Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR
- ALDREI OF SEINT!
Vectavir
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum
stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar
framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið
á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við
ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram
ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir
minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
33
20
4
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
NÆSTU vikurnar eru síðustu for-
vöð fyrir landann að sjá svæðið við
Kringilsárrana sem hverfa mun und-
ir Hálslón, en líkt og margoft hefur
komið fram verður byrjað að safna
vatni í lónið í september nk. Ómar
Ragnarsson fréttamaður mun á
næstunni verða landsmönnum innan
handar við að sjá og kynna sér svæð-
ið hvort heldur er í lofti eða á láði.
Þannig getur fólk t.d. keyrt að flug-
vellinum við Kárahnjúkaveginn eða
flugvellinum við Brúarjökul og feng-
ið þar að hoppa upp í hina marg-
frægu flugvél Ómars TF-FRÚ og
flogið með honum yfir svæðið, skoð-
að stífluna úr lofti, áhrifasvæði Háls-
lóns, Kringilsárrana, nú eða fossa-
röðina í Jökulsá í Fljótsdal sem mun
hverfa, allt eftir því hvað fólk langar
helst að sjá og upplifa. Einnig er að
sögn Ómars mögulegt að koma með
honum í flugvél Sverris Þórodds-
sonar, TF-TAL sem er sex sæta, en
FRÚ-in er aðeins fjögurra sæta.
Á þeim fjórum flugvöllum, sem
Ómar hefur útbúið á svæðinu með
samtals sex flugbrautum, geymir
hann verðlausar gamlar bíldruslur
sem hann segist geta notað til þess
að skutla fólki milli staða gerist þess
þörf, auk þess sem hann geti að-
stoðað við að benda fólki á ýmsar
gönguleiðir. Þess má geta að bílana
notar Ómar einnig sem nokkurs
konar bækistöðvar á svæðinu ásamt
því að nota þá til þess að valta flug-
vellina með. Spurður um kostnað
vegna flugsins segist Ómar aðeins
rukka upp í undirbúningskostnaðinn
og nefnir sem dæmi að þeir sem
hoppi upp í með honum inn við Kára-
hnjúka þurfi aðeins að greiða nokkra
þúsundkalla. Einnig er í boði að fara
með honum frá öðrum flugvöllum á
landinu, allt eftir samkomulagi.
Við höfum gert okkur að
forréttindakynslóð
„Ég vil ekki að fólk geti síðar sagt
að það hafi ekki átt kost á því að sjá
svæðið,“ segir Ómar þegar hann er
spurður hvers vegna hann sé að
eyða frítíma sínum næstu mánuðina
í að aðstoða áhugasama landsmenn
með þessum hætti. „Við sem nú lif-
um höfum í raun gert okkur að for-
réttindakynslóð. Við getum skoðað
landsvæði sem enginn hefur skoðað
á undan okkur, þ.e. Kringilsárrann-
ann. Og við erum að gera ráðstafanir
til þess að enginn geti nokkurn tím-
ann skoðað þetta á eftir okkur. Ég
tel það einstakt á Íslandi að geta
skoðað svona stórt svæði sem eng-
inn hefur getað skoðað á undan okk-
ur og enginn mun geta skoðað á eftir
okkur. Það verður alltaf hægt að
fara í Landmannalaugar seinna, en
þú getur ekki farið á þetta svæði
seinna,“ segir Ómar, sem sjálfur
leggur sitt af mörkum til þess að
komandi kynslóðir muni geta upp-
lifað svæðið þó ekki væri nema í
gegnum heimildamyndir.
Ómar hefur, eins og hann orðar
það sjálfur, lengi verið eins og grár
köttur á þessu landsvæði. Því auk
þess að safna myndefni af svæðinu
hefur hann t.d. í tvígang farið sem
leiðsögumaður fyrir Landsbankann í
stórum hópferðum inn að Kára-
hnjúkum.
Upplýsingagjöf um svæðið
stórlega ábótavant
„Í þessum ferðum varð ég var við
það að fólk er ótrúlega fáfrótt um
umhverfið sem þarna skiptir máli og
sem virkjunin á eftir að hafa áhrif á,“
segir Ómar og nefnir sem dæmi að
margir geri sér t.d. enga grein fyrir
þeim mikla gróðri sem á svæðinu sé
og öllum þeim jarðmyndunum sem
hvergi er getið. „Mín niðurstaða er
sú að upplýsingagjöf um svæðið hef-
ur verið ábótavant,“ segir Ómar og
tekur fram að sér finnist það hrein-
lega vera skylda sín sem fjölmiðla-
manns að upplýsa almenning eftir
fremsta megni. „Það má kannski
segja að ég sé ástríðufjölmiðlunar-
maður,“ segir Ómar að lokum. Þeir
sem áhuga hefðu á flugi um Kára-
hnjúkasvæðið geta sett sig í sam-
band við Ómar í síma: 699 1414.
Hefur lengi verið eins og
grár köttur á svæðinu
Morgunblaðið/RAX
Ómar Ragnarsson lendir flugvél sinni TF-FRÚ á melnum við Kringilsárrana með Snæfell í bakgrunni.
Ómar hefur komið verðlausum bíldruslum fyrir á flugvöllum víðs vegar um
Kárahnjúkasvæðið, sem hann notar til að skutla fólki í skoðunarferðir,
enda vill hann aðstoða sem flesta við að sjá svæðið með eigin augum.
Aðstoðar landsmenn
við að skoða Kára-
hnjúkasvæðið jafnt
úr lofti sem á láði
TENGLAR
..............................................
www.hugmyndaflug.is
SAMNINGI um sjúkraflug milli
Vestmannaeyja og Reykjavíkur, sem
hefur verið ítrekað brotinn af flug-
félaginu Landsflugi undanfarið,
verður ekki rift af hálfu heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytisins og
Tryggingastofnunar ríkisins að svo
stöddu. Þetta er mat ráðuneytisins
sem grundvallast á bráðabirgðanið-
urstöðu starfshóps sem fór yfir mál-
ið.
Niðurstaða starfshópsins hefur
verið send til umsagnar. Meðal um-
sagnaraðila er bæjarstjórn Vest-
mannaeyja sem lýst hefur yfir mikl-
um áhyggjum af stöðu mála.
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja,
Flugumferðarstjórn og Landsflug
munu einnig gefa umsögn.
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, kvaðst vera afar ósátt-
ur við að sjúkraflugvél flugfélagsins
Landsflugs skyldi ekki hafa verið í
viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum,
eins og kveðið er á um í samningi,
þegar flytja átti sjúkling í síðustu
viku. Vélin var stödd í Reykjavík í
áætlunarflugi en var komin til Eyja
innan þess tíma sem gert var ráð fyr-
ir, miðað við tegund útkallsins.
Í vikunni þar á undan átti sér stað
atvik þar sem vél frá flugfélaginu
sem sinna átti sjúkrafluginu fór í
reglubundið eftirlit án þess að flug-
félagið gerði ráðstafanir til að
tryggja að viðbragðsskyldu þess yrði
sinnt af öðrum.
Landsflug sinnir
áfram sjúkra-
flugi til Eyja
AUGLÝST hefur verið eftir til-
boðum á EES-svæðinu vegna fyr-
irhugaðra kaupa Landhelgisgæsl-
unnar á nýrri flugvél.
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra boðaði síðastliðið
haust eflingu Gæslunnar. Nýtt
varðskip yrði tekið í notkun árið
2008 og ný flugvél árið 2007. Nú-
verandi flugvél Gæslunnar er kom-
in nokkuð til ára sinna og missir
lofthæfi í lok þessa árs. Ný flugvél
mun þurfa að búa yfir nútíma
greiningar- og samskiptatækni og
hafa nægilegt flugþol til að sinna
eftirliti í stórri efnahagslögsögu.
Einnig þarf hún að geta tekið þátt
í löngum björgunar- og leit-
araðgerðum og sinnt vettvangs-
stjórn og sjúkraflugi. Gert er ráð
fyrir að vélin þurfi auk þess að
geta flogið utan vegna alþjóðlegra
björgunarstarfa, friðargæslu og
mannúðarmála. Tilboð verða opn-
uð í nóvember.
Auglýst eftir
flugvél fyrir Land-
helgisgæsluna
VERIÐ er að fara yfir hvort og þá
hvaða framkvæmdum á vegum
Reykjavíkurborgar verði frestað
vegna þenslu í
þjóðfélaginu.
Munu svör liggja
fyrir í næsta
mánuði. Vil-
hjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borg-
arstjóri, segir
ekki svo margar
framkvæmdir
standa fyrir dyr-
um hjá borginni
fyrir utan hefð-
bundnar framkvæmdir við skólahús
sem og gatnaframkvæmdir. Verið
sé að undirbúa framkvæmdir við
íþróttahús t.d. hjá ÍR og Leikni og
ekki hafi verið rætt um að fresta
þeim. Hann segir mislæg gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar ekki verða boðin út á árinu,
en undirbúningur sé hafinn.
Gatnamótin ekki
í útboð á þessu ári
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
ELDUR kviknaði í vörugeymslu við
áburðarverksmiðjuna í Gufunesi á
níunda tímanum í gærmorgun.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
sendi þrjá dælubíla á vettvang, um
17 til 20 slökkviliðsmenn, og gekk
greiðlega að slökkva eldinn. „Þetta
var töluverður eldur og mikill reyk-
ur af þessu þannig að við þurftum
að nota reykkafara,“ sagði Guð-
mundur Jónsson, vaktstjóri hjá
SHS, en bætti við að engin hætta
hefði verið á ferðum þar sem engin
eiturefni voru í geymslunni.
Geymslan er í eigu gámafélags
og meðal þess sem var í henni var
pappírsúrgangur og gamlar prent-
vélar. Ljóst er að skemmdir á
geymslunni voru töluverðar en að
sögn lögreglu liggur ekki fyrir
hvernig eldurinn kviknaði.
Eldur kom upp
í vörugeymslu
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá
14. júlí sl. um að þrír menn sæti
áframhaldandi gæsluvarðhaldi, til
25. ágúst nk. Mennirnir eru grun-
aðir um aðild að stórfelldum inn-
flutningi á fíkniefnum, rúmum 15
kg af amfetamíni og rúmum 10 kg
af hassi, sem falin voru í bifreið sem
flutt var inn til landsins frá Rotter-
dam í Hollandi.
Fíkniefnin fundust við tollgæslu
hinn 3. apríl sl. en mennirnir voru
teknir höndum tíu dögum síðar, eft-
ir eftirlit lögreglu. Hið meinta brot
þykir mjög alvarlegt enda um mik-
ið magn af sterkum og hættulegum
fíkniefnum að ræða, sem þykir nær
öruggt að hafi átt að fara í sölu og
dreifingu.
Hæstiréttur
staðfesti varðhald