Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 61

Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 61 SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI NÝJASTA MEISTARA- VERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. KVIKMYNDIR.IS NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee KVIKMYNDIR.ISeeeVJV, Topp5.is ee e Kvikmyndir.is EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI eeee V.J.V, Topp5.is HVERNIG ÁTTU AÐ HALDA Í ÞANN SEM ÞÚ HEFUR ALDREI HITT. FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. THE BREAK UP kl. 12:30 - 3 - 5:45 - 8 - 10:20 THE BREAK UP VIP kl. 1:45 - 4:15 - 8 - 10:20 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. THE LAKE HOUSE kl. 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 12:15 - 1:30 - 3 - 5:30 - 8 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 12:15 - 3 - 5:30 - 10:20 SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 8 THE BREAK UP kl. 1:30 - 3:45 - 6 - 9 - 10:15 - 11:30 FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 1:30 - 2:45 - 4 - 6:30 CARS M/- ENSKU TALI kl. 8:15 DIGITAL SÝN. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN. ÁRA ÁRA                             !! " # $  %  $      $ #   FRÉTTIN um að Hjálmar myndu spila á Loppen í Kristjaníu eitt nýlið- ið kvöld breiddist hratt út síðustu dagana á undan meðal íslenskra ferðamanna og Íslendinga sem búa í Danmörku. Einstaka Dani slæddist líka á tónleikana og fannst upplifun að hlusta á reggí á íslensku. Hjálmar spiluðu fyrr sama dag við opnun nýrrar verslunar Tólf tóna við Fiolstræde 7 í Kaupmannahöfn og voru margir áheyrenda þar einnig á tónleikunum í Kristjaníu um kvöldið. „Ég var svona ljómandi heppinn að frétta af því í dag að Hjálmar væru að spila hérna á Loppen í kvöld og ákvað að drífa mig bara,“ sagði Húsvíking- urinn Arngrímur Arnarson, sem ákvað að lengja dvöl sína í Kaup- mannahöfn eftir góða Hróars- kelduhátíð og náði þess vegna að fara á tónleikana með Hjálmum. Flestir Íslendinganna sem voru staddir á tónleikunum höfðu frétt af tónleik- unum í gegnum aðra, en tónleikarnir voru að sjálfsögðu auglýstir á netinu og víða í Kaupmannahöfn með vegg- spjöldum. „Frænka mín er kærasta eins í hljómsveitinni og við ákváðum að drífa okkur að hlusta á íslenskt reggí,“ sagði hin danska Susanne og bætti því við að óneitanlega fyndist þeim reyndar frekar skrýtið að hlusta á reggí sungið á íslensku en tónlistin væri frábær. „Ég mun svo sann- arlega breiða út fagnaðarerindið um Hjálma í Danmörku,“ bætti Susanne við. Hefur siglt í gegnum sömu öldudali og Kristjanía Loppen í Kristjaníu er þekktur staður og skipar sérstakan sess í huga fólks. Flestir sem eitthvað fylgj- ast með tónlistarlífi í Kaupmanna- höfn fylgjast með því sem gerist á Loppen og hefur staðurinn orð á sér fyrir að vera oft með óhefðbundinn tónlistarflutning á dagskrá. Loppen er til húsa á annarri hæð í gömlu húsi við innganginn í Kristjaníu og á neðstu hæðinni eru verkstæði og verslun. Á efstu hæðinni liggur hinn þekkti veitingastaður Spiseloppen. Loppen byrjaði sem djassstaður 1973 og hefur svo sannarlega siglt í gegn- um alla þá öldudali sem Kristjanía hefur siglt í gegnum tíðina. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og dillaði fólk sér við léttan en fastan reggítaktinn fram eftir nóttu í mikilli hitastækju. Gestirnir, sem voru vel á hundraðið, vildu alls ekki sleppa hljómsveitinni af sviðinu og endaði með því að hún var klöppuð upp fjór- um sinnum. Leið Hjálma til frægðar á Íslandi hefur verið með ólíkindum eins og flestir vita. Þeir hafa selt plöturnar sínar tvær í nær því 10.000 eintökum, hlutu íslensku tónlistarverðlaunin og hafa fengið mikla spilun í útvarpi. Sjálfir eru þeir mjög lítillátir yfir öllu sem kallast frægð. „Fyrst við þurft- um hvort sem er að fljúga til Kaup- mannahafnar á leiðinni til Tallinn var alveg eins gott að staldra við og halda tónleika í Kóngsins Köben,“ sagði Þorsteinn, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. „Við erum örugg- lega ekkert þekktir í útlöndum, enda seljum við plötuna bara heima á Ís- landi og á netinu. Reyndar hafa þó nokkrir af Norðurlöndunum haft samband og pantað plötuna í gegnum netið,“ sagði hinn hógværi Kristinn gítarleikari að lokum. Hjálmar léku í heila tvo klukkutíma í Kristjaníu við mikinn fögnuð allra. Mun breiða út fagnað- arerindið um Hjálma Eftir Önnu Ásmundar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.