Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergþóra Krist-insdóttir fæddist á Akureyri 17. júní 1931. Hún lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Magnea Sigurjóns- dóttir frá Óslandi, f. 21.5. 1896, d. 23.6. 1975, og Kristinn Jó- hannesson, f. á Nolli í Grýtubakkahreppi í S. Þing. 14.5. 1886, d. 27.10. 1945. Systkini Bergþóru eru: 1) Sigurjóna, f. á Akureyri 27.9. 1929, gift Hreini Óskarssyni, f. 7.5. 1926, 2) Kári Sigurður, f. á Akureyri 4.8. 1938, d. 22.2. 2006, kvæntur Þuríði Björnsdóttur, f. 1938. Samfeðra var Gunnhildur Hansen, f. 1.9. 1921, d. 1957, gift Árna M. Jónssyni, f. 15.7. 1922. Þau bjuggu í Skógargötu 10 á Sauðárkróki. Bergþóra giftist 29.8. 1953, Benjamín Þórðarsyni, f. í Hergil- sey á Breiðafirði 28.4. 1927. For- eldrar Benjamíns voru Þórður Valgeir Benjamíns- son, f. í Flatey á Breiðafirði 2.8. 1896, d. í Stykkis- hólmi 10.11.1985, og Þorbjörg Sigurðar- dóttir, f. á Brjánslæk í V-Barð. 26.10.1899, d. í Reykjavík 27.3. 1987. Benjamín og Bergþóra ættleiddu Björgu, f. 15.6. 1954, dóttur Önnu Bjarna- dóttur og Reynis Levisonar. Þau bjuggu í Hafnargötu 5 í Stykkishólmi til 1959 er þau fluttu til Reykjavíkur. Ári seinna fluttu þau til Hafnarfjarðar og bjuggu í Kelduhvammi 3 til 1972 er þau fluttu að Kotmúla í Fljóts- hlíð. Þau fluttu 1973 í Ólafsfjörð og til Akureyrar 1981 og bjuggu þar í Ásgarði 2. Þau flytja síðan til Stykkishólms árið 1982, fyrst bjuggu þau á Skúlagötu 6, síðan Lágholti 2 og síðast í Tjarnarási 13. Útför Bergþóru verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Veturinn 1952–1953, er ég var nemandi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík fæ ég bréf og í því heimboð til stúlku á Akureyri, en við höfðum haft bréfasamband í nálægt tvö ár. Er ég fæ boðið var ég búinn að ákveða að fara heim til foreldra minna er bjuggu þá í Flatey á Breiðafirði, þar átti ég nýjan 18 feta bát og vél er ég hugðist setja í bátinn, svo að ég sá mér ekki fært að þiggja boðið, sem ég þó hafði þráð. Ég fékk á ný heimboð í páskafríinu sem ég og þáði með mik- illi eftirvæntingu. Páskafríið hófst á þriðjudags- kvöldi, en þá var komin norðan stór- hríð er slotaði á föstudaginn langa. Á laugardegi fékk ég síðan far með sjó- flugvél til Akureyrar. Ég spurði til vegar að Norðurgötu 11. Ég knúði dyra og þekkti Bergþóru strax af myndinni er hún hafði sent mér, þeg- ar hún kom til dyra. Er ég sá hana varð ég hugfanginn, fegurðin og glæsileikinn langt umfram alla drauma. Eftir skólavistina fór ég á ný í heimsókn til Bergþóru, var ég að hugsa um að fá pláss á síldveiðibáti, þá var verið að útbúa báta til síld- veiða, þá fór móðir Bergþóru, Björg Ósland til Valtýs Þorsteinssonar sem gerði út þrjá báta á síld. Stýrimann vantaði á Garðar E.A. 761 og úr varð að ég fékk plássið. Garðar var hlut- arhæsta skip síldveiðiflotans þetta sumar. Við Bergþóra gengum í hjónaband hinn 29. ágúst 1953. Eftir að við vor- um flutt í Stykkishólm sagði Berg- þóra mér draum sem hana hefði dreymt fyrir nokkrum árum. Hana dreymdi að Svava er bjó í næstu íbúð við hana, frelsuð kona og henni kær en þá látin fyrir nokkrum árum, kem- ur til hennar og spyr: „ertu hrædd við að deyja?“ Fátt varð um svör en hún segir þó: „Ef þú heldur að ég eigi að fara að deyja, láttu mig þá vita.“ Síðan dreymir hana Svövu nokkrum sinn- um eftir þetta. Í júní 1962 dreymir Bergþóru aftur að Svava kemur til hennar, geislandi glöð, og færir henni spjald með tákni á er virtist vera krosstákn. Hún spyr hvað hún eigi að gera við þetta, „þú átt að koma í nótt,“ svarar Svava. Þá vaknar hún, vekur mig og segir mér drauminn. Ég skildi hann þannig að nú væri Drottinn að kalla hana til að helgast honum. Þá nótt krupum við í fyrsta sinn saman til bænar. Ég bað upphátt en hún í hljóði. Eftir þetta greindi ég breytingu hjá henni og upp úr þessu fór hún að lesa í Biblíunni. Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau. (Bréf Páls til Efesusmanna 2:8–10) Í byrjun annars árs í hjónabandi okkar dreymir Bergþóru að hún sér móður sína og Sigurjónu systur sína standa hjá körfu með barni í. Barnið í körfunni horfði á hana og hafði skýr og fögur augu. Ekki var draumurinn lengri. – Stuttu seinna kom kona er bjó uppi á loftinu þar sem við bjugg- um niður til okkar, svolítið vandræða- leg, og segir, „ég er komin í einkenni- legum erindum. Ég er komin til að bjóða ykkur barn“. Við fórum með henni upp á loftið og sáum stúlkubarn í körfu með skær augu. Þá mundi Bergþóra eftir draumnum og segir síðan „ég held við eigum að taka hana“. Bergþóra var mjög söngelsk og hafði unun af söng. Hún söng með tveim kórum á Akureyri. Í öðrum kórnum söng hún millirödd þó að hún væri með háa sópranrödd. Hún söng einnig með kirkjukór Stykkishólms. Eftir afturhvarfið til Drottins vor- um við hjónin beðin að syngja með Fíladelfíukórnum í Reykjavík. Síðari árin okkar í Hafnarfirði leiddi Drottinn okkur í að fara á elli- heimili og sjúkrahús til að syngja og vitna um máttarverk Drottins og varð það hlutverk Bergþóru að fá fólk úr kórnum til þess að syngja og vitna um hjálparsvæðið. Tímans í Ólafsfirði minnist ég fyrir hve mörgu fólki við kynntumst og alltaf var heimili okkar opið fyrir öll- um endurleystu börnum Drottins og þeim er vildu nálgast hann. Bergþóra var gestablíð, eins og Færeyingar segja. Benjamín Þórðarson. Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustund. Ég átti því láni að fagna að eiga þig sem mömmu og þessa dagana rifjast margt upp í huganum. Mikið var það skrýtin tilfinning á leiðinni vestur núna að vita að þú kæmir ekki út á móti okkur og maturinn tilbúinn inni. Þegar ég talaði við þig í símann um daginn á spítalanum datt mér ekki í hug að þú myndir kveðja þennan heim eftir nokkra klukkutíma. Er síminn hringdi um miðja nótt vissi ég að það var hann pabbi að segja mér að þú værir farin. Við söknum þín öll, elsku mamma mín, en þú ert nú í eilífri dýrð hjá Guði, laus við allar þrautir. Bergþóra Rós og Örn Reynir kveðja þig með söknuði eins og ég. Þín dóttir Björg. Nokkur kveðjuorð langar mig að festa á blað vegna andláts minnar kæru vinkonu og trúsystur, Bergþóru Kristinsdóttur í Stykkishólmi. Minn- ingabrot, aðallega frá þeim tíma er þau hjónin bjuggu í Hafnarfirði og stutt var á milli heimila okkar. Bergþóra varð 75 ára hinn 17. júní síðastliðinn. Ég hringdi til Bjargar dóttur hennar og spurði um daginn. Björg taldi hana ekki mundu verða heima, svo að ég hringdi að kveldi þess 16. júní. Það næsta, sem ég heyrði frá Stykkishólmi var andláts- fregn hennar. Vissulega var mér ljóst að hún var mikill sjúklingur en það er sagt að andlátsstundin komi alltaf á óvart – þannig var það einnig hér. Guðs orð segir að þeir séu sælir, sem í Drottni deyja. Hún er komin heim til þess frelsara, sem hún trúði á og þjónaði. Því gerum við hvort- tveggja að sakna og samgleðjast. Bergþóra var ákaflega myndarleg húsmóðir. Hún var mjög listræn og heimili þeirra var skreytt með lista- verkum og handavinnu hennar sjálfr- ar. Hún skrautritaði ákaflega fallega og svo mætti lengi telja. Þau hjónin Benjamín og Bergþóra voru afar samrýnd og samtaka, hjálp- fús og fórnfús svo af bar. Þau áttu sannarlega þá „trú sem starfar í kær- leika“ og bæði við hjónin og aðrir fengu að njóta þess í ríkum mæli. Ég held að þau hafi oft lagt mikið á sig með hjálpsemi við aðra. Bergþóra heitin var mjög söngelsk. Hún hafði háa sópranrödd, söng og spilaði á gítar og samdi lög. Á Hafn- arfjarðarárum þeirra vorum við báð- ar í kór Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík, sem Árni Arinbjarnarson stjórnaði. Það var mjög góður tími. Samverustundirnar hjá Benna og Bergþóru voru alveg ógleymanlegar. Vissulega voru kræsingar á borðum en þó var það samfélagshópurinn okkar í Hafnarfirði og söngurinn, sem gerði þessar stundir ógleymanlegar og ég tel þær alltaf meðal minna bestu minninga. Þar var margt söng- fólk. Má þar nefna frænku hennar Hönnu heitinnar Bjarnadóttur ásamt hennar elskulegu fjölskyldu. Einnig Kristján Gamalíelsson sem hafði háa tæra tenórrödd og margir fleiri vinir, sem of langt væri upp að telja hér. Svo var þar að sjálfsögðu mín háværa fjölskylda. Margt af þessu fólki er far- ið heim til Drottins. Þegar sungið er um Drottin og til hans verður nálægð hans svo raunveruleg. Það er líklega það sem gerði þessar stundir svo ógleymanlegar. Bergþóra mín átti við margvísleg veikindi að stríða á seinni árum og maður hennar gerði allt, sem í hans valdi stóð til að hjálpa henni. Þau seldu m.a. húsið sitt og keyptu annað, sem betur hentaði. Er ég fór fyrir nokkru síðan í gigt- armeðferð á spítalanum í Stykkis- hólmi, buðu þau mér heim og dekruðu við mig á allan hátt. Ég fór á sam- komu í safnaðarhúsi Hvítasunnu- manna í Stykkishólmi en það starf höfðu þau séð um og annast meira og minna í mörg ár af mikilli trúfesti. Vissulega gengu þau í gegnum margvíslega erfiðleika en þau vissu hvar styrk var að fá. Jesús sagði: „Minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.“ (Jóhannes 14:27) Enginn hefur loforð fyrir því að sigla alltaf sléttan sjó. Mig langar að kveðja Bergþóru mína með versi úr ljóði sem hún skrautritaði eitt sinn fyrir mig. Móðir mín orkti þetta ljóð eftir lát eigin- manns míns og ég heimfæri það til hennar. Syng þú svanur í friði. Syng með englanna liði. Syng þú eilífðaróðinn árdags himnesku ljóðin. Söngur þinn enn í anda okkur svalar að vanda. Hljómar þó hálfu fegri í himinsveit dásamlegri. (Ingibjörg Sumarliðadóttir.) Elsku Benni minn, Björg og fjöl- skylda! Hjartanlegar samúðar- og kærleikskveðjur frá mér og Sigríði systur minni og okkar fjölskyldum. Jóhanna F. Karlsdóttir. Í dag verður borin til hinstu hvílu mæt kona, Bergþóra Kristinsdóttir eða Bessa. Bessu kynntist ég fyrst þegar hún flutti með Benna móðurbróður mín- um í Hólminn og mikið var gott að koma til þeirra í Norskahúsið, ævin- lega eitthvað gott í munninn og það kætti nú átta ára strák, en lengi vel vissi ég ekki að Bessa héti Bergþóra. Á þessum tíma, áður en þau fluttu suður, var ég heimagangur hjá Bessu og þá var nú oft glatt á hjalla. Hún var heimsborgari, þó hún hefði aldrei siglt, og kom með margar nýjungar sem við krakkarnir höfðum aldrei smakkað áður. Hún kom svo með sönginn, gítarspilið og léttu lundina sem við systkinin hændumst svo að og dáðum. Bessa var mjög listræn kona og var þekkt fyrir skautskrift og hannyrðir. Eftir að þau ættleiddu Björgu litlu voru systur mínar öllum stundum í kringum Bergþóru og nýja barnið. Á þessum árum var Benni mikið á sjónum en eftir að Benni efld- ist í trúnni hvarf hann frá sjómennsk- unni og þau fluttu suður 1959 en þá dró úr samskiptum og ég var rétt að flytja að heiman. Eftir að ég var kominn aftur á æskuslóðir fluttu þau Benni og Bessa aftur í Stykkishólm 1982 og tóku við forstöðu í Fíladelfíusöfnuðinum. Þau gegndu þeirri köllun af trúmennsku og ástúð, ævinlega glöð og kát, þar til í janúar 2005. Ekki hafði Bessu farið aftur í rausnarskap í veitingum frá því sem ég mundi áður, enda fannst henni góður matur góður. Mikill sam- gangur er á milli heimila okkar sér- staklega eftir að Siggi litli kom til og laðaðist hann mjög að þeim báðum og gat dundað sér svo tímunum skipti hjá Bessu. Á síðari árum fór heilsan mikið að bila en hún hafði lengi verið sjúklingur og hana hrjáði margt. Hún hefur eflaust verið hvíldinni fegin. Við Aðalheiður og börnin kveðjum þig með söknuði. Guðmundur Lárusson. BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR Stödd á vestur- strönd Bandaríkjanna bárust mér þær fréttir að æskuvinkona mín, hún Berta, væri dáin, en eitt tel ég mig vita, að hún hafi verið hvíldinni fegin. Berta og ég höfðum náið samband árum saman þó ég byggi ekki á Ís- landi og hún varð traustur vinur fjöl- skyldu minnar líka. Svo lengi sem hún hafði kraft og heilsu gleymdi hún aldrei einum einasta afmælis- degi okkar hjóna eða barnanna fjög- urra og kom til Svíþjóðar í heimsókn þegar börnin fæddust. Ótal sinnum flutti Berta út úr íbúð sinni sem við BERTA BJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR ✝ Berta BjörgFriðfinnsdóttir fæddist á Húsavík 4. apríl 1951. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 18. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 30. maí. fengum lánaða þegar við komum í heimsókn- ir til Íslands. Sigurlaug, hugur okkar er hjá þér og fjölskyldu þinni. Stundin er komin allt of fljótt ég kveð þig með sorg í hjarta. Er fréttin barst varð allt svart sem nótt en ég geymi minningu bjarta, um vinkonu frá æskunnar tíð alltaf svö glöð trygg og blíð. Frá veikindum laus ertu Berta mín, og horfin þrautunum frá. Í himinsæng fallinn þér svefn er á brá, minningin lifir og verður mér hjá ég mun alltaf sakna þín. (Esther Karlsdóttir.) Kæra Berta, hvíldu í friði. Elsa, Bengt, Belinda, Nathalie og Philip. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinarElskulegur faðir okkar og tengdafaðir, HERMANN HELGASON, lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 5. júlí. Jóna G. Hermannsdóttir, Haraldur Árnason, Sigurður Hermannsson, Vilborg Sigurðardóttir. Hjartkær móðir mín, amma og langamma, KRISTÍN LÁRA KRISTINSDÓTTIR, Birkimel 10b, Reykjavík, lést á Landakoti aðfaranótt miðvikudagsins 5. júlí. Útför hennar verður frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 12. júlí kl. 15.00. Ragnheiður Valtýsdóttir, Sveinn Valtýr Sveinsson, Helena Hallgrímsson, Bjarki Þór Sveinsson, Laufey Unnur Hjálmarsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.