Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 23

Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 23 ERLENT Grill Kebab E N N E M M / S ÍA / N M 2 18 3 7 600 g fituhreinsa› lambakjöt, t.d. bógur e›a lærisnei›ar, skori› í u.fl.b. 2-3 cm bita. 1/2 dl ólífuolía safi úr einni sítrónu Ra›i› kjötinu á pinna, pensli› me› Hoi Sin sósu og strái› sesamfræjum yfir pinnana. Grilli› í u.fl.b. 8-12 mín. og snúi› nokkru sinnum á me›an. Bori› fram me› t.d. kús-kús og salati. Setji› kjöti› í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, salvíu og óreganó og láti› standa í u.fl.b. 3 klst. 1 msk. salvía, smátt söxu› 1/2 msk. óreganó (ferskt), saxa› Hoi Sin sósa (kínversk grillsósa, fæst í flestum bú›um 3 msk. sesamfræ Moskvu. AFP. | Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir að umtal- að atvik þar sem hann kyssti ung- an dreng á magann hafi ekki haft neina sérstaka merkingu, heldur eingöngu verið vinahót í hita augnabliksins. Pútín var á gangi í Kreml í síð- ustu viku þegar fimm ára dreng- ur, Níkíta, varð á vegi hans. Öllum að óvörum lyfti Pútín upp bol drengsins og kyssti hann á magann. Atvikið hefur vakið gríðarlega athygli í Rússlandi eftir að það var sýnt í ríkissjón- varpinu. Mikið hefur verið rætt um hvað honum hafi eiginlega gengið til. „Hann virkaði svo ákveðinn og alvarlegur … mig langaði bara að faðma hann að mér eins og kett- ling og það kom svona út. Hann virtist svo indæll,“ sagði Pútín á netfundi sem hann átti með al- menningi og sem skipulagður var meðal annars af breska rík- isútvarpinu, BBC. Fólk mátti senda inn ýmsar spurningar til forsetans síðustu daga sem hann svo svaraði á fundinum. Pútín er sagður hafa leikið á als oddi á fundinum. Mikið var spurt um atvikið með drenginn en ein vinsælasta spurningin frá kjósendum var þó hvenær hann hefði misst sveindóminn. Og Rússlandsforseti lét sér hvergi bregða heldur svaraði um hæl. „Ég man nú ekki nákvæm- lega hvenær það gerðist,“ sagði hann hlæjandi þegar spurningin kom upp og bætti svo við að hann myndi hins vegar upp á mínútu hvenær hann hefði síðast stundað kynlíf. Vinahót í hita augnabliksins AP Atvikið var sýnt í rússneska ríkissjónvarpinu en miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvað Pútín hafi eiginlega gengið til með kossinum. Kíev. AP, AFP. | Stjórnarkreppa blasir við í Úkraínu eftir að sósíalistar, einn þriggja flokka sem aðild hafa átt að ríkis- stjórn, greiddu atkvæði gegn frambjóðanda stjórnarinnar í kjöri um forseta þingsins. Búist var við að Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, gæfi yfirlýs- ingu um málið síðdegis í gær en þingið kemur ekki saman að nýju fyrr en á þriðjudag. Þingkosningar voru haldnar í Úkraínu í mars en flokkur Viktors Janúkóvítsj, sem er hlynntur nánum tengslum við Rússland, náði ekki að tryggja sér þar hreinan meirihluta. Við- ræður um samsteypustjórn flokkanna sem styðja aukið samstarf við Vesturlönd hófust þegar í kjölfarið en gengu illa, enda hefur verið grunnt á því góða með leiðtogum tveggja stórra flokka sem horft hafa til vesturs, Jústsjenkó forseta og Júlíu Tímósjenkó. Eftir þriggja mánaða stjórn- arkreppu tókst þó loks sam- komulag með flokkunum tveimur, auk þess sem sósíal- istar áttu aðild að stjórninni. Var þar með ljóst að allir þeir sem stóðu fyrir „appelsínu- byltingunni“ í Úkraínu í árslok 2004, sem leiddi Jústsjenkó til valda á kostnað Janúkóvítsj, yrðu áfram við völd. Fól samkomulag í sér að þingforsetinn kæmi úr flokki Jústsjenkós og Tímósjenkó yrði forsætisráðherra á ný; en hún hrökklaðist frá völdum í fyrra eftir deilur við forsetann. Biðlaði til sósíalista Þegar úkraínska þingið kaus hins vegar óvænt leiðtoga sósí- alista, Oleksandr Moroz, sem þingforseta í atkvæðagreiðslu á fimmtudagskvöld sökuðu stuðningsmenn Jústsjenkós og Tímósjenkós sósíalista þegar í stað um svik. Hefur flokkur Jústsjenkós lýst því yfir að stjórnarsam- starfinu sé lokið. Janúkóvítsj var fljótur að biðla til sósíalista og hvatti hann þá til að koma til liðs við sig. Stanislav Nikolaíjenkó, þing- maður Sósíalistaflokksins og starfandi ráðherra mennta- mála, sagði hins vegar nauð- synlegt að mynda stjórn sem hefði innanborðs bæði flokk Ja- núkóvítsj og Jústsjenkós. „Það sem Úkraína þarfnast núna er breitt bandalag flokka,“ sagði Nikolaíjenkó. Sósíal- istar í Úkraínu sviku lit Stjórnarkreppa blasir við á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.