Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 49 KIRKJUSTARF Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hæðagarður 18, þingl. eig. Guðríður Gunnsteinsdóttir og Jóhannes Ólafsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. og Sýslu- maðurinn á Höfn í Hornafirði, mánudaginn 17. júlí 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Höfn, 7. júlí 2006. Til sölu Steypumót til sölu ABM–handflekamót til sölu. Mótin eru nýuppgerð með nýjum krossvið. Upplýsingar í síma 897 5002. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda. Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli ekki háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000 m.s.br. Breyting á lagningu vegar um Arnkötludal og Gautsdal í Hólmavíkurhreppi og Reyk- hólahreppi. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er ein- nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 8. ágúst 2006. Skipulagsstofnun. Atvinnuauglýsingar Óskum eftir að ráða deildarstjóra, leikskólakennara og starfsfólk við leikskólann Sjáland í Garðabæ. Einnig er í boði starf í eldhúsi. Leikskólinn Sjáland er einkarekinn leikskóli og starfar í anda Hjallastefnunnar með áherslu á græn gildi og umhverfismennt. Skólinn er fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði þar sem að- staðan er eins og best gerist. Nánari upplýsingar veitir Ída Jensdóttir leikskó- lastjóri í síma 578 1220 eða á netfanginu ida@sjaland.is. Sunnudaginn 9. júlí verður messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hörður Ás- kelsson kantor leikur á orgel kirkj- unnar og stjórnar söng. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Eftir messu verður boðið upp á kaffisopa. Eftir messu verður einnig kynn- ing á Íkonasýningunni sem verið hefur í kirkjunni nokkrar vikur, en þetta er síðasta sýningarhelgin. Lazar Predrag Markovic sem farið hefur með íkonasýningunni um Evrópu sl. 3 ár mun gefa innsýn í þann hugarheim sem hægt er að finna í verkunum. Ferð Félags fyrrum þjónandi presta ÁRLEG ferð Félags fyrrum þjón- andi presta, maka þeirra og prest- sekkna til Hveragerðis í boði Dval- ar- og hjúkrunarheimilisins Grundar verður farin sunnudaginn 9. júlí frá Neskirkju kl. 12.45. Guðs- þjónusta verður í Hveragerðis- kirkju kl. 14. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson fyrr- verandi prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Organleikari Kjartan Ólafsson. Félagar úr Gerðubergskórnum syngja í guðs- þjónustunni. Allir velkomnir til guðsþjónustu. Kaffiveitingar í dvalarheimilinu Ási að guðsþjónustu lokinni. Minningarsjóður Ásgeirs Jónsteinssonar MINNINGARSJÓÐUR Ásgeirs Jón- steinssonar var stofnaður af Jó- hannesi Jónssyni, kaupmanni í Bón- us, á afmælisdegi Ásgeirs Jón- steinssonar, Haga, Selfossi. Ásgeir fæddist 21. apríl 1992. Hann lést af slysförum hinn 15. mars 2004. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur til náms, en jafnframt rannsóknir á athyglis- bresti, ofvirkni og annarri atferl- isröskun barna. Gefin hafa verið út minningarkort, sem eru til sölu í verslunum Bónuss í Hveragerði og á Selfossi. Þau eru handhæg og tilvalin að senda þeim, sem fólk vill sam- hryggjast vegna ástvinamissis. Þeim til hægðarauka, er vildu leggja sjóðnum lið, er reiknings- númer Minningarsjóðs Ásgeirs Jón- steinssonar 0152-18-460122 í Landsbanka Íslands á Selfossi. Kennitalan er 450105-3760. Gunnar Björnsson, sóknarprestur. grímamessum sem verið hafa að ryðja sér til rúms í Evrópu síðustu ár. Í því hugtaki felst að gengið er um helga staði og gjarnan er farið um söguslóðir sem minna á forsjón Guðs eða opinberun hans. Sóknarnefnd Ofanleitissóknar býður göngumessufólkinu upp á súpu og kaffi eftir guðsþjónustu á lóð Stafkirkjunnar. Rútuferð verð- ur frá Landakirkju svo hægt verður að nýta hana hluta og hluta leiðar eða allan hringinn. Allt kirkjunnar fólk er vinsamlegast beðið að láta þetta spyrjast út og mæta svo í klæðnaði eftir veðri. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og enginn er gestur í húsi Guðs, sem á hann trú- ir. Sr. Kristján Björnsson og sr. Þorvaldur Víðisson. Trú og fótbolti í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 9. júlí rennur upp úrslitastundin í heimsmeistara- keppninni í fótbolta. Þá mætast tvö efstu liðin til að berjast um heims- meistaratitilinn. Margir munu án efa varpa öndinni léttilega yfir því að loksins skuli fótboltafárið vera á enda. Aðrir byrja strax að hlakka til næstu keppni. Og flestir hafa einhverja skoðun á þessum mikla leik sem staðið hefur undanfarnar vikur úti í Þýskalandi. En ætli séu einhver tengsl milli trúar og fótbolta? Er eitthvað líkt með fótboltaleik og guðsþjónustu? Ætli trú og fótbolti geti átt samleið? Um það verður fjallað við messu dagsins í Hafnarfjarðarkirkju. Þessi messa er síðasta messa sr. Þórhalls Heimissonar í bili fyrir fæðingarorlof hans. Organisti er Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju GUÐSÞJÓNUSTA með altaris- göngu verður í Seljakirkju sunnu- dagskvöldið 9. júlí kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng undir styrkri stjórn Bjarts Loga Guðnasonar org- anista. Það eykur sól í sinni þegar við eigum saman hollt og gott sam- félag í Jesú nafni. Verið velkomin. Messa í Knappstaðar- kirkju í Fljótum HIN árlega Knappstaðarmessa í Stíflu í Fljótum verður nk. sunnu- dag og hefst hún kl. 14. Hin árlega reiðmessa í Knapp- staðarkirkju er fjölsóttur sumarvið- burður í Skagafirði. Fólk kemur víða að og á saman góða og skemmtilega stund á fallegum stað. Hestamenn eru jafnan margir og eru þeir sem aðrir hvattir til að fjöl- menna til kirkju. Maður er manns gaman. Allir, eru velkomnir til góðrar stundar í sveitinni, ungir og aldnir, háir og lágir. Að venju verður boðið upp á kaffisopa og meðlæti undir kirkju- veggnum í boði heimfólks að athöfn lokinni. Sr. Gunnar Jóhannesson sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kirkju- kór Barðs- og Knappstaðarkirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Önnu Kristínar Jónsdóttur organ- ista. Jón Þorsteinn Reynisson leik- ur á harmoniku. Göngumessa frá Landakirkju á goslokahátíð GÖNGUMESSA í Landakirkju verður sunnudaginn 9. júlí og er hún hluti af dagskrá goslokahátíð- arinnar í Vestmannaeyjum. Félag- ar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika á lúðra sína og Kór Landa- kirkju leiðir sönginn. Guðsþjónustan hefst með messu- upphafi í Landakirkju, en síðan er gengið af stað. Gengin verður ný leið að hluta til, sem felur í sér að gangan verður léttari en verið hef- ur síðustu ár. Guðsþjónustunni er haldið áfram við krossinn hjá gíg Eldfells með lestri guðspjalls og út- leggingu prestsins og lýkur þjón- ustunni síðan með messulokum og blessun í Stafkirkjunni við Hring- skersgarð. Hlaðið verður í vörðu minninganna á leið „pílagrím- anna“, en göngumessu þessa má flokka með svokölluðum píla- Antonia Hevesi. Messan hefst kl. 10.30 og eru allir velkomnir. Lautarguðsþjónusta á Álftanesi LAUTARGUÐSÞJÓNUSTA verður á sunnudag kl. 11 í kvenfélagslund- inum (við hliðina á íþróttahúsinu) á Álftanesi. Þar verður létt sveifla í helgri alvöru. Bjartur Logi Guðna- son organisti mun leiða tónlistina, hann spilar sjálfur undir á gítar og Bára Sigurjónsdóttir leikur á saxó- fón. Félagar úr Álftaneskórnum eru forsöngvarar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu. Að lokinni helgistund munu sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Laufey Brá Jónsdóttir leikari og nýráðinn æskulýðsfulltrúi Bessastaðasóknar stýra leikjum og þrautum. Boðið verður upp á kaffi, djús og kleinur. Um kvöldið kl. 20 verður messa í Garðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir þjónar ásamt Jóhanni Bald- vinssyni organista, kór Vídalíns- kirkju og Kristínu Bjarnadóttur, ritara sóknarnefndar. Boðið verður upp á akstur frá Hleinum. Allir vel- komnir. Sjá www.gardasokn.is. Fjölbreytt dagskrá í Hallgrímskirkju HELGINA 8.–9. júlí verða orgel- tónleikar á vegum Alþjóðlega orgelsumarsins, en þessa helgi verður Guðný Einarsdóttir með tónleika, fyrst á laugardag kl. 12 en síðan á sunnudagskvöldið kl. 20. Guðný er nýútskrifuð frá Konung- lega tónlistarháskólanum og er á leið til Parísar til frekara náms. Guðný leikur m.a. verk eftir Bach, Alain og Widor. Morgunblaðið/Jim SmartSeljakirkja dóttir leika saman á fiðlu og flautu. Kór- söngur og einsöngur undir stjórn Torvalds Gjerde. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organ- isti Eyþór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl. 20.30. Sr. Arnaldur Bárðar- son þjónar. Krossbandið leiðir söng. Ragga, Snorri og Kristján. Ljúf kvöldstund í kirkjunni. Allir velkomnir. Molakaffi í safn- aðarsal. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma. Rannva Olsen talar. Allir vel- komnir. EIÐAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20 í umsjón Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, guðfræðings. Organisti Kristján Gissurar- son. Allir velkomnir. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. VÖRÐUFELL á Skeiðum: Fjallræðuferð laugardaginn 8. júlí kl. 13.30. Lagt verður af stað frá Framnesi á Skeiðum. Fjall- ræðan er lesin og gengið á fjall. Lagt var í 12 slíkar göngur á árunum 1999-2000. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. Sóknar- prestur. ÚTHLÍÐARKIRKJA: Kirkjuvígsla og messa sunnudag kl. 11. Sr. Sigurður Sigurðarson Skálholtsbiskup vígir nýja kirkju í Úthlíð. Aðeins boðsgestir geta verið í kirkjunni við vígsluathöfnina. Guðsþjónusta á vígsludegi kl. 15. Allir vel- komnir. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur hádegisverður eftir athöfnina. Sr. Gunnar Björnsson. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Kvöld- guðsþjónusta sunnudag kl. 21. Íhugunar- efni vikunnar: Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Gal. 6.2. Ingi Heiðmar Jónsson organisti leiðir söng. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. SAFNKIRKJAN í Árbæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Íhugunarefni vikunnar: Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Gal. 6.2. Sigrún Steingrímsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng. Upplifið helgi og frið í ein- földu umhverfi liðsins tíma. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 í umsjón Félags fyrrverandi sóknar- presta. Orgelstund kl. 20. Sóknarprestur. Heilsustofnun NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Jón Ragnarsson. SÓLHEIMAKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Dr. Sigurbjörn Einars- son, biskup, mun þá helga nýjar kirkju- klukkur í kirkjunni og prédika. Séra Valgeir Ástráðsson og séra Birgir Thomsen þjóna fyrir altari. Organisti er Ester Ólafsdóttir, með henni leika Elísa Elíasdóttir á fiðlu og Esra Elíasson á selló. Ritningarlestra les Þorvaldur Kjartansson. Eyþór Jóhannsson og Kristján Már Ólafsson aðstoða við at- höfnina. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Sóknarpestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Guðmundur Vilhjálmsson. MESSUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.