn af flutnings- mönnum málsins. Þá varð vendipunktur í málinu og eftir það var ég viss um að sigur væri innan seilingar. Fyrir Framsóknarflokkinn var þá einboðið að draga upp umhverfisvernd- arflaggið og ég er ekki í nokkrum vafa um að ef það hefði verið gert með myndarlegum hætti hefði flokknum farnast mun betur í sveit- arstjórnarkosningunum en raunin varð. Því miður var tæki- færið ekki notað, Norð- lingaölduveitan var sett til hliðar aðeins í bili sem vissulega var spor í rétta átt en ekki nógu ákveðið og það gróf undan tiltrú á því að um raunverulega viðhorfsbreytingu væri að ræða að í framhaldinu var talað fullum hálsi fyrir þremur nýjum ál- verum og virkjunarframkvæmdum á næstu árum rétt eins og það væri ekk- ert mál, hvorki af efnahagslegum né umhverfislegum ástæðum. Ég held að þær áherslur hafi verið mistök. Innan Framsóknarflokksins hafa löngum verið talsmenn umhverfis- og náttúruverndar. Minna má á tvo fyrr- verandi formenn flokksins, þá Eystein Jónsson og Steingrím Hermannsson. Formaður samvinnunefndar um miðhálendið, Óskar Bergsson, hefur verið einarður talsmaður þessara sjónarmiða og Ólafur Örn Haraldsson og Jón Helgason fyrrv. alþingismenn og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir fyrrv. varaþingmaður, svo einhverjir séu nefndir til viðbótar. Á síðasta flokksþingi, sem haldið var í febrúar 2005, flutti ég ásamt Steingrími Hermannssyni tillögu um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum og að hætt yrði við öll áform um virkj- anir á því svæði. Þessi tillöguflutn- ingur var í eðlilegu samræmi við fyrri áherslur flokksins, en nýmæli hvað Þjórsárver varðar og gegn stefnu rík- isstjórnarinnar. Tillagan var ekki samþykkt þá heldur vísað til nefndar. Engu að síður hafði það áhrif að hreyfa málinu þá eins og síðar átti eft- ir að koma í ljós. Nú er tilvalið að taka málið upp að nýju á flokksþinginu í næsta mánuði og staðfesta þar hin breyttu viðhorf með samþykkt um friðun Þjórsárvera. Það er aðeins liðið rúmt ár frá því friðun Þjórsárvera var tekin upp á flokksþinginu. Fyrir þeim sjón- armiðun hefur síðan verið talað innan flokksins og í opinberri umræðu. Á þessum skamma tíma er alger stefnu- breyting orðin staðreynd eins og stað- fest er í yfirlýsingum ráðherranna tveggja. Það er mikill árangur og sýn- ir áhrifamátt skoðana og málflutn- ings. Ég held reyndar að almennt sé það frekar stjórnmálaflokki til styrktar að málsvarar ýmissa sjónarmiða finni sér vettvang í honum, láta í sér heyra leynt og ljóst og hafi áhrif á stefnuna með marktækum hætti. Lýðræð- islegir starfshættir styrkja og efla stjórnmálastarf og eru besta trygg- ingin fyrir því að menn uni niðurstöð- unni hverju sinni og vinni að fram- gangi hennar. Ekki má gleyma því að stjórnmálaflokkur er hreyfing fólks en ekki fótgönguliðar herforingja. Stefnubreyting í umhverfismálum Kristinn H. Gunnarsson skrifar um umhverfismál ’Ég fagna þess-um vaxandi stuðningi innan flokksins við um- hverfisverndun og tel að stefnu- breytingin verði flokknum til framdráttar …‘ Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.