Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÁFRAMHALDANDI stóriðjuuppbygg- ing mun væntanlega hafa í för með sér mjög mikla aukningu losunar koltvíildis út í andrúmsloftið sem gæti nálgast tvö- földun ef áform um stóriðjuuppbygg- ingu verða að veruleika. Íslendingar hafa sem stendur hæsta hlutfall end- urnýjanlegra orkugjafa í heiminum eða um og yfir 71%. Þetta kemur fram í grein í Lesbók í dag eftir Þorstein Inga Sigfússon, prófessor í eðlisfræði við Há- skóla Íslands. Í grein sinni bendir Þorsteinn Ingi á fjórar leiðir sem færar gætu verið til þess að stemma stigu við þessari losun. Hann mælir sterklega með bindingu í gróðri. Önnur leið er að stofna til vetn- ishagkerfis með rafbílum og einnig með því að útbúa gervidísilolíu með því að safna saman útsleppi kolmónoxíðs úr til dæmis ofni á Grundartanga, hvarfa það með vetni sem unnið yrði með rafgrein- ingu og nota þekktar aðferðir til að framleiða metanól. Síðarnefnda vetn- isleiðin gæti hentað bátaflotanum vel. Fjórða og síðasta leiðin er niðurdæling koltvíildis í ungt basalt, bæði í borhol- um og með skolun í sandi. | Lesbók Losun koltvíildis gæti tvöfaldast hérlendis EF EITTHVAÐ er að marka þessa mynd þá gefa strákar í 5. flokki drengja í knattspyrnu hetjum sínum á HM ekkert eftir þegar kemur að baráttu um knöttinn. knetti frá því á miðvikudag. Mikið fjölmenni er því á Akureyri þessa helgi, því að auki fer Pollamót Þórs fyrir fótboltamenn eldri en 30 ára fram í bænum. Í kvöld lýkur Esso-móti KA sem fram hefur farið á félagssvæði KA á Akureyri. Þar hafa þessir hárprúðu Skaga- og Fylkismenn, ásamt yfir þrettán hundruð öðrum strákum, spyrnt Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Skyldi sá guli fá gult? NÝ kirkja verður á morgun vígð á bænum Út- hlíð í Biskupstungum, sem er forn kirkju- staður. Björn Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi í Úthlíð, hefur haft veg og vanda af bygging- unni og fékk hann Gísla bróður sinn til að hanna kirkjuna og mála altaristöflu. Í Úthlíð hefur ekki staðið kirkja síðan árið 1935, eða í 71 ár, en þá fauk kirkjan á bænum í miklu óveðri. Í mörg ár stóð til að byggja nýja kirkju og stóðu sveitungar meðal annars fyrir söfnun í því skyni, án þess að nokkuð yrði úr. Það er ekki fyrr en nú með þessu óvanalega einkaframtaki bræðranna Björns og Gísla sem hugmyndin hefur orðið að veruleika. | Miðopna Ný kirkja vígð í Úthlíð Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson TOLLVERÐIR fundu 12 kíló af amfetamíni í bensíntanki bifreiðar tveggja Litháa á fertugs- aldri við komu þeirra til landsins með ferjunni Norrænu á fimmtudagsmorgun. Mennirnir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarð- hald, en götuverð amfetamínsins gæti numið hátt í 400 milljónum króna. Styrkleiki efnisins hefur ekki verið rannsak- aður, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er talið að það sé mjög hreint. Með því að þynna efnið áður en það er selt neytendum hefði því mátt reikna með söluandvirði sem nemur hundruðum milljóna. Málið er það stærsta sem upp hefur komið við tollskoðun í Norrænu. Lögregla og tollverðir voru með mikinn við- búnað við komu ferjunnar enda farþegafjöld- inn sá mesti það sem af er sumri. Sýslumað- urinn á Seyðisfirði naut aðstoðar frá ríkislögreglustjóra, lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli, tollstjóranum í Reykjavík og sýslu- manninum á Eskifirði. Málið er enn á viðkvæmu stigi að sögn Ósk- ars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöð- um. Hann gat því hvorki gefið upp hvort menn- irnir hefðu komið hingað til lands áður, né hvort þeir tengjast öðrum Litháum sem hand- teknir hafa verið á síðustu misserum fyrir smygl. Samkvæmt lögum eiga mennirnir yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um innflutning á fíkniefnum. | 4 Götuverð gæti numið allt að 400 milljónum GERA þarf umbætur á vegakerf- inu, bæði á og umhverfis hálendið sem og umhverfis höfuðborg- arsvæðið til þess að mæta þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem væntanleg er á næstu árum. Þetta kemur fram í greinargerð um ferðavenjur erlendra ferðamanna sem Bjarni Reynarsson, landfræð- ingur og leiðsögumaður hjá Land- ráði sf., vann fyrir samgöngu- ráðuneytið. Kemur fram að spár gera ráð fyrir að árleg aukning ferðamanna hérlendis til ársins 2015 verði 5–6% og því gæti fjöldi erlendra ferðamanna verið um og yfir 600 þúsund eftir áratug. Á sama tíma miðar samgönguáætlun 2003–2014 við að Íslendingum fjölgi um 1% á ári að meðaltali og umferð vaxi um 1,5% á ári að meðaltali. | 8 Fleiri ferðamenn þurfa betri vegi ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segir það háskólanna sjálfra sem sjálf- stæðra stofnana að meta hversu miklu þeir verji til bókakaupa. Mik- ið hefur verið fjallað um bókasafns- kost Háskóla Íslands í kjölfar greinar Guðna Elíssonar, dósents í almennri bókmenntafræði við HÍ, í síðustu Lesbók. Virðist háskólafólk við HÍ sammála um að gjörbylta þurfi bókasafnsmálum við skólann og stórauka framlag til ritakaupa. „Ég tek undir með þeim sem hafa sagt að mikilvægi bókasafnanna og bókakostsins verður seint ofmetið,“ segir ráðherrann, en leggur jafn- framt áherslu á að það sé háskól- anna sjálfra að ákveða hverju þeir verja til starfseminnar innan skól- anna, hvort sem þar er um bóka- kaup að ræða eða annað. Bendir hún á að framlög til háskólanna hafi aukist úr 6,5 milljörðum í 10 millj- arða frá 2002. Bendir ráðherrann jafnframt á að ný tækni hafi rutt sér til rúms og að ráðuneytið hafi lagt umtalsverð- ar fjárhæðir í að efla landsaðgang að rafrænum tímaritum og söfnum, sem nýtist meðal annars vísinda- mönnum og öðrum þeim sem leggja stund á rannsóknir. | 11 Háskólanna sjálfra að meta þörfina Morgunblaðið/Kristinn SIGURJÓN Sighvatsson, framleiðandi myndarinnar Zidane: Portrett 21. ald- arinnar segir kvikmyndina líkast til verða sýnda á Kvikmyndahátíð í Reykja- vík í haust. Myndin hefur hlotið lofsam- lega dóma og góðar móttökur sem komið hafa aðstandendum myndarinnar skemmtilega á óvart enda um mjög sér- stakt verk að ræða, bæði hvað varðar framsetningu og efnistök. | 58 Zidane sýnd á kvikmyndahátíð LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að lækka svokallað útflutnings- hlutfall kindakjöts í haust. Þetta hlutfall verður 4–10%, en það þýðir að 7–8% fram- leiðslunnar verða flutt á erlenda markaði, eða um 700 tonn. Verulega hefur dregið úr útflutningi á lambakjöti síðustu ár. Árið 2004 voru 36% framleiðslunnar flutt úr landi. Í fyrra var útflutningurinn nálægt 16% og í ár verður enn dregið úr útflutningi. Fyrir bændur þýðir þessi breyting verðhækkun á afurð- um vegna þess að hærra verð fæst fyrir kjötið innanlands. Aðeins 7–8% lambakjöts seld úr landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.