Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölgun erlendraferðamanna hefurverið mun hraðari en fjölgun landsmanna og vöxtur bílaumferðar síð- asta áratuginn. Þrátt fyrir mikla fjölgun munu ferðir þeirra um landið hins veg- ar ekki hafa afgerandi áhrif til breytinga á sam- göngukerfinu á allra næstu árum. Þetta kemur fram í greinargerð um ferðavenj- ur erlendra ferðamanna sem Bjarni Reynarsson, landfræðingur og leið- sögumaður hjá Land-ráði sf., vann fyrir samgönguráðuneytið. Þar segir jafnframt að rétt sé að fylgj- ast vel með þessari hröðu þróun með nákvæmari skráningu á ferð- um erlendra ferðamanna um land- ið til þess að geta gripið til viðeig- andi ráðstafana. „Samkvæmt áætlunum WTO (World Tourist Organisation) mun ferðamönnum í Evrópu fjölga um 3% á ári að meðaltali til 2014. Mið- að við 5%–6% árlega aukningu til ársins 2015 gæi fjöldi erlendra ferðamanna verið um og yfir 600 þúsund eftir áratug, þ.e. rúmlega tvöfalt fleiri ferðamenn en lands- menn. Á sama tímabili miðar sam- gönguáætlun 2003–2014 við að Ís- lendingum fjölgi um 1% á ári að meðaltali og umferð vaxi um 1,5% á ári að meðaltali,“ segir í grein- argerðinni. Umbætur á vegakerfinu mik- ilvægar fyrir ferðamennsku Mikilvægustu atriðin í sam- göngukerfinu vegna ferða- mennsku eru samkvæmt skýrsl- unni umbætur á vegakerfinu, bæði á og umhverfis hálendið og ekki síður umhverfis höfuðborgarsvæð- ið. Þannig kemur fram að sam- gönguyfirvöld þurfi að vera vel vakandi varðandi ýmsa þjónustu- þætti sem erlendir ferðamenn nýta sér. Í þessu sambandi bendir skýrsluhöfundur á að víða megi bæta merkingar vega og leiða á ensku og eins þurfi upplýsingar um færð að vetrarlagi og ástand vega og slóða á hálendi að vera að- gengilegar á ensku. Þetta sé mik- ilvægt þar sem vaxandi fjöldi er- lendra ferðamanna aki nú um landið á bílaleigubílum og flestir þeirra séu ekki vanir malarvegum og hálendisslóðum. Samkvæmt samgönguáætlun eiga helstu samgöngumannvirki á landsbyggðinni almennt að geta tekið við þeirri umferð sem spáð er til ársins 2014. Í lokaorðum grein- argerðarinnar segir að það sé fyrst og fremst gatnakerfið umhverfis höfuðborgarsvæðið sem þurfi að víkka út vegna væntanlegrar aukningar á umferð. „Það er einmitt á suðvestur- hluta landsins sem umferð er- lendra ferðamanna er mest. Tvö- földun á fjölda erlendra ferðamanna í þessu vegakerfi sem er að fyllast af umferð Íslendinga er verkefni sem takast þarf á við.“ Fleiri leigja bílaleigubíla Samkvæmt könnunum Ferða- málastofu nefndu 34% af þeim sem komu til landsins sumarið 2004 að þeir hefðu leigt bílaleigubíl og 28% vetrargesta á tímabilinu 2004 til 2005. Af sumarferðamönnum leigðu 46% þeirra sem voru á eigin vegum sér bílaleigubíl. Samkvæmt greinargerðinni eru hins vegar ekki til miklar upplýsingar um hlut erlendra ferðamanna í vegaum- ferð hér á landi. Bent er á að gera þurfi árlega kannanir á fjölda er- lendra ferðamanna á völdum stöð- um í vegakerfinu. Án þessara upp- lýsinga sé ekki hægt að meta hlut þeirra í heildarumferðinni. Skemmtiferðaskipum fjölgar Mest aukning í fjölda erlendra ferðamanna hér á landi síðustu ár- in hefur verið með skemmtiferða- skipum. Fjöldi farþega sem kom við í Reykjavíkurhöfn rúmlega tvöfaldaðist frá árinu 2000 til árs- ins 2005. Þetta er sá þáttur ferða- mennsku sem hefur vaxið hvað hraðast í heiminum á síðustu árum en árlegur vöxtur á fjölda farþega hefur verið um 9% síðastliðin þrjú til fjögur ár. Í niðurstöðum greinargerðar- innar kemur m.a. fram að nær allir erlendir ferðmenn komi til Reykjavíkur eða 97% og að um 70% af gistinóttum erlendra ferða- manna séu í Reykjavík yfir vetr- artímann en rúm 30% yfir sumar- mánuðina. Að vetrinum til dvelja ferðamenn mest í Reykjavík og fara þaðan í dagsferðir en að sumri til dreifast þeir meira, og hafa Suð- urland og Mývatnssvæðið þar yf- irburðastöðu. Nær 70% erlendra ferðamanna koma hingað á eigin vegum. Hlut- fall þeirra sem koma í skipulögð- um hópferðum hefur lækkað í um þriðjung úr tveimur þriðju hlutum fyrir tveimur áratugum. Þá hefur orðið hlutfallsleg fækkun á erlend- um ferðamönnum sem nota innan- landsflug. Um 12% þeirra notuðu innanlandsflug árið 1997 en 7% ár- ið 2004. Í lokaorðum greinargerðarinn- ar segir að ferðaskrifstofur og flugfélög þurfi að meta hvernig hægt sé að nýta innanlandsflug til að dreifa erlendum gestum betur um landið. Fréttaskýring | Ferðamenn á Íslandi Um helmingur á bílaleigubíl Æskilegt væri að nýta innanlandsflugið til að dreifa gestum betur um landið Höfuðborgin dregur flesta ferðamenn til sín. Ferðamönnum fjölgar hraðar en landsmönnum  Þjónusta við erlenda ferða- menn er ört vaxandi atvinnuveg- ur á Íslandi enda hefur fjöldi er- lendra ferðamanna vaxið að meðaltali um 6 til 8% síðastliðin 10 til 15 ár. Með svipaðri þróun mun um ein milljón erlendra ferðamanna koma til landsins eftir 10 til 15 ár. Óvíst er hvort vegakerfið hérlendis verði nægj- anlega vel undir þetta búið, því samgönguáætlun 2003-2004 ger- ir ráð fyrir að Íslendingum fjölgi áð meðaltali um 1% á ári og að umferð vaxi um 1,5% á ári. Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is ELÍN Guðjónsdóttir, ein af fjór- burasystrunum sem fæddust árið 1988, mun í dag útskrifast frá Menntaskólanum Hraðbraut, en þetta er annað árið sem skólinn út- skrifar stúdenta eftir tveggja ára nám. Nokkurrar eftirvæntingar gætti hjá Elínu þegar Morgunblaðið ræddi við hana, en hún hefur nú þeg- ar lokið öllum prófum og var í óða önn að klára síðustu próflausu áfangana. Aðspurð um námið sagði hún það hafa verið nokkuð erfitt: „Það hefur verið mikið að gera, mikil vinna og strembið nám. En þetta hefur tekist, sem betur fer!“ Elín sagðist ekki hafa í hyggju að setjast á skólabekk aftur í haust: „Nei, ég ætla að taka mér frí frá skóla í eitt ár og vinna og safna kröftum. Ég er ekki búin að ákveða enn hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur í haust en það verður bara að koma í ljós.“ Blaðamaður minnti Elínu á frétt frá árinu 2000 þegar fjórburarnir urðu 12 ára en þar stóð að þær hygð- ust allar í förðunarnám. Lék blaða- manni forvitni á að vita hvort þær stæðu enn þá við þær fyrirætlanir og gaf hlátur Elínar nokkuð góða mynd af svarinu: „Já, ég held að það sé al- gerlega dottið upp fyrir.“ Elín bætti því við að hana langi í nám að ári og hafi hún velt því fyrir sér að nema lögfræði eða hagfræði. Systur henn- ar eru allar í skóla, ein í Borg- arholtsskóla, önnur í Verslunarskól- anum og sú þriðja að koma heim eftir að hafa dvalið sem skiptinemi í Frakklandi. Hún segir þær hafa tek- ið þá ákvörðun að fara allar mismun- andi leið eftir grunnskóla: „Við erum búnar að vera saman í tíu ár í skóla þannig að við ákváðum að fara hver sína leið í þetta skiptið,“ sagði Elín að lokum og rauk af stað í versl- unarleiðangur þar sem velja átti út- skriftarfatnaðinn. Fjórburinn Elín Guðjónsdóttir útskrifast sem stúdent 17 ára „Ákváðum að fara hver sína leið í þetta skiptið“ Morgunblaðið/Kristinn Elín, komin með hvítan koll, ásamt systrum sínum, Diljá og Brynhildi, en Alexandra er enn ókomin úr skiptinámi í Frakklandi. SELIRNIR í Húsdýragarðinum eru án efa eitt helsta aðdráttarafl garðsins. Þeir eru gjarnir á að sýna listir sínar fyrir gesti garðsins en þess á milli sóla þeir sig á bakkanum. Upp við steina sem eru í lauginni þeirra virðist sem selirnir séu í felulitabúningi, enda eflaust oft þarft í þeirra náttúrulega umhverfi. Þeir fönguðu engu að síður athygli ungra stúlkna sem heimsóttu garðinn. Morgunblaðið/Kristinn Selur í felulitunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.